Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 2
e
2
LAUGA'RDÁGtfR 29rÍjESUiVlD'ER 1990.
Fréttir
Stöðvun loðnuveiða í vetur:
Myndi gera út af við
fjölda útgerðarmanna
- segir Bjami Gunnarsson, skipstjóri á Hólmaborginni
„Ef loðnuveiðar verða ekki leyföar
í vetur þá er alveg ljóst að fjöldi út-
gerða verður nánast gjaldþrota. Þaö
hefur sýnt sig áður undir sömu
kringumstæðum. Þetta yrði ekki í
fyrsta sinn sem loðnuveiðar væru
stöðvaðar. Loðnuveiðarnar eru það
sem útgerðir nótaskipanna lifa á. Það
má segja að ef veiöarnar verða stöðv-
aðar þá sé tekinn af okkur brjóstsyk-
urpokinn en bæturnar nema aldrei
meira en einum mola. Slíkt munu
margir ekki lifa af,“ sagði Bjarni
Gunnarsson, skipstjó'ri á Hólma-
borginni, í samtaU við DV í gær.
Ónákvæmar mælingar
„Árið 1983 voru veiðarnar stöövað-
ar. Þá sögðust fiskifræðingar ekki
mæla nema 160 þúsund lestir af
hrygningarloðnu og veiðar voru
stöðvaðar. Áður en til stöðvunar kom
höfðum við veitt 200 þúsund lestir.
Síðan urðu menn varir við mikið
magn af loðnu alla netavertíðina. Og
frá þessum „litla stofni" kom einhver
stærsti stofn sem mælst hefur við
ísland. Rúmlega milljón lestir voru
veiddar úr honum þegar hann var
orðinn kynþroska. Við haustmæling-
ar í fyrra mældust 140 þúsund lestir
og menn sögðu aö loðnustofninn
væri hruninn. Samt voru veiddar
rúmlega 800 þúsund lestir eftir ára-
mótin þegar loðnan lét sjá sig. Og nú
koma þeir enn með þessa litlu mæl-
ingu. Ég held að mælingin sé ein-
faldlega röng,“ sagði Bjarni.
Eltir fæðuna
í fyrra sögðust fiskifræðingar ekki
hafa getað mælt allt loönusvæðið
vegna íss. í ár var það hægt. Hvað
segja skipstjórar um það?
„Ég held að hafisinn í fyrra hafi
engu máli skipt. Loðnan var ekki á
því svæði í fyrra. Þetta hefur að vísu
alltaf verið uppeldissvæði loðnunnar
Bjarni Gunnarsson, skipstjóri á
Hólmaborginni.
DV-mynd Brynjar Gauti
en í fyrra var það steindautt. Það er
það líka núna. Þetta eru því afsakan-
ir. Loönan er eins og önnur dýr
merkurinnar, liún eltir fæðuna. Eg
held að hún haldi sig því annars stað-
ar þar sem æti er að hafa. Sjálfsagt
greinir menn á um þetta en mín
skoðun er þessi.
Geta ekki bakkað
Við megum heldur ekki gleyma því
aö flskifræðingarnir eru í erfiðri
stöðu. Þeir hafa alltaf fullyrt að allt
sem þeir segja sé hið eina rétta og
sanna. Þaö er því erfitt fyrir þá að
bakka nú og viðurkenna að ekki hafi
verið aö marka það sem þeir sögðu
áður. Ég skal alveg viðurkenna að
við sjómenn vorum hræddir í fyrra.
En svo kom bara allt í einu þetta
magn af loðnu á miðin eftir áramót.
Hvar haföi hún verið. Því hefur eng-
inn fiskifræðingur svarað enn. Og
mig langar aö bæta því við að í haust
teljum við okkur hafa fundið mun
meira af hrygningarloðnu en í fyrra
haust.
Meira magn en í fyrra
Fiskifræðingarnir hafa líka mælt
mun meira nú en í fyrra. Og ef viö
notum einhvern stuðul á þetta þá
mældu þeir í fyrra 140 þúsund lestir.
Við veiddum hins vegar rúmlega 800
þúsund lestir en eftir voru upp undir
400 þúsund lestir samkvæmt tillög-
um fiskifræðinga. Þeir telja það lág-
marks hrygningastofn. Nú mæla þeir
350 þúsund lestir. Ef við notum sama
margfeldisstuðui og í fyrra, hvað
ætli við megum þá veiða mikið? Það
er hægt að leika sér svona að tölum
og því held ég að þetta séu lítið mark-
tæk vísindi hjá þeim, því miður,“
sagði Bjarni Gunnarsson.
-S.dór
Atvinnutryggingasjóóur útflutningsgreina var jaröaður í gær. Það var mat stjórnarmanna sjóðsins aö lífstilgangi
hans væri náð eftir rúmlega tveggja ára starfsemi. Mönnum fannst tilhlýðilegt að gefa sér og ráðherrum rikis-
stjórnarinnar þennan iegstein að gjöf til minningar og sálusorgar. Það fór hins vegar lítið fyrir sorginni á síðasta
stjórnarfundinum. Blessuð sé minning hans ... DV-mynd Brynjar Gauti
Atvinnutry ggingasj óður:
Sjóðurinn af lagður og jarð-
aður með pomp og pragt
Starfsemi Atvinnutryggingasjóðs
útflutningsgreina leggst niöur nú um
áramótin. í gær var haldinn síðasti
stjórnarfundur sjóðsins en eftir ára-
mót mun daglegur rekstur sjóðsins
og innheimta lána verða í höndum
Byggðastofnunar.
í tilefni þessa síðasta stjórnarfund-
ar færði stjórnin sér og ráðherrum
ríkisstjómarinnar legsteina að gjöf.
Með þessu vildu .þeir úndirstrika að
starfsemi sjóðsins væri hætt og lífs-
tilgangi hans náð.
Atvinnutryggingasjóður útflutn-
ingsgreina var meðal stærstu sjóða
landsins. Heildarútlán sjéðsins frá
því hann var stofnaður haustið 1988
nema samtals um 9 milljörðum.
Sjóðnum var komið á með bráða-
birgðarlögum eftir að ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar tók við
völdum haustið 1988. Tilgangur hans
var að aðstoða skuldsett útflutnings-
fyrirtæki með skuldbreytingarlán-
um. Markmiöið var að forða hruni í
mikilvægustu atvinnugreinum þjóð-
arinnar og efla atvinnuástandið út
um landið. Þegar í upphafi var hon-
um einungis ætlað að stárfa út árið
1990. -kaa
Bankaráð Landsbankáns:
Vaxtahækkun um áramótin
Landsbanki íslands mun hækka
vexti á óverðtryggðum inn- og út-
lánsreikningum um 0,5 til 1,5% nú
um áramótin. Ákvörðun þessa tók
bankaráð Landsbankans í gær þrátt
fyrir tilmæli forsætisráðherra um aö
bankinn héldi að sér höndum varð-
andi allar ákvarðanir um vaxta-
hækkanir.
í frétt frá bankaráðinu segir að með
þessari vaxtahækkun sé ekki verið
að vega aö þjóðarsáttinni heldur hafi
verið um að ræða nauðsynlega aðlög-
un vaxta óverðtryggöra reikninga að
hærriverðbólgu. -kaa
Landsbankinn:
Halldór Guðbjarnason
ráðinn bankastjóri
Bankaráð Landsbanka íslands á-
kvað á fundi sínum í gær að ráða
Halldór Guðbjarnason, fyrrum
bankastjóra Útvegsbankans, í stöðu
bankastjóra frá og með áramótun-
um. Hann tekur viö starfi Vals Am-
þórssonar sem lést fyrr á árinu.
Margir hafa verið orðaðir við þessa
stöðu að undanfornu og sóttust
margir eftir því að fá hana. Auk
Halldórs þóttu þeir Guðmundur G.
Þórarinsson alþingismaður og Geir
Magnússon, fyrrum bankastjóri
Samvinnubankans, líklegir til að
hreppa hnossið. Allir eiga þessir
menn sér dyggan stuðning innan
Framsóknarflokksins, en samkvæmt
hefð skyldi staðan veitt einhverjum
úr þeim flokki.
-kaa
22 íslendiiigar 100 ára og eldri um áramótin:
Aldís Einarsdóttir er
106 ára og langelst
- tveirSkagamenneinukarlamiríhópnum
22 Islendingar eru 100 ára og eldri
um þessi áramót. Elst núlifandi ís-
lendinga er Aldís Einarsdóttir sem
varð 106 ára 4. nóvember. Hún býr á
Krsitneshælinu í Eyjafirði og mun
vera hress og við þokkalega heilsu.
Næstelst er Guðrún Elísabet Jóns-
dóttir sem varð 102 ára 19. júní. Hún
býr með dóttur sinni á Sólvallagötu
í Reykjavík. Þriðji elsti íslendingur-
inn er Halldóra Jónsdóttir á Drop-
laugarstöðum en hún varð 102 ára
17. ágúst.
Það vekur athygli að ekki nema
tvier karlar eru meðal elstu íslend-
inganna. Það eru Skagamennirnir
Erlendur Magnússon og Þorbjörn
Þorbjörnsson. Þorbjörn varð 100 ára
5. september en Erlendur 28. sept-
ember. Þeir félagar eru í 17. og 18.
sæti öldungalistans.
Fleiri eru 100 ára og eldri í ár en í
fyrra eða 22. í fyrra voru þeir sautján.
Sá íslendfngur sem lifað hefur
lengst allra er Halldórá Bjarnadóttir
frá Blönduósi en hún varö 108 ára
og 43 daga þegar hún dó í nóvmber
1981. Fimm konur hafa orðið 106 ára
en Sigurður Þorvaldsson frá Sleitu-
stöðum varð elstur karla, 105 ára,
þegar hann lést á síðasta ári:
-hlh
Haf ís á siglingaleið
fyrir Vestfjörðum
í ískönnunarflugi flugvélar Land-
helgisgæslunnar, TF SYN, úti fyrir
Vestfjörðum sáust dreifðir ísjakar á
siglingaleiö. Þrír meðalstórirborgar-
ísjakar sáust 14 sjómílur frá Barða
og var talsvert um jakahrafl um-
hverfis þá.
Lítill borgarísjaki sást 10 sjómílur
frá Rit, sömuleiðis sást lítill borgar-
ísjaki 4 mílur norður frá Bolungarvík
og annar grunnt út frá Rit. Nokkuð
var um staka jaka á siglingaleiðinni
fyrir Isafjarðardjúp. Ekki varð vart
við ís á siglingaleiðinni frá Kögri aö
Oðinsboða.
52 sjómílur norðvestur af Straum-
nesi lá belti af nýmynduöum ís og
tæplega 10 sjómílum utar lá megin-'
ísjaðarinn.
-J.Mar