Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990.
Útlönd
Hundruð Albana hafa flúið til Grikklands:
Óðu kúlnaregn og
snjóskafla á leiðinni
- trúa ekki á endurbætur Ramizar Alias og spá uppreisn
Um 600 Albanir hafa flúið yfir til
Grikkalnds í þessum mánuði. Hefur
flóttinn vérið svaðilför hin mesta þar
sem þeir hafa vaðið í gegnum kúlna-
hríð albanskra landamæravarða,
snjóskafla í fjöllum, ískaldar ár og
urðótt fjallalandslag á leið sinni. Tók
flóttinn allt að tólf klukkutfma og
sættu flóttamennirnir miklu harð-
ræði af hendi náttúruaflanna.
Flestir flótamannanna koma frá
grískum byggðum í suðurhluta Al-
baníu og hafa lengi hugsað upi það
eitt aö flýja það land í Evrópu sem
hvað lengst hefur einkennst af inni-
lokun og kúgun. En það var ekki
heiglum hent að komast heill yfir
landamæri Albaníu og Grikklands.
Grafa þurfti göng langt undir háar
gaddavírsgirðingar og hlaupa undan
kúlnahríð landamæravarðanna áður
en komist var í skjól Grikklandsmeg-
in. Margir særðust og voru gripnir
af landamæravörðum meðan aðrir
áftu að hafa komist særðir á leiöar-
enda. Þeir hafa flúið í 20-50 manna
hópum. Þeir sem náðu yfir á grískt
landsvæði segja að albönsku landa-
mæraverðirnir hafi engu að síður
skotið ákaft á eftir þeim þar. Yngsti
flóttamaðurinn, fimm ára drengur,
sá á eftir helmingi íjölskyldu sinnar
í hendur landamæravarðanna við
flóttann.
Flóttamennirnir hafa ekki mikla
trú á endurbótum Ramizar Alias og
liggja ekki á þeirri skoðun sinni. Þeir
segjast eiga von á byltingu í takt við
þá sem varð í Rúmeníu fyrir ári.
„Það vilja allir fara frá Albaníu þar
sem Alia er ekki aö vinna að neinum
endurbótum. Hann reynir aðeins að
treysta völd sín en fólk er hins vegar
alveg tilbúið til uppreisnar," segir
Lezos sem vann í koparnámu fyrir
flóttann. Fjórtán ár þar á undan var
hann í fangelsi fyrir andkommún-
íska starfsemi.
Reuter
Salyut 7. stjórnlaus
á leið til jarðar
Sovéska geimfarið Salyut 7. stefnir
nú stjórnlaust aftur til jarðar. Er
búist við að það fari í gegnum gufu-
hvolf jarðar í lok janúar eða byrjun
febrúar.
Að sögn talsmanns Glavkosmos
geimferðastöðvarinnar er ekki vitað
á hvaða braut geimfarið verður þeg-
ar það snýr aftur til jarðar en fylgst
er með því hvern dag. Verður stefna
þess ekki séð fyrr en nokkrum dög-
um áður en það fer inn í gufuhvolfið.
Talsmaðurinn segir að minniháttar
hætta sé á að brot úr geimfarinu falli
til jarðar og valdi skaða.
Salyut 7. er forveri geimstöðvar-
innar Mir. Geimfarinu var skotið út
í geiminn 1982 og átti að vera þar á
hringsóli til 1998. Þar sem Salyut fór
að láta illa að stjórn manna á jörðu
niðri var geimfarinu komið fyrir á
sporbaug lengra frá jörðu, í rusla-
haug geimsins.
Ástæða þess að geimfarið er á leiö
til jarðar nú er að sögn talsmanns
geimferðastöövarinnar aukin virkni
sólar sem hægt hefur á ferð geim-
farsins um jörðu.
Þetta er í annað skipti sem sovéskt
geimfar snýr stjórnlaust aftur til
jarðar. 1978 lenti ómannað geimfar í
óbyggðum í norðurhluta Kanada, en
án þess að valda tjóni.
Reuter
Georgía, Sovétríkjunum:
L'. j
íi ' Hfv' v,"7: j 1
< Wgj'í 'fc'v* ■■ '"wM. 1 í BP f 1 mBSk } ) '&yi-' / r
Albanskir flóttamenn lyfta sigurmerki þar sem þeir standa með eigur sinar
á grískri jörð etir erfiðan flótta. Þessir Albanir fiúðu til Albaníu í gær en
straumurinn hefur legið yfir landamærin allan mánuðinn.
Italía:
Langflestir
hata Maradona
Lögreglan tekin
í gíslingu
Um tvö þúsund manna hóþur Oss-
eta í Sovétlýðveldinu Georgíu tóku
hóp lögreglumanna í gíslingu á
fimmtudag og kröfðust þess að félagi
þeirra yrði látinn laus úr varðhaldi.
Hópurinn króaði hóp lögreglumanna
af utan við aðallögreglustööina í
Tskhinvali og hélt þeim í gíslingu í
marga klukkutíma.
Lögreglumennirnir voru' látnir
lausir þegar stjómvöld höfðu látið
umræddan Osseta lausan, en hann
var í varðhaldi fyrir ólöglegan
vopnaburð.
Þetta atvik er eitt af mörgum sem
átt hafa sér stað milli minnihluta
Osseta í norðurhluta Georgíu og Ge-
orgíubúa, sem eru 70 prósent íbúa
lýðsveldi^ins. Réttindi Osseta, sem
þeir hafa hingað til talið sjálfsögð,
voru afmáð af þjóðþingi Georgíu fyrr
í þessum mánuði. lípp úr því fór að
bera meira á óeirðum milli Osseta
og Gergíubúa. Þjóðþingið, þar sem
þjóðernissinnar ýttu kommúnistum
frá völdum, varð um stund að lýsa
yfir neyðarástandi á landsvæði Os-
seta.
Reuter
Holland:
Hald lagt á kókaín
Hollenska lögreglan lagði hald á
105 kíló af kólumbísku kókaíni í
vöruhúsi. Söluverðmæti þess er met-
ið á um 400 milljónir króna. 48 ára
gamall Mexíkani og 32 ára Hollend-
ingur voru handteknir og fleiri er
leitaö í tengslum við kókaínfundinn.
Reuter
Maradona er hataðasti maður ítaliu. -
Argentínska knattspyrnustjarnan
Diego Armando Maradona hefur
verið kosinn mest hataði maður árs-
ins á Ítalíu. Sá heiður hlotaðist Mara-
dona í árlegri skoðanakönnun ít-
alska dagblaðsins La Republica.
Maradona er efstur á lista þar sem
sjá má menn eins og Saddam Hus-
sein, sem varð annar á eftir knatt-
spyrnugoðinu, Bush Bandaríkjafor- •
seta og poppstjörnuna Madonnu.
Madonna hefur komið viö viðkvæm-
ar taugar margra ítala með erótísk-
um tónleikum og myndböndum sín-
um.
Ef farið er í saumana á úrslitum
þessarar skoðanakönnunar kemur í
ljós að 35 prósent hötuðu Maradona
mest allra en aðeins 25 prósent Sadd-
am Hussein. Búist var við að sá síðar-
nefndi yrði öruggur í fyrsta sætinu.
ítalir eru nokkuð samhljóða í hatri
sínu á Maradona. Hann þykir vand-
ræðagemhngur hinn mesti, hræsn-
ari og eiturnaða í mannlegum sam-
skiptum. Hann þykir fleyta rjómann
í baráttu Napoliliðsins í ítölsku
knattspyrnunni, með topplaun og sí-
fellt rífandi kjáft, meðan félagar hans
strita sveittir.
Reuter
Smástúlkurein-
artilKanarí
Tvær sænskar stúlkur, ellefu
og tólf ára gamlar, voru sendar
einar í hálfs mánaðar sólarlanda-
ferð til Kanaríeyja með ferða-
skrifstofunni Tiæreborg í byrjun
desember. Foreldramir voru
frekar sparsamir á vasapcninga
og leit i fyrstu út fyrir að stúlk-
umar yrðu að treysta á guð og
lukkuna þessar tvær vikur í sól-
inni. Fararstjórar og samferða-
fólk þeirra sáu fljótt að ekki var
allt með felidu og var fljótt séð til
þess að stúlkurnar væru hvorki
peninga- né eftirlitslausar.
Ferðaskrifstofan reyndi árang-
ursiaust að ná sambandi viö í for-
eldrana en það tókst tveim dögum
áður en hópurinn átti að koma
heim. Foreldrarnir héldu því
fram að manneskja hefði átt að
taka á móti stúlkunum - en eng-
inn kom. Foreldrarnir sögðust
hafa sent stúlkurnar einar áður,
bara með annarri ferðaskrifstofu.
Ritzau
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóösbækur ób. 2-3 lb
Sparireikningar
3jamán.uppsógn 2.5-3 Allir nema
Bb
6mán. uppsögn 3,5-4 Ib.Sb
12mán. uppsögn 4-5 Ib
18mán.uppsögn 10 lb
Tékkareikningar,.alm. 0,5-1 Bb
Sértékkareikningar Innlán verðtryggð 2-3 ib
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5 Allir
6mán. uppsögn 2,5-3,0 Allir
nema Íb
Innlánmeð sérkjörum 3-3,25 ib
Innlángengistryggð
Bandaríkjadalir 6,5-7 Ib.Lb
Sterlingspund 12-12,5 Sb
Vestur-þýskmörk 7-7,6 Sp
Danskarkrónur 8,5-9 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) . lægst
Útlán óverðtryggð
Almennírvíxlar(forv.) 12,25-13,75 lb
Viðskiptavíxlar(forv) (1) kaupgengi
Almennskuldabróf 12,5-14,25 Lb
Viðskíptaskuldabréf (1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-17,5 Allir nema ib
Útlán verðtryggð
Skuldabréf 7,75-8,75 Lb.Sb
Útlán til framleiðslu
Isl.krónur 12,25-13.75 Lb.Sb
SDR 10,5-11,0 ib.Bb
Bandaríkjadalir 9.5 10 - AHir.
nema
Sb
Sterlingspund 15-15,25 Sb
Vestur-þýskmörk 10-10,7 Sp
Húsnæðislán 4,0
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 21,0
MEÐALVEXTIR
Óverötr. des. 90 13,2
Verötr. des. 90 8.2
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala jan. 2969 stig
Lánskjaravísitala des. 2952 stig
Byggingavisitala jan. 565 stig
Byggingavisitalá jan. 176,5 stig
Framfærsluvísitala des. 148,6 stig
Húsaleiguvísitala óbreytt t.okt.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa veröbréfasjóöa
Einingabréf 1 5,245
Einingabréf 2 2,841
Einingabréf 3 3,449
Skammtímabréf 1,761
Auðlindarbréf 1,021
Kjarabréf 5,156
Markbréf 2.747
Tekjubréf 2,039
Skyndibréf 1.535
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóösbréf 1 2,516
Sjóösbréf 2 1,790
Sjóösbréf 3 1,746
Sjóðsbréf 4 1,505
Sjóðsbréf 5 1,053
Vaxtarbréf 1,7735
Valbréf 1,6630
islandsbréf 1,088
Fjórðungsbréf 1,063
Þingbréf 1,088
Öndvegisbréf 1,079
Sýslubréf 1,095
Reiöubréf 1,070
HLUTABRÉF
Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 688 kr.
Eimskip 585 kr.
Flugleiðir 259 kr.
Hampiöjan 180 kr.
Hlutabréfasjóður 183 kr.
Eignfél. Iðnaðarb. 193 kr.
Eignfél. Alþýöub. 145 kr.
Skagstrendingur hf. 420 kr.
Islandsbanki hf. 143 kr.
Eignfél. Verslunarb. 143 kr.
Olíufélagið hf. 610 kr.
Grandi hf. 230 kr.
Tollvörugeymslan hf. 112 kr.
Skeljungur hf. 670 kr.
Ármannsfell hf. 245 kr.
Útgerðarfélag Ak. 360 kr.
Ölís 210 kr*
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.