Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 11
11 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. Þetta hljómar dálítið sérfræðings- lega, að minnsta kosti fyrir þá sem ekki þekkja til. En svona er þetta vist. Á staðnum var líka vélknúinn svif- dreki sem þeir eiga nokkrir saman. „Þennan notum viö dálítið líka. Þeg- ar veðrið hentar ekki til svifdreka- flugs þá er gaman að geta flogið um á þessum. Þið verðið endilega að prófa hann.“ Þetta boð fékk misjafn- ar undirtektir. En hví ekki að reyna? Til þess að fijúga um með þá sem vildu var fenginn Magnús Sigurðs- son. Hann virkaði nógu traustvekj- andi til að blaðamaður treysti hon- um, seglinu og nokkrum vírum til að fljúga með sig um sveitina og yfir næstu fjöll. Sérlega góð upplifun Af stað var haldið og var beðið eft- ir hræðslutilfinningunni allan tím- ann en hún bara kom ekki. Einungis góð upplifun og það verður að segj- ast; alveg sérlega góð. Einkar skemmtilegt að skoða sig um frá ber- um himni á þennan máta; sérstak- lega tók 12. flötin í Grafarholtinu sig vel út. Flugið gekk mjög vel og lend- ingin var mjúk og þægileg. Flugmað- urinn vissi auðsýnilega nákvæmlega hvað hann var að gera, enda mjög reyndur svifdrekamaöur. Ekki var stansið mjög langt því önnur flugferð freistaði og úr henni varð. Eftir þessa reynslu er auðvelt að skilja hvernig svifdrekaflugið getur heltekið þá sem á því byrja - þótt vissulega hijóti aö þurfa vel kjarkaða menn til að drífa sig af stað í hefðbundnum svifdreka af háum fjallsbrúnum „Ég heillaðist af svifdrekafluginu þegar ég var eitt sinn staddur viö Hafravatn og sá þar tvo svifdreka- flugmenn fljúga um. Þegar þeir lentu kom ég til þeirra og keypti á staðnum dreka annars þeirra," segir Jón Rós- mann, „þá varð ekki aftur snúið og síðan hef ég veriö í þessu af fullum krafti." Fylgdarmaður okkar, Jón Rósmann, rétt kominn í loftið og er að koma fót- leggjunum fyrir i vestispokanum sem legið er i. „Þetta er ekkert hættulegt ef farið er rétt að. Rétt eins og i öllu öðru þá þýðir ekki að vera með ein- hvern göslagang." DV-myndir Brynjar Gauti Um 70 manns eru félagar í Svif- drekafélajþ Reykjavíkur en um 20-30 manns fljúga að staðaldri. Félagið á hús sem er við veginn á leiðinni upp að Úlfarsfelli. Þar hittast svifdreka- mennirnir jafnan áöur en haldið er á fjöllin en nærliggjandi fjöll eru „fjöllin þeirra“, Esjan, Helgafell, Úlf- arsfell og Hafrafell. Þeir hafa lagt vegi upp að fjallstindunum þar sem þeir hafa útbúið sér flugtaksstaði. íslandsmeistara- mótfram undan Fyrir dyrum stendur íslandsmeist- aramót í svifdrekaflugi sem haldið verður að Búrfelli í Gnúpverjahreppi frá 29. þessa mánaðar til 8. júlí. Þá munu svifdrekakapparnir fljúga stöðugt í 10 daga og ætla þeir sér auðvitað allir að hreppa íslands- meistaratitilinn. Keppt er í yfirlands- flugi þegar aðstæður eru góðar. Þá er reynt að fljúga eins langt frá flug- taksstað og hægt er. „Við komum okkur upp með hita- uppstreyminu og reynum að komast upp undir skýjabotna. Svo ferðumst við með skýjunum eins langt og við getum. Oft lendum við í því að missa mikla hæð en þá reynum við að nota flölhn og uppstreymið frá þeim. Við reynum að fmna sem mest hitaupp- streymi og ferðast um frá því. Þegar gott veður er og margir eru í loftinu í einu þá er oft hörkukeppni í gangi. Þá er reynt að vinna úr aðstæðum en við höfum lent í því, uppi í 2.500 metra hæð, að flækjast hver fyrir öðrum. Þá reyna menn að berjast um hvert hitauppstreymi ,sem þeir geta fengið.“ Auðheyrt var að kominn er eftir- vænting í hópinn fyrir íslandsmótið, enda spennandi keppni fram undan. Þrír efstu mennirnir úr keppninni í fyrra voru allir þarna meö okkur: Jóhann ísberg, íslandsmeistarinn, Árni Gunnarsson, sem var í öðru sæti, og fylgdarmaðurinn, Jón Rós- mann, sem hafnaði í því þriðja. Byrjað á jafnsléttu En hvemig getur áhugasamur sem langar í svifdrekaflugiQ byrjað? „Við hjá Svifdrekafélagi Reykja- víkur leiðbeinum byrjendum og höldum námskeið. Byrjað er á sléttu túni að halda á svifdrekanum og fá tilfmningu fyrir því hvernig vindur- inn tekur í hann. Svo er hlaupið með drekann í sama skyni. Þegar nem- andinn hefur náð góðri tilfinningu fyrir drekanum og hvernig vindur- inn leikur með hann þá er farið í litla brekku og hoppað þaðan. Smám saman hækka brekkurnar og út frá því geta nemendur farið upp á fjalls- brún og í renniflug þaðan niður. Með tímanum lærir fólk á hitauppstreym- ið og getur þá farið að svífa um.“ Aðspurður hvort þetta væri hættu- leg íþrótt sagði Jón Rósmann svo ekki vera ef staðið væri rétt aö. Þet. gæti verið hættulegt eins og hvað annað ef fólk væri með einhvern göslagang. Annars sagði hann mér að spyija bara fuglana. Kannski ég spyrji fuglana einhvern tíma seinna. En best væri þá auðvit- að að komast í tæri við þá í háloftun- um. Enda spurði ljósmyndarinn hve- nær stæði til að prófa svifdreka án vélar. Það gæti kannski oröið gott myndefni. -RóG. ÞETTA ER POTTÞÉTT SUMARBÚSTAÐUR Á HJÓLUM FELOH JOLHY SI M.a. ísskápur, eldavél, vaskur, vatn pumpa, tvöí'. rúður, einangraðir vegg lokað hitaloftkerfi, fullkomið sjálfsta rafkerfi með hleðslu frá bílnum, hleðsl aukabúnaður 220 volt. Sterk galva húðuð stálgrind, 13 t. dekk o.m.fl. ÞÚGETUR FARIÐ HVERT á land sem er og tekið öll þægindin með þér. Þú reisir þér þinn eiginn sumarbústað þar sem þér hentar hverju sinni. T JALDVAGNAR Innifalið í verði vagnsins er stórt for- tjald, botn í fortjaldið, borð, varadekk og 3ja hellna gaseldavél. Stgr. 297.620 kr. KOMDU EÐA HRINGDU, VIÐ VILJUM ÞJÓNA ÞÉR HRINGDU OG VIÐ SENDUM BÆKLING UM HÆL SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7, SÍMI 621780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.