Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 23. JtJNl 1990.
15
Hennar hátign
Þaö er sagt á skákmáli að menn
beiti drottningarbragði. Ekki er ég
nógu vel að mér í skákíþróttinni til
aö lýsa þeim leik en eitt er víst að
drottningin á skákborðinu er
tveggja manna maki og má sín
mikils. Hún fer geyst um allan völl
og drepur bæði langt og stutt. Á
sama tíma er kóngurinn skrefstutt-
ur og vamarlaus nema fylkt sé liði
honum til stuðnings og verndar.
Kvenréttindakonur mættu hafa
það í huga að skákíþróttin gerir
kvenkyninu og drottningunum
hærra undir höfði en öllum öðrum
taflmönnum á borðinu og er þó sú
íþrótt fundin upp löngu fyrir daga
jafnréttisbaráttunnar.
Ekki greinir mannkynssagan frá
mörgum drottningum í aðalhlut-
verki og kannske má finna ein-
hvern freudisma í skákhstinni og
þeirri staðreynd að það er drottn-
ingin sem er látin vera beittust í
vörn og sókn og hald og traust
þeirra kónganna sem liggja eha
marflatir fyrir skák og máti ef ekki
væri fyrir herliðið sem bregður
fyrir þá skildi sínum.
Skýringin kann að hggja í því aö
drottningar hafi haft meiri völd og
meira vit í kolhnum en margur
kóngurinn sem fékk krúnuna í
vöggugjöf. Konan á bak við mann-
inn. Það er líka sagt að konur séu
slægari og slungnari en karlar og
þeir eru margir kóngarnir sem
hafa haldið völdum sínum í krafti
þeirra kvenna sem þeir kvæntust.
Ekki bara á taflborðinu.
Kurteisisheimsóknir
Hinu má ekki gleyma að til eru
drottningar sem hafa setið í hásæti
og ekki þurft á körlum sínum að
halda til að lifa konungdóminn af.
Þær hafa verið bæði drottning og
kóngur í senn í valdatafli heims-
sögunnar. Bretadrottningar eru
orðnar sjö eða átta talsins og engin
drottning og enginn þjóðhöfðingi
hefur ráðið yfir stærra og voldugra
ríki en Viktoría Bretadrottning
sem er langalangamma þeirrar El-
ísabetar sem nú er á leiðinni til
íslands. Á Viktoríutímabihnu stóð
Stóra-Bretland undir nafni, heims-
veldi og nýlenduveldi og stórveldi
sem þurfti á öllum drottningar-
brögðum að halda. Það hefur kom-
ið í hlut Elísabetar annarrar að
horfa upp á gamla heimsveldið hð-
ast í sundur. En þá ber líka að hafa
i huga að nú fær drottningin htlu
ráðið og hefur jafnvel minna svig-
rúm en kóngurinn á taflborðinu.
Drottningarbrögðin eru horfin út
af landakortinu. Þau hurfu með
heimsveldinu um það leyti sem
jafnréttisbaráttan hófst!
Hingað hafa komið margir frægir
þegnar hennar hátignar Breta-
drottningar og ekki alltaf í kurteis-
isheimsóknir. Jörundur hunda-
dagakonungur þóttist sölsa undir
sig landið í nafni Bretaveldis.
Breski herinn gekk hér á land í
nafni kóngsa og breska sjóhernum
var sigað á íslensku varðskipin í
nafni hennar hátignar. Ekki voru
þetta aufúsugestir. Sem betur fer
hafa þessar óvæntu og óvelkomnu
heimsóknir ekki spfllt fyrir sam-
búð Breta og íslendinga og æth það
sé ekki svo að Bretar séu hér betur
þokkaðir og vinsælh Edla jafna en
aðrar þjóðir. íslendingar eru ekki
langræknir menn og Bretar eru
öðrum þjóðum geðfehdari. Mann-
legi strengurinn hefur aldrei shtn-
að hvað sem hðið hefur landhelgis-
stríðum og stórveldadraumum.
Ástin og hræsnin
Þaö hefði einhvern tímann þótt
saga tfl næsta bæjar þegar hennar
hátign Bretadrottning tekur sig
upp og heimsækir íslendinga.
Kóngafólkið í Englandi hefur haft
öðrum og fleiri hnöppum að
hneppa en leggjast svo lágt. Þegnar
hennar hátignar eru ennþá, þrátt
fyrir allt, nokkur hundruð mflljón-
ir manna í öllum heimsálfum og
það þykir víst vel af sér vikið ef
hveijum meðalkóngi endist líf og
heflsa til að heimsækja alla þessa
þegna sína. Hvað þá aðra. En Elísa-
bet önnur hefur setið í sínu hásæti
í fjörutíu ár og komið víða við. Nú
er röðin komin að íslandi.
Elísabet var ekki borin til kon-
ungdóms í beinan legg. Ef allt hefði
verið með felldu í konungsflöl-
skyldunni og ástin hefði ekki borið
Játvarð, föðurbróður Ehsabetar, af
leið hefði hana dagað uppi í hirð-
inni eins og hver önnur laföi
frænka og sjálfsagt orðið gleymsk-
unni að bráð. Sagt er að hvers-
dagslegri og dagfarsprúðari mann-
eskju sé erfitt að finna. Ehsabet er
vandlát og siðprúð með afbrigðum
og er ekki fréttamatur fyrir slúður-
dálkana. Ekki sem drottning og
hvað þá sem fiarskyldur ættingi.
Þegar Georg Bretakonungur, afi
Elísabetar féll frá, tók frumburð-
inn, Játvarður, við konungdómn-
um. Hann þótti elskulegur krón-
prins og konungur, vinsæh af al-
þýðu en lífsglaöur, veikgeðja og
áhrifagjarn. Játvarður komst í
kynni við ameríska tvígifta konu,
frú Simpson, og varð ástfanginn.
Það þótti ekki í samræmi við góða
og breska siði að konungur lands-
ins væri í slagtogi við gifta konu
og það var heldur ekki í samræmi
við tíðarandann að hafa það ástar-
samband í fhmtingum. Fjölmiðl-
arnir, hirðin og yfirstéttin samein-
uðust í þagnarsamsæri um þetta
hneyksh. Það ríkti siðprúð þögn
um ástina hans Játvarðs allt þar
til Játvarður gerði það sjálfur upp-
skátt að hann hygðist kvænast
konunni.
Laugardags-
\ pistill
Ellert B. Schram
Ástsæll þjóðhöfðingi
Það segir sína sögu um aldarfarið
og hræsnina í Bretlandi þeirra tíma
að slíkt hjónaband kom aldrei til
greina. Amerísk mátti hún vera,
af alþýðufólki mátti hún vera kom-
in en fráskihn kona gat aldrei orðið
drottning í Bretaveldi. Kirkjan,
þingið og siðgæðisverðirnir, sem
ólust upp við viktoríanskan hugs-
unarhátt, stilltu konungi upp við
vegg. Annaðhvort segði hann skihð
við frú Simpson hina syndugu ell-
egar hann léti af embætti. Konung-
ur valdi síðari kostinn og galt kon-
úngdóm sinn með ástinni. Hann
afsalaði völdum sínum til bróður
síns, Georgs sjötta, föður Elísabet-
ar.
Þannig atvikaðist það að ástin og
syndin og hræsnin komu ættarlegg
Georgs til valda. Faðir Ehsabetar
var sagður fremur lítfll bógur og
mun jafnvel hafa gert tillögu um
að Elísabet tæki strax við í stað
hans sjálfs. Sem bendir til þess að
Georg hafi óað við konungdómnum
og efast um hæfni sína eða getu til
aö taka við krúnunni. Hann naut
sín best í öryggi stofunnar og til-
breytingarleysi hirðarinnar. Elísa-
bet hefur ekki langt að sækja
hversdagsleikann í fari sínu.
Hún var aðeins tuttugu og flög-
urra ára þegar faðir hennar féll frá
og krúnan varð hennar. En Bretar
tóku henni vel og engum blandast
hugur um að Bretadrottning er ást-
sæll og virtur þjóðhöfðingi, ekki
síst vegna látleysis og hollustu við
siðsemi, háttprýði og óaðfinnan-
lega framkomu. Það hefur aldrei
fallið blettur á hátterni hennar,
aldrei heyrst rangt orð af vörum
hennar, aldrei fallið skuggi á
mannorð hennar. Hún gerir allt
rétt, hlýðir siðunum, gegnir stöð-
unni og brosir á réttum stað og
tíma.
Það þarf mikinn sjálfsaga til að
komast upp með slíkt hf í flörutíu
ár. Og það þarf mikla sjálfsafneit-
un. Skyldi drottninguna aldrei
langa til að sleppa fram af sér beisl-
inu? Skyldi hún aldrei vilja segja
þjóð sinni til syndanna, skyldi hún
aldrei vilja verða venjuleg mann-
eskja sem lifir venjulegu lífi?
Hversu merkflegt sem það er að
vera drottning og hversu mikil for-
réttindi það eru að vera borinn á
höndum hefllar þjóðar og heils
heimsveldis hlýtur þaö að vera
ómanneskjulegt og þvingandi að
geta aldrei um frjálst höfuð strokið.
Skrum og skraut
Nú er það heldur enginn sem seg-
ir Ehsabetu Englandsdrottningu að
hún þurfi að vera prúðbúin og óað-
finnanleg puntudúkka í þágu ann-
arra. Það er enginn sem segir kon-
ungum eða drottningum að þau
megi ekki hafa skoðanir né heldur
að þau megi ekki skemmta sér eða
athafna sig öðruvísi en umgirt líf-
vörðum og auðsveipum þjónum.
Konungar sækja ekki lengur vald
sitt til guðs og þeir eru ekki síður
mannlegir en við hin.
Sannleikurinn er sá að edikettur,
formfesta og tildrið í kringum kon-
ungsfólkið í Evrópu er andstætt
þeim nútímalifnaðarháttum og
hugarfari sem ríkir í heiminum í
dag. Guðleg og veraldleg hand-
leiðsla konunganna og drottrúng-
anna er hðin tíð. Lítfl hafa þeir
völdin, minni hafa þeir átrúnaðinn.
Það stendur raunar ekkert eftir
nema hinn ytri búnaður, skrautið
og skrumskælingin á þeirri tíma-
skekkju sem tiginborið fólk er að
rembast við að tileinka sér. Við ís-
lendingar erum jafnvel að apa
þessa hirðsiði eftir og í utanríkis-
þjónustunni ríkir ennþá ótrúleg
uppgerð og tildur sem dregur dám
af þessum tepruskap.
En svo merkilegt sem það er þyk-
ir þetta fínt og viðeigandi og ekkert
konungdæmi í Evrópu hefur hug á
því að afnema þessa fáránlegu og
tilgerðarlegu lotningu fyrir hátign-
inni. Konungsflölskyldurnar lifa
áfram sínu friðhelga forréttindalífi
og almenningur heldur áfram að
mæna upp til konunga sinna með
auðmýkt hins undirgefna.
Merkileg manneskja
Enginn vafi er á því að Elísabet
Bretadrottning á sinn þátt í þeirri
virðingu sem konungdómnum er
sýnd þar í landi. Hún leikur sitt
hlutverk fullkomlega. Og sjálfsagt
er það henni ekki erfiður leikur
heldur eðlilegt munstur. Hún er
blóm í hnappagati bresku hefðar-
innar, hin fullkomna drottning fyr-
ir þann þjóðflokk sem þarf samein-
ingartákn og siðvenjur til að líta
upp tfl.
Hversu flarstæðukennt sem okk-
ur finnst tildriö í kringum kónga-
fólkið og hversu fáránlegt það er
að hafa arfleiddar flölskyldur í
marga ætthöi á ríkmannlegu fram-
færi almennings er það auðvitað
ekki okkar að forsmá það sem aðr-
ir vflja hafast að. Breski konung-
dómurinn er staðreynd og drottn-
ingin er lifandi ímynd þeirrar hefð-
ar sem skapast hefur um góða og
göfuga kónga.
Drottningin er ekki lengur sterk-
asti maðurinn á taflborði valdsins.
Konungsfólkið er til sýnis og
skrauts og þarf ekki að beita nein-
um afbrigðum í skákinni tfl að forð-
ast mát. Það lifir í vernduðu um-
hverfi. Engu að síður er Breta-
drottning þjóðhöföingi og samein-
ingartákn þegna sinna og íslend-
ingum er mikill sómi sýndur með
heimsókn hennar. Þann sóma get-
um við endurgoldið með velþókn-
un og vinsemd í garð hennar há-
tignar. Elísabet Bretadrottning er
merkileg manneskja þó ekki vaeri
fyrir annað en að varðveita mann-
eskjuna í sjálfri sér í ómanneskju-
legum heimi konungdómsins.
Ellert B. Schram