Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990.
25
Sviðsljós
Mark Phillips fjarri fjölskyldunni
Mark Phillips, eiginmaður Önnu
prinsessu, eyðir jólunum ekki með
flölskyldu sinni. Prinsinn flaug til
Washington fyrir jólin í leynilega
Mark Phillips.
heimsókn eins og bresku blöðin orða
það. Peter, 13 ára, og Zara, 9 ára,
verða því ekki með föður sínum yfir
hátíðirnar. Það hefur lengi verið al-
talað í Englandi að samband Önnu
prinsessu og Marks Phillips væri
skrítið en Elísabet drottning hefur
þó ekki viljað viðurkenna hjóna-
skilnað. Mark Phillips var einnig í
Bandaríkjunum um síðustu jól og
áramót. Hjónabandsörðugleikar
Önnu prinsessu hafa veriö viðkvæmt
mál hjá konungsfjölskyldunni en
sem kunnugt er skildu þau Margrét,
systir Elísabetar, og Snowdon lá-
varður fyrir allnokkrum árum.
Michelle
Pfeiffer
komin
með
nýjan
Þrátt fyrir góðar tilraunir tókst
Michelle Pfeiffer ekki að lauma sér
fram hjá fréttaljósmyndurum þegar
hún kom til flugvallarins í Los Ang-
eles. Pfeiffer var í þeim erindagjörð-
um að vera viðstödd frumsýningu á
nýjustu mynd sinni, The Russia
House, sem Sviðsljós hefur reyndar
greint frá. Til upprifjunar skal þess
getið að mótleikari hennar í þeirri
mynd er enginn annar en skoski
sjarmörinn og fyrrum njósnari
hennar hátignar (007), Sean Conn-
ery.
Við komuna til Los Angeles var
Pfeiffer klædd síðum frakka, með
hatt á höfði og sólgleraugu á nefinu
en fréttahaukarnir þar vestra létu
ekki blekkjast og sáu strax hver var
þar á ferð. Það bar vel í veiði því að
með henni var Fisher nokkur Ste-
vens en sagt er aö þau séu saman
öllum stundum. Skötuhjúin fara þó
varlega í sakirnar og ekki er gert ráð
fyrir að kirkjuklukkurnar hljómi,
a.m.k. ekki alveg strax. Pfeiffer, sem
þykir’ bæði góð leikkona og myndar-
leg í þokkabót, er 32 ára en Stevens
er aðeins yngri, eða 26 ára.
STAÐGREIÐSLA
Skatthlutfall
og persónuafsláttur
árið 1991
r
Aríðandi er að launagreiðendur kynni sér
rétt skatthlutfall og skattafslátt 1991
Þrátt fyrir breytingar á almennu skatt-
hlutfalli og persónuafslætti verða ný
skattkort ekki gefin út til þeirra sem
þegar hafa fengið skattkort.
Frá og með 1. janúar 1991 ber launa-
greiðanda því að reikna staðgreiðslu af
launum miðað við auglýst skatthlutfall
og upphæð persónuafsláttar og taka
tillit til þess hlutfalls persónuafsláttar
sem tilgreint er á skattkorti launamanns.
Ný skattkort sem gilda fyrir árið 1991
verða einungis gefin út til þeirra sem
öðlast rétttil þeirra í fyrsta sinn. Á þeim
verður aðeins tilgreint hlutfall persónu-
afsláttar auk persónubundinna upplýs-
inga um launamanninn en skatthlutfall
og upphæð persónuafsláttar kemur þar
ekki fram.
Frá og með 1. janúar 1991 eru fallin úr
gildi eftirfarandi skattkort: Skattkort
með uppsöfnuðum persónuafslætti og
námsmannaskattkort útgefin 1988-1990.
Skatthlutfall
staðgreiðslu er 39,79%
Á árinu 1991 verður skatthlutfall
staðgreiðslu 39.79%. Skatthlutfall
barna, þ.e. sem fædd eru 1976 eða
síðar, verður 6%.
Persónuafsláttur
er22.831 kr.
Persónuafsláttur ársins 1991 hefurverið
ákveðinn 273.969 kr. Mánaðarlegur
persónuafsláttur verður þá 22.831 kr.
Sjómannaafsláttur
er 630 kr.
Sjómannaafsláttur ársins 1991 verður
630 kr. fyrir hvern dag sém maður telst
stunda sjómannsstörf.
Breytingar síðar á árinu
Breytingar sem kunna að verða á upp-
hæð persónu- og sjómannaafsláttar
síðar á þessu ári verða auglýstar sér-
staklega. Auk þess fá allir launagreið-
endur sem hafa tilkynnt sig til launa-
greiðendaskrár RSK orðsendingu um
breytingar á fjárhæðum.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Pfeitfer og Stevens við komuna til
Los Angeles.