Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 42
54 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. Handbolti unglinga DV - ] N í æe ver ] ke fni vneri landsliða karla 1991 - hæst ber HM u-21 árs liðsins í Grikklandi Umsjón: Heimir Ríkarðsson og Lárus H. Lárusson Mikil gróska er nú í málefnum yngri landsliða karla. Hér á eftir fer smáupptalning á þeim verkefnum sem framundan eru á því ári sem senn fer að hefjast og það einnig skoðað sem vakir fyrir unglinga- landsliðsnefnd karla varðandi nýj- ungar og fleira. U-21 ársliðið á ferð og flugi Landslið íslands skipað leikmönn- um 21 árs og yngri mun á árinu sem í hönd fer hafa mikið að gera. Liðið -*■' mun þó vegna anna leikmanna á ís- landsmótinu ekki æfa aö ráði fyrr Andri V. Sigurðsson, Patrekur Jóhannesson og Ragnar Lárus Kristjánsson eru allir leikmenn með 18 ára landsliði íslands og sjást hér kljást í 1. umferð íslandsmóts 2. flokks karla fyrr i vetur. Patrekur hefur einnig náð þeim frækilega árangri að leika með 21 árs A-landsliði karla. en í maí, en þá mun lokaáfangi liðs- ins fyrir heimsmeistarakeppnina í Grikklandi hefjast með ströngum æfingum og keppni sem í stuttu máli verður á þessa leið. í maí og júní verður æft af kappi fyrir opna Norðurlandamótið sem fram fer í Randers á Jótlandi en sú keppni tekur sex daga. Fljótlega eftir að liðið kemur heim tekur við önnur ferð og verður þá haldið til Spánar, en HSÍ hefur borist boð spænskra yflrvalda um að taka þátt í móti sem í taka þátt átta efstu hð síðustu heimsmeistarakeppni 21 árs hða bæði í karla- og kvenna- ílokki. Keppnin er haldin í samvinnu Al- þjóða handknattleikssambandsins, Spánska handknattleikssámbands- ins og Alþjóða ólympíunefndarinnar og er nokkurs konar prufukeppni fyrir skipulag Spánverjanna á loka- keppni ólympíuleikanna í hand- knattleik 1992. Þessi keppni kemur til með að skipta mjög miklu máli í undirbún- ingi liðsins fyrir heimsmeistara- keppnina i Grikklandi því að á þessu móti mun liðiö leika á móti öllum toppliðunum í heiminum og þá mun fyrst koma í ljós hversu sterku liði við höfum á að skipa. Heimsmeistarakeppnin mun síðan hefjast í Grikklandi 4. september og stendur keppnin yfir í 12 daga. Of fá verkefni hjá u-18 ára liðinu 18 ára landshð karla hefur þegar hafið æfingar undir stjórn hins gam- alreynda þjálfara Geirs Hallsteins- sonar en Geir er sennilega sá þjálfari sem lengst hefur starfað með yngri landshðum íslands í handknattleik. Liðið mun á ári komanda leika á Norðurlandamóti 18 ára hða en því miður hefur ekki tekist að fá upplýst hvar það mót verður eða hvernig fyrirkomulag þess verður háttað. Fyrst var rætt um að mótið yrði opið eins og undanfarin ár, en þá hefur mótið verið opið liðum utan Norður- landa og þátttökuþjóðir verið á ann- an tug. Hefur þessi skemmtilega ný- breytni verið góð tilbreyting og hleypt mikilli spennu í mótin síðast- liðin tvö ár. Það síðasta sem frést hefur í þessum málum er að búið sé að loka því að nýju og það verði hald- ið í Finnlandi um páskana eingöngu með þátttöku íslands, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs og Finnlands. Þetta þætti unglingasíðu DV grátleg niðurstaða og mikil afturför. Davíð Hallgrímsson og Einar Baldvin Arnason sjást hér I leik u-16 ára liðs- ins I Beneluxiskeppninni i fyrra og verður að teljast líklegt að þeir verði valdir til æfinga með liðinu þá loksins að það hefur æfingar. Úrbóta þörfhjá u-16áraliðinu 16 ára landslið karla mun í janúar hefja æfingar undir stjórn Einars Þorvarðarsonar aðstoðarlandgliðs- þjálfara. Aðalverkefni liðsins er Beneluxis keppnin, sem haldin verður hér á landi um páskanna, með þátttöku, auk okkar, liða frá Belgiu, Hollandi og Lúxemborg. Veður að teljast furðulegt að tefing- ar hjá u-16 ára liðinu skuli ekki hafa hafist fyrir áramót og óskandi að lið- inu verði sinnt þeim mun betur á nýju ári. Auk þessa er unglinganefnd HSÍ með hugmyndir um að senda liðið á mót í Svíþjóð næsta sumar. Norðurlandamót stúlkna Þessa dagana fer fram Norður- landamót stúlkna yngri en 21 árs og er leikið hér á landi. Erflðlega gekk að ná í landsliðsnefndarmenn stúlkna enda sjálfsagt nóg að gera hjá þeim vegna keppninnar. Þó er vitað að nokkrar af stúlkun- um sem leika meö u-21 árs liöinu leika með A-liðinu í C-keppninni sem fram fer í mars. Ekki tókst DV að afla sér upplýs- ingar um næstu verkefni u-18 ára liðsins en u-16 ára liðið tekur þátt í Beneluxiskeppninni og ætti sam- kvæmt því að hefja æíingar fljótlega Næsta ár verður gott ár hjá unglingaliðumim - segir Gunnar Kvaran, formaður unglingalandsliðsnefndar karla DV hafði samband við Gunnar Kvaran, formann unglingalands- hðsnefndar karla hjá HSÍ, og spurði hann um næsta ár og hvort einhverja nýjungar væru fyrir- hugaöar á því ári sem nú er að hefjast. Gunnar sagði að nokkrar hug- myndir væru nú í burðarliönum hjá unghnganefndinni og væru þær allar miðaðar við að ná upp betri landsliðum í framtíðinni og gefa ungum drengjum sem fyrst tækifæri til að kynnast innviðum handboltans og hvaða kröfur væru gerðar til ungra manna sem stund- uðu íþróttina. í fyrsta lagi höfum við hug á að styrkja 16 ára landslið karla, og með það að leiöarljósi erum við aö kanna það hvort ekki sé timabært að halda úti æfmgurn í maí og júní og senda hðið síðan á stórt mót í Svíþjóð í byijun júlí. Þannig myndu drengirnir kynn- ast þeirri pressu sem fylgir því að vera í landsliði og einnig þeim aga og sjálfstjórn sem liggur að baki ef menn ætla sér að ná langt í þessari íþrótt. Handboltaskóli í burðarliðnum „Þá erum við einnig langt komnir með að vinna hugmynd að úrvals- liði drengja. Hugmynd okkar er sú að nota páskahelgina til æfinga fyr- ir úrval drengja, fæddra 1976 og 1977. Þarna munu þeir hittast á fimmtudegi og æfa og leika hand- bolta fram til sunnudags. Að end: ingu yrði síðan leikur milli tveggja liða, t.d. Reykjavík - landið eða eitt- hvað í þeim dúr. Þessi handboltaskóli, sem ég vil leyfa mér að nefna svo, er óþekkt fyrirbrigði í íslenskum handknatt- leik og munu drengirnir njóta þarna handleiðslu okkar færustu þjálfara með landshðsþjálfara okk- ar, Þorberg Aðalsteinsson, sem skólastjóra. Þarna koma drengirnir til með að kynnast hlutunum fyrr en þeir piltar sem nú eru í landsliðunum. Sem dæmi munum við láta þá kynnast ýmsu sem sennilega fáir þeirra hafa hugsað út í svo sem mataræði, íþróttasálarfræði, rækt- un líkamans og þá sérstaklega verður þeim gerð grein fyrir skað- semi reykinga og áfengis og gildi þess að sleppa þeim efnum í okkar daglega lífi. Þaö versta við þetta er að við get- um ekki tekið nægilega marga þarna með okkur en um leið von- um við að þetta verði ákveðinn hvati fyrir þá sem eftir sitja að gera sitt besta þvi að tíminn er nógur og ef menn ætla sér að ná langt í íþróttinni þá er margt hægt. Það er svo hugmynd hjá okkur að fara með tvö hð úr hvorum þess- ara árganga á mót í Svíþjóð næsta sumar til að ná endanlega saman samrýmdum hópi. 21 árs liðið hefur forgang þetta árið Aðalviðfangsefni okkar á árinu er þó 21 árs lið karla en það mun taka þátt í heimsmeistarakeppni 21 árs landsliða í Grikklandi í sept- ember og er það trú okkar að það lið komi til með að ná langt ef það ætlar sér. Ekkert yngri landslið íslands frá upphafl hefur fengið jafnmarkvissan og góðan undir- búning og þetta lið og er það von okkar að hann skili sér í Grikk- landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.