Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990.
7
Fréttir
Bob Dylan: margvíslegar sérþarfir.
Sérþarfir Dylans:
Vínberja-
hlaup og 30
dökkbrún
handklæði
Tónlistarmenn eru frægir fyrir að
vera með afbrigðum dyntóttir. Bob
Dylan er þar engin undantekning.
Hann hefur sent aðstandendum
Listahátíðar í Reykjavík bréf þar sem
úthstað er í smáatriðum hvað það
er sem hann og fóruneyti hans vill
hafa til reiðu.
Meðal þess sem meistarinn krefst
eru 30 dökkbrún handklæði í ákveð-
inni stærð, Budweiser bjór í flöskum
með löngum stút (ekki hálsstuttar
eins og seldar eru hér), vínberja-
hlaup, hvítvín og rauðvín frá Kali-
forníu, fitulausa jógúrt frá Dannon
auk þess sem goðið drekkur mikið
magn af tei og krefst þess að fá fersk-
ar sítrónur ásamt beittum hníf.
Þá telur hann upp þá ávexti, græn-
meti og osta sem hann vill fá (vafið
inn í sellófan, ekki niðurskorið). Ná-
kvæmlega er úthstað hvað hersingin
vill drekka á meðan á dvölinni stend-
ur, svaladrykki, te og búrbon frá
Kentucky. Ekki má vera majones í
pastasósunni hans og 40 kíló af ís-
molum þarf til að kæla svaladrykk-
ina þeirra.
í hádegisverð vill hann hamborg-
ara, ýmsar gerðir af pylsum og bein-
lausar kjúklingabringur. Einnig vill
hann reyktan og sterkkryddaðan
nautabóg, léttsaltað kjöt, grihaða
skinku og osta.
Þetta er þó ekkert einsdæmi meðal
tónlistarmanna. Ahar senda þær
lista svipaðan þessum. Fræg er
hljómsveit sem kom í haust og neit-
aði að spila nema þeir fengju einhver
reiðinnar býsn af hassi. Van Halen
slær þó öllum við. Þeir kröfðust þess
að fá fimm kíló af M & M en brúnu
pillurnar varð að pilla út. -pj
16 liða úrslitin á HM:
Beinar út-
sendingar
Sjónvarps
Sjónvarpið sýnir alla leiki beint í
16 liöa úrslitakeppninni á heims-
meistaramótinu á Italíu. Nú er orðið
ljóst hverjir leika við hverja og eru
fyrstu leikirnir í dag, þá leika kl.
14.45, Kamerún-Kólumbía. Um
kvöldið kl. 18.45 leika Tékkóslóvak-
ía-Costa-Rica.
Á sunnudaginn verða þeir leikir
sem beðið er með hvað mestri eftir-
væntingu. Kl. 14.45 leika Brasilía-
Argentína og kl. 18.45 Þýskaland-
Holland. Á mánudaginn kl. 14.45
leika Írland-Rúmenía og kl. 18.45 ít-
alía-Úrúgvæ.
Síðustu leikirnir í 16 liða úrslitum
verða svo á þriðjudag. Kl. 14.45 leika
Spánn-Júgóslavía og um kvöldið kl.
18.45 England-Belgía. -HK
Björgunarsveitin í Sandgerði:
100 möur á opnum báti
Björgunarsveitarmenn í Sandgerði
sigldu í 6 klukkustundir á opnum
björgunarbáti. Var leiöangurinn far-
inn að beiðni norskra aðha en vara-
hluti vantaöi í 2000 lesta frystitogara
sem lá um það bil 100 mílur suðvest-
ur af Sandgerði.
„Norsku mennirnir komu aö máli
við okkur. Þeir höfðu reynt að fá ein-
hvern th hðs við sig í Reykjavík og
hafði það ekki borið árangur," sagði
Sigtryggur Pálsson, einn björgunar-
sveitarmanna.
Lagt var af stað klukkan 3 aðfara-
nótt 20. júní og var blíðviðri á leið-
inni út. Talað var um að togarinn
kæmi til móts við björgunarsveitar-
menn og að þeir myndu hittast um
80-100 sjómílur undan landi. Stóðst
það. Afhentu þeir varahlutina og
tveir norskir menn, eigandi skipsins
og viðgerðarmaður, fóru um borð.
„Þetta var góð ferð og gekk í alla
staði vel. Okkur leið ágætlega og það
fór bara vel um mannskapinn."
Mesta hluta leiðarinnar var Sæ-
björgin í sambandi við land en eftir
það var hún í stöðugu sambandi við
önnur skip. Leiðangursmenn sögðu
því að engin hætta hefði verið á ferð-
um. „Við erum vanir og vitum hvað
á að gera. Þetta var aldrei neitt
hættulegt og margfalds öryggis
gætt,“ sagði Kristinn Guðmundsson,
annar leiðangursmanna.
Eftir góðar móttökur í togaranum
og þegar lokið hafði verið við að fá
aukabirgðir af olíu sneru mennirnir
heim. Siglingin til lands tók heldur
lengri tíma því veður haföi versnað
nokkuð, eða eins og Kristinn komst
að orði: „Það kaldaði á landstíminu
beint á móti“. Voru þeir um sjö
klukkustundir á leiðinni og voru
komnir til síns heima um kvöldið.
Venjulega er ekki farið svona langt
út en þetta þótti sérstakt tilvik og var
mögulegt vegna góðrar veðurspár.
Útköll hafa verið á annað hundrað á
þessu ári. Þegar neyðarkall berst tek-
ur það mhli 5 og 10 mínútur að kom-
astáflot. -tlt
sími 687244
Afgreiðslutími
daglega kl. 9.30-23.30
laugardaga kl. 12-23.30
sunnudaga kl. 14 - 23.30
sPEwi'AnNBm
Hrapðllegr
",t>kKur '"artroð.
Rá«nveru(oljiinn:
Jonskur te*|)
A CRY FOR HELP
Hli
U h ii,j
Ertu ekki Mm)
I Videoheímum
getur þú
bætt úr því. . .
inn eígín dagskrárstjóri!
Myndasafníð er flokkað í 17 efnísflokka til þæginda fýrir þig
t.d. barna-, unglinga-, spennu-, gaman-, náttúrulífs-, óskarsverðlauna-,
topp 50- og nýjar myndir, svo eitthvað sé nefnt.