Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. 25 kolsvartir krakkar, allir berfættir, að leika sér með innkaupakerru úr stórmarkaði. Sú litla kallaði til mín: Við eigum líka kakkalakka, við eig- um líka kakkalakka. Rétt eins og sumir krakkar segja: Við eigum líka kettling! En mér þykir rétt að geta þess að börnin, sem ég sá þarna, voru öll í fallegum og hreinum fötum. Litlu stelpurnar með skrautlegar spennur og annað hárskraut í hrokknu og fléttuðu hárinu. Ég tók líka eftir því, þegar börnin komu í skólabílnum, hvað þau voru hrein og fallega til fara. En umhverfið og húsin voru óhrjá- leg, minntu einna helst á Höföaborg- ina í Reykjavík þegar hún var upp á sitt allra versta, enda húsin alls ekki ólik þeim húsum. Guð minn góður. Þetta var skelfi- legt. Ég vona að ég brjóti engan trún- að þótt ég segi frá þessu en þetta getur hver sem þarna kemur séð. Hins vegar var fólkið, sem ég talaði við, elskulegt og varö ég ekki vör við neina glæpi eða eiturlyfjasölu. Nema ef vera skyldi að hópar af ungum og hraustlegum mönnum, sem þarna voru samankomnir um hádegisbiiið og frameftir deginum, væru eitthvaö í þá veru. Þessir ungu menn voru allir vel klæddir, meö gullhringa á fingrum, armbönd um úlnliðina og margar gullkeðjur hangandi um hálsinn. Sumir, og það ótrúlega margir, voru með gulltennur, sumir fieiri en eina. En þeir voru greinilega ekki í neins konar vinnu - í það minnsta ekki 9-5 vinnu. Þeir voru bara að spjalla sam- an, sumir að fá sér bjór og hafa það huggulegt. En ég get ekki að því gert að mér fannst þetta með gulltennurnar afar merkilegt. Þetta fólk er nefnilega mjög fátækt eða hefur svo litlar tekj- ur að íslendingar geta engan veginn gert sér grein fyrir því hvernig það fer að því að draga fram lífið. Hvem- ig hefur það efni á að fá sér rándýrar gulltennur? Mér finnst algengara hér að sjá fátæklinga illa tennta eða jafn- vel alveg tannlausa. íbúarnir voru orðnir svo vanir að sjá mig vafra þarna um hverfið að þeir voru farnir að þekkja mig. Stundum hitti ég einhvem sem ég var búin að spyrja spjörunum úr inni hjá einhveijum öðrum. Þá uröu fagn- aðarfundir og þótti þeim sem þeir væru að hitta góðvin eftir langan Blessuð litlu börnin voru að leika sér í öllum skítnum, mörg hver berfætt. aðskilnað. Langflestir voru sammvinnuþýðir en margir greinilega hræddir um að eitthvað kæmist upp um þá. Hins vegar eru manntalsstarfsmenn bundnir þagnareiði í 72 ár með allar upplýsingar. Hvorki innflytjendayfirvöld né skattayfirvöld geta fengið aðgang að þessum upplýsingum fyrr en árið 2062. Ekki aðrir en eiðsvarnir starfs- menn manntalsins fá að sjá upplýs- ingarnar sem safnað hefur verið. Aðeins einn maður vildi alls ekki tala viö okkur Bill. Hann var greini- lega af spönsku bergi brotinn og var hreinlega dónalegur. Við gerðum at- hugasemd um hann og hefur ugg- laust verið gluggað eitthvaö nánar í hans mál og þá kannski komist upp einhver leyndarmál sem hann vildi eiga fyrir sig. Ef hann hefði bara svarað okkur kurteislega hefði hann verið laus allra mála strax. Margir af „skólstæðingum“ mín- um vildu fá aö vita eitthvað nánar um manntalið og til hvers það væri gert. Ég reyndi að útskýra þaö eins vel og ég gat á einfaldan hátt. Fólkið virtist skilja það og ein kon- an sagði: Mikið þakka ég þér vel fyr- ir að koma hingað til mín og telja mig og börnin mín. Ég sé að þaö er svo áríðandi að allir séu taldir með. Önnur spurði: Og hvað ert þú búin að telja marga? Einhvern veginn tókst mér loks að fylla allar auðu línurnar í vinnubók- inni minni. Reyndar gerðist það ekki fyrr en daginn fyrir „deadline" eða daginn áður en verkinu átti að vera lokið. Mínu verki var lokiö og Bill sagði að ég heföi staðið mig vel því þetta hefði verið svo erfitt hverfi sem ég hefði fengið. Satt aö segja læddist að mér sú hugsun að kannski heföu þeir látið „útlendinginn" fá versta hverfið, það væri minnstur skaðinn ef eitthvað kæmi fyrir hann. En svo var hverfið mitt bara alls ekki svo slæmt þegar allt kom til alls. Ég gæti vel hugsað mér að telja þar alla heimsbyggðina eftir tíu ár! Anna Bjarnason, St.Cloud, Florida Mi Glæsilegu Hebby hjólhýsin eru nú til sýnis íReykjavík, Keflavík og á Akureyri. Nú geturðu skoðað þessa kostagripi hjá BSA bílasölunni á Akureyri, Bílakringlunni í Keflavík og hjá umboðinu, Gísla Jónssyni & Co. A sömu stöðum er Camp-let Royal tjald- vagninn einnig til sýnis. Opið um helgina: laugardag 10—18 og sunnudag 13—18. G Jónsson & Có. Sundaborg 11 Simi 91-686644 Hjá Hobby eru smáatridin stónnál!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.