Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 41
53 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. £ð Kasp ar ov konungur skákmanna Gary Kasparov, heimsmeistari í skák. Við æfingar á afskekktum stað á strönd Bandaríkjanna fyrir heimsmeistaraeinvígið. Garik Weinstein Kasparyan fædd- ist í borginni Bakú við Svartahaf áriö 1963. Faðir hans, sem var gyð- ingur, dó þegar Garik var 7 ára og þá flutti hann ásamt móður sinni til foreldra hennar þar sem hann ólst upp. Nafni fjölskyldunnar var síðar breytt í Kasparov að rússneskum hætti. Þegar Gary var 6 ára gamall gat hann leyst flóknar skákþrautir og sýnt þótti að hann væri óvenjulegum gáfum gæddur á þessu sviði. Lev Pshakis, þekktur sovéskur skák- meistari og æskuvinur Kasparovs, fullyrðir að um 10 ára aldur hafi hann teflt af svipuðum styrkleika og stórmeistari. Kasparov varð sovésk- ur meistari 18 ára gamall og heims- meistari 22 ára. Þessi afrek leika fáir eftir en meistarinn segist hafa látið æsku sína í skiptum fyrir skáksniUd- ina. Gary Kasparov og Anatólíj Karpov sátu andspænis hvor öðrum við skákborðið í New York og síðar í Frakklandi og keppa um titil heims- meistara. Um titihnn hafa þeir bitist aUt síðan Kasparov velti Karpov úr sessi 1985. AUs hafa þeir teflt 120 skákir hvor gegn öðrum um ævina og af þeim hefur Kasparov unnið 17 skákir en Karpov 16 og 87 skákir hafa endað með jafntefli. Þessir svömu óvinir hafa setið saman við skákborðið í alls 550 klukkustundir. Þegar þetta birtist er ljóst að Kasp- arov hefur farið með sigur af hólmi eftir afar tvísýna og spennandi bar- áttu. Sálfræðistríð „Sálræna hUðin er afar mikUvæg. Þetta er orusta. Ef þú gefst upp and- lega þá er stutt í tap á skákborð- inu,“ segir Kasparov í viðtaU við Time nýlega. „Þama situr þú and- spænis sama andstæðingi í tvo og hálfan mánuð og ef þú hefur nægt sjálfstraust aUan tímann og nærð að sýna það í leik þínum þá ertu að sigra.“ Við undirbúning heimsmeistara- einvígisins dvaldist Kasparov ásamt aðstoðarmönnmn sínum á vinsælum sumardvalarstað á vesturströnd Bandaríkjanna. Á hveijum morgni hljóp hann 6 kflómetra berfættur eft- ir sléttri sandströndinni og tók síðan hressflegan sundsprett í sjónum. Síð- an tóku við æfingar í 5-6 tima við skákborðið þar sem einkum var rýnt í skákbyrjanir. Það er mikið í húfi því sigurvegar- inn í einvíginu fær 102 mflljónir ís- lenskra króna í sinn hlut, meðan hinn fær aðeins 70 mflljónir, auk hins eftirsótta titils. En það er meira í húfi. Kasparov og Karpov hafa lengi verið svarnir andstæðingar utan skákborðsins þar sem Kasparov hef- ir skipaði sér snemma í raðir andófs- manna sovéska stjómkerfisins en hann hefur sagt að Karpov sé kerfið holdi klætt. Kasparov hefur einnig ásakað Karpov um að hafa beitt áhrifum sínum og vináttu við áhrifa- menn í Sovét til þess að bregða fæti fyrir frama hans. Þannig var Kasp- arov um tíma meinað að keppa er- lendis sem á þeim tíma var afar mik- flvægt fýrir þroska hann sem skák- manns. Þetta kenndi Kasparov síðar Breshnev um sem hefði verið á móti honum vegna gyðingslegs uppruna og látið stjómast af Karpov vini sín- um. Kasparov sagði sig úr sovéska kommúnistaflokknum eftir að tfl uppþota kom í Azerbadjan þar sem margir létu líf sitt. Hann segir að þar hafi Moskvuvaldið notað þjóðernis- deilur sem skálkaskjól til þess að kveða niður andóf. í aprfl gekk hann síðan tfl Uðs við rússneska demó- krataflokkinn. „Það er löng hefð fyrir því að þekkt fólk í Sovétríkjunum sé bendlað við stjórnmál. Það er nauðsynlegt að stofna öfluga andkommúnistahreyf- ingu til þess að berjast gegn miðstýr- ingunni. Ég var eitt sinn stuðnings- maður Gorbatsjovs en síðar varð mér ljóst að perestrojka hans átti aðeins að vera fyrir kerfið en ekki fyrir fólkið,“ segir skákmeistarinn sem segist munu bjóða sig fram strax og fjölflokka kosningar verða leyfðar í Sovétríkjunum. Gegn stjóm FIDE í frægu einvígi þeirra félaga í Moskvu árið 1984, þegar aUt leit út fyrir að Karpov myndi lúta í lægra haldi eftir langvinn átök, sleit Campomanes, forseti Alþjóða-skák- sambandsins, skyndilega einvíginu og bar við heilsuleysi Karpovs og örmögnun beggja keppenda. Kasp- arov varð að vonum ævareiður og óánægja hans með framgang mála leiddi síðan tfl þess að 1987 stofnaði hann samtök stórmeistara óháð FIDE. Samtökin samþykktu í júní síðastUðnum að lúta forsjá FIDE í skipulagningu móta og forystu. í mótmælaskyni við þá ákvörðun sagði Kasparov sig úr stjóm samtak- Ernna. Grimmur skákmaður „Ef hægt er að skipta skákUstinni í þijá hluta, þ.e. íþrótt, vísindi og Ust, þá var Bobby Fischer fyrsti atvinnu- maðurinn í skák sem eitthvað kvað að. Hann þróaði skákina einkum sem íþrótt og vísindi og það sama gerði Karpov. Ég er hins vegar Ustamaður og vinn sem slíkur í skák. Ég hef gætt atvinnumennsku í skák lífi og sál og "hef náð nýjum hæðum í fegurð leiksins,“ segir Kasparov um sjálfan sig samanborið við fremstu skák- menn heims í eigin samtíð. Kasparov þykir tefla feikflega grimman sóknarstfl og er óhræddur við að taka áhættur og fórna mönn- um fyrir betri stöðu en er umfram allt stöðugt í sókn. Hann þykir njóta sín best í opnum stöðum þar sem möguleikar eru mikUr og hver leikur getur falið í sér margvíslegar hótan- ir. Hann hefur ótrúlegt minni og hef- ur verið staðinn að því að rekja leik fyrir leik skákir úr fjöltefli sem fór fram fyrir meira en tveimur árum. Hann staðhæfir aö innsæi eða ein- hvers konar sjötta skilningarvit leiði hann á rétta braut og honum líði best við skákborðið þegar hann nær að bijóta af sér fjötra hefðanna. „Ég tek áhættu í skák vegna þess að ég tefli eftir fegurðarskyni mínu. Sumar stöður eru svo flóknar aö ékki er hægt að sjá nema kannski tvo leiki fram í tímann. Við slíkar að- stæður verður að tefla af innsæi." „Hann er mjög litríkur skákmað- ur,“ sagði Jón L. Árnason stórmeist- ari í samtali við DV. „Samanborið við fyrri heimsmeistara þá minnir hann talsvert á Bobby Fischer, þó býst ég við að Kasparov teffl heldur flóknari stfl en Fischer. Samt eru ákveðin einkenni lík með þeim. Hitt er annað mál að skák er meiri Ust en íþrótt og þó Karpov t.d. þyki tefla þurran stfl þá eru sumar skáka hans hreinustu gerlur." Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis og stórmeistari, telur að vandfundinn sé skemmtilegri skák- maður nú en Kasparov. „Hann hefur miltinn metnað og það með slíkum hæfileikum er góð blanda. Hann hefur mikla andagift og er mjög skapandi. Hann hefur auga fyrir samræmi og hrynjandi skákstöðu sem er ekki öUum gefið. Hitt er svo annað mál að honum hættir tfl þess að meta stjórnvöld eins og svarta og hvíta taflmenn. MiUi hans og Karpovs er mikil bar- átta sem að einhveiju leyti er póU- tísk.“ Þegar litið er yfir raðir yngri skák- manna heimsins nú eru margir efni- legir í þeim hópi. Enn er þó enginn sjáanlegur sem talinn er geta ógnað veldi Kasparovs sem nú situr einn á tindinum sem óskoraður heims- meistari. Þó ber að nefna Polgar- systumar ungversku sem þykja geysilega efnilegar. Tvær þær elstu eru þegar mjög sterkir skákmenn en Júdit, sem er yngst, hefur verið nefnd sem hugsanlegur heimsmeist- ari framtíðarinnar. Hvert er álit Kasparovs heimsmeistara á því? „Hún hefur talsverða hæfileika en ekki mjög mikla. Konur eru í eðU sínu ekki framúrskarandi skák- menn. Þær vantar aUan baráttu- vflja.“ Vera má að einhveijum þyki gæta hroka og kvenfyrirUtningar í þessum orðum heimsmeistarans. En hvað sem því Uður þá deilir hann og drottnar yfir skákheiminum og getur því leyft sér að segja nánast hvað sem er. Hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir hann er ekki gott að segja. Hvort sem hann kýs að beita kröftum sínum að framgangi skákUstarinnar eða gerast póUtískur baráttumaður í heimalandi sínu er Ijóst að hann sættir sig ekki við neitt minna en að vera fremstur meðal jafningja. -Pá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.