Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990.
Útlönd_________________
Vesturlönd
aðstoði
Sovétríkin
Kanslari Vestur-Þýskalands,
Helmut Kohl, og forseti Frakk-
lands, Francois Mitterrand,
hvöttu Vesturlönd til aö veita
Sovétmönnum efnahagslega aö-
stoð hiö fyrsta í þágu umbóta þar
í landi. Báöir leiötogarnir höfn-
uöu því sjónarmiði Bandaríkj-
anna aö best væri að bíöa meö
slíka aðstoð þar til víðtækar um-
bætur hafx verið innleiddar í Sov-
étríkjunum. Þeir létu aö því liggja
yröi beðiö með efnahagslega aö-
stoð gæti þaö oröið um sein-
an.
Frakklandsforseti sagöi að án
aöstoðar gætu umbætur ekki átt
sér stað. Mitterrand hefur lagt til
að á íyrirhuguðum fundi leiðtoga
aðildarríkja Evrópubandalagsins
verði rætt um möguleikana á aö-
stoð til Sovétríkjanna. Leiðtogar
EB koma saman til fundar í
næstu viku og í næsta mánuöi
funda leiðtogar sjö helstu iðn-
ríkja heims. Fastlega má búast
við að siæm staða efnahags Sov-
étríkjanna verði ofarlega á baugi
á báðum fundum.
Áformuðu
að myrða
Nelson
Mandela
Suður-afríska vikublaðið Vrye
Weekblad skýrði írá því í gær að
hvítir öfgamenn hefðu lagt á ráð-
in um að myrða blökkumanna-
leiðtogaxm Nelson Mandela, for-
seta Suöur-Afríku, F.W. de Klerk,
auk annarra. i blaöinu var sagt
að andspyrnuhreyfxng búa, AWB,
heföi áformað að myrða Mandela
á ilugvelli í Jóhaimesarborg í
næsta mánuði. Þetta hafði blaðiö
eftir Jannie Smith, uppljóstrara
s-afrísku lögreglunnar.
Lögegla í Suður-Afríku yfir-
heyrði ellefu hvíta öfgasinna i
gær vegna þessa máls en síðdegis
var búið að sleppa þeim. AWB-
hreyfingin vísaðí ölium ásökxm-
um í greininni á bug og sagði þær
uppspuna einan.
Vikublaðið birti það sem þaö
segir vera skjalfesta yfirlýsingu
frá Smith um áöurgreind áform.
Þá kvaðst blaðiö einnig hafa afrit
af símtölum milli félaga í hreyf-
ingunni þar sem morö á embætt-
ismönnum Afriska þjóðarráðs-
ins, samtaka blökkumaima, sem
og embættismanna ríkisstjórnar-
innar eru rædd og skipulögð.
Smith ku einnig hafa skýrt frá
áformum hreyfingarinnar um aö
ráöast til inngöngu á þing lands-
ins og ná þannig völdum. Að sögn
Smith ætlaði þingmaður hins
hægri sinnaða íhaldsflokks að
smygla vopnum inn i þinghúsiö.
Þá sagði Smith að hreyfingin
hefði áætlanir um að koma fyrir
sprengium í Soweto, fjölmenn-
asta blökkumannahverfi Suður-
Afríku.
í yfirlýsingu sinni segir Smith
að félagar í AWB hafi farið þess
á leit viö hann að hann hjálpaöi
þeim að myrða Mandela. Hann
kvaðst hafa sagt það vera ófram-
kvæmanlegt.
Smith segist þess fuilviss að fé-
lögum í AWB sé alvara með þess-
um áformum og að grípa þurfi til
aðgeröa til að koma í veg fyrir
aö þau takist. Heimildarmenn
innan leyniþjónustunnar sögðu
að þeim væri kunnugt um inni-
hald yfirlýsingarinnar en tóku
áformin greinilega ekki alvar-
lega.
Reuter
Jarðskjálftamir í fran:
Tala látinna
fer hækkandi
Björgunarmenn nata unmo í
marga sólarhringa að því að reyna
að ná fólki sem grafist hefur undir
rústum hruninna húsa í Kaspíahér-
uðum írans í kjölfar jarðskjálftanna
miklu þar í vikunni. Öllu tiltæku
hefur verið beitt við leitina, stórvirk-
um vinnuvélum, skóflum og jafnvel
berum höndunum ef svo bar undir.
En margt af því fólki, sem björgunar-
mennirnir ná, er þegar látið.
íranska utanríkisráðuneytið telur
að fómarlömb skjálftanna frá því á
miðvikudagskvöld og fimmtudags-
morgun séu nú orðin þrjátíu og fimm
þúsund, að því er fram kom hjá emb-
ættismanni Hjálparstofnunar Sam-
einuðu þjóðanna í gær. IRNA, hin
opinbera fréttastofa Irans, skýrði frá
því að þegar hefðu 28.950 lík fundist
á jarðskjálftasvæðunum, þar af rúm-
lega tuttugu þúsund í Gilan-héraði
einu saman. Að því er talsmaður
Rauða hálfmánans, systurstofnunar
Rauða krossins, sagöi í gær misstu
um fjögur hundruð þúsund manns
heimili sín.
Roudbar, í Gilan-héraði, varð einna
verst úti í jarðskjálftunum. Þar létust
sex þúsund manns og tíu þúsund
slösuðust, að sögn embættimanna. í
íranska sjónvarpinu mátti sjá mynd-
ir frá hörmungasvæðunum, þeir sem
lifðu af hörmungarnar stóðu dasaðir
hjá rústum húsa sem fyrir aðeins
örfáum dögum voru heimili þeirra.
Enn er ófært til margra þorpa á jarð-
skjálftasvæðunum en þau eru í fjöl-
mennum en afskekktum landbúnað-
arhéruðum Noröur-írans.
írönsk yfirvöld hafa sagt að ekki
sé þörf á erlendum læknum eða
- ríki heims bjóða fram aðstoð sína
hafa unnið
Björgunarsveitir og hjálparstofnanir hafa sett upp neyðarstöðvar á jarð-
skjálftasvæðunum i íran, til að mynda í Zanjan-héraði þaðan sem þessi
mynd er.
hjúkrunarfólki en aftur á móti sé
mikil þörf fyrir teppi, tjöld og sýkla-
lyf. Þjóðir um gervallan heim hafa
boðið fram aðstoð sína, sett til hliðar
allan pólitískan ágreining og boðið
fram læknishjálp, neyðaraðstoð og
lyfjakost. Meðal þeirra eru Banda-
ríkin, ísrael og aðildarríki Evrópu-
bandalagsins. Bandalagið skýrði frá
því í gær að það hygðist senda 2,4
milljóna dollara neyðarastoð til ír-
ans en það er tvöfalt hærri upphæð
Símamynd Reuter
en það hafði áður boðið. Sovétmenn
sendu hjúkrunarfólk, lyfjabirgðir og
teppi til jarðskjálftasvæðanna í gær,
að því er Tass-fréttastofan skýrði frá.
Jarðskjálftans á miðvikudagskvöld
varð varð í suöur-lýðveldum Sovét-
ríkjanna og að sögn sovésks blaða-
manns skemmdust nokkrar bygging-
ar sunnarlega í lýðveldinu
Azerbajdzhan en engan sakaði.
Reuter
Mannskæðustu jarðskjálftamir
Fórnarlömb jarðskjálfta
og aurskriða nærri
Guatemalaborg í Guate-
mala 1976 urðu nærri
23 þúsund. Skjálftinn
mældist 7,5 á Richter.
830 þúsund manns létu lífið þegar jarðskjálfti reið
yfir Shaanxi-hérað í Kína árið 1556. Þetta er mesta
manntjón í jarðskjálfta sem vitað er um í
mannkynssögunni.
í september 1985 létust a.m.k. tíu þúsund þegar
jarðskjálfti reið yfir Mexikóborg í Mexíkó. Sá
skjálfti mældist 8,1 á Richter.
Yungay,
Átta þúsund létust þegar jarð-
skjálfti og sex metra há flóð-
bylgja riðu yfir Mindanao á Fil-
ippseyjum í ágúst árið 1976. 150
þúsund misstu heimili sín.
FUipps-
í maí 1970 týndu 70 þúsund lífi í
jarðskjálfta í norðanverðri Perú.
Borgin Yungay grófst í aur í kjöl-
far skjálftans og 600 þúsund
manns misstu heimili sín.
Óttast er aó tugir þúsunda hafi látist í
íran fyrr í vikunni þegar jaröskjálfti,
sem mældist 7,3 á Richter reið yfir
norðanvert landið. í september árió 1978
létust 25 þúsund þegar jarðskjálfti og
eftirskjálftar léku borgina Tabas og
nágrenni illa. Stærsti skjálftinn í þeirri
hrinu mældist 7,7 á Richter.
Þann 28. júlí árið 1976 létust
a.m.k. 240 þúsund þegar borgin
Tangshan, í norðausturhluta Kína,
jafnaðist nær við jörðu í jarð-
skjálfta sem mældist 7,8 á
Richter.
í desember 1988 létust 25
þúsund manns þegar
jarðskjálfti, sem mældist 6,9
á Richter, reið yfir lýðveldið
Armeníu i Sovétrikjunum.
DVJRJ
Á þeá^u korti má sjá hvar hörðustu jarðskjálftar síðustu tveggja áratuga hafa átt sér stað og hversu mikið mann-
tjón varð. Auk þess má sjá hvar skjálftinn mikli i Kina áriö 1556 varð en hann er sá mannskæðasti sem sögur fara
af. Alls létust átta hundruð og þrjátiu þúsund manns i þeim skjálfta.
Sovétmanna
Sovétríkin lögðu til í gær að sig-
urvegarar síðari heimsstyrjald-
arinnar drægju til baka meiri-
hluta ef ekki alla hermenn sina í
þýsku ríkjunum í áfongum og
settu þak á fjölda hermanna sam-
einaðs Þýskalands. Vesturlönd
höfnuðu þessu tilboði strax að
sögn stjómarerindreka.
Það var sovéski utanrikisráð-
herrann sem lagði þessa tillögu
fram á svokölluðum sex-þjóða
fundi - fundi þýsku ríkjanna auk
Bandaríkjanna, Bretlands,
Frakklands og Sovétríkjanna - í
Berlín i gær. Tillagan kveður á
um fimmtíu prósent fækkun her-
manna bandamanna á þýskri
grund á næstu þremur árum. í
gærdag lagði sovéski utanríkis-
ráðherrann einnig til brottflutn-
ing allra hermanna bandamanna
í Berlín innan sex mánaða eftir
sameiningu Þýskalands svo og að
Þýskaland verði aðili að báðum
hernaðarbandalögtmum næstu
fimm ár.
Reutci
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 3,0 Allir
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 3-4 Ib.Sb,- Sp
6mán. uppsögn 4-5 Ib.Sb
12mán.uppsögn 4-5,5 Ib
18mán. uppsögn 11 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Ib
Sértékkareikningar 3,0 Allir
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5 Allir
6 mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb
Innlán meðsérkjörum 2,5-3,25 ib
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 7-7,25 Lb.Sb
Sterlingspund 13,6-14,25 Sb
Vestur-þýskmörk 6,75-7,5 Lb
Danskar krónur 9,25-10,75 Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir víxlar(forv.) 13,5-13,75 Bb.Sb
Viöskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi
Almennskuldabréf 14,0 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb
Utlan verðtryggð
Skuldabréf 7,5-8.25 Lb.Bb
Utlán tilframleiðslu
Isl.krónur 13,75-14,25 Bb
SDR 10,75-11 Bb
Bandaríkjadalir 10.10-10,25 Bb
Sterlingspund 16,8-17 Sp
Vestur-þýsk mörk 9.9-10.5 Bb
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
Överðtr. júní 90 14,0
Verðtr. júní 90 7.9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitalajúní 2887 stig
Lánskjaravísitala júli 2905 stig
Byggingavísitala júni 545 stig
Byggingavisitala júni 170,3 stig
Framfærsluvísitala júni 145.4 stig
Húsaleiguvisitala hækkar 1,5% l .júli.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4.928
Einingabréf 2 2,689
Einingabréf 3 3,247
Skammtimabréf 1.669
Lifeyrisbréf
Gengisbréf 2,147
Kjarabréf 4,888
Markbréf 2,595
Tekjubréf 2,001
Skyndibréf 1.463
Fjölþjóðabréf 1.270
Sjóðsbréf 1 2,370
Sjóðsbréf 2 1,745
Sjóðsbréf 3 1,654
Sjóðsbréf 4 1,406
Vaxtarbréf 1.6715
Valbréf 1.5730
Fjórðungsbréf 1,020
Islandsbréf 1,020
Reiðubréf 1,012
Sýslubréf 1,021
Þingbréf 1,019
Öndvegisbréf 1,019
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv
Sjóvá-Almennar hf. 650 kr.
Eimskip 462 kr.
Flugleiðir 180 kr.
Hampiðjan 162 kr.
HJutabréfasjóður 154 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 160 kr.
Eignfél. Alþýðub. 115 kr
Skagstrendingur hf. 367 kr.
Islandsbanki hf. 157 kr.
Eignfél. Verslunarb. 135 kr.
Olíufélagið hf. 467 kr.
Grandi hf. 168 kr.
Tollvörugeymslan hf. 107 kr.
Skeljungur hf. 500 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.