Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. Veiðivon Færri borð- uðu rjúpiu umþessijól þarf að friða rjúpuna í nokkur ár? „Mér finnst rjúpnaveiði ekki minni en fyrir nokkrum árum. Ég sá alls ekki færri rjúpur núna en áður,“ sagði Vignir Björnsson sem skaut 680 rjúpur á þessu veiðitíma- bili sem lauk 22. desember. Margir hafa fengið margar rjúpur en sumir færri, til er einn og einn sem ekki hefur fengið neina. Hann og fjöl- skylda hans borðuðu annað um þessi jól. Rjúpnaveiðimenn vildu bara alls ekki selja rjúpurnar sínar fyrir það lága verð sem var í gangi. Flestir seldu ijúpurnar sínar beint til við- skiptavina. „Ég sel ekki ijúpurnar mínar fyrir minna verö en 450 kr. stykkið," sagði skotveiðimaður í samtali við DV. Það er erfitt að segja til um hve margar ijúpur hafa verið skotnar á þessu veiðitímabili, kannski kring- um 25 þúsund. Rjúpnaveiðimenn, sem DV ræddi við, töluðu margir um að stytta veiði- tímabilið og nokkir vildu banna fiór- hjól og vélsleða. Ætti kannski að friða rjúpuna í nokkur ár? -G.Bender Vignir Björnsson og hundurinn hans, Rambó, með nokkrar rjúpur, sem Vignir skaut, en hann fékk 680 á þessu rjúpnaveiðitímabili. DV-mynd G.Bender I gengum tiðina hafa oft veiðst fallegar bleikjur í Hlíðarvatni en breytist vatnið í sjávarión hverfur hún með öllu. DV-mynd Gústi Veiðieyrað Laxakort með Eyþór Sigmundsson fremstan í flokki halda áfram á full- um dampi og fyrir þessi jól gefa þau út nokkur falleg kort. Það er að heyra á Eyþóri að hann ætli að gefa út ný kort á hveiju ári hér eftir. Eyþór gaf út fyrir skömmu nokkrar vetrarmyndir frá íslandi, sem Ragn- ar Axelsson, ljósmyndarinn lipri, tók víða um land. Hlíðarvatn í Selvogi sjávarlón eftir 30-40 ár Ármenn þekkja Hlíðarvatn í Sel- vogi betur en aðrir og halda mikilli tryggð við vatnið. Fyrir skömmu voru þeir með opið hús hjá sér til að reyna að fá botn í fiskleysið í vatn- inu. Málin voru rædd fram og aftur og þótti fundurinn einkar góður. Kom þar fram í máli Jóns Kristj- ánssonar fiskifræðings áð 60% fisks- ins í vatninu væri smælki. Það þyrfti því að grisja vatnið með smærri möskvum en áður hefðu verið notað- ir í þessari netaveiði. í lok fundarins kom fram að eftir 30-40 ár yrði sjórinn búinn að.vinna á vatninu og mættur á staðinn. Hlíð- arvatn verður þvi sjávarlón með tíð' og tíma. Eru þetta váleg tíðindi fyrir þá sem veitt hafa í þessu skemmti- lega vatni. -G.Bender Þjóöar- spaug DV Deilur al- þýðubanda- lagsmanna Eftir miklar deiiur innan Al- þýðubandalagsins 1989, svo og breytingamar í Austur-Evrópu, varð einni konu að orði: „Ég átti nú satt að sega alltaf von á því að Ólafur Ragnar Grímsson myndi leggja Aiþýðu- bandalagiö í rúst en að hann tæki alla Austur-Evrópu með sér í leiðinni átti ég ekki von á. Annað lík Gylfi Þ. Gislason, alþýðuflokks- maður og fyrrverandi mennta- máiaráðherra, flaug eitt sinn í ráðherratíð sinni vestur á Pat- reksfiörð. Með sömu flugvél var einnig ílutt lík tnikils metins heimamanns. Er Gylfi steig frá borði tók hann eftir því aö mjög margir jafnaöarmenn voru sam- an komnir á flugvellinum. Vatt hann sér þá að einum þeirra og segir: „Það var nú óþarfi fyrir ykkur að taka svona rausnarlega á móti mér.“ „Viö erum nú hér til að taka á móti öðru liki,“ hreytti maðurinn þá út úr sér. Búinn að læsa Ungur drengur hafði, fyrir sak- ir fávisku sinnar, lagt reiðhjóli sínu á bílastæði alþingismanna. Er hann var í þann veginn aö yfirgefa það, birtist hjá honum virðulegur þingmaður sem sagði: „Þetta skaltu ekki gera, dreng- ur minn. Héma ganga nefnilega þingmennirnir um.“ Ekki hafði stráksi verið alveg með þá virðingu á hreinu, sem alþingh»>menn vilja hafa í sinn garð, þvi hann svaraði: „Það er allt í lagí. Ég er búinn að læsa því.“ Finnur þú fimm breytingai? 86 Nei, eiskan, þú þarft ekkert að vera hrædd um að þeir biðji þig um Nafn: nafnskírteini ó nýársfagnaðinum. Þú sleppur örugglega inn. Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Artec útvarpstæki með segulbandi að verðmæti kr. 4.900,- 2. Artec útvarpstæki með segulbandi að verðmæti kr. 4.900,- Verðlaunin koma frá versluninni Opus, Skipholti 7, Reykjavík Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 86 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir áttug- ustu og fjórðu getraun reyndust vera: 1. Ásborg Guðmundsdóttir, Háteigi 12, 230 Keflavík. 2. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Smáragrund 7, 532 Laugarbakki. Vinningarnir verða sendir heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.