Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. 43 Reykjavík fyrr og nú Þessar myndir eru teknar af þaki Arnarhvols, vestur yfir Arnarhól- inn í átt aö miðbænum. Eldri myndin er tekin eftir 1930 sem sést m.a. á því að Hótel Borg er risin og Arnarhvoll, en hún er hins veg- ar ekki tekin eftir árið 1932 er Sig- urður Jónasson borgarfulltrúi lét reisa Tryggvagötu 28 þar sem nú er Gjaldheimtan i Reykjavík. Sigurður Jónasson Sigurður var forstjóri Tóbaks- _einkasölu ríkisins 1932-47 og aftur eftir 1955 og forstjóri Olíufélags ís- lands hf. 1946-51. Hann var óvenju stórbrotinn og margbrotinn per- sónuleiki og reyndar mótsagna-' kenndur í ýmsu. Sigurður var eldheitur jafnaðar- maður en engu að síður sleipur kaupsýslumaður sem hafði yndi af braski ýmiss konar. Hann var ver- aldarsinnaður og áhugasamur um ýmsar verklegar framkvæmdir, m.a. virkjunarframkvæmdir en jafnframt mikill dulhyggjumaður og jafnvel óvenju hjátrúarfullur. Þá var hann hallur undir mein- lætalifnað austrænna lífspekinga en gat þess á milli fengið sér neðan í því miklu meira en góðu hófi gegndi og fór þá töluvert fyrir Sig- urði á Hótel Borg. Sigurður átti Bessastaði og gaf húsin og jörðina íslenska ríkinu undir ríkisstjórasetur. Þá gaf hann ríkinu Geysi í Haukadal, en báðar þessar gjafir ættu að nægja til að halda á lofti nafni þessa sérstæða manns. A. Obenhaupt Húsið lengst til vinstri á myndun- um, Hverflsgata 6, hefur lengst af verið í eigu Heildverslunar Garö- ars Gíslasonar. Húsið var reist á árunum 1913- 1914 en sá sem lét byggja það var A. Obenhaupt stórkaupmaður, danskur eða þýskur gyðingur sem hér verslaði með ýmsan varning fram undir fyrra stríð. Obenhaupt lét einnig byggja Þingholtsstræti 29A, þar sem Borgarbókasafnið er nú til húsa, en það þótti glæsileg- asta íbúðarhús í Reykjavík á sinni tíð. í endurminningum sínum, Alltaf á heimleið, segir Vilhjálmur Fins- en, ritstjóri Morgunblaðsins, um Obenhaupt m.a. aö hann hafi haft fyrir sið að gefa mönnum vel í staupinu áður en hann ræddi við þá um viðskipti. Sennilega hafa veigarnar oftast borgað sig í betri viöskiptakjörum þegar upp var staðið en Obenhaupt var sjálfur hófdrykkjumaður eins og geta má nærri um. Fyrirhugaðar bygg- ingar á Arnarhóli Arnarhóllinn var lagður undir Tukthúsið þegar það var reist 1765-70 en stiftamtmaður og síöar landshöfðingi höfðu lengst af afnot af Hólnum og notuðu sem beitar- land. Þessir valdhafar vildu halda sínu beitarlandi og lögðust því gegn öll- um hugmyndum um opinberar byggingar og önnur stórhýsi á Hólnum. Þetta er meginástæðan fyrir því að Arnarhóllinn í núver- andi stærð er enn óbyggður. Þó hefur ekki vantað hugmyndir um byggingar á Arnarhóli. Meðal þeirra bygginga sem komið hefur til álita að reisa þar má nefna hið mikla gistihús, Hotel de Nord; Lat- Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson ínuskólann þegar hann var fluttur frá Bessstöðum; Alþingishúsið; Þjóðleikhúsið og Landsbankann. Augljóslega komst engin þessara bygginga á Hólinn og hin almennu mótmæli gegn byggingu Seðla- bankans 1973 benda til þess að DV-mynd: Gunnar V. Andrésson Reykvíkingar sjái ekki ástæðu til þess aö þrengja frekar að Arnar- hólnum. Stytta Ingólfs Arnarsonar Þegar gamla myndin var tekin hafði styttan af Ingólfi staðið á Hólnum í rúm sjö ár. Aðdragand- inn að því að styttan komst loks á Arnarhólinn er þó miklu lengri og nær reyndar allt aftur til ársins 1863 er Sigurður málari stakk upp á því að sett yrði á Hólinn minnis- merki Ingólfs á þúsund ára afmæh Ljósmynd: Magnús Ólafsson íslands byggðar. Málið var sett í nefnd og lagt fyrir alþingi tveimur árum síðar en fékk dræmar undir- tektir og lognaðist útaf. Þegar íslenskir þingmenn voru í boðsferð í Kaupmannahöfn árið 1906 kom til tals að danska ríkið hygðist gefa íslendingum afsteypu af styttunni Jason eftir Thorvald- sen en dönsk blöð tóku máhð upp og töldu miklu nær að gefa styttu Einars Jónssonar af Ingólfl Arnar- syni. Nú tóku íslensk dagblöð við sér og þótti þá hneisa að þiggja slíka gjöf frá Dönum í stað þess að lands- menn kæmu sér sjálfir upp stytt- unni. Hafin var fjársöfnun fyrir styttunni en Danir firrtust við og gáfu enga styttu. Iönaðarmannafélagið hóf einnig fjársöfnun, lagði sjálft til tvö þús- und krónur og kom á fót happ- drætti til styrktar málefninu. Fjár- öfluninni var hins vegar fremur fálega tekið og loks árið 1914 ákvað Iðnaðarmannafélagið að borga það sem á vantaði. Styttan var steypt í brons árið 1922 og afhjúpuð á Arnarhólnum 24. febrúar árið 1924. Voru þá liö- in tæp sjötíu og eitt ár frá því Sig- uröur málari hreyfði fyrst hug- mynd sinni um styttu Ingólfs á Arnarhóli. Árið 1961 var gerð önnu afsteypa af höggmynd Einars sem íslenska ríkið gaf Norðmönnum en sú stytta var afhjúpuð á ættaróðali Ingólfs í Hrífudal á Fjölum í Noregi það haust. Ingólfur á Arnarhóli á því tvífara heima í Noregi. J v ■J COMBhCAIVIP COMBI CAMP er traústur og góður félagi í ferðalagið. Léttur í drætti og auðveldur í notkun. Það tekur aðeins 15 sek. að tjalda. COMBI CAMP er hlýr og þægilegur með fast gólf í svefn og iverurými. COMBI CAMP er á sterkbyggðum galvaniseruðum undirvagni, sérhönnuðum fyrir íslenskar aðstæður, á Qöðrum, dempurum og 10” hjólbörðum. L! COMBhCAMP COMBI CAMP er einn mest seldi tjaldvagninn á íslandi undanfariri ár og á hann fæst úrval aukahluta. COMBI CAMP er til sýnis í sýningarsal okkar og tií afgreidslu strax. TÍTANhf LAGMULA 7 SÍMI 84077

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.