Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 34
46 LAUGAKDAGUR 29. DESEMBER 1990. Miimisverðustu atburðir ársins 1990 dv Friðjón Þórðarson: Erlendir frelsisvindar „Égheldaö mérséekki annaöminn- isstæöarafrá árinusem er aðlíðaen þeir frelsisvindar sem blásið hafaum Austur-Evr- ópu. Há- punkturinn varsvosam- eining Þýskalands. Ég átti þess kost að fara á þing Sameinuðu þjóðanna í haust og er það í 4. sinn sem ég fer þangað. Andrúmsloftið nú minnti mig á þegar ég kom þangað fyrst árið 1949. Þá voru menn svo vongóð- ir um framtíðina. Þannig var það einnig að þessu sinni,“ sagði Friðjón Þórðarson alþingismaður. Hann sagði að sér væri líka minnis- stætt frá árinu nokkrar ferðir sem hann fór um ísland, meðal annars inn á Vatnajökul, að ógleymdum mörgum ferðum um Vesturland. Varðandi komandi ár sagðist hann eiga þá ósk heitasta að það yrði okk- ur íslendingum, sem og öllu mann- kyni, gott og farsælt. -S.dór Þóra Karlsdóttir: Fæðing þríburanna minnisstæð- ust „Þaðsemmér erminnis- stæðastfrá árinuernátt- ' úrlegafæðing bamanna. Þaðerekki spurning," segirÞóra Karlsdóttir sem nýlega eignaðistþrí- buraeftir glasafrjóvgun. „Það er auðvitað margt sem ég vænti af nýja árinu. En það sem stendur næst mér er að strákamir verði eins værir og góðir og þeir eru búnir að vera. Svo vona ég að þessum átökum við Persaflóa fari að ljúka og að það verði meiri friður í heiminum." -ns Jakob Hjálmarsson: Breytingar í einkalífi, starfiog umheiminum „Áþessuári hefégséð óvenjuvel hvelífiðer undirorpið miklum breytingum- persónulega, í starfi og um- heiminum. Viö hjónin fluttumfrá ísafirði, kom- um okkur fyrir í höfuðborginni og keyptum okkar fyrstu húseign. Á sama tíma upplifðum við að börnin em að fara að heiman. Ég sé því tap í árangrinum. í söfnuðinum gerðist sú breyting að hann hefur nú fengið annað húsnæði en kirkjuna sem er 200 ára,“ sagði Jakob Hjálmarsson dómkirkjuprestur. „Varöandi veröldina sem við lifum í eru breytingamar í Austur-Evrópu mér minnisstæðar. Ekki datt mér í hug að ég fengi að lifa þessar já- kvæðu breytingar. Þróunin er í átt til góðs og fyllir hugann bjartsýni. Vegna framtíöarinnar læt ég þetta kenna mér að ganga til móts við hana fullur vonar, með trausti á því að sá sem hefur smíðað jörð og heima hafi markmið fólgið í fullkomnun til alls.“ -ÓTT Guðmundur H. Garðarsson: Friðarsamn- ingamir í París „Mér em einnaminns- stæðastirfrá árinusemer að líðafriðar- samningamir semgerðir vomíParís. Égtelþá boða betritíma bæðifyrir einstaklinga ogþjóðir," sagði Guðmundur H. Garðarsson al- þingismaður. Varðandi komandi ár sagði Guð- mundur að hann vonaðist til þess að íslendingum vegnaði vel. „Ég vona að lífskjör almennings verði betri en nú er. Til þess að það takist þarf styrka stjóm og óbilandi trú á eigin getu og möguleika til að framfæra landsins börn,“ sagöi Guð- mundurH. Garðarssbn. -S.dór Ari Kristinsson: Frumsýningin á Pappírs-Pésa „Frumsýn- ingin á mynd minni Papp- írs-Pésaer méreftir- minnileg. Ég eránægður með þærvið- tökursém myndin hefur fengið. Nú hafaum22 þúsund manns séð hana síðan hún var fmm- sýnd. Þetta er góð aðsókn aö mynd sem aðallega er hugsuð fyrir börn,“ segir Ari Kristinsson leikstjóri. „Á komandi ári vona égaö það gangi vel að dreifa myndinni á erlendum mörkuðum. Það er búið að sýna hana í Hollandi og innan skamms verður hún sýnd í Þýskalandi. Svo standa yfir samningaviðræður við banda- ríska aðfla um dreifingu á myndinni. Ef þeir ganga munu þeir sjá um að dréifa henni á mörkuðum um allan heim.“ -J.Mar Gísli Alfreðsson: Eignaðist dótturdóttur „Égeignaðist dótturdóttur áárinu ogí mínum huga erþaðminn- isstæöastiat- burðurárs- • ins,“ segir GísliAlfreðs- sonþjóðleik- hússtjóri. „Égveitekki hvers ég vænti af næsta ári en þá mun ég þá láta af starfi þjóðleikhússtjóra. En ég vonast til að endurbótamál Þjóð- leikhússins fái farsæla lausn og að viðgerðum verði lokið á réttum tíma.“ -J.Mar Óli Kr. Sigurðsson: Minnisverð- aster hlutabréfaút- boð Olís „Minnisverð- astfrásíðasta árifinnstmér verahluta- bréfaútboðið hjáOlís þegar Olís breyttist íalmennings- hlutafélag, og hversu vel því vartekið," sagði Óh Kristján Sig- urðsson, forstjóri Olís. „Á næsta ári vonast ég bara eftir að verða við góða heilsu, og að árið verði gott fyrir landsmenn í hefld. Ég vonast tfl að það verði svigrúm tfl þess á næsta ári að þeir sem hafa það verst í þjóð- félaginu geti fengið einhverja um- bun, það er mín áramótaósk" sagði Óli Kr. Sigurðsson. H.Guð. Sigurður Bjömsson: Verð launalaus um áramótin „Mérer- minnisstæð- astursáat- burðurþegar mérvartil- kynntað ráðningar- samningur minnsem fram- kvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands yrði ekki endurnýjaður, effir 14 ára starf,“ segir Sigurður Björns- son, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar íslands. „Ég vonast til að ég fái vinnu við mitt hæfi sem fyrst á næsta ári. Ég fæ engin laun núna um mánaðamót- in og það hlýtur að vera erfitt að þurfa að ganga á mflli vina og ætt- ingja og biðja um aðstoð,“ -J.Mar Sigfús Halldórsson: Afmælið mitter eftirminnilegast „Égvarð70 áraáárinuog þaðvarmikið aðsnúastí kringumaf- mælið mitt. Svoermér minnisstæð sýningmíná Kjarvalsstöð- umenhenni laukáÞor- láksmessu. Annars hafa gerst margir merkilegir atburðir á árinu, má þar nefna innr- ás íraka í Kúvæt og sú ógn sem fylgd- i henni. Mér er líka minnisstætt þeg- ar sundlaugarvörður bjargaði ungl- ingi frá drukknun í Laugardalslaug- inni, það gleður mann alltaf að heyra jákvæðar fréttir,“ segir Sigfús Hall- dórsson, tónskáld og listamaður. „Ég vænti alls góðs af komandi ári enda er ég bjartsýnismaður að eðlis- fari. Maður á að láta á það reyna hvernig hlutirnir æxlast en ekki að vera að velta sér upp úr þeim fyrir- fram.“ -J.Mar Ólafur Laufdal: Vona að þjóðarsáttin haldi áfram „Þaðsemmér finnststanda upp úr frá ár- inusem erað líðaerþjóðar- sáttin. Menn hafanáð miklum ár- angriíefna- hagsmálum ogmaður er náttúrlega mjögham- ingjusamur með það. Efnahagsmálin voru búin að vera í svo miklum ólestri að þjóðarsáttin er mikilvæg," segir Ólafur Laufdal framkvæmda- stjóri. „Á nýju ári vænti ég sama árangurs í efnahagsmálum og hefur náðst á þessu ári. Ég vona að þjóðarsáttin haldi áfram og að menn beri gæfu til að fara ekki út af sporinu hvað hana varðar." -ns Ásmundur Stefánsson: Stöðugleik- inn gefur fyrirheit um bætt kjör „Þaðsemmér finnst minn- isverðastfrá árinusemer aðlíðaeru þaumiklu umskiptisem orðiðhafaí sambandi við verðbólguá árinuÞaumá fyrstog fremstrekja til þeirra kjarasamninga sem við gerðum í febrúar og þeirra aðgerða sem þeim samningum fylgdi," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambands íslands. „Við sem höfum verið með margfald- a verðbólgu miðað við það sem verið hefur í löndunum í kringum okkur erum nú með hliðstæða verðbólgu ogþau lönd. Ég er bjartsýnn á komandi ár. Ég tel að sá stöðugleiki, sem við höfum lagt grunn að á þessu ári, gefi vonir um að við getum náð árangri á því ári sem er framundan og uppskorið í bættum kjörum,“ sagöi Asmundur Stefánsson. H.Guð. Lárus Ýmir Óskarsson: Lítbjörtum augumtil framtíðar „Kvikmynd mínRyðvar frumsýndá annaníjólum ogþaðer sá atburðursem stendurupp úrímínum hugaþegarég lítyfirárið. Þaðvargott aðsjáfyrir endanná verki sem var búið að taka mestallan tíma manns í tvö ár. Það var því stór atburður fyrir mig að vera loksins búinn,“ segir Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndagerðarmaður. „Af öðru því sem mér er minnisstætt er innrás íraka í Kúvæt, afleiðingar hennar eru enn ófyrirsjáanlegar. „Næsta ár leggst vel í mig. Ég held að við sleppum við stórstyijöld. Ég held líka að ég verði lukkulegur í mínu einkalífi og heppinn með fram- tíðarvinnu. Það er því ástæðulaust annað en líta björtum augum tfl framtíðarinnar.“ -J.Mar Ásta Sigríður Einarsdóttir: Sameiningin sem kom Þjóðverjum á óvart Það sem er mérminnis- stæðastfrá árinusemer aðlíðaer þátttaka mín ogsigurí keppninni um titilinn ungfrúís- land. Það sem hennifylgdi varaðtaka þátt í Miss World keppninni og var það bæði lærdómsríkt og skemmti- legt,“ sagði Ásta Sigríður Einars- dóttir, ungfrú ísland. „Af erlendum vettvangi er það sam- eining þýsku ríkjanna. Hún kom öll- um á óvart, ekki síst Þjóðverjum sjálfum. Þegar ég var í Þýskalandi sumarið 1989 töldu Þjóðveijar sem ég umgekkst að sameining væri óhugsandi. Annað hefur komið á daginn. Á komandi ári stefni ég að þvi að ljúka stúdentsprófi. Hvaðsíðan tek- ur við er ekki ákveðið enn að fullu.“ -ÓTT Hallmar Sigurðsson: Ólýsanleg tilfinning „Frumsýning ánýjuleikriti í Borgarleik- húsinu,Éger meistarinn, eftirHrafn- hildiGuð- mundsdóttur Hagalín er það sem mér erminnis- stæðastfrá árinusemer að líöa,“ segir Hallmar Sigurðsson, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavík- ur. „Það var ólýsanleg tilfinning þegar áhorfendur stóðu á fætur að lokinni frumsýningu tfl að hylla þennan unga höfund. Á komandi ári vænti ég þess að Leik- félagið haldi þeirri sókn sem það er komið í. Jafnframt vona ég að breyt- ingarnar á Þjóðleikhúsinu komist í höfn á réttum tíma og verði starfsemi leikhússins til heilla og hvatning tfl góöra verka. Svo vona ég að málefni Óperunnar leysist á farsælan hátt.“ -JJHar EINSTAKT Á ÍSLANDI BLAÐSÍÐUR FYRIR KRONUR BVÐUR NOKKUR BEIUR? Úrval TÍMARIT FYRIR ALLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.