Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990.
Kvikmyndir
Þessa dagana eru bandarísku
kvikmyndaverin aö búa sig undir
sumariö. Ætlunin er aö frumsýna
hverja stórmyndina á fætur ann-
arri í þeirri von aö skólafólkið
muni eyöa hluta af sumarhýrunni
í aðgöngumiöa aö kvikmyndahúsi
yfir sumarleyflstímann. Sam-
keppnin er mikil og auðsýnt er að
aðeins nokkrar myndir munu
standa upp úr, hinar munu falla í
skuggann. Því er mikilvægt aö vel
sé staðið aö öllu því kostnaöur viö
kvikmyndagerö hefur vaxiö gífur-
lega á undanförnum árum, m.a.
vegna stjarnfræöilegra launa-
krafna þekktustu leikaranna.
Framboðiö í sumar mun ein-
kennast af hasarmyndum. Yfirleitt
er um þekkta leikara aö ræöa í
aöalhlutverkum og einnig um
framhaldsmyndir eöa myndir
byggöar, a.m.k. á þekktum efnis-
þræöi.
Hasarmyndir
Til aö átta sig betur á úrvalinu
verða hér á eftir taldar upp nokkr-
ar sumarmyndir. TOTAL RECALL
er mynd meö vöövabúntinu Arnold
Schwarzenegger í aðalhlutverki.
Við stjórnvölinn er Hollendingur-
inn Paul Verhoeven sem gerði
garðinn frægan meö vélmennis-
löggunni í ROBOCOP. Schwarzen-
egger er með fleiri járn í eldinum
því aö hann ætlar aö gera síðar á
árinu TERMINATOR 2 meö James
Cameron sem raunar leikstýrði
einnig fyrri myridinni. Efnisþráö-
urinn hefur ekki veriö gefinn upp
en lofað miklum hasar eins og hef-
ur veriö aðalsmerki Schwarzeneg-
ger frá upphafi.
Þeir félagar leikarinn Tom Cruise
og leikstjórinn Tony Scott leiða aft-
ur saman hesta sína í myndinni
DAYS OF THUNDER sem fróðir
telja vera ekkert annað en fram-
haldiö á TOP GUN. Paramount
kvikmyndaveriö er einnig með
framhaldsmynd sem er ANOTHER
48.HOURS meö Eddie Murphey og
Nick Nolte. Þaö eru orðin 8 ár síöan
þeir félagar gerðu 48 HOURS og
eins og þá er þaö Walter Hill sem
er leikstjórinn.
Kvikmyridahúsagestir fá einnig
að kynnast DIE HARD 2. Sem fyrr
er það Bruce Willis sem leikur
leynilögregluna John McClane sem
lendir að nýju í kröppum dansi við
bófa og ræningja- Það er raunar
ótrúlegt hve von er á mörgum
framhaldsmyndum síðar á árinu.
Þar má nefna GREMLINS 2, BACK
TO THE FUTURE, PART IH og
ROBOCOP II.
Ein af þeim myndum sem verður frumsýnd í sumar er
Die hard 2 sem er framhaldið af myndinní
á Tæpasta vaði sem sýnd var í Bíóborginni 1988
Það er Bruce Willis sem
leikur McClane.
Atriði úr Á tæpasta vaði.
Die hard 2
En lítum aðeins riánar á eina af
þessum myndum, DIE HARD 2, eöa
Á TÆPASTA VAÐI 2 eins og hún
yrði líklega kölluð hér heima. Nú
eru liðin tvö ár síöan DIE HARD
sló í gegn en myndin fjallaöi um
lögregluforingjann McClane sem
virtist alltaf vera á röngum tíma á
röngum staö í lífinu. Myndin fjail-
aöi um baráttu hans viö vopnaða
ræningja sem höföu lagt undir sig
heilan skýjakljúfri Los Angeles á
aðfangadagskvöld. í DIE HARD 2
er staðan ekki ósvipuö; McClane
neyðist til að beijast við skæruliða
meira eða minna einn síns liðs
vegna takmafkaðrar aöstoðar fé-
laga hans í lögreglunni.
Myndin hefst á því þegar Willis
er staddur úti á Los Angeles-flug-
vellinum til aö taka á móti konu
sinni. Hann verður fljótlega var við
aö ekki er allt með felldu. í fréttum
hefur verið sagt frá því að ónefnt
ríki í Suður-Ameríku sé að fram-
selja til Bandaríkjanna Ramon
Esperanza, þekktan eiturlyíja-
smyglara. Sér til undrunar kemur
Willis í flughöfninni auga á einn
helsta stuöningsmann Esperanza,
fyrrverandi yfirmann í Banda-
ríkjaher, sem leikinn er af Bill
Sadler. Willis ákveður aö athuga
málið nánar og áður en hann veit
af er hann lentur í miklum hildar-
leik því að fylgismenn Esperanza
eru að undirbúa að taka flugstöð-
ina herskildi til að koma í veg fyrir
framsal hans til Bandaríkjanna.
Eins og í fyrri myndinni má segja
að Willis sé einn á móti öllum og
auðvitað tekst honum að brjóta á
bak aftur árásina á flugstöðina.
Einu skrefi framar
Leikstjóri fyrstu myndarinnar
var John McTiernan. Hann hefur
ákveðnar hugmyndir um hvernig
eigi að gera framhaldsmyndir.
„Það er okkar æðsta mark aö gera
kvikmynd sem fær góða dóma og
jafnframt góða aðsókn,“ hefur ver-
Umsjón
Baldur Hjaltason
ið haft eftir honum. „Þótt margir
geri framhaldsmyndir þá er mjög
sjaldgæft að þær myndir séu betri
eða jafngóðar og fyrsta myndin."
Framleiðandi myndarinnar, Larry
Gordon, er á sama máli. „Einn
kosturínn við að gera framhalds-
mynd er að þú þekkir persónurnar
í myndinni orðið mjög vel. Þú þarft
ekki að eyöa eins miklum tíma i
persónusköpun. Það gefur þér
meira svigrúm til að vera skapandi
en auövitað ertu alltaf meðvitaður
um aö þú Veröur að gera betur en'
síðast. Því varö þetta meiri háttar
mál þegar svona vel tókst til með
fyrstu myndina." „Þú verður alltaf
að ákveðnu marki að sýna áhorf-
endum þaö sem þeir búast við en
samtímis viltu gera betur,“ segir
Renny Harlin, leikstjóri DIE HARD
2. Hann ætti að hafa reynsluna því
að hann leikstýröi A NIGHTMARE
ON ELM STREET 4, sem er líklega
ein vinsælasta hryllingsmynda-
syrpan sem gerð hefur verið. „Fyr-
ir áhorfendur er þetta eins og að
lesa bók sem var svo spennandi að
þegar komið var að endinum áttu
lesendur enga ósk heitari en að eitt-
hvað væri eftir af bókinni. Aö gera
framhaldsmynd er því eins og að
skrifa viðauka."
Mannleg lögga
En hvaða augum lítur Bruce
Willis hlutverk sitt sem hinn óvið-
jafnanlegi McClane. Hann líkir
þessu við leik sinn í framhalds-
þáttasyrpunni MOONLIGHTING
sem raunar gerði hann frægan.
„Að gera kvikmynd minnir mig að
mörgu leyti á að vinna fyrir sjón-
varp. Þegar þú leikur oftar en einu
sinni ákveðna persónu þá er þaö
sjálfgefið að ákveðnir híutir fara
að endurtaka sig. Ég hef sett mér
sama takmark og ég gerði í fyrri
myndinni sem er að gera McClane
ekki að einhverri ofurlöggu. Hann
á að vera mannlegur og ég reyni
að túlka hann sem mann sem er
hræddur við að deyja, verður leið-
ur á lífinu við og við ásamt því að
lenda í ýmsum ógöngum. Ef hann
^ hefði átt þess kost hefði hann ekki
haft áhuga á að lenda í þessum
átökum, hvorki í skýjaklúfnum í
L.A. né í flughöfninni, en hann átti
ekki annarra kosta völ.“
Upphafið
FLjótlega eftir að ljóst varð að
DIE HARD hefði slegið í gegn fóru
framleiðendurnir að huga að fram-
haldsmynd. Skömmu seinna rak á
fjörur þeirra bókina 58 Minutes
eftir Walter Wagner. Þeir ákváöu
aö skrifa kvikmyndahandrit byggt
á bókinni í kringum John McClane.
Þegar upp var staðið var lítiö eftir
af upphaflega söguþræði bókarinn-
ar. „Það má segja að það sem við
héldum eftir úr bókinni var stað-
setningin og hugmyndin um að það
er ekki síður hægt að ræna flug-
höfn en flugvél," hefur verið haft
eftir Souza, sem var annar höfund-
ur handritsins ásamt Dough Ric-
hardsson. „Allar persónur og hug-
myndafræði er öðruvísi en í bók-
inni. Þetta er gott dæmi um hvern-
ig Hollywood slátrar bókum þegar
unnin eru kvikmyndahandrit upp
úr þeim.“
Handritið var síðan tilbúið haus-
tið 1989 og myndin verður frum-
sýnd innan árs sem veröur að telj-
ast nokkuö góður árangur.
Sama liöió
En er ekki erfitt að hóa alltaf sam-
an sama liðinu þegar gerðar eru
framhaldsmyndir? Bruce Willis
neitar því ekki að hann gerði þetta
fyrir peningana, enda fékk hann
vel borgað fyrir leik sinn. „í sum-
um myndum leik ég einungis vegna
peninganna en í öðrum vegna list-
rænna ástæöna. DIE HARD 2 til-
heyrir fyrri flokknum en CO-
UNTRY þeim síðari þar sem ég tók
áhættuhlut, þ.e. fékk lítið sem ekk-
ert ef myndin gekk illa en vel borg-
að gengi hún vel. Það eru einmitt
myndir eins og DIE HARD 2 sem
gera mér kleift að leika í myndum
eins og COUNTRY. Það reyndist
einna erfiðast að fá handritahöf-
undinn Souza aftur til leiks. Hann
hafði verið að vinna að handriti um
líf slökkviliðsmanna fyrir leikstjó-
rann Ron Howard sem bar heitið
BACKDRAFT. Eftir að hafa vérið
sannfærður um að framhalds-
myndin gæti orðið jafngóö eða betri
en sú fyrri sló hann til. „Hvers
vegna ætti ég að gera handrit að
framhaldsmynd sem yrði ekki eins
góð og sú fyrsta þar sem ég skrifaði
einnig handritið að henni?“
Leikstjórinn Renny Harlin þurfti
lítinn umhugsunartíma þótt hann
væri að ganga frá FORD FAIRLA-
INE ásamt annarri mynd fyrir 20th
Century Fox kvikmyndaverið. „Ég
gekkst við boðinu vegna þess að
þetta er spennandi mynd og ég verð
alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni."
Þetta er í fyrsta sinn sem hann
spreytir sig á stórmynd sem gefur
þessum 31 árs leikstjóra ómetan-
lega reynslu.
Það verður því mikill slagur hjá
kvikmyndaframleiðendum í sumar
um hylli áhorfenda. DIE HARD 2 á
jafnmikla möguleika og aðrar
myndir en hverjar þeirra slá í gegn
kemur ekki í ljós fyrr en í sumar.
B.H.