Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990.
23
Tvídrangar:
Upplausn í þorpinu
Þegar þetta er ritað ættu sjónvarps-
þættirnir um Tvídranga að vera
orðnir fjölda íslendinga að góðu
kunnir. Þetta vinalega þorp, þar
sem enginn virðist vera fullkom-
lega með réttu ráði, er sögusvið
einnar sérkennilegustu morðgátu
síðari tíma. Hver drap Lauru Pai-
mer og hvers vegna? Undir sak-
leysislegu yfirborðinu svamla
myrkar langanir og dularfull
leyndarmál.
Frá Stöðvarfirði til
Snæfjallastrandar
Stöð 2 hefur þegar sýnt 8 þætti
um morðið dularfulla og Dale Coo-
per, Harry Truman, trjábolakonan
og fleiri einkennilegir persónuleik-
ar úr hugarheimi Davids Lynch
eru orðnir heimilisvinir allt frá
Stöövarfirði til Snæfjallastrandar.
Alls eru til 23 þættir í viðbót og
verða þeir sýndir á Stöð 2 án þess
að hlé verði gert á. Vestur í Amer-
íku er verið að framleiða fleiri
þætti og enn upplýsist ekki hver
morðingi Lauru Palmer er. Meðal
margra aðdáenda þáttanna er svar-
ið við gátunni orðin slík þráhyggja
að þeir leggja á sig langt ferðaleg
til smáhæjarins. Snoqualmie þar
sem þeir aka um bæinn og reyna
að sjá eitthvað sem gefur vísbend-
ingu um morðingjann. Meðal fram-
leiðenda þáttanna og starfsfólks er
svarið eitt best geymda leyndarmál
sem sögur fara af. Enginn veit það
í rauninni nema þá handritshöf-
undar og leikstjóri.
Vafasöm frægð
Smábærinn Snoqualmie, með
1.600 íbúa, hefur ekki farið var-
hluta af þeim vinsældum sem þætt-
irnir njóta. Stöðugt fleiri leggja leið
sína þangað til þess að sjá baksvið
þáttanna og koma við á þeim stöð-
um sem helst sjást á skjánum. Allir
vilja fá eiginhandaráritun lög-
reglustjórans sem er fyrirmynd
Harry Truman og fá sér á eftir
kaffi og heita böku í veitingastaðn-
um að hætti Dale Cooper. Bolir með
áletruninni „Ég drap Lauru Pal-
mer“ seljast eins og heitar lumm-
ur. Gerð þáttanna og athygli sú sem
bærinn hefur í kjölfarið vakið telj-
ast meðal merkustu atburða í 100
ára sögu Snoqualmie.
En það eru ekki allir jafnánægð-
ir. Margir meðal íbúanna neita að
horfa á þættina og eru mótfallnir
athyglinni. Þeir telja það útbreidd-
ar ranghugmyndir að fólkið í
Snoqualmie sé eins einkennilegt og
íbúar Twin Peaks og vilja ekkert
af öllu þessu vita.
Bærinn logar
í deilum
En bærinn logar í deilum. Þrætu-
eplið er áætjun hæjarstjórnarinnar
um vöxt og fjölgun íbúanna og
aukna fjölbreytni í atvinnulííinu.
Þar er gert ráð fyrir að 3.700 nýjum
heimilum, risavöxnum skrifstofu-
byggingum og tveimur glæsilegum
golfvöllum. Til þess að hrinda
þessu í framkvæmd þarf rúmlega
Andstæðingar uppbyggingar i Snoqualmie óttast að náttúrufegurð stað-
arins spillist með auknum íbúafjölda.
Leikararnir, sem hafa komið Snoqualmie á kortið, Joan Chen, Michael Ontkean, Kyle MacLachlan og Piper
Laurie.
2.000 ekrur lands. Andstæðingar
þessara áætlana benda á að við
þetta hverfi 2.200 ekrur af óspjöll-
uðu skóglendi sem>-í dag eru heim-
kynni villtra dýra á borð við elg
og dádýr. Þeir halda því fram að
helsta aðdráttarafl svæðisins sé
óspillt náttúra þess og það afl eigi
eftir að aukast og skammtíma
gróðasjónarmið eigi ekki að ná að
spilla því. Helstu náttúruundur á
svæðinu eru fjöllin tvö, Si og Tene-
riffe sem gnæfa yfir bæinn. Þess
utan eru fagrir og háir fossar sem
óttast er að myndu spillast og
mengast með aukinni byggð.
Deilur um þetta hafa klofið þetta
litla friðsæla samfélag í tvennt og
eru deilurnar svo hatrammar að
nokkrir bæjarstjórnarfulltrúar
hafa fengið morðhótanir. Til þess
að komast til botns í málinu varð
að kalla til fulltrúa alríkislögregl-
unnar, rétt eins og í sjónvarpinu.
Það er því ekki að undra þótt
sumir íbúanna séu ekki' vissir um
hvort listin líki eftir lífinu eða líflð
listinni.
-Pá
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í1.FLB1985
Hinn 10. janúar 1991 er tólfti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í i . fl. B1985..
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 12 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skírteini kr. 487,00
Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteini kr. 974,00
___________Vaxtamiði með 100.000,- kr. skírteini_kr. 9.740,00_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið
10. júlí 1990 til 10. janúar 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985
til 2969 hinn 1. janúar 1991.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 12 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1991.
Reykjavík, 29. desember 1990
SEÐLAB ANKIÍSLANDS
m
kTlli
Opnum
kl. 8.30
mínútum.
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
Laugavegi 178 - Simi 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið)
imiiMiMUimmnmTiTn