Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990.
Fréttir______________________________________________________________________________dv
Enn einn kaflinn 1 harmsögu grásleppuveiða og -vinnslu:
Heimatilbúinn vandi
vegna ruglaðs sölukerfis
framkallað furðulegar sveiflur í verði á grásleppuhrognum.
Gjaldþrot kavíarverksmiöjunnar
Bjarga hf. í Stykkishólmi er nýjasti
kaflinn í harmsögu grásleppuveiða
og hrognavinnslu hér við land. Þessi
fomfræga atvinnugrein veröur enn
að horfast í augu við stórfellt f)ár-
hagstjón sem auðvitað kemur hart
niður á veiðimönnum og fiskverk-
endum i landi.
Fréttaljós
Sigurður M. Jónsson
Að sögn þeirra sem til þekkja kem-
ur gjaldþrotiö í Hólminum ekki á
óvart. Undanfarið hafa grásleppu-
verkendur veriö að fara á hausinn,
á undan þessu varð fyrirtækið Arctic
hf. á Akranesi gjaldþrota og þar á
undan fyrirtæki í Grindavík. Það er
kannski táknrænt fyrir uppruna
vandans aö þrotabú þessara tveggja
fyrirtækja eiga enn um eitt þúsund
tunnur af gráleppuhrognum. Ein
verksmiðja í viðbót mun hafa lagt
upp laupanna þannig að aðeins K.
Johnson á Akureyri og Ora eru eftir
sem áður framleiðeffdur kavíars hér
á landi.
Ekkert út og afgangurinn
eftir minni
Gjaldþrotið í Hólminum kemur
hart niður á mörgum og þar á meöal
smábátasjómönnum en margir
þeirra létu freistast til að gera furðu-
lega samninga; við framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins, Finn Jónsson, í
upphafl vertíðar. Fyrirtækið var
næst stærsti verkandi á kavíar hér á
landi og næstum því allsráðandi á
Snæfellsnesi. Þessi nýja verksmiðja
var stofnuð 1987 og að sögn kunn:
ugra fór hún geyst þegar frá upphafí
og keypti mikið af hrognum á hæsta
verði.
Trillukarlarnir sömdu um aö verð-
ið yrði ákveðið eftir á í einhverri
augljósri íslenskri bjartsýni. Einn
þeirra sagði í samtali við DV að hann
skildi í raun ekkert í því af hyerju
þeir hefðu gert svona samnihg því
. þetta hefði verið dæmigerður samn-
ingur upp á: „Ekkert út og afgangur-
inn eftir minni.“ Þessi sami maður
sagði að trillukarlarnir hefðu aðeins
fengið eina greiðslu á réttum tíma
síðan grásleppuvertíðin hófst í upp-
hafi maí.
Á sama tíma og framkvæmdastjór-
inn var að gera samning viö trillu-
karlana var yfirstjórn fyrirtækisins
stokkuð upp og hann fékk á sig „yfir-
frakka".
Ágúst Sigurðsson, aðaleigandi
hinnar fornfrægu fiskverkunar Sig-
urðar Ágústssonar, á helming í
Björgu hf. Hann hafði frumkvæði að
því að fá Jón Steingrímsson, ungan
viöskiptafræðing sem gerður var að
stjómarformanni, og Vilhjálm
Bjarnason til þess að ná tökum á
rekstrinum. Það tókst ekki og á
fimmtudaginn óskuðu eigendur eftir
gjaldþrotaskiptum.
Hnoð með lágmarksverð
ruglar markaðinn
Uþpruna vandans vilja margir
rekja allt’aftur tii ársins 1987 og kem-
ur það sjónarmið meðal annars fram
hjá Emi Pálssýni, framkvæmda-
stjóra Landssambands smábátaeig-
enda. 1987 var haldinn fundur um
ákvörðun lágmarksviðmiöunar-
verðs til útílutnings. Útflytjendur
voru sammála um að vegna lítillar
veiði árið á undan væri skortur á
markaðnum. Vildi einn stór útflytj-
andi, Sölustofnun lagmetisins, að
verðið yrði óbreytt frá 1986 eða 1.050
þýsk mörk fyrir tunnuna. Niðurstað-
an varð 1.200 mörk. Eftir það keppt-
ust framleiöendur og kaupendur við
að breyta skorti í offramboð.
Margir sjómenn telja að vandinn
sé að of mikið frelsi hafi ríkt með
verðlag og segir til dæmis Öm Páls-
son aö það sé hans bjargfasta trú að
lágmarksverð verði að vera á grá-
sleppuhrognum. Þetta stenst hins
vegar varla ef þróunin eftir 1987 er
skoðuð þvi þar kemur í ljós að fram-
leiöendur og kaupendur tóku sífellt
rangar ákvarðanir sem þeir meðal
annars byggöu á hugmyndum sínum
um lágmarksverð og fyrirframsölu.
Sölukerfið virtist steinmnniö og ekki
í neinum tengslum við hin raun-
verulega markaö. Skilaboð markaös-
ins voru hundsuð þannig aö fram-
leiðslan sveiflaðist frá offramboði til
skorts.
Má sem dæmi nefna að á síðustu
vertíð fengu veiðimenn upplýsingar
um fyrirframsölu sem stóðust ekki.
Afleiðing þess var sú að veiðimenn
veiddu mikið fram yfir það sem hægt
var að selja og sitja enn uppi með
óseld hrogn sem sífellt lækka í verði.
50% offramleiðsla
Eftir fundinn um lágmarksviðmið-
unarverðið, sem nefndur var áöan,
hófst mikiö veröstríð sem virðist
hafa verið byggt á röngum hugmynd-
um um hvað væri hægt að selja af
fullunni framleiöslu. Veröstríðið
leiddi af sér offramleiðslu. Þegar upp
var staðið var veiðin 1987 20.000
tunnur af grásleppuhrognum um-
fram neyslumarkið sem lætur nærri
að vera 50% offramleiðsla. Neyslan
er talin vera um 40.000 tunnu en
framleiðslan varð 60.000.
Þetta skapaðist meðal annars af því
að sjómenn í Kanada töldu að það
væri að myndast markaöur á íslandi
fyrir grásleppuhrogn. Eftir þetta hef-
ur bæði veiði og verð stöðugt farið
niður á við og telst gott nú ef tunnan
af hrognum fer á 900 þýsk mörk sem
lætur nærri að vera 32.000 krónur.
Þegar best lét mun verðið fyrir tunn-
una hafa sveiflást frá 40.000 til 45.000
krónum.
Vatnsblandaður kavíar
En hvað er framundan? Örn sagð-
ist vera bjartsýnn á að markaðurinn
færi að ná jafnvægi með haustinu en
eigi að síður er tjónið nú þegar mikið
og því er ekki að leyna að þessi fram-
leiðsla skiptir okkur máli. Útflutn-
ingsverðmæti saltaðra og og fullunn-
inna grásleppuhrogna (kavíar) nam
á síðasta ári 621 milljón króna og
hefur að sjálfsögðu fallið frá því það
var mest.
í grein í sjómannablaöinu Ægi frá
því í apríl vekur Örn athygli á sér-
kennilegri þróun varðandi gæði kav-
íars frá íslandi: „Vatnsblandaður
kavíar með auknu bindiefni sem hef-
ur nú þegar lagt þýska markaðinn í
rúst fyrir okkur íslendinga er farið
að bjóða á stærsta og mikilvægasta
markaði okkar þ. e. Frakklands-
markaðinn. Afleiöingar þess gætu
orðið þær sömu og orðið hafa á þýska
markaðinum.“- Það er kannski eins
gott að viö íslendingar framleiðum
ekki kampavín.
Hér sést grásleppuhrognaframléiðsla íslendinga frá 1971 til 1989 i fjölda
tunna.
Ríkissjóður flármagnar kvótakaupin:
Kvótakaup dragast frá tekjuskatti
ríkisskattstjóri reynir að girða fyrir gat í skattalögum
Ríkissjóður íslands hefur í raun
staðið undir íjármögnun á um
helmingi allra kvótakaupa á und-
anfómum árum. Þó þetta hljómi
ótrúlega er þetta raunin sam-
kvæmt heimildum DV. Vegna þess
hvemig staöið hefur verið að
eignafærslu á kvótanum í reikn-
ingum fyrirtækja kemur helming-
ur kaupverðs kvótans í raun sem
afsláttur á tekjuskatti fyrirtækj-
anna.
Tökum dæmi.
Útgerðarmaður kaupir skip með
kvóta fyrir 100 milljónir. Þaö sem
liggur að baki kaupverðinu er fyrst
og fremst kvóti skipsins. Útgerða-
maðurinn flytur síðan kvótann yfir
á skip sem hann á fyrir og úreldir
skipið sem hann keypti. Hann
gjaldfærir því allar 100 milljónim-
ar og lækka þær tekjur hans sem
því nemur. Þar sem tekjuskattur
fyrirtækja er um 50 prósent verður
ríkissjóður því af 50 milljón krón-
ma tekjuskatti frá útgeröamannin-
um þó svo hann haldi eftir hinu
raunverulega verðmæti; það er
kvótanum.
Eftir fyrirspurn frá löggiltum
endurskoðanda vinnur embætti
Ríkisskattstjóra nú að reglum um
hvernig fara skuli með kvóta í
reikningum fyrirtækja einmitt til
aö fyrirbyggja dæmi eins og hér að
ofan.
Annað vandamál tengt kvótanum
snýr að fyrningarreglum. Skip
fymast á 12,5 ámm eða um 8 pró-
sent á ári. Ef útgerðamaður kaupir
skip á 100 milljónir, þar sem kvót-
inn er ef til vill 80 prósent kaup-
verðsins, og gerir þaö áfram út get-
ur hann afskráö 8 milljónir á ári.
Kvóti fyrnist hins vegar ekki í
raun. Rökréttara væri því að
greina á milli varðs skips og kvóta
þannig að ef skipið er 20 prósent
af 100 milljón króna kaupverði geti
útgerðamaðurinn einungis afskrif-
að 1,6 milljónir á ári. Þar sem af-
skriftir koma til frádráttar tekjum
hefur sú almenna regla sem gilt
hefur aö afskrá bæði skip og kvóta
minnkað tekjuskatt ríkisins af út-
geröarmönnum.
-gse