Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. 17 Schiphol-mótið í Hollandi: íslensku sveitimar báðar fyrir ofan miðju Tvær íslenskar sveitir tóku nýlega þátt í sterku alþjóðlegu bridgemóti í Hollandi sem kennt er við Schiphol. Önnur sveitin var skipuð landsliös- mönnum okkar sem spila munu á Norðurlandamótinu í byrjun júlí í Færeyjum. Þeir eru Guðlaugur R. Jóhannsson, Guðmundur Páll Arn- arson, Karl Sigurhjartarson, Sævar Þorbjörnsson, Þorlákur Jónsson og Örn Arnþórsson. Hin sveitin kenndi sig við Arnarflug og var skipuð Aðal- steini Jörgensen, Jóni Þorvarðar- syni, Páh Valdimarssyni og Sigurði Vilhjálmssyni. Keppnisformið var 13 umferðir í Monrad og sjö spila leikir milli sveita þannig að spilaguðinn lék stórt hlut- verk í keppninni. Bridge Stefán Guðjohnsen Mörg sterkustu landslið Evrópu spiluðu í mótinu en þegar upp var staðið var pólska unglingalandsliðið á toppnum með 244 stig. í öðru sæti var B-landslið Hollands með 233 stig og þriöja sveit Hilton hótelhringsins með ensku stjömurnar Robson og Forrester innanborðs. Arnarflugs- sveitin hafnaði í 17. sæti og Norður- landalandsliðið í 35. en alls tóku 88 sveitir þátt í mótinu. Arnarflug fékk 214 stig en landsliðið 201 stig. Það má lítið út af bera í sjö spila leikjum og hér er gott dæmi sem kom reyndar fyrir milli íslensku sveit- anna. Það var raunar með ólíkindum að þær skyldu dragast saman. En skoðum spilið: S/Alhr ♦ 87 V A K D G ♦ K 9 5 + KD 62 ♦ D 10 5 4 V 53 ♦ G 6 4 2 + A 9 3 ♦ A K 9 6 3 V 10 8 4 ♦ A D + 10 8 5 ¥ úr Z V 9 7 6 2 ♦ 10 8 7 3 _l_ n n a Þar sem Þorlákur og Guðmundur Páll sátu n-s gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur 1 spaði pass 2 lauf pass 2 grönd pass 4 grönd pass pass pass Eins og spilið liggur fást ahtaf 12 slagir. En Sigurður og Páll voru grimmari á hinu borðinu: Suður Vestúr Norður Austur 1 spaði pass 2 lauf pass 3 lauf pass 4 grönd pass 5 hjörtu pass 6 lauf pass pass pass Þetta voru líka 12 slagir og 12 impa gróði. Það má eflaust deila endalaust um það hvort betra sé að segja tvö grönd eða þrjú lauf á suðurspilin í annarri umferð en mér flnnst hins vegar einkennilegt að báðir norður- spilararnir skuli velja að segja tvö lauf í stað þess að segja tvö grönd sem flestir nota sem 16 plús og grand- skiptingu. Það þarf hins vegar ekki að vefjast fyrir neinum hvor sveitin vann leik- inn. Stefán Guðjohnsen Sumarbridge Mikill fjöldi spilara mætti í sumar- spilamennsku fimmtudaginn 14. júní. Spilaö var í tveimur 16 para riðlum og einum 14 para. Úrslit í A-riðli (meðalskor 210) urðu þessi: 1. Ragnar Þorvaldsson - Jón Stefánsson...............277 2. Lárus Hermannsson - Guðjón Jónsson..............262 3. Jens Jensson - Cecil Haraldsson............254 4. Magnús Sverrisson - Guðlaugur Sveinsson.........235 5. Lovísa Eyþórsdóttir - Hildur Helgadóttir..........226 Úrslit B-riðils (meðalskor 210) urðu þessi: 1. Ólafur fngvarsson - Björn Kjartansson...........250 2. Murat Serdar - Jón Hjaltason...............246 3. Sigfús Örn Árnason - Gestur Jónsson..............236 4. Guðrún Jóhannesdóttir - Jón Hersir Elíasson.........234 5. Sigurður B. Þorsteinsson - Gylfi Baldursson............226 Úrslit C-riðils (meðalskor 165): 1. Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson.........207 2. Sveinn Þorvaldsson - Hjálmar S. Pálsson.........198 3. Magnús Aspelund - Steingrímur Jónasson.......186 4. Helgi Sigurðsson - HelgiJónsson...............178 Bikarkeppni BSÍ1990 Einn leikur í fyrstu umferð bikar- keppni Bridgesambandsins fór fram í Sigtúni 9 fimmtudagskvöldið 14. júní. Þar áttust við sveitir S. Ár- manns Magnússonar og Guðmundar Baldurssonar sem báðar eru frá Reykjavík. Sveit S. Ármanns Magn- ússonar vann allar fjórar loturnar en allar frekar naumt nema þá fyrstu. Lokatölur 121 impar gegn 86. Sveit S. Ármanns Magnúss'onar mætir sigurvegaranum úr leik Ey- þórs Jónssonar Sandgerði og Verð- bréfamarkaðar íslandsbanka í næstu umferð. Brídge Það eru oft miklar sviptingar i bridge og betra að spá vel i spilin. - Myndin er tekin á bridgehátið 1990. Lausnin er Ghrysler Hefur þú ekki lent í því að þurfa að skutla dótturinni og öllum vinkonuskaran- um á bíó - og ekki pláss í bílnum! Hefur þú ekki lent í því að tengdamamma vill fara með í útileguna - og þú þarft að fara að láta setja dráttarkúlu á bílinn og leigja þér kerru (fyrir farangur- inn - ekki tengdamúttu)! Hefur þú ekki lent í því að þvottavélin bilaði og þú þurftir að hringja á sendi- bíl til að koma henni á verkstæði! að kynnast undrabílnum CMRYSLER VOYAQER sem leysir öll þessi vandamál. MEÐ EINU HANDTAKI getur þú breytt þessum alhliða bíl úr sjö farþega fólks- bíl í fimm manna bíl eða sendibíl, allt eftir aðstæðum. ÞÚ GETUR NÚ ferðast um landið okkar eða önnur lönd á þægilegan máta með nóg rými fyrir alla fjölskylduna. ÞAÐ ER EKKI AMALEGT að aka honum, sitjandi í þægilegum sætum með gott útsýni til allra átta. Krafturinn úr 3,0 l V6 vélinni, sjálfskipting ásamt öðmm búnaði hjálpa til að gera allar ökuferðir ánægjulegar. CATALYZERS KEER NATURE CLEAN. £ &CHRYSLER W JOFUR PEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL Nýbýlavegi 2, sínii 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.