Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 27
MWtíXÉMGlííí^: ®3nÍ'Í99oI
£
Elisabet II var aöeins 25 ára þegar faöir hennar féll frá og hún varð drottning Englands og breska samveldisins sem taldi nálægt 600 milljón þegna.
Breytti ekki um nafn
Elísabet var spurö hvaða nafn hún
vildi bera sem drottning. Kóngar og
drottningar Englands hafa getað
breytt nafni sínu þegar þeir taka við
völdum. Viktoría drottning var skírð
Alexandrína Viktoría, Edward VII
var skírður Albert Edward og faðir
Elísabetar var skírður Albert Fred-
erick Arthur George. Prinsessan var
skírð Elísabet Alexandra María og
hún mátti velja hvort hún vildi bera
eitthvert þeirra nafna eða eitthvað
annað. Prinsessan hafði alltaf verið
kölluð Elísabet og hún svaraði:
„Auðvitað mitt eigið nafn.“ Nafnav-
alið var þvi afgreitt án umhugsunar.
Ákveðið var að ná næstu vél frá
Afríku til London en hjónin og fylgd-
arlið þurfti að aka langa leið að næsta
flugvelli. Áður en þau héldu af stað
gaf hin nýja drottning þegnum sínum
á þessum slóðum áritaða ljósmynd
af sér. Henni var sýnd mikil virðing
og ekki síst samúð. Þegar hjónin
komu á flugvöllinn voru þar margir
ljósmyndarar en á þessari stundu
alvörunnar tók enginn þeirra mynd.
Það er því engin mynd til af hinni
nýju drottningu þar sem hún var í
Afríku. Þrátt fyrir allt gaf hún sér
tíma til að veifa og brosa til mann-
fjöldans áður en hún steig inn í flug-
vélina.
Krýning 1953
Rúmu ári síðar, 2. júní 1953, var
Elísabet II krýnd við mikla viðhöfn.
Drottningin og hertoginn af Edin-
borg óku í glæstum vagni frá Buck-
ingham höll til Westminster Abbey
þar sem krýningin fór fram. Mikill
mannfjöldi var á götum Lundúna-
borgar þennan c^g og heiðursverðir
mynduðu röð eftir götunum. Elísabet
var drottning Englands og breska
heimsveldisins sem taldi nálægt 600
milljónir þegna.
Skömmu eftir krýninguna fór El-
isabet ásamt eiginmanni sínum í
ferðalög um England, Skotland,
Norður-írland og Wales. Stuttu síðar
heimsótti hún þegna sína í Bermuda,
Jamaica, Fiji, Tonga, Nýja Sjálandi,
Ástrahu, Ceylon, Uganda, Möltu og
Gíbraltar. Elísabet hefur ferðast
mikið á hverju ári síðan, bæði í heim-
sóknir til eigin þegna og í opinberar
heimsóknir til annarra landa.
Þykir húsmóðurleg
Allir vita hvernig Elísabet drottn-
ing lítur út. Hún er allajafna í úthti
eins og hver önnur húsmóðir. Elísa-
bet hefur oftsinnis verið gagnrýnd
fyrir fataval sitt og oftar en ekki er
hún á lista yfir verst klæddu konur
heims. Nýlega lét einn tískuhönnuð-
ur hafa eftir sér í blaði að Elísabet
drottning liti út fyrir að vera tuttugu
árum eldri í þeim fötum sem hún
klæddist en hún þyrfti. „Hárgreiðsl-
an er hrein hörmung og enn verri
en fótin,“ sagði hönnuðurinn. Hins
vegar þykir Elísabet örugg í fram-
komu og virðuleiki fylgir henni. Hún
forðast sviðsljós blaða enda hafa
blaðamenn skrifað meira um börn
hennar en drottninguna sjálfa. Fjöl-
skyldan hefur ekki farið varhluta af
hneykslismálum en drottningunni
er meiniha við allt umtal um sig og
sína. Hún er sérstaklega viðkvæm
fyrir sögum af fóðurbróður sínum
sem afsalaði sér krúnunni.
Góð móðir
Drottningin er sögð góð móðir. Þeg-
ar elstu börn hennar, Karl og Anna,
voru lítil gaf hún þeim mikinn tíma
og lék oft við þau. Anna var fyrst
barnanna að ganga í hjónaband. Hún
giftist Mark Phillips árið 1973. Þau
eiga tvö börn, Peter Phillips, sem er
fæddur árið 1977, og Zöru sem fædd-
ist 1981. Að undanförnu hafa þau
hjón mikið verið í fréttum og þá sér-
staklega vegna erfiðrar sambúðar.
Bresku blöðin hafa upplýst að þau
búi ekki saman en drottningin vilji
ekki að dóttir hennar skilji og því
hangi hjónabandið einungis saman á
pappírunum.
Karl prins af Wales kvæntist árið
1981 laföi Díönu Spencer og var þá
talað um brúökaup aldarinnar. Rík-
iserfmginn var þá orðinn 33ja ára og
Bretar farnir að tala um hann sem
piparsvein. Karl og Díana eiga tvo
syni, prins William, sem fæddist árið
1982, og prins Henry sem fæddist
1984. Þau hjónin, þó sérstaklega
Díana, hafa verið mikið í sviðsljósinu
enda væntanleg konungshjón. Bret-
ar hafa ekki allir verið hrifnir af
eyðslusemi prinsessunnar en hún
klæðist einungis fötum frá frægustu
tískufrömuðum heimsins:
Andrew prins, nú hertogirfn af
York, kvæntist Söru Ferguson árið
1986. Þau eiga tvær dætur, Beatrice
prinsessu, sem er ársgömul, og Eug-
enie prinsessu sem er þriggja mán-
aða. Yngsti sonur drottningarinnar,
Edward, er ókvæntur.
Margar hallir
Elísabet II má ekki styðja einn ein-
stakan stjórnmálaflokk. Hún er hlut-
laus í pólitík en fylgist vel með. Einu
sinni í viku heimsækir Margrét
Thatcher forsætisráðherra drottn-
inguna (þegar hún er í London) og
gefur henni skýrslu um gang mála.-
Drottning hefur einnig sambönd við
aðra ráðherra.
Buckinghamhöll í London hefur
verið opinber bústaður konungsrík-
isins frá árinu 1837. Höllin var byggð
af hertoganum af Buckingham árið
1703 en þá var hún mun minni. Ge-
org III keypti höllina árið 1762 sem
dvalarstað fyrir Karlottu drottningu
er hún dveldi í London. Þaö var ekki
fyrr en 1825 sem húsið var stækkað
og gert að höll. Það var Georg IV sem
stóð fyrir þeirri uppbyggingu. Elísa-
bet II býr í norðurhluta Buckingham
hallar en hún hefur einnig fleiri hall-
ir til að búa í. Windsor kastali er
annar bústaður konungsfjölskyl-
dunnar. Þar er einkaheimili drottn-
ingamóðurinnar. Windsor hefur ver-
ið aðalbústaður ríkisins í nálægt 900
ár. í Skotlandi er Holyroodhouse að-
albústaður konungsfjölskyldunnar.
Aðrir bústaðir eru Balmoral kastali
og Sandringham þar sem drottning
dvelur oft.
Snekkja Elísabetar, Britannia, sem
hingað kemur á mánudag er bústaður
konungsfjölskyldunnar á feröalög-
um. Skipið hefur þjónað drottning-
unni öll hennar valdaár og hefur siglt
víða um heim. Einkaþota drottningar
hefur einnig verið lengi í eigu Elísa-
betar en það var frændi hennar, Ját-
varður VIII, sem lét smíða hana árið
1936. Vélin er einkum notuð af drottn-
ingu og eiginmanni hennar, drottn-
ingamóður og Karli ríkisarfa. Aðrir
meðhmir konungsfjölskyldunnar
mega nota hana en einungis í opin-
berum erindagjörðum.
Hestamennska
aöaláhugamáliö
Aðaláhugamál Elísabetar drottn-
ingar er hestamennska. Hún þykir
mjög góður knapi og á sjálf nokkur
hross. Elísabet fylgist með veðreið-
um af miklum áhuga. í heimsókn
sinni til íslands mun hún fá að kynn-
ast íslenska hestinum er hún heim-
sækir hrossabúið á Dal í Mosfells-
sveit á þriðjudagsmorgun. Hugsan-
lega bregður drottning sér á bak ís-
lenskum gæðingi.
Væntanlega vilja íslendingar sjá
þessa voldugu drottningu þegar hún
kemur hingað til lands á mánudag.
Drottningin á 38 ára valdaferil að
baki og ekki að sjá að hann muni
enda á næstunni. Elísabet II eins og
annað kóngafólk Bretlands mun
skilja eftir sig merkilegan kafia í
sögu Englands. Það verður því gam-
an fyrir unga ísiendinga að minnast
þess, í framtíðinni að hafa barið þessa
virðulegu konú augum.
-ELA