Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 23. JÚNl 1990.
Skák
„Hvernig er hægt að halda mót í
borg sem fer versnandi dag frá
degi,“ sagði heimsmeistarinn,
Garrí Kasparov, viö verðlaunaaf-
hendingu á opna mótinu í Moskvu
á dögunum. Kasparov bætti við að
slíkur skortur á nauðsynjum væri
í höfuðborginni að aðstæður sem
keppendum væri boðið upp á og
margir kvörtuðu yfir hefðu verið
mun betri en efni stóöu til. Ka-
sparov var harðorður í garð stjórn-
valda enda er hann höfuðpaurinn
í nýjum stjómarandstöðuflokki
sem stofnaður var mótsdagana.
Við Jóhann Hjartarson unnum
okkur rétt til þátttöku í Moskvu,
Jóhann frá síðustu heimsbikar-
keppni, ég frá úrtökumótinu á
MaUorca í desember. Við vorum
einu fuUtrúar Norðurlanda en
meðal 42 keppenda mótsins voru
18 frá öðmm löndum en Sovétríkj-
unum. Aldrei fyrr hefur opið mót
verið jafnvel skipað. Meðalstiga-
tala aUra keppenda var nálægt 2575
Eló-stigum og aðeins þrír bám
ekki stórmeistaranafnbót.
Aðstæður á skákstað vom þokka-
legar en „Ismaílóvo-hótelið", þar
sem keppendur bjuggu, var óhreint
Enski stórmeistarinn Speelman tefldi frumlega skák við Khalifman á skákmótinu í Moskvu.
Undankeppni heimsbikarmótanna í Moskvu:
Úthaldið brást við
erfiðar aðstæður
og Ula lyktandi, eins og við var að
búast, og maturinn vondur. Vegna
reynslu minnar frá skákmótinu í
Sotsí fyrir tveimur árum átti ég þó
jafnvel von á því að vistin yrði enn-
þá lakari. Nógu þrúgandi var dvöl-
in þó og kom það óhjákvæmUega
niður á úthaldi „útlendinganna".
Við Jóhann urðum t.a.m. iUa úti í
síðustu skákunum - Jóhann tapaði
tveimur síðustu og ég fékk aðeins
hálfan vinning úr þremur síðustu
skákunum. Annað andstyggilegt
var að þarna vom sovésku kepp-
endurnir með aðstoðarmenn sína
og þjálfara, jafnvel virta sálfræð-
inga sér við hUð, aUt sér að kostn-
aðarlausu. Erlendu keppendunum
var hins vegar tjáð að þeir þyrftu
sjálfir að bera farar- og dvalar-
kostnað aðstoöarmanna og hann
ríflegan. Að þessu leyti var kepp-
endum bersýnUega mismunað.
Teflt var um tólf sæti í næstu
hrinu heimsbikarkeppninnar. Þar
af vom aðeins fimm sæti ætluð
Sovétmönnum því að samkvæmt
reglum mega keppendur frá einu
og sama landinu ekki vera of marg-
ir. Því var í raun verið aö tefla í
tveimur mótum; Sovétmennimir
börðust innbyrðis um sætin fimm
og aðrir skákmenn slógust um þau
sjö sem eftir voru.
Leikar fóm þannig að fimm skák-
menn deUdu efsta sætinu: Enski
stórmeistarinn Speelman og Sovét-
mennimir Gurevits, Khalifman,
AzmaiparashvUi og Bareev. Þeir
fengu aUir 7 v. af eUefu mögulegum.
Með hálfum vinningi minna komu
Ungveijinn Portisch, de Firmian,
Bandaríkjunum, Chandler, Eng-
landi og Sovétmennimir Beljav-
sky, Gelfand, Ivantsjúk og Pol-
ugajevsky. Beljavsky var hæstur
Sovétmanna á sérreiknuðum stig-
um og þannig varð hann þeirra
fimmti maður sem komst áfram.
Sex vinninga fengu Seirawan,
Bandaríkjunum, Nikolic, Júgó-
slavíu, og Kiril Georgiev, Búlgaríu,
og komust þeir alUr áfram; Chern-
in, Dorfman og Eingom, alhr Sov-
étmenn, fengu sömu vinningatölu.
Ég fékk 5,5 v. og Jóhann fékk 4,5
v. en eins og fyrr sagði gekk aUt á
afturfótunum hjá okkur í síðustu
umferðunum. Sjálfur hafði ég hlot-
ið 5 v. eftir átta umferðir gegn afar
sterkum mönnum og ekki tapað
skák en þá var orkan þrotin. Þrátt
fyrir allt má ég vel við una enda
tefldi aðeins Khalfiman við stiga-
hærri andstæðinga og þetta færir
mér 15 stig í sarpinn.
Það var sorglegt að tveir efnileg-
ustu skákmenn Sovétmanna, Gelf-
and og Ivantsjúk, skyldu ekki kom-
ast í heimsbikarkeppnina. Á hinn
bóginn kom Alexander Khalifman
á óvart með frammistöðu sinni sem
sýnir að sigur hans á stóra opna
mótinu í New York um páskana
var engin tilvUjun. Khalifman
tefldi ákveðið og var vel að vinning-
um sínum kominn. Það er óréttlátt
gagnvart honum að birta hér einu
tapskák hans á mótinu en skákin
er svo frumlega tefld af mótherja
hans hálfu að shkt hlýtrn- að vera
fyrirgefið. Það er enski stórmeist-
arinn Jonathan Speelman sem er í
aðalhlutverki. Speelman tók mót-
inu létt; gerði mörg stutt jafntefli
en á milli sýndi hann hvað í honum
býr.
Hvítt: A. Khalifman
Svart: J. Speelman
Drottningarbragð
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3
Be7 5. Bf4 0-0 6. e3 c6
Speelman velur hægfara fram-
hald sem þykir ekki líklegt til ár-
angurs en þannig kemst hann hjá
fræðilegri orrustu í byijuninni.
7. Dc2 He8 8. h3 Rbd7 9. cxd5 Rxd5!?
10. Rxd5 exd5 11. 0-0-0 Rf8 12. Bd3
Be6 13. Kbl Hc8 14. g4
Eins og lög gera ráð fyrir hyggst
hvitur sækja fram með peðum sín-
um gegn kóngsstöðu svarts og ætla
mætti að svartur hefði svipuð
áform í huga á drottningarvæng.
Skák
Jón L. Árnason
14. - Bd6 15. Da4 a6 16. Bxd6 Dxd6
17. Hcl Hc7 18. Hc3
Síðustu leikjum hvíts er ætlað að
spoma gegn sóknarhugleiðingum
svarts á drottningarvæng því að
nú hefur hvítur treyst stöðu sína
þar. En hrókurinn verður utan-
gátta í framhaldi skákarinnar þótt
erfitt sé að sjá það fyrir nú.
18. - Bc8 19. g5?!
19. - h6!
Þetta er sannarlega óvænt. Svart-
ur blæs til sóknar og opnar kóngs-
stöðu sína sjálfviljugur! I ljós kem-
ur að hvítu mennimir eru fjarri
vígvellinum á kóngsvæng og Speel-
man tekst að færa sér í nyt aö hann
hefur veikt stöðu sína þar.
20. h4 Bg4 21. Re5 Bh5! 22. Dc2 f6!
23. gxf6 gxffi 24. Rg6 Hg7 25. Rxffi
Bf3! 26. Hel Kxffi 27. Be2 Be4 28. Bd3
Dh2!
Speelman hefur tekist á bráð-
skemmtilegan hátt að ná öruggu
frumkvæði. Nú kemst hvítur ekki
hjá peðstapi og hann á að auki
óvirka stöðu.
29. Bxe4 Hxe4 30. De2 Hg2 31. Hfl
Dxh4 32. Dffi Dg5 33. a3 Kg7 34. Ka2
h5 35. Hb3 He7 36. Dh3 Dg4 37. Dhl
Kh6 38. ffi Dg3 39. e4 Hh2
Þvingar fram drottningakaup og
nú ætti svartur aö vinna.
40. Dgl Dxgl 41. Hxgl Hh3 42. exd5
cxd5 43. Hc3 h4 44. Hc5 Hd7 45. Hfl
Kg5 46. Hc8 Kf4 47. Hh8 Hh2 48. Hel
Hd6 49. Hh5 Hb6 50. Hbl f5 51. Hh7
a5 52. Hd7 h3 53. a4 Hg2 54. Hh7 h2
55. Hh3 Hb4
Og Khalifman gafst upp.
Og til að sanna í eitt skipti fyrir
öll að jafnteflisskákir þurfi ekki að
vera leiðinlegar er rétt að líta á
skák Georgievs við Dolmatov úr 2.
umferð mótsins. Margir óvæntir
leikir af beggja hálfu setja svip sinn
á skákina sem skýrir sig þó að
mestu leyti sjálf.
Hvítt: Kir. Georgiev
Svart: Sergei Dolmatov
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rffi 4. e5
Rfd7 5. f4 c5 6. Rffi Rc6 7. Be3 cxd4
8. Rxd4 Db6 9. Dd2 Dxb2 10. Hbl Da3
11. Bb5 Rxd4 12. Bxd4 Bb4 13. 0-0
a6 14. Hb3 Da5 15. Hfbl Dxb5! 16.
Hxb4 Dc6 17. f5 h6 18. ffi gxffi 19.
exffi Dd6 20. a4 b5
Hugmyndin er að eftir 21. axb5
a5 heldur svartur línunum lokuð-
um og miðborðspeðin eiga eftir að
láta að sér kveða. En hvítur hefur
annað í huga.
21. Hxb5! Hg8!
Ekki 21. - axb5 22. Rxb5 og 23.
Db4, eða 23. Rc7 + Uggja í loftinu.
22. Hel!? axb5! 23. Rxb5 Dc6 24 Db4
Rc5! 25. Bxc5 Hxa4!
Svartur verst frábærlega vel í
erfiðri stöðu.
26. Dxa4 Dxc5+ 27. Khl Kd8 28.
Da5+ Kd7 29. He3! Hg4! 30. Hc3
Hb4! 31. g4 Hbl+ 32. Kg2
Og keppendur sömdu um jafntefli
þar sem svartur þráskákar.
-JLÁ