Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. 19 Listgallerí á Amamesi: Gunnar Gunnarsson sálfræðingur lét drauminn rætast og opnaði sýningarsal á heimili sínu að Þernunesi 4 í Garðabæ. Þar stendur nú yfir sýning. DV-mynd BG Gatan lifnar við - segir Gunnar Gunnarsson sem opnaði sýningarsal á heimili sínu „Ég hef líklegast gengið með þennan draum lengi og lét hann rætast,“ segir Gunnar Gunnarsson sálfræðingur sem um síðustu helgi opnaði listgallerí í miðju íbúða- hverfi á Arnarnesinu, Þemunesi 4. Salinn hefur hann nefnt Gunn- arssal og fyrsti listamaðurinn sem sýnir er Gunnar I. Guðjónsson hst- málari sem er kunningi Gunnars. „Ég tók við þessu húsi fyrir fjór- um áram en þá hafði það staðið ókláraö í fímmtán ár. Þetta hús er teiknað af Ágústi Höskuldssyni byggingameistara en hann lést áð- ur en honum tókst að ljúka við það. Ekkja hans bjó í húsinu óklár- uðu öll þessi ár en gafst síðan upp. Við skiptum á húsnæði þannig að hún fékk íbúð þar sem foreldrar mínir bjuggu. Þetta hús býður upp á ótrúlega möguleika. Salurinn var upphaflega gerður sem vinnustofa teiknarcms en hann var alveg ófrá- genginn þegar ég tók við húsinu,“ segir Gunnar. Sérstaklega fallegtumhverfi „Ég var ekkert að flýta mér að klára hann fyrr en nú um áramótin að mér datt í hug að setja upp gall- erí. Eftir það reyndi ég aö flýta frá- ganginum. Sem sálfræðingur hef ég verið með hópmeðferð í austur- lenskri sálfræðihst þannig að ég sá ýmsa möguleika th aö nýta salinn. Önnur hugmynd er að leigja hsta- mönnum salinn sem vinnuaðstöðu um einhvem tíma sem myndi þá enda með sýningu. Staðurinn er einstakur, alveg niðri við sjó, með útsýni út yfir flóann og Snæfells- nes. Það eru gluggar allan hringinn en ég hef fyht þá núna meðan á sýningunni stendur. Þegar ég var búinn að taka ákvöröun með salinn var drifið í að klára hann fyrir sext- ánda júní en þá var sýningin opn- uð,“ segir Gunnar. Sýningarsalurinn er gerður í minningu foður hans, Gunnars Sigurðssonar, sem starfaöi í Ás- mundarsal á árunum 1950-60 og kom þar upp galleru. Gunnar Sig- urðsson var þó yfirleitt kenndur við verslunina Geysi. Hann var mikhl málverkasafnari. Gunnar yngri á mikiö safn eftir foður sinn sem hann hefur hug á að sýna í þessum nýja sal. „Faðir minn rak sýningarsalinn í Ásmundarsal og á mikla sögu að baki sér. Hann var með ýmsar uppákomur á sínum tíma og lista- menn leituðu oft ráða hjá honum. Við bjuggiun á jarðhæðinni í Ás- mundarsal þar sem ég ólst upp,“ segir Gunnar. Góóviðbrögð frá nágrönnum „Það finnst kannski einhverjum skrítiö að setja upp sýningarsal í miðju íbúðahverfi á Arnarnesinu en það er einmitt gert th að fólk komi út á Arnamesiö og sjái að þar býr allavega fólk. Ég hef fengiö geysigóð viðbrögð frá nágrönnum mínum og þeir eru mjög jákvæðir gagnvart þessu. Gatan lifnar við og ég held að öllum þyki bara gam- an að þessu. Húsið er mjög sér- stætt og stendur fallega þannig að menn geta skoðað útsýnið um leið og þeir kíkja á sýninguna," segir Gunnar. Hann hefur leigt sahnn hsta- manni í sumar en í haust er fyrir- huguð sýning á höggmyndum. Það er Spánveiji sem hefur hug á aö koma hingað með verk sín en sú sýning er þó enn á undirbúnings- stigi. „Salurinn er ekki stór en hátt er th lofts og hann rúmar vel þrjá- tíu myndir," segir Gunnar. „Þessi salur minn er kannski ekki eins- dæmi en þó held ég að það sé ekki mjög mikið um slíka sali í íbúða- hverfum hér á landi. Þetta tíðkast þó víða erlendis. Gunnar I. Guðjónsson Gunnar I. Guðjónsson hstmálari, sem nú sýnir í Gunnarssal, hefur áður sýnt verk sín víða um land. Stærstu sýningar hans voru á Kjarvalsstöðum 1975, Menntaskól- anum á ísafirði árið 1977 og í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna árið 1985. Gunnar er fæddur í Reykjavík 1941 og naut meðal annarra tilsagn- ar hstmálaranna Gunnlaugs Blön- dal og Hrings Jóhannessonar í upp- hafi ferh síns. Síðar stundaöi hann nám við Listaakademíuna í Barcel- ona. Sýningin í Þernunesi veröur opin th 24. júní. -ELA ÞU SKAÍT J ÞITT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.