Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. Miimisverðustu atburðir ársins 1990 i>v Sævar Jónsson: Vona að friður haldist „Þaö sem stendur upp úráárinu sem er aö líða ersigurokk- ar í bikam- um. Öll um- gjörö leikj- annatveggja um bikarinn varmjögsér- stökhvaðmig sjálfan áhrærir. Ég var í leikbanni í fyrri leiknum og aö koma síðan inn í síð- ari leikinn og vinna sigur var frábær stund sem fer mér seint úr minni,“ sagði heildsahnn Sævar Jónsson, landsliðsmaður úr Val. „Það var ennfremur mjög stór stund fyrir mig að veröa valinn leikmaður íslandsmótins á lokahófi knatt- spymumanna í haust. Hvað heims- málin varðar er ég mjög hræddur um að átök brjótist út fyrir botni Persaílóa. Maður vonar í lengstu lög að það stríð verði ekki langvinnt," sagöi Sævar. „Ég ætla að vona að nýja árið verði árangursríkt, bæði í leik og starfi. Viöskiptin blómstri og við Valsmenn vinnum að minnsta kosti einn titil á árinu. Síðast en ekki síst vona ég mnilega að friður haldist í heimin- um, þannig að fólk geti brosað hvað til annars og unnið í sátt og sam- lyndi,“ sagði Sævar Jónsson. -JKS Bjarni Grímsson: Múlagöngin í notkun „Afatburðum ársins stend- urupp úrí mínum huga þegarjarð- gönginíMúl- anum voru tekinínotkun á dögunum, ekkieinungis vegna þess að þaðernýr viðburður, heldur vegna þess hversu stórt mál þetta er fyrir okkur Ólafsfirðinga,“ segir Bjarni Grímsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði. „Af erlendum atburðum kemur fyrst upp í hugann þaö sem hefur verið að gerast í A-Evrópu, að þau lönd sem þar eru skuli vera komin inn á landakortið ef svo má segja. Ég bind m.a. þær vonir við komandi ár að menn beri gæfu til að sjá svo um að verðbólga æði ekki af stað, að menn nái samstöðu um þjóðarsátt og stöðugleika. Ég vænti þess að sjáv- arútvegur, sem við Ólafsfirðingar byggjum allt á, gangi vel svo við náum að halda þeirri festu sem okk- ur hefur tekist að skapa í atvinnulif- inu héríbænum." -gk íris Grönfeldt: Metið hjá Einari „Mérermjög minnistætt þegarEinar Vilhjálmsson setti nýtt glæsilegtís- landsmetí spjótkasti á Evrópumeist- aramótinu í Spiltí Júgó- slavíuísum- ar. Þáermér oft hugsað til Landsmóts UMFÍ sem haldið var í Mosfellsbæ á árinu. Pers- aflóadeilan er stærsti viðburöurinn sem ég man eftir í hinum stóra heimi," sagði íris Grönfeldt, spjót- kastari og þjálfari í Borganesi. „Ég vona svo innilega að deilan við 'Persaflóa leysist og að ekki komi til til mikils mannfalls. Þá er mikið um að vera í Sovétríkjunum þessa dag- ana og vona ég að ekki komi bakslag hjá fólkinu í landinu og að hagur þeirra batni. Ég hef verið að þjálfa krakkana í Borganesi í frjálsum íþróttum og stefnan verður auðvitað tekin á að gera þau sem mest og að þau slái mörg íslandsmet," sagði íris. -GH Björn Sigurbjörnsson: Breytingar í A-Evrópu „Aferlendum vettvangi koma fyrst uppihugann þær stjórn- málabreyt- ingaríátttil lýðræðis sem orðiðhafaí A-Evrópu á árinu og einn- igþau ósköp semhafaver- iö að gerast í Kúvæt," segir Björn Sigurbjörnsson, skólastjóri ogbæjar- fulltrúi á Sauðárkróki. „Fyrir mig persónulega ber hæst kosningarnar til sveitastjórna snemma á árinu. Gott gengi Tinda- stóls í körfubolta ber einnig hátt og frábær frammistaða okkar manns, Eyjólfs Sverrissonar knattspyrnu- manns í Þýskalandi. Þetta tengist allt Sauðárkróki og er mikil kynning fyrirbæinn. A nýju ári óska ég öllum góðs geng- is, mínar væntingar eru þær að menn geti lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig á náttúruna." -gk Ema Indriðadóttir: Siðferði í stjómmálum „Það stendur fáttuppúr hérinnan- lands þegar ég horfi til baka yfir árið. Deilur rikis- insogBHMR settu þó mik- inn svip á þjóðmáhn og allt talið um þjóðarsáttina bar einnig hátt," segir Erna Indriða- dóttir, deildarstjóri Ríkisútvarpsins áAkureyri. „Mér finnst áberandi í íslenskum stjórnmálum það sérkennilega sið- ferði sem þar ríkir. Lög á kjarasamn- inga BHMR voru mjög vafasöm að mínu mati og þá getur það ekki flokk- ast undir gott siðferði að ráðherrar bjóði konum sínum með sér til út- landa hvað eftir annað á kostnað skattborgaranna. Þessi mál valda bægslagangi í fjölmiðlum í einhvem tíma en síðan hjaönar sú umræða ogekkertgerist. Breytingar í A-Evrópu ber auðvitað hátt á árinu og innrás íraka í Kú- væt. Ég tel að sú innrás hefði getað valdið heimsstyrjöld ef breytingarn- ar í Evrópu hefðu ekki verið til komnar. Hvað mig varðar persónulega er mér ofarlega í huga að sonur minntók þátt í ólympíuleikum í stærðfræði, mér fannst það kyndugt að senda hann í þá keppni alla leið til Peking í Kína. Fyrir mig var árið sem er að líða mjög gott og skemmtilegt og ég vænti þess að næsta ár verði það einnig.“ -gk Ólína Þorvarðardóttir: Vona að fólk fái notið ávaxta þjóðarsáttar „Aðdragandi ogtilurðNýs vettvangsfyr- irsíðustu borgarstjórn- arkosningar hefur markaö djúpsporí minningunni fráþvíári sem nú er að líða.Þarvar unnið merki- legt brautryðjandastarf til samein- ingar allra j afnaðarmanna og ég bind miklar vonir við framhaldið," segir Óhna Þorvarðardóttir borgarfull- trúi. Ólína segir að af erlendum atburðum sé henni minnisstæðast hrun Berlín- armúrsins, innrás íraka í Kúvæt og afsögn Margrétar Thatcher sem for- sætisráðherra. „Ég á mér þá von að komandi ár verði friðsælt, jafnt hér heima sem erlendis. Þá vonast ég til aö áfram- hald verði á þeim stöðugleika sem komið hefur verið á í efnahagsmál- unum í kjölfar þjóðarsáttar og að fólk fái að einhverju leyti notiö þeirra ávaxta sem sáð hefur verið fyrir. Ég er mjög uggandi yfir ástandinu fyrir botni Persaflóa en á þá ósk heitasta að á þeim ófriðarmálum finnist frið- samleg og farsæl lausn." -kaa Sigríður Stefánsdóttir: Kosningar og atvinnumál „Árið sem er aðlíðahefur verið mjög viðburðaríkt bæðiinnan- lands ogutan. Afinnlendum vettvangi koma fyrst upp í hugann kosningartil sveitar- stjórna, myndun nýs meirihluta hér á Akur- eyri og ekki síður miklar umræður um atvinnumál. Þar bar staðarval fyrir álver hæst og það voru mér mikil vonbrigði að enn á að beina atvinnuuppbyggingunni að suðvest- urhorninu," segir Sigríður Stefáns- dóttir, fbrseti bæjarstjómar Akur- eyrar. „Kjara- og efnahagsmál hafa einnig verið ofarlega á baugi. Setning bráðabirgðalaga á samninga BHMR var mér persónulegt og pólitiskt áfall þrátt fyrir að ég kunni að meta bar- áttuna við verðbólgu. Veðurfarið á árinu kemur líka í hugann, við feng- um vor hér fyrir norðan í júní og síðan aftur núna í desember. Stórtiðindi hafa einnig verið að ger- ast í Evrópu og alltaf emm við minnt á hvað í raun er stutt í stórstyrjaldir svo ekki má sofna á verðinum í bar- áttunni fyrir friði í heiminum. Ég verð að viðurkenna að ég kvíði vetrinumvegnaatvinnuástandsins • hér fyrir norðan þótt auðvitaö verði fólk að vera bjartsýnt. Á komandi ári verða spennandi kosningar til Alþingis þar sem óvíst er um úrslit og við verðum að takast á við það sem að höndum ber með bjartsýni að vopni.“ -gk Magnús Gauti Gautason: Aðgerðirtil hagræðinga „Þæraðgerð- irtilhagræð- ingaíreksti kaupfélagsins semviðfram- kvæmdumá árinu eru mér efstíhugaum þessiáramót. Þeimfylgdu uppsagnir starfsmanna semerfittvar að grípa til en nauðsynlegt,“ segir Magnús Gauti Gautason, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga. „Við sáum árangur af þessum að- gerðum okkar og fógnum því að sjálf- sögðu. Af öðrum atburðum hér inn- anlands eru ofarlega í huga þjóðar- sátt og samningar þar að lútandi sem grundvöllur til að ná hér niður verð- bólgu og stjórn á efnahagsmálunum. Ég vænti þess að rekstur KE A á kom- andi ári geti verið með sama hætti og síðari hluta þessa árs. Við megum ekki fá yfir okkur verðbólguskriðu heldur verði skilyrði hagstæð svo hægt sé að gera raunhæfar rekstr- aráætlanir til efnahagslegra fram- fara. Verðbólga hér má ekki vera meiri en í nágrannalöndunum." -gk Sigurður G. Ringsted: Samningur um nýsmíði „Það aðvið gerðum á ár- inu samning um nýsmíða- verkefnier efstímínum huga um þessi áramót. Viðhöfum ekkigertslík- an samning síðan áriö 1983 og því þykir mér þetta stór áfangi og ég vænti framhalds þar á,“ segir Sigurð- ur G. Ringsted, forstjóri Slippstöðv- arinnar á Akureyri. „Annað jákvætt sem tengist Slipp- stöðinni er að svo virðist sem það hafi loks tekist að koma okkar iðnaði inn fyrir sjóndeildarhring stjórn- málamannanna, mér finnst þeir viti nú meira um okkar vanda og sýni honum meiri skilning en hingað til. Persaflóadeiluna ber hæst á erlend- um vettvangi að mínu mati. Auðvitað vona ég að sú deila leysist farsællega við skrifborðin án þess að til átaka þurfi að koma. Hvað varðar komandi ár hjá okkur Slippstöðvarmönnum er verkefna- staða viðunandi fram eftir vetrinum en síðan er allt sem óskrifað blað. Ég vona að úr rætist í þeim efnum, og einnig vænti ég þess að aflabrögð verði góð, bæði á miðunum og í lax- veiðiánum." -gk Pétur Ormslev: Óttast stríðsátök „íslands- meistaratitill- innísumarer minnisstæð- astiatburður- innáárinu. Titilhnn vannst með svoskemmti- legum hætti aðmaður upplifði allt semviðkem- ur spennu og dramatík. Við vorum búnir að bíða eftir síðasta leiknum í heila viku en allt fór þetta á þann veg sem við óskuðum eftir,“ sagði Pétur Ormslev, landshðsmaður úr Fram. „Einnig er mér minnisstætt áfram- hald breytinga í Austur-Evrópu. Breytingarnar hafa verið að mestu jákvæðar. Ótti við að stríð brjótist út við botn Persaflóa er einnig ofar- lega í mínum huga. Það er um tvennt að ræða, annaðhvort verða átök eða samningar nást en ég er voðalega hræddur um að til styrjaldar komi. Nýja árið leggst að öðru leyti vel í mig og í mínum huga ríkir eftirvænt- ing með að fótboltinn fari að rúlla aftur fljótlega eftir áramótin. Við í Fram stefnum að því að verða í fremstu röð og verja titilinn okkar sem vannst í sumar. Það hjálpar okk- ur mikið í þeim efnum að Ásgeir verði áfram þjálfari liðsins. Að öðru leyti ber ég þá von í bijósti að friður haldist í heiminum og Persaflóadeil- an endi með friðsamlegum hætti sagði Pétur Ormslev. -JKS RagnarÓlafsson: Hingaðkoma Ingimundar M. „Flutningur fyrirtækisins Ingimundar hf.frá Reykjavík til Siglufjarðar er mérefstí hugafráár- inu, enda mikilvægt fyrir okkur að fáþetta traustafyrir- tæki hingað,“ segir Ragnar Ólafsson, skipstjóri og bæjarfulltrúi á Siglu- firði. „Úrslit sveitastjórnarkosning- anna og sigur F-listans hér á Siglu- firði er einnig ofarlega í huga enda var F-listinn hér eini óháði listinn á landinu sem náði einhverjum ár- angri. Ef ég lít hins vegar til útlanda koma fyrst í hugann átökin við Pers- aflóa og fall A-Evrópu. Ég horfi bjartsýnn til næstu ára og tel að við eigum framtíð sem fisk- veiði- og matvælaþjóð þótt fiskifræð- ingar séu svartsýnir. Við búum við stjórnmálalega óvissu t.d. hvað varð- ar kosningaúrslit á næsta ári og sam- setningu nýrrar ríkisstjórnar. Ég vænti þess hvernig sem fer að menn beri gæfu til að takast á við verð- bólguna og halda henni í skefium.“ -gk Eyjólfur Sverrisson: Strákurinn í heiminn „Það er ekki spurningað að minnis- stæðastiat- burðurinn hjámérer þegarstrák- urinn minn kom í heim- inn.Þettaer fyrstabarn mittogunn- ustuminnar og þetta var æðisleg stund í lífi okk- ar. Ég gat ekki verið viðstaddur fæð- inguna sjálfa en kom heim í fæðing- arorlof og það var góður tími. Þá hefur vera mín hjá Stuttgart verið minnisstæð og þá sérstaklega þegar ég náði að skora mitt fyrsta mark fyrirfélagið,“ sagði Eyjólfur Sverris- son, atvinnumaður í knattspyrnu hjá Stuttgart í Þýskalandi. „Ég á þá von að halda mínu striki í knattspyrnunni og að gefast ekki upp, þó á móti blási. Ég vona að frið- ur ríki í heiminum á næsta ári og að ekki komi til átaka enda nóg kom- ið af slíku,“ sagði Eyjólfur. -GH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.