Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. 41 - og það gerir Hjalti Guðgeirsson líka Þótt aldur hljómsveitarinnar ís- landsvina sé ekki mældur í árum heldur mánuðum er ekki að heyra að sveitin sé ný af nálinni. Eitt lag íslandsvina hefur hljómað í útvarpi undanfama daga og annað er vænt- anlegt á plötu innan skamms. Öll eru þau faglega samin og spiluð. Hjalti Guðgeirsson. Ástarsorgin rak hann til afreka á tónlistarbrautinni. „Síöan komum viö nálægt einu lagi til viðbótar - við spilum undir hjá Hjalta Guðgeirssyni í laginu Gamalt og gott sem einnig er að koma út á plötu,“ segir Kári Waage söngvari. Aðrir íslandsvinir eru Pálmi Sigur- hjartarson píanóleikari, Einar Þor- valdsson, sem leikur á gítar, Björn Vilhjálmsson bassaleikari og Jón Borgar Loftsson sem sér um trommuslátt. Allir eru íslandsvinirnir sjóaðir í poppinu. Kári Waage söng áður fyrr með Chaplin, Tíbrá og Centaur. Úr síöastnefndu hljómsveitinni koma þeir Pálmi og Einar. Björn hefur meðal annars leikið með Lólu og Rockabillybandi Reykjavíkur og Jón Borgar hefur til að mynda leikið með Bogart og hljómsveit Rúnars Júlíus- sonar. íslandsvinir hafa fremur lítið leikið opinberlega hingað til og þá aðallega á ölstofum. Hins vegar hafa þeir hljóðritaö þijú lög sín og segjast eiga mörg til viðbótar. íslandsvinir eru allir vei sjóaðir í popptónlistinni. Saga Hjalta Það er lagið Sæmundur sem ís- landsvinir eiga á safnplötu er kemur út hjá Skífunni eftir nokkrar vikur. En hver er þessi Hjalti sem lagið Gamalt og gott er skrifað fyrir? „Hjalti hefur fengið tónlistargáf- una í beinan karllegg frá föður sín- Umsjón Ásgeir Tómasson um,“ segir Kári Waage grafalvarleg- ur. „Faðir hans er Guðgeir Emilsson, blindur harmóníkuleikari, hóflega drykkfelldur. Hjalti ætlaði sér aldrei nein stórvirki í tónlistinni heldur eingöngu að sinna búskap. Hann fór því í bændaskóla en þegar hann kom aftur heim var bróðir hans búinn að stela frá honum kærustunni. Bróðirinn er vita ómúsíkalskur og með innfallið lunga að auki. Það má því segja að Hjalti hafi í örvæntingu sinni farið að fást við tónlist í meira mæh en hann ætlaði sér. Hann basl- ar að vísu við búskap en finnur sig greinilega betur í tónlist. Þetta er svona í stórum dráttum ævisaga Hjalta Guðgeirssonar,“ segir Kári Waage. -ÁT- Greifana dreymir blauta drauma Greifamir eru ekki dauðir úr öll- um æðum, hvað þá hættir. Innan skamms er væntanleg með þeim ný plata, Blautir draumar. Reyndar hafa átta lög á plötunni komið áður út. Þar er um að ræða flest vinsælustu Greifalögin svo sem Ást, Framan viö sviðið, Frystikistu- lagið og fleiri. Fjögur lög á Blautum draumum eru glæný og hafa ekki heyrst fyrr. Það er Steinar sem gefur plötuna út. ÁEétlað er aö hún komi út um miðjan júlí. Bandalög 2 Þá er ný safnplata frá Steinum á næstu grösum. Hún hefur hlotið nafnið Bandalög 2 - úrvalsdeildin. - Sálin hans Jóns mins á þar tvö lög og Todmobile önnur tvö. Bubbi Mort- hens flytur eitt lag plötunnar, Ný- dönsk annaö og þá eru Friðrik Karls- son, Karl Örvarsson, Gal-í-leó og Loðin rotta með eitt lag hver. Tvö aukalög verða á geisladiski: Mezzo- fortelagið High Season og Neitaðu að vera með, baráttusöngur eftir Jakob Magnússon gegn vímuefna- notkun. -ÁT- Greifarnir á ný i sviðsljósið. Roger Waters svlðsetur „The Wall ' í Berlín Ferðamenn sem verða í Þýska- landi síðla í júlí og hafa gaman af rokktónhst ættu að bregða sér til Berlínar ef þeir hafa tök á. Þann 21. júlí ætlar Roger Waters að sviðsetja „mestu rokksýningu sem enn hefur verið sett upp“. Þar er að sjálfsögðu um að ræða The Wall eða Vegginn sem hljóm- sveitin Pink Floyd gaf út á plötu árið 1979. Þá var Waters enn bassaleikari og söngvari í þeirri hljómsveit. Roger Waters setur The Wall á svið til styrktar hknarmálum. Hann læt- ur byggja vegginn sem svipar til þess sem notaður var er Pink Floyd flutti The Wah á hljómleikum. Veggurinn verður sennhega nokkuð stærri en áöur þvi að hann á að ná aha leið frá Brandenburgarhhðinu austanmegin yfir að Potsdamtorgi. Lengd veggjarins verður um tvö hundruð metrar og hann verður tutt- ugu metrar á hæð. Herflugvél verður notuð í sýningunni, risastórar upp- blásnar figúrur, sinfóníuhljómsveit, kór úr Rauða hernum og heh her- dehd rokkara. Þeirra á meðal eru aö sögn Rogers Waters nokkrir heims- kunnir sem hann hefur enn ekki nafngreint. Ljóst þykir hins vegar að engir fyrrum félagar Waters í Pink Floyd verðai meðal þátttakenda. Mhli hans og þeirra ríkir kalt stríð og í því hafa engir múrar eða veggir verið brotnir ennþá. Roger Waters við Berlínarmúrinn. helduna Aðdáendur Guns N’ Roses er íariö aö hungra í nýja plötu með vilhngunum fimm. Þvi miður er nýja platan sem Axl Rose og fé- lagar hafá verið að vinna að síö- ustu mánuðina ekki á næstu grösum. Þó er tahð að hún geti hugsanlega komið út á þessu ári. >aö kann að flýta fyrir að firam- menningarnir í Guns N’ Roses hafa hætt við aö hafa plötuna tvö- falda. Liðsmenn þessarar vhltu rokk- sveitar eru síður en svo harðlok- aðir inni í hljóðverum við iðju sína sólarhringana út og inn þótt ný plata sé i smiðum. Öðru hverju koma fféttir af hneykslan- iegu athæfi þeirra. Ekki eru þó allar fréttimar slæmar. Th dæmis festi Axl Rose söngv- ari ráö sitt á dögunum. Frú Rose hét áður Erin Everly og er dóttir Dons Everiys, annars Everly bræðranna. Erin kora fram í myndbandinu við lag Guns N’ Roses Sweet Chhd o’ Mine.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.