Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. 15 Fínasta hljóðfærið Ég fór á Rigoletto. Þó það nú væri. Annar eins maður og ég gat ekki látið slíkan atburð fram hjá sér fara. Úr því þeir frumsýndu. Það er ekki á hverjum degi sem frumsýning hangir á bláþræði fram á síðustu stundu og það allt út af því hvort ríkissjóður og borg- arsjóður tíma að borga brúsann. Það hefði verið saga til næsta bæjar ef listamennirnir hefðu þurft að hætta við allt saman og æfingamar orðið til einskis, fyrir það eitt að íslendingar höföu ekki efni á að frumsýna! Óperan er til húsa í Gamla bíói. Hver kannast ekki við Gamla bíó? Þar var Tarsan sýndur og stór- myndirnar frá Metro Goldwyn og biðraðirnar náðu langt niður í Bankastræti á sunnudögum þegar unglingarnir fengu bæjarleyfi og ekki bauðst önnur afþreying en fimmbíó um helgar. Maður seldi Vísi af áfergju alla vikuna til að safna fyrir bíóferðinni og keypti miöa á svörtum þegar allt var upp- selt og sumir höfðu jafnvel atvinnu af því að hamstra miða til að selja á uppsprengdu verði. Þarna var hinn frjálsi markaður lifandi kom- inn og þurfti enga frjálshyggju til. Þetta voru stórar stundir og Gamla bíó dró ekki úr áhrifunum. Logagylltar svalirnar, balkan fyrir betri sæti og betrekk í hólf og gólf. Það var líka einhver ilmur í Gamla bíói sem kryddaði þessar hátíðar- stundir og svo var eftirvæntingin, khðurinn og rafmagnað andrúms- loftið sem gerði Johnny Weismull- er ódauðlegan í hlutverki Tarsans og Jane mátti alltaf reiða sig á að bæði hetjan og aðdáendur hennar í þétt setnu bíóinu stæðu með henni og kæmu til bjargar á síðustu stundu. í Gamla bíói var heldur engum í kot vísað. Stórsöngvarar héldu þar konserta og Garðar Hólm flutti sína fyrstu og einu hljómleika í þessu bíói að viðstaddri móður sinni heymarlausri og alltaf héldu kommarnir fund í Gamla bíói þegar mikið lá við. Það fer því vel á því að Óperan skyldi hafa keypt Gamla bíó. Þökk sé Silla í Silla og Valda sem skildi eftir arðinn af kaupmennsku sinni í þágu sönglistarinnar ög enda þótt Silla og Valda búðirnar séu horfnar af götuhomum bæjarins, stendur ennþá eftir sá bautasteinn í minn- ingu þessa heiðursmanns sem varðveitist á sviðinu í Gamla bíói. Menningin lengi lifi Það hefur hins vegar komið í ljós að peningamir hans Silla duga skammt þegar listin er annars veg- ar. Óperan er dýr og í hvert skipti sem söngvararnir troða upp og sýningarnar eru auglýstar í Gamla bíói, eykst tapið. Einhver sagði um daginn að hver sýning kostaði milljón, sem þýðir að það er ekki einu sinni nóg að fylla húsið. Tapið eykst eftir því sem sýningunum fjölgar. Þetta getur auðvitað ekki endað nema með skelfíngu og svo var komið eftir veturinn í fyrra að Óperan sat uppi með milljónatugi í skuld. Og eins og sönnum hsta- mönnum sæmir leituðu forráða- mennirnir til hins opinbera. Ríkið á að styrkja listina. Menningin verður að lifa. Manni skilst að Óperan þurfi 75 til 80 milljónir króna á ári. Eitthvað mun koma í aðgangseyri upp í þennan kostnað en gallinn er sá eins og fyrr segir að fleiri sýningar kosta meiri peninga. Aðgangseyr- irinn hefur sem sé þann ókost að ein króna inn þýðir tvær krónur út. Ekki er það góður business og enda þótt hst sé ekki business, kemur þessi staðreynd sér illa, þeg- ar borga þarf reikninga, sem rukk- aðir eru af menningunni. Það lýsir hins vegar stórhug þeirra aðstandenda Óperunnar að þeir láta ekki óborgaða reikninga aftra sér for. Munurinn á stórhug menningarfrömuða og stórhug businessmanna er einmitt sá að menningarfrömuðurnir neita að viðurkenna ósigur sinn þegar þeir verða gjaldþrota. Menningin verð- ur aldrei gjaldþrota og því meir sem hstaforkólfarnir safna skuld- um því meira er þeirra fórnfúsa afrek. Businessmennirnir fara aft- ur á móti á hausinn og eru taldir óráðsíumenn sem ekki kunna með' fé sitt að fara. Þeim er nær. Skiterí Kjarkur listunnenda og menn- ingaroddvita er sá að þeir gera út á óvissuna. Þeir hafa kjark til að skipuleggja stórsýningar og sjást ekki fyrir í ákafanum til að þjóna list sinni. Sérstaklega ef þeir fá að troða upp sjálfir sem er oftast auð- sótt mál. Þeir ráða því einir og þurfa hvorki að spyrja yfirvöld né heldur keppinauta sína ráða. Svo nær kjarkurinn hámarki þegar þeir ganga á fund hins opinbera og lýsa skuldum sínum. Þeir slengja vanskilareikningunum á borðið fyrir framan ráöherrann og spyrja hvers vegna ríkissjóður borgi ekki þetta skiterí. Það er ekki Óperunni að kenna þótt skuldir hlaðist upp. Það er ekki listarinnar að borga tapið af stórhuganum. Það er ekki við söngvarana að sakast þótt al- menningur leggi ekki viö hlustirn- ar. The show must go on. Þetta skilur maður og enginn get- ur heldur verið þekktur fyrir að vera á móti menningunni. Enda er stórstjörnum og heimshstamönn- um íslenskum tekið af Ijúfinennsku Laugardags- pistiU Ellert B. Schram og ríkissjóður reiddi strax fram 25 mihjónir og ætlaðist til hins sama af borgarsjóði. En þá kom babb í bátinn. Borgarstjóri neitaði að leggja fram fé. Hann sagði áð eng- inn hefði talað við sig nema Svavar menntamálaráðherra í tuttugu eða þrjátíu sekúndur og það er of stutt samtal þegar stórmenni eru annars vegar. Borgarstjórinn vill að málið sé rætt. Hann vill að kommarnir í ríkisstjórninni útskýri það fyrir sér hvers vegna borgin eigi að styðja við óperusöng. Það stendur ekkert um það í íjárhagsáætlun borgar- innar að hún eigi að styðja óperu- söng. Þetta mál er óleyst enn. Samt var frumsýnt. Einhver sagði að at- vinnurekendur ættu að borga mis- muninn. Það er ekki að spyrja að frekjunni. Eru þeir aflögufærir, blessaðir vesalingamir í atvinnu- rekstrinum, sem verða að fara á hausinn ef þeir borga ekki reikn- ingana sína, en verða svo að borga annarra manna reikninga til við- bótar! Ekki boðinn Mér datt í hug að það væri ó- maksins vert að borga eitthvað sjálfur með því að upplifa listina með eigin augum og eyrum. Keypti mér sem sagt miða á frumsýning- una þótt ég vissi raunar að Óperan hefði ekkert nema ónæði af því og tap að fleiri áhorfendur bættust í húsið. En hvað gerir maður ekki fyrir málstaðinn og æðri list og svo gæti það kannski spurst út að ég væri listunnandi og styrktarmeð- hmur og kynni gott að meta. Ef þeir töpuðu á 'mér ræður það að minnsta kosti ekki úrslitum næst þegar ríkissjóður stendur frammi fyrir þeirri samviskuspurningu hvort listin eigi að hfa eða deyja. Þarna var samankomið margt mikilmennið. Svavar og Ólafur Ragnar voru mættir til að fylgjast með frumsýningunni sem þeir lögöu út fyrir. Þarna var Kristján Jóhannsson stórsöngvari til að fylgjast með vini sínum Cortes og þarna voru allir þeir mættir sem vit hafa á og nokkrir th viðbótar sem vissu sem var að það var fínt að vera viðstaddur hvað sem líður menningarvitinu. Sjálfsagt hefur verið slangur af boðsgestum og venslamönnum en það geröi lítið til því tapið er minna eftir því sem færri borga sig inn. Ekki sá ég þó borgarstjórann. Honum hefur sennhega ekki verið boðið í hefnd- arskyni fyrir að vilja ekki láta fé almennings af hendi rakna. Svo- leiðis menn eru ekki boðnir á frum- sýningar. Engan sjá ég almenninginn á frumsýningunni. Hann sat heima með borgarstjóranum enda hefur almenningur víst annaö að gera við peningana sína heldur en kaupa sig inn á frumsýningar og er þar að auki búinn að borga tuttugu og fimm nhlljónir með rausnarskapn- um í ríkisstjóminni. Talið það nóg. Ég hlustaði með andakt á söng- inn. Beið raunar ahan tímann eftir „la donna e mobile" enda er mér enn í barnsminni þegar Rigoletto var sunginn með tilþrifum á fjölum Þjóðleikhússins fyrir fjörutíu árum og sá Guðmund Jónsson ennþá fyr- ir mér með kryppuna forðum. Eng- inn minntist í þá daga á að auka- fjárveitingar skiptu sköpum, enda er búið aö syngja Rigoletto í hálfa aðra öld án þess að fé hafi skort. Eftir hlé Það var klappað áður en byrjað var og það var klappað milli atriða og svo kom Sigrún Hjálmtýsdóttir og þá var klappað mest. Svo kom hlé og gestir drukku kampavín með marsinpankökum og allir sögðu hver við annan: finnst þér hún ekki ’ góö, h'ún Diddú? og ég sagði líka eins og alvanur tónlistarunnandi: henni hefur farið fram, henni Diddú. Svo hófst seinni hálfleikur og hann var alveg eins. Ég var búinn að hugsa mér að klappa þegar Kristján Jóhannsson klappaði en því miður sá ég ekki til hans nema að standa upp í sætinu og það gerir maður ekki í miðjum aríum éf maður hefur vit á músíkinni. Enda var þetta allt í góðu lagi, var mér sagt. Hljómsveitin sló ekki feilnótu, kórinn var frábær og Sig- rún Hjálmtýsdóttur söng svo ynd- islega að ég fékk gæsahúð af hrifn- ingu. Aðrir fylgdu í humátt á eftir en gerðu sitt. Höfðu vit á því að skyggja ekki á prímadonnuna þótt þeir hefðu ekki haft vit á því að leyfa henni einni að taka móti klappinu í leikslok. Menn hrópuðu húrra og stöppuðu niður fótunum eins og gert er í alvöruleihúsum erlendis og aht var þetta Diddú að þakka sem sló í gegn. Hvilík rödd, hvíhkt hljóðfæri. Það er ekkert hljóðfæri sem jafnast á við söng- röddina þegar aríurnar og dúettarn- ir titra fram í sahnn og hríslast gegnum merg og bein. Það er með ólíkindum að hlusta á svona frammistöðu og ég stappaði niður fótunum eins og hinir og mitt klapp var hennar klapp. Diddú átti sahnn. Ég fór ánægður heim. Mér leið auðvitað pjnulítið illa yfir því að auka tap Óperunnar með því að borga mig inn. En ráðherrarnir voru mættir fyrir hönd almennings og þeir hafa áreiðanlega sannfærst um það eins og ég að menningin á skilið að fá að hfa. Listina verður að styrkja og skiptir þá engu máli hvort listin kemst th skila til ann- arra en þeirra sem hafa efni á því að borga sig inn. Og svo auðvitað th hinna sem eru boðnir fyrir að láta almenning borga. Ef maður hefur ekki vit á því að koma vitinu fyrir almenning og hefur ekki vit á því að þykjast hafa vit á hstinni þá á maður ekki annað skihð en sitja heima og missa af lestinni. Óperan tapar ekki á meðan. Ellert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.