Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. Erlend bóksjá Mannskæð heræfíng í apríl áriö 1944 efndu banda- menn til heræfmgar viö strönd Dorset-héraðs á Englandi. Mark- mið æfingarinnar, sem bar nafnið Tiger-áætlunin, var að undirbúa landgönguna miklu á Frakk- landsströnd á D-deginum einum og hálfum mánuði síðar. Tiger-áætlunin mistókst hra- pallega og mörg hundruð banda- rískra hermanna létu lífið vegna árása frá Þjóðveijum og af öðrum ástæðum. Mikil leynd hvíldi yfir æfingunni og ekki síður mis- tökunum hörmulegu - og það svo að ættingjar hinna látnu fengu yfirleitt ekki sannar fréttir af hvar og hvemig lát þeirra bar að höndum fyrr en mörgum áratug- um síðar og þá vegna þess að fréttamenn fengu áhuga á mál- inu. Nigel Lewis hefur kannað Ti- ger-áætlunina ítarlega og rekur gang þessarar hörmulegu æfing- ar í bók sinni sem einnig fjallar um þann leyndarhjúp sem hyíldi yfir Tiger-áætlunni og hvemig fjölmiðlum og áhugamönnum um minningu þeirra sem féllu tókst að rjúfa opinbera þagnarmúrinn. CHANNEL FIRING. Höfundur: Nigel Lewis. Penguin Books, 1990. Sjúkrahúss- læknir deyr Shelley Reinish, sem er ungur læknir á sjúkrahúsi í New York, finnst allt í einu látin. Við krufn- ingu kemur í ljós að hún hefur fengið í æð alltof stóran lyfja- skammt. Sjálfsmorð? Eða morð? Vinkona hennar og samstarfs- maður, Evelyn Sutcliffe, veit ekki betur en allt haíi leikið í lyndi hjá Shelley, sem auk þess að vera drífandi í starfi sínu var að safna á vinnustaðnum efni í bók um líf sjúkrahússlækna. Hún á því er- fitt með að trúa því að Shelley hafi tekið of stóran skammt sjálf. Sagan fjallar öðm fremur um leit Evelyn að skýringum á dauða vinkonu sinnar og þá kemur margt í ljós sem henni var áður huhð um samstarfsmenn sína á sjúkrahúsinu. Þetta er fyrsta skáldsaga höf- undarins sem starfaði um hríð á sjúkrahúsi í New York og lýsir því umhverfi og atburðum á slíkri stofnun af miklu raunsæi. BLOOD RUN. Höfundur: Leah Ruth Robinson. Penguin Books, 1990. Afdrifarík kynni gjörólíkra þjóða Fyrir tæpum fimm hundrað áram sigldi Kristófer Kólumbus á þremur skipum frá Spáni vestur um haf í leit að nýrri siglingaleið til Kína. Eft- ir sex vikna siglingu bar hann að / landi á eyju í Karabíska hafinu og breytti um leið gangi heimssögunn- ar. Nú þegar styttist í fimm alda af- mæhð, árið 1992, er fjallað um þessa sögulegu atburði með ýmsum hætti. Margar bækur sjá dagsins ljós og sýningar eru haldnar. First Encount- ers sameinar þetta tvennt þar sem bókin er samin í tengslum við sýn- ingu sem ber sama nafn og fer á milli borga í Bandaríkjunum. Efni hennar er mjög afmarkað því hún fjahar um fyrstu kynni Spánveija og íbúa eyjanna í Karabíska hafinu og á suðvesturströnd þess sem nú era Bandaríkin en Spánverjar köhuöu á þessum tíma La Florida. Örlagarík kynni Þessi kynni frumbyggja Ameríku og spænsku sæfaranna urðu ekki síst örlagarík fyrir frambyggjana. Evr- ópubúamir, sem höfðu mikla hern- aðarlega yfirburði, voru gjaman með guhæði á heilanum og varðaði htið um mannslíf í leit að því Eldorado sem þá dreymdi um. Markmið þeirra var að leggja undir sig lönd og þjóðir og auðgast með mest á sem skemmst- um tíma. Enn alvarlegri voru þó áhrif þeirra skaövalda sem sæfaramir fluttu með sér. Frumbyggjar vesturheims höfðu ekki áður komist í kynni við marga þá sjúkdóma sem algengir voru í Evrópu og .Afríku. Afleiðingin var hryhileg. Tahð er að mihjónir Amer- íkumanna hafi látið lífið af völdum slíkra sjúkdóma fyrstu tvær aldirnar eftir að Kólumbus kom fyrst th eyj- anna í Karabíska hafinu. Fram kem- ur hér að vísindamenn áætla að frumbyggjunum hafi fækkað um 90-99 prósent á áðumefndu tímabhi, að langmestu leyti vegna þessara „nýju“ sjúkdóma. Santa Maria, flaggskip Kólumbusar, strandaði á kóralrifi á aðfangadag jóla árið 1492. Flórída spænsk í 300 ár í bókinni eru rakin helstu merki um spænsk áhrif á þessu svæði, en þau eru margvísleg. Það vih oft gleymast að Flórída og nágranna- byggðir vora spænskt yfirráðasvæði í um þijár aldir eða nærri einni öld lengri tíma en hðinn er frá því Bandaríkin voru sett á laggirnar. Þá er fjallað um rannsóknir vís- indamanna á því hvar Kólumbus tók fyrst land (hklegast á eyjunni San Salvador (Guanahani) í Bahamaeyja- klasanum) og hvar fyrstu vetrarbúð- ir hans vora, en hann byggði sér virki eftir að flaggskipið Santa Maria strandaði á kóralrifi á aðfangadag jóla 1492. Er nú tahð að þessar fyrstu búðir Kólumbusar hafi verið við En Bas Sahne á norðurströnd Haiti sem Spánveijamir nefndu reyndar Hi- spaniola. Leiðangrar til meginlandsins Fyrstu áratugina eftir komu Kól- umbusar vora nokkrir leiðangrar sendir th meginlandsins, La Florida, th þess að kanna þar aðstæður og finna landleið að noröanverðu til Mexíkó. Hér er þeim spænsku leið- öngrum sem farnir vora í þessu skyni fram til 1570 lýst í máh og myndum og sérstaklega fjallað um þær fomleifar sem fundist hafa við rannsóknir forleifafræðinga í Flórída og víðar á undanförnum áram og áratugum. Spánverjar, sem fljótlega lentu í mikhli samkeppni við aðrar evrópsk- ar þjóðir, til dæmis Frakka, um könnun hinna „nýju“ landa og yfir- ráð þeirra, lögðu mikla áherslu á að koma upp bækistöðvum á megin- landinu - en það gekk treglega, með- al annars vegna átaka við frambyggj- ana sem þá voru fjölmennir á þessum slóðum. Margir vísindamenn leggja hér sitt af mörkum og gefa greinargott yfirlit um þá vitneskju sem nú er fyrir hendi um þessa sögulegu atburði. Bókin er fagurlega myndskreytt og snyrtilega hönnuð. FIRST ENCOUNTERS. Ritstjórar: Jerald T. Milanich og Susan Milbrath. University of Florida Press, 1989. Metsölubækur Bretíand Kiljur, oKétdsögur: 1. Dick Frands: STRAiGHT. 2. Kazuo Ishlguro: THE REMAINS OF THE DAY. 3. Terry Pretchett; PYRAMIOS 4. John le Carré: THE RUSSIA HOOSE. 5. Julle Burchill: AMBITION. 6. P. D. James: DEVICES ANO DESIRES. 7. Gerald Seymour: HOME RUN. 8. John Irving: A PRAYER FOR OWEN MEANY. S. David Eddinga: SORCERESS OF OARSHIVA. 10. Willlam Horwood: OUNCTON FOUND. Rit almenns eðlis: 1. Rosemary Conley: COMPLETE HIP & THIGH DIET, 2. PROMS '90. 3. Rosemary Conley: INCH-LOSS PLAN. 4. Bruce Chatwln: WHAT AM I OOING HERE. 5. Jouoph Corvo; ZONE THERAPY. 6. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 7. Slmon Schama; CfTtZENS. 8. Joseph Wambaugh: THE BLOOOING. 9. Hugo Young: ONE OF US. 10. C. Ðavid Heymann: A WOMAN NAMED JACKIE. (Byflgt á Tho Sunday Tíma$) Bandaríkin MetsöluKíIjur: 1. Amy Tan: THE JOY LUCK CLUB. 2. Johanna Lindsey: WARRIOR’S WOMAN. 3. John Saul: CREATURE. 4. Dean R. Koontz: THE SERVANTS OF TWILIGHT. 5. Daie Brown: DAY OF THE CHEETAH. 6. John Irvíng: A PRAYER FOR OWEN MEANY. 7. Larry Öond: RED PHOENIX. 8. Fern Michaeis: SINS OF THE FLESH. 9. Rosamunde Plicher: THE SHELL SEEKERS. 10. Alíce Walker: THE TEMPLE OF MY FAMILIAR. 11. Jude Deveraux: A KNIGHT IN SHINING ARMOR. 12. Sandra Brown: MIRROR IMAGE. 13. Diane Ouane: DOCTOR’S OROERS. 14. Sue Grafton: „F“ IS FOR FUGITIVE. 15. Reymond E. Feist: PRINCE OF THE BLOOD. Ril almonns eðlis: 1. Truddl Chase: WHEN RABBIT HOWLS. 2. Robert Fulghum: ALL I REALLY NEED TO KNOW I LEARNED 1N KINDERGARTEN. 3. C. Davld Heymann: A WOMAN NAMED JACKIE. 4. Joyce Egglnton: FROM CRADLE TO GRAVE. 5. Bill Cosby: LOVE AND MARRIAGE. 6. Slephen Hawking: A BRIEF HISTORY OF TIME. 7. Sammy Davis Jr. & J. & B. Boyan WHY ME? 8. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 9. Sleve Vogel: REASONABLE DOUBT. „FUNNY, YOU OON'T LOOK LIKE A GRANDMOTHER". (ByBBt 4 New Yorli Times Book Review) Danmörk Metsölukiljur: 1. Marta Tikkanen: STORFANGEN. 2. Isabel Allende: ÁN0ERNES HUS. 3. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. 4. Irving Stone: VAN GOGH. 5. Elsa Morante: HISTORIEN. 6. Rlchard Bach: ILLUSIONER. 7. Ib. Mfcbael: TROUBADURENS LÆRLING. 8. A. de Saint-Exupéry: DEN LILLE PRINS. 9. Jean M. Auel: HESTENES DAL. 10. Bjarne Reuter: DEN CUBANSKE KABALE. (Byggt á Polltlken Sondag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson Stórvelda- stríð í íran Harold Coyle, höfundur stríös- sögunnar Sword Point, mun lærður í hemaðarfræðum, enda ber sagan greinileg merki sér- þekkingar á margvíslegum drápstækjum. í sögunni, sem er aö sjálfsögðu samin áður en járntjaldið hrundi, segir frá stríðsátökum risaveld- anna í íran. Höfundurinn gerir sem sé ráð fyrir að leiðtogar Sov- étríkjanna geri innrás í íran, og að Bandaríkjamenn svari innrá- sinni með því að senda landher sinn til að berjast við Sovétmenn. Síðan lýsir hann af mikilli ná- kvæmni og innlifun hvernig for- ingjar þessara heija beita vopn- um sínum þar til loks er samið um vopnahlé. Þessi skáldsaga virðist einkum samin fyrir þá sem hafa áhuga og þekkingu á stríðstólum, sérs- taklega þeim sem finna má í land- herjum stórveldanna. Án slíks áhuga af hálfu lesandans verður sagan langdregin enda uppfull af frásögnum af beitingu einstakra vopna og áhrifum þeirra. SWORD POINT. Höfundur: Harold Coyle. Penguin Books, 1990. Með morðingja á hælunum Elmore Leonard, sem er einn snjallasti spennusagnahöfundur vestanhafs um þessar mundir, hefur sent frá sér enn einn þrumureyfarann. í Killshot segir frá tveimur gjö- rólíkum glæpamönnum sem gera með sér bandalag uín hríð. Annar þeirra er leigumorðingi af indí- ánaættum sem gjarnan er kallað- ur Blackbird. Hinn, Richie, er óútreiknanlegur ræningi og morðingi. Fundum þeirra ber saman við óvenjulegar aðstæður en þeir ákveða engu aö síður að hafa samvinnu um ábatasaman glæp. Fyrir tilviljun verða hjónin Wayne og Carmen Colson vitni að þessari glæpatilraun og það svo að þau geta borið kennsl á glæpamennina sem leggja mikla áherslu á að uppræta þau hið snárasta. Það reynist þeim hins vegar ekki svo auðvelt verk. Þetta er vel skrifuð og skemmti- leg saga þar sem Carmen og Wa- yne eiga ekki aðeins í höggi viö morðingja sem svífast einskis heldur einnig meira og minna heilaskerta lögreglumenn. KILLSHOT. Höfundur: Elmore Leonard. Warner Books, 1990.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.