Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SIMI (91J27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á rrránuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Maður ársins DV hefur valið Einar Odd Kristjánsson, formann Vinnuveitendasambandsins, sem mann ársins 1990. Flestir munu sammála því áliti, að Einar Oddur hafi sett svip á málefni ársins öðrum fremur. Hann var frum- kvöðull kjarasamninganna í febrúar, sem hafa verið nefndir þjóðarsáttin. Síðan hefur þjóðarsáttina borið hæst í umræðunni, og hún hefur skipt mestu um fram- vindu efnahagsmála og kjör almennings. Skoðanir eru auðvitað skiptar um, hversu hagstæð lausn þjóðarsáttin sé. En hún hefur verið flestu öðru mikilvægari í efna- hagsmálum. Þeir kjarasamningar voru tímamótasamn- ingar, sem stíluðu upp á umskipti til hins betra í efna- hagslegri stöðu þjóðarbúsins. DV hefur jafnan valið mann ársins og tekizt vel. Nú hefur orðið fyrir vah maður, sem áður hafði verið kall- aður „bjargvætturinn“ og æ síðan. Vissulega er vand- séð, hvenær þjóðarbúinu verður „bjargað“, en í febrúar síðasthðnum var þó gerð thraun til þess, tilraun sem tókst að miklu leyti. Öll þekkjum við útkomuna. Verð- bólga hefur minnkað mikið og gengi krónunnar verið stöðugra en lengi áður. Þessi stöðugleiki hefur auðveld- að alla stjórnun í landinu. Það er ekki sök kjarasamning- anna heldur annarra aðstæðna, að samdráttur hefur verið í atvinnustarfsemi. Þvert á móti hefði kreppan eða samdrátturinn orðið illviðráðanleg, hefði þjóðarsáttin ekki komið th. Við höfðum vænzt þess, að birta tæki með komandi ári og framleiðslan mundi vaxa að nýju. Því miður virðist loðnubrestur ætla að leiða th þess, að svo verði ekki. Þjóðarsáttin hefur nýlega verið fram- lengd. Að því leyti verður að minnsta kosti til staðar hvati th stöðugleika. Aðalvandinn í efnahagsmálum er nú hallinn á ríkisrekstrinum, því að ríkið hefur ekki gert það, sem þvi bar að gera til að fylgja eftir árangri þjóðarsáttarinnar. Árið, sem gengur í garð, verður vafalaust enn ár tölu- verðra efnahagslegra örðugleika en ekki gulls og grænna skóga. Við reyndumst í haust hafa of snemma fagnað straumhvörfum í þeim efnum, nú þegar loðnan bregzt. Landsfeður horfa helzt til framkvæmda við nýtt álver, sem gætu valdið auknum þjóðartekjum og hag- vexti. En jafnframt kæmumst við ekki hjá skakkaföll- um, brytist úr styrjöld við Persaflóa eins og hklegt er. Atvinnulífið er ákaflega háð olíuverði. Afla hefur orðið að draga saman hin síðustu ár til að vernda fiskstofn- ana. Engu að síður reyndist hagur veiða og vinnslu all- góður á síðasta hausti, en þar getur skjótt orðið breyting á. Engin leið er að spá með neinni vissu við þessar að- stæður, og sem stendur er affarasælast að gera ráð fyr- ir, að efiðleikar í atvinnumálum, gjaldþrot og um tveggja prósenta atvinnuleysi, setji áfram svip á. Við þannig aðstæður munu landsmenn ganga til kosninga. Skoðanakannanir DV benda til mikhla breyt- inga. Sjálfstæðisflokkurinn mun vafalaust bæta miklu við sig, en samkvæmt síðustu könnun var ríkisstjórnin þó komin í meirihluta meðal landsmanna. Því vitum við ekki, hvort búast má við nýrri ríkisstjórn, en hún er sennileg. Hvort sem það verður eða ekki, mun þjóðar- sáttin verða grundvöhur, sem stjórnin þarf að byggja á, betur en verið hefur. Sagan segir okkur, að ekki fá margar ríkisstjórnir shka kjarasamninga upp í hend- urnar. Við höfum því ekki þurft að leita langt að manni árs- ins, þótt margir aðrir hafi getið sér góðan orðstír. Haukur Helgason Þingið vill segja sitt orð um stríð á hendur írak Á þriðja degi nýs árs kemur ný- kjörið Bandaríkjaþing saman til setningarfundar. Áð öllu eðlilegu hefði fundum síðan verið frestað í þrjár vikur en nú hafa forustu- menn á þingi afráðið að þing megi kalla saman hvenær sem er eftir setningarfund. Ástæöan er að vilji er fyrir því hjá yfirgnæfandi meiri- hluta þingheims að þingið álykti um ófriö af hálfu bandaríska her- aflans í Saudi-Arabíu á hendur írak áður en George Bush forseti skipar hernum á eigin ábyrgð að leggja til atlögu. Bandaríska stjórnarskráin legg- ur valdið til að lýsa yfir stríði á hendur ööru ríki í hendur þings- ins. Þingmönnum er nú ríkt í huga hvemig fyrirrennarar þeirra á sjö- unda tug aldarinnar gáfu Lyndon Johnson, þáverandi forseta, fijáls- ar hendur til að magna stríðsrekst- urinn í Víetnam stig af stigi með þeim afleiðingum að yfir dundi mesta hrakför í bandarískri hern- aðarsögu. Forustumenn beggja flokka á þingi eru einhuga um að til slíks megi ekki koma á ný af þingsins hálfu, dragi til ófriðar við botn Persaflóa. En jafnframt óska þingmenn eftir að frumkvæöi að því að þingiö láti málið til sín taka komi frá forsetan- um svo ljóst sé að umfjöllun af þingsins hálfu sé ekki tilraun til að taka fram fyrir hendur hans. Bush hefur fyrir sitt leyti engan ádrátt viljað gefa enn um málaleit- un til þingsins, segist aðeins hafa það atriði til athugunar. Þingmönnum þykir skjóta skökku við að forsetinn skuli leggja sig í framkróka við að leita heimild- ar til hernaðaraðgerða hjá Öryggis- ráði SÞ en ganga framhjá banda- ríska þinginu. „Öldungadeildinni ber að taka þetta mál til umræðu og það mun hún gera,“ segir Ge- orge Mitchell, leiðtogi meirihluta demókrata í deildinni. Fréttamenn fullyrða að tveir flokksbræður for- setans í sömu deild, Robert Dole, leiðtogi repúblikana, og Richard Lugar, aðalfulltrúi þeirra í utanrík- ismálanefnd, hafi tjáö forsetanum að fásinna væri af honum að fyrir- skipa sókn á hendur íraksher án þess að hafa áður aflað sér stuðn- ings þingsins. Forsetinn hikar samt og meginá- stæðan fyrir því er að komið hefur í ljós síðustu mánuði verulegur áherslumunur um aðgerðir gegn írak milli þings og ríkisstjórnar í Bandaríkjunum. Ráðherrar, þeir James Baker utanríkisráðherra, og Dick Cheney landvarnaráðhgrra hafa komið fyrir þingnefndir eftir að Bush forseti ákvað aö nær tvö- falda bandarískan herafla við Persaflóa upp í 430.000 manns og haldið því fram að búast verði til skjótra hernaðaraðgerða. Það sé eina ráðið tii að sannfæra Saddam Hussein íraksforseta um að Banda- ríkjastjórn og bandamönnum hennar sé alvara meö að hrekja íraksher frá Kúvæt. Áhrifamenn á þingi, sér í lagi Sam Nunn, formaður hermála- nefndar öldungadeildarinnar, hafa á hinn bóginn lagt megináherslu á að gefa verði viöskiptabanni Sam- einuðu þjóðanna á Irak tíma til að hafa áhrif á atvinnulíf og hernaðar- mátt landsins. Þótt það kunni að taka á annað ár væri sigur með friðsamlegum refsiaðgerðum miklu meiri framtíðarstyrkur fyrir nýja skipan heimsmála en dýr- keyptur sigur á vígvelli. Þar að auki hafa þingmenn tekiö meira mark en ríkisstjórnin á vitn- um fyrir þingnefndum sem leiða að því rök að Bush og stjórn hans hafi látið undir höfuö leggjast að hugsa út í hvað við tæki í araba- löndum að unnum sigri yfir írak. Stríð gæti valdið þar upplausn og langvarandi ókyrrð, auknu hatri í garð Bandaríkjanna og truflun á olíuvinnslu. Langtímahagsmunir Bandaríkjanna séu því best tryggð- ir með friðsamlegri lausn deilunn- ar. Hernaðarsigur, jafnvel þótt Erlendtíðindi Magnús Torfi Ólafsson hann ynnist með skjótum hætti, stofni þeim' aftur á móti í háska. Bush og ráðherrar hans eru treg- ir til að óska viljayfirlýsingar þingsins með heimild til aðgerða gegn írak af því að þeir telja að þar muni þingið setja skilmála um hvað gert verði í deilunni og hvað þurfi aö ske áður en Bandaríkjaher grípi til vopna aö fyrra bragði. For- setinn vill hafa frjálsar hendur um meðferð málsins eftir diplómatísk- um leiðum þótt honum kæmi vel að fá einfalda yfirlýsingu þingsins um stuðning við hernaðaraðgerðir ef til þeirra kæmi. Forustumenn á þingi eiga aftur á móti í nokkrum vanda með að ákveða hvernig taka skuli málið upp einhliða af þeirra hálfu. Það yrði að gera á einhvern þann hátt sem ekki væri unnt að túlka svo að staða Bush forseta í taugastríð- inu við Saddam Hussein hefði verið veikt. Yfirlýsing Cheney landvarnaráð- herra um að Bush hafl fulla heim- ild til að skipa bandaríska herafl- anum við Persaílóa til atlögu á sitt eindæmi kom hreyfingu á málið. Demókrataþingmenn í fulltrúa- deildinni sendu frá sér stefnuyfir- lýsingu á þá leið að forsetinn ætti ekki, hvað sem valdsviði hans líð- ur, að skipa bandarísku herliði að heíja vopnaviðskipti að fyrra bragði án skýlauss samþykkis þingsins. Viðbúnaður Bandaríkjahers í Saudi-Arabíu ber það með sér að þar er gert ráð fyrir fleiri kostum en skjótri sókn á hendur íraksher. Birgðastöðvar, heilsugæsla og að- dráttaleiðir eru skipulagðar þannig aö hægt verði að halda megin- hemum í búðum á svæðinu fram á öndvert ár 1992. Liðsamdráttur- inn mikli og biö eftir að viðskipta- bannið á írak hrífi að marki geta því farið saman ef vilji er fyrir slíku á æðstu stöðum í Washington. Um þessi efni er búist viö áþreif- ingum milli leiðtoga á þingi og full- trúa forsetans nú um áramótin. Á það reynir svo eftir að þing hefur veriö sett hvort sameiginleg niður- staða fæst eða hvort Júngmenn taka viðbúnaðinn gegn Irak á dagskrá upp á sitt eindæmi. Undir niðri styrkir það stöðu for- ingja demókrata, sem ráða aukn- um meirihluta í báðum deildum á nýja þinginu, að staða Bush í inn- anlandsmálum þykir veik um þess- ar mundir. Stefnumótun frá Hvíta húsinu hefur þótt ómarkviss eða engin eftir því um hvaða málaílokk er að ræða. Sundrung ríkir enn í Repúblikanaflokknum, eftir mála- miölunina sem Bush gerði við for- ustu demókrata um lækkun ríkis- sjóðshalla um 500 milljarða dollara næstu fimm fjárhagsár, og gekk þar með á bak orða sinna úr kosn- ingabaráttunni að hækka alls ekki skattaálögur. Loks er ljóst að andstaða meöal bandarísks almennings við hernað á hendur írak fer smátt og smátt vaxandi. Það ýtir á forsetann að leita skjalfestrar samstöðu við þingið. Thomas Foley, forseti fulltrúadeildar Bandarikjaþings, ræðir við frétta- menn í þinghúsinu i Washington. Simamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.