Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990.
Myndbönd
Eins og undanfarin ár hafa um-
sjónarmenn myndbandasíöunnar
tekiö saman vinsælustu mynd-
böndin á árinu sem nú er aö ljúka
og reiknað út hvert var vinsælasta
myndbandið. Óhætt er aö segja að
úrslitin hafi komið umsjónar-
mönnum talsvert á óvart. Vinsæl-
asta myndbandiö er sem sagt gam-
anmyndin K-9 með James Belushi
í aðalhlutverki ásamt Jery Lee sem
er hundur. K-9 skaut sem sé aftur
fyrir sig mörgum stórmyndunum
sem fyrirfram hefðu verið álitnar
sigurstranglegri. Hún dvaldi að-
eins tvær vikur í efsta sætinu en
var rúma tvo mánuði inni á hstan-
um.
Annars hefur það mikið að segja
í vah sem þessu tímasetning á út-
gáfu. Það koma vikur þegar margar
„stórar" myndir eru gefnar út. Svo
getur hðið langur tími þar til slíkt
skeður aftur. Þá endast sumar
myndir lengur á lista en aðrar. Þá
má geta þess að í 20. sæti er The
Hunt for Red October sem er í 1.
sæti á vikulistanum þessa stundina
og á enn eftir að vera einhvern tíma
á hstanum. Þegar talningu var lok-
ið munaði litlu á fyrstu myndunum
fímm. Það var ekki eins og á síð-
asta ári þegar Big hafði mikla yfir-
burði. Sem fyrr skiptast vinsældir
nokkuð jafnt á milli spennumynda
og gamanmynda. Aðrar tegundir
mynda koma ekki til álits.
1. K-9
2. Johnny Handsome
3. Lethal Weapon II
4. When Harry Met Sally
5. NakedGun
6. Indiana Jones and the Last Crusade
7. Working Girl
8. Dirty Rotten Scoundrels
9. Back to the Future II
10. SeaofLove
11. Road House
12. My Stepmother Is a Alien
13. Tango&Cash
14. DeadCalm
15. Burbs
16. Betrayed
18. Licence to Kill
19. Parenlhood
20. The Hunt for Red October
-HK
James Belushi ásamt félaga sinum, Jerry Lee, en þeir leika aðalhlutverkin í vinsælasta myndbandinu 1990, K-9.
★★★
Hrunadans
þátttakendur eru meðhöndlaðir
eins og skepnur. Dansað er dögum
og vikum saman. Aht fyrir pening-
ana. Atvinnuleysingjar sjá þama
auraleið í hungrinu og óprúttnir
kaupahéðnar nýta sér eymd þeirra
og umkomuleysi.
Mynd þessi vakti talsverða at-
hygh á sínum tíma og hana verð-
skuldaða. Það er afrek í sjálfu sér
að halda athygli áhorfandans við
tjaldið í tvo tíma þegar atburðarás-
in yfirgefur aldrei dansgólfið.
Víst er gaman að sjá Jane Fonda
og fleiri þekkt andht úr heimi kvik-
myndanna spreyta sig á þessu
drarria um mannlega niðurlæg-
ingu. Hitt er svo annað mál að
ýmsar brellur í framsetningu, sem
þóttu góðar fyrir sinn hatt fyrir 20
ámm, virka ekki alveg í dag.
Það er samt full ástæða til þess
að hvetja áhugamenn um kvik-
myndir og góðan leik til að sjá þetta
og það er lofsvert framtak að gefa
útefniafþessutagi. -Pá
★★Í4
Kj amorkustrí ð
BY DAWN’S EARLY LIGHT
Útgefandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Jack Shoulder
Aðalhlutverk: Powers Boothe, Rebecca
DeMornay og James Earl Jones
Bandarísk, 1989 - sýningartími 97 mín.
Bönnuð yngri en 12 ára
Margar kvikmyndir hafa verið
gerðar um hættuna á kjamorku-
styrjöld og afleiðingar af henni. By
Dawn’s Dayhght er ein shkra. Þrátt
fyrir ýmsa vankanta, sem aðallega
felast í fljótfæmi sem einkennir oft
sjónvarpskvikmyndir, er hér um
virkilega spennandi og áhrifamikla
kvikmynd að ræða. Að sumu leyti
minnir hún á eina af bestu kvik-
myndunum sem fjalla um þetta
efni, Fail Safe, sem Sidney Lumet
leikstýrði.
Við erum strax leidd inn í hryll-
inginn. Ókunnug öfl hafa sprengt
kjarnorkusprengju í Sovétríkjun-
um. Þar virkar kerfið þannig að
um leið og hún springur fer sjálf-
virkt kerfi á stað sem sendir kjarn-
orkusprengjur á Ban'daríkin. Rúss-
neski forsætisráðherrann veit að
Bandaríkjamenn komu ekki ná-
lægt sprengingunni en getur ekkert
gert til að stöðva sprengjuárásina
heldur biður um skilning Banda-
ríkjaforseta. Forsetinn er á því að
stöðva styijöldina en þyrla, sem
hann er í og er á leið frá Wash-
ington, verður fyrir höggbylgju frá
kjamorkusprengingu. Er forsetinn
þvi tahnn af. Við embættinu tekur
ístöðulaus innanríkisráðherra sem
er auðvelt verkfæri í höndum
„haukanna" í Washington.
Það er ekki auðvelt að slíta sig frá
skjánum eftir að byrjað er að horfa
á myndina, slík er spennan og at-
burðarásin er geysihröð. Allt fram
að lokakaflanum helst yfirþyrm-
andi spenna en melódramatísk lok
myndarinnar em því miður eins
og vatnsgusa á eld og er eins og
aðstandendur hafi ekki kunnað að
Ijúka myndinni á farsælan hátt fyr-
ir þá sem eftir lifa.
Hvað um það, By Dawn’s Early
Daylight er góð skemmtun. Þekktir
skapgerðarleikarar fara með mörg
stór hlutverk. Má þar nefna Powers
Boothe, James Earl Jones, Martin
Landau, Darren McGavin, Rip
Tom og Rebeccu DeMomey og er
réttur maður á réttum stað hvað
varðarhlutverkaskipan. -HK
THEY SHOOT HORSES DON'T THEY?
Leikstjóri: Sidney Pollack
Aóalhlutverk: Jane Fonda, Michael
Sarrazin, Susannah York, Gig Young,
Red Buttons, Bonnie Bedelia og Bruce
Dern
Leyfð öllum aldurshópum
Bandarísk - 1970. Tími 113 mínútur
Maraþondans í skugga kreppunnar
miklu er viðfangsefni þessa meist-
araverks Pollacks. Dansinn heldur
áfram sólarhringum saman og
Ósýnilegur þátttakandi
Ódrepandi illmenni
mynda E.T. eða Close Encounter
of the Third Kind.
Always er byggð á eldri kvik-
mynd sem fjallaði um flugmann
sem ferst í síðari heimsstyrjöldinni
en kemur aftur til að aðstoða ungan
flugmann. Sú mynd gekk vel enda
þjóðemiskennd í ríkum mæh á
stríðsárunum þegar hún var gerð.
Spielberg hefur snúið dæminu
við á þann veg að nú er flugmaður-
inn slökkvihðsmaður sem hefur
það að atvinnu að slökkva skógar-
elda úr flugvél. Eftir að hafa bjarg-
að félaga sínum ferst hann sjálfur.
Dögum hans á jörðunni er samt
ekki lokið því hann fær það verk-
efni að leiðbeina ungum flugmanni
sem kemur í hans stað. Að sjálf-
sögðu getur enginn séð hann né
heyrt. Allt gengur vel þár til flug-
maðurinn ungi játar kæmstu hins
látna ást sína, þá fara hlutirnir að
vandast.
Sem fyrr segir einkennir mann-
leg hlýja þessa nýjustu kvikmynd
Spielbergs en samt vantar eitthvað
upp á til að maður fái áhuga á þeim
persónum sem í hlut eiga. Handrit-
ið er langt frá því að vera nógu
gott og ágætir leikarar, Richard
Dreyfuss og John Goodman, hafa
oftast verið betri. Þaö er helst að
Hohy Hunter nái að að lyfta hlut-
verki sínu yfir meðalmennskuna.
Öll áhættuatriði era geysivel gerð
eins og við var að búast, enda hafði
undirbúningur staðið lengi og hafði
Spielberg ásamt aðstoðarmönnum
sínum kvikmyndað aha helstu
skógarelda undanfarinna ára. Þaö
eru því að mestu alvöru skógareld-
ar sem sjást í myndinni.
Always er í heild góð skemmtun,
en þegar Steven Spielberg á í hlut
er þetta ekki nógu gott.
-HK
ALWAYS
Útgefandi: Laugarásbíó
Leikstjóri: Steven Spielberg
Aðalhlutverk: Richard Dreyfuss, Holly
Hunter og John Goodman
Bandarísk, 1989-sýningartími 106 mín.
Leytð ölium aldurshópum
Þrátt fyrir að sumar þekktustu
kvikmynda Stevens Spielberg hafi
fjallað um óraunverulega atburði
hefur ávaht verið mannlegur hlý-
leiki í þeim. Nýjasta kvikmynd
hans, Always, er á þessari línu en
í þetta skiptið bregst honum boga-
hstin. Þótt Always sé alls ekki
slæm kvikmynd ér hún langt frá
því að vera í hkingu við til að
THE FIRST POWER
Lelkstjórn og handrit: Robert Resnikoff
Aöalhlutverk: Lou Diamond Phillips,
Tracy Griffith, Jeff Kober og Mykel T.
Willlamsson
Bandarisk - 1989. Sýningartim! 90 min-
útur
Bönnuó yngri en 16 ára
Það sem fyrst og fremst vakti fyrir
þeim sem gerðu þessa mynd var
að hrella áhorfendur. Til þess er
þessi sérkennilega mynd um fjölda-
morðingja gerð. Með aðstoð miðils
komast færustu lögreglumenn á
slóð morðingja sem býr yfir ónátt-
úrulegum kröftum, er innblásinn
af skrattanum sjálfum. Áður en
menn fá rönd við reist hefur sá illi
verið sendur í rafmagnsstóhnn.
Það vom mistök því hann gengur
umsvifalaust aftur, ihvígari en
nokkm sinni fyrr.
Það er svo sem ekki mikið um
þetta að segja. Handritið er þvæla
og leikurinn yfirdrifinn og slæmur.
Tæknibrellumar em hins vegar
ágætar og blóðiö streymir. Það þýð-'
ir að fólk flykkist að til að sjá þessi
ósköp og trúlega verður myndin
vinsæl á myndbandaleigunum. En
mín meömæli fær hún ekki.
-Pá
Kabarett
CABARET
Leiksfjóri: Bob Fosse
Aðalhlutverk: Liza Minnelli, Michael
York og Joel Gray
Leyfð öllum aldurshópum - bandarisk
1972 - 120 mínútur
Það er ávallt gaman að hitta gamla
og góða vini og það eru Sannarlega
fagnaöarfundir að sjá Kabarett aft-
ur og enn. Þetta er ein af þeim
myndum sem batna með aldrinum
eins og eðalvín, svo notuð sé út-
jöskuö samlíking.
Söguþráðinn er í raun óþarft að
rekja. Myndin hefur verið sýnd
víða þau 18 ár sem hðin eru síðan
hún fyrst lQ.it dagsins ljós. t.ívji
Minnelh gleymist engum sem á
horfir og Joel Gray í hlutverki
kynnisins og skemmtanastjórans
er frábær. Tónhstin er stór hluti
af öhu saman og í sama gæðaflokki
og annað sem viðkemur þessari
mynd.
Átta óskarsverölaun komu í hlut
aðstandenda á sínum tíma. Við
skoöun í dag finnst manni að þau
hafi öll verið verðskulduð. Það sem
er þó eftirminnUegast eru
stórglæsUeg og meistaraleg vel út-
færð dans- og söngatriði.
Kæru áhorfendur. Það skiptir
ekki meginmáli hvenær þið sjáið
þessa mynd en sleppið því ahs ekki.
Þetta þurfa alhr sem gaman hafa
af kvikmyndum að sjá einhvern
tímann á ævinni. Myndir af þessu
tagi eru sjaldséðar í dag. -Pá