Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 48
. 60
LAUGARDAGUR 29; DESEMBER 1990.
Smáauglýsingar - Sími 27022
Mazda E-2200, árg. '86, til sölu.
Skemmdur eftir umferðaróhapp. Verð
360 þús. Upplýsingar í símum 91-54564
og 985-32178.
■ Þjónusta
Heilsaðu nýja árinu með stíl. Höfum til
leigu smókinga og kjólföt. Opið á lau.
og til hádegis gamlársd. Gleðilegt ný-
ár. Efnalaugin, Nóatúni 17, s. 16199.
Toyota turbo.
Til sölu Toyota Hilux EFI turbo, árg.
'86. Mjög góður bíll. Sem nýr. Gott
verð. Ath. skipti á ódýrari.'Uppl. í sím-
um 91-624713 og 91-21618.
Toyota Hilux SR 5, árg. '85, 5 gíra,
— vökvastýri, ekinn 79.000 mílur, króm-
felgur, verð 980 þúsund eða verðtil-
boð. Uppl. í símum 91-657464 eða 91-
675826 e.kl. 20.
Citroén DS, árg. 73, til sölu. Upplýs-
ingar í símum 91-30454 og 91-641765.
Saab 900i 1988 til sölu, ekinn 70.000,
útvarp + segulband, sumar- og vetrar-
dekk, 5 gíra. „Gullfallegur", Sími get-
ur fylgt. Einnig Lada Samara '89, 4
dyra, 5 gíra. Uppl. í síma 92-46504 á
kvöldin eða 985-30007.
Leigjum út góllslipivélar f/parket-,
stein- og marmaragólf og dúka. Til-
boðsv. A & B, Bæjarhr. 14, s. 651550.
Tek að mér snjómokstur á daginn og á
nóttunni. Upplýsingar í símum
91-40579 og 985-28345,
Sigurður Ingólfsson.
1 »s
GLEÐILEGT
NÝÁR!
SMMUGLYSINGADEILD
vcrður opín um áramótín:
Laugardag 29. des. kl. 9-14.
Sunnudag 30. des. LOKAÐ.
Mánudag 31. des. kl. 9-12.
Þríðjudag 1. jan. Lokað.
Míðvikudag 2. jan. kl. 9-22.
ATHUGIÐ!
Síðasta blað fyrir áramót
kemur út iaugardagínn
29. desember.
Fyrsta blað eftír áramót kemur
út miðvíkudaginn 2. janúar.
Fréttir
Fiskaf linn í ár rúmar
1500 þúsund lestir
- verðmæti aflans 8 milljörðum króna meiri en 1 fyrra
Samkvæmt bráöabirgðatölum
Fiskifélags íslands er heildarfiskafl-
inn í ár 1504 þúsund lestir en var í
fyrra 1506 lestir. Hins vegar hefur
verðmæti aflans aukist mjög frá í
fyrra. Þá var verðmæti hans upp úr
sjó 37,3 milljarðar króna en í ár nem-
ur verðmæti hans 45,2 milljörðum
króna. í dollurum talið jókst verð-
mæti aflans úr 653 milljónum í fyrra
í 773 milljónir í ár.
Þetta er sjöunda árið i röð sem
heildaraflinn fer yfir 1500 þúsund
lestir. Mestur varð hann 1752 þúsund
lestir árið 1988.
Varðandi einstakar fisktegundir
verður aflinn í ár þannig: Þorskur
322 þúsund lestir, sem er 9 prósent
minni afli en í fyrra. Karfinn verður
97 þúsund lestir sem er 5 þúsund
tonnum meira en í fyrra. Humarafl-
inn verður 1700 tonn á móti 1900
tonnum, rækjuaflinn verður 29.300
tonn á móti 27.000 tonnum í fyrra.
Loðnuaflinn var 695 þúsund lestir,
síldaraflinn 88 þúsund lestir á móti
97 þúsund lestum, ýsuaflinn 65 þús-
und tonn á móti 62 þúsund tonnum
í fyrra og grálúðuaflinn 36 þúsund
lestir á móti 58 þúsund lestum í fyrra.
-S.dór
K. Jónsson:
Sæplast
og Sam-
herji
gerast
hlut-
hafar
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þaö er ekki veriö að auka hlut-
afé fyrirtækisins, heldur er
Kristján Jónsson, aðaleigandi
fyrirtækisins, að selja30% af sín-
um hluta í fyrirtækinu. Hins veg-
ar eru þessi mál ekki frágengin
enn sem komið er,“ segir Baldvin
Valdimarsson hjá Niðursuðu K.
Jónssonar og Co. á Akureyri.
Nokkuö ljóst virðist vera að
tveir aðilar muni kaupa þennan
15% hlut í fyrirtækinu hvor aðili.
Hér er um að ræða Sæplast hf. á
Dalvík og útgerðarfyrirtækið
Samherja hf. á Akureyri.
Niðursuðuverksmiðja K. Jóns-
sonar sagði sig um síðustu ára-
mót úr Sölusamtökum lagmetis
og tekur sú úrsögn giidi nú um
áramótin. Sölustarfsemi fyrir-
tækisins flyst þá tii Akureyrar
og sagði Baldvin Valdimarsson
að búið væri að ráða fólk til að
sinna því starfl að hluta til. Hann
sagði eipnig aö alltaf væri eitt-
hvaö nytt á döfinni hjá fyrirtæk-
inu, þar væri ra.a. rekin rann-
sóknarstofa þar sem sífellt væri
unniö að vöruþróunarverkefn-
um.
Tilkynnt var um eld í þvottavél á Hrafnistu um miðjan dag í gær. Þegar
slökkviliðið kom á staðinn var töluverður reykur á gangi fyrir framan þvotta-
húsið og í þvottaherberginu. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins
og skemmdir urðu óverulegar. DV-mynd S
Heiðursverðlaun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright árið 1990
voru veitt Halldóri Halldórssyni fyrir rannsóknir á íslensku máli og fyrir að
stuðla að varðveislu íslenskrar tungu og bættri notkun móðurmáls. Nú eru
liðin 22 ár frá þvi Ása Guðmundsdóttir Wright gaf Vísindafélagi islendinga
peningagjöf á hálfrar aldar afmæli félagsins hinn 1. desember en þá var
Halldór Halldórsson forseti félagsins. Á myndinni tekur Halldor við verðlaun-
unum úr hendi Sturlu Friðrikssonar sem á sæti i stjórn sjóðsins.
DV-mynd BG
Akureyri:
Það haf a mörg ár ver-
ið verri en þetta
- segir Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri
má að þetta hafl verið einu stórbrun-
arnir allt þar til í lok nóvember að
eldur kom upp í gömlu timburhúsi
við Hafnarstræti," sagöi Tómas Búi.
Tómas Búi sagðist ekki vera tilbú-
inn með nákvæma skrá yfir útköll
ársins. Varðandi sjúkraflutninga
sagði hann þó að sér sýndist sem
útköll vegna þeirra væru álíka mörg
og undanfarin ár eða um það bil þrjú
á hveijum degi að jafnaði.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ef ekkert óvænt kemur upp á síð-
ustu daga ársins þá verður að segjast
eins og er að árið verður ekki slæmt
þótt auövitað sé aldrei gott að taka
svona til orða vegna þeirra sem eiga
um sárt að binda,“ segir Tómas Búi
Böövarsson, slökkviliðsstjóri á Ak-
ureyri, um útköll slökkviliðsins á
árinu.
„Það er a.m.k. óhætt að segja að
árið í heild hafi orðið mun betra en
byrjun þess gaf til kynna og síðasti
vetur var fremur erfiður. í lok síð-
asta árs fengum við tvo stóra bruna
að fást við, bruna í íbúð við Ásabyggð
og í Krossanesverksmiöjunni á gaml-
ársdag. Á þessu ári urðu tveir
stærstu brunamir í janúar og febrú-
ar. í öðru tilfellinu urðu miklar
skemmdir í íjölbýlishúsi við Smára-
hlíð og í hinu tilfellinu varð stór-
bruni í húsi við Lundargötu. Segja