Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 54
66 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. Afmæli Einar Guðbj artsson Einar Guðbjartsson, Eskihlíð 29, fyrrverandi stýrimaður og starfs- maður íslenskra aðalverktaka, verður níræður 1. janúar. Einar fæddist á Kollsá í Grunna- víkurhreppi. Hann stundaði nám einn vetur í bamaskóla á Hesteyri. Hann lauk fiski- og farmannaprófi frá Stýrimannaskóla íslands 1925. Einar byrjaði sjóróðra með stjúpa sínum, Tómasi Guömundssyni, 1918 frá Staðareyrum á Jökulfjörðum og með ýmsum öðrum frá Hnífsdal og Kálfadal undir Óshlíð. Einar flyst til Reykjavíkur í febrú- ar 1922 og fær skipsrúm á togaran- um Hilmi og síðan Max Pemerton. Skipstjórar voru Halldór Þorsteins- son í Háteigi og frændi Einars og sveitungi, Pétur Maack. Var á þess- um skipum og ýmsum öðrum fiski- bátum og fraktskipum fram til des- ember 1932 er hann veiktist og varð að hætta hjá þessari útgerð. Gerðist stýrimaður á togaranum Karlsefni um 1941 og er óslitið á fyrstu tveim- ur skipunum með því nafni til árs- ins 1952 með sama skipstjóra, Halld- óri Ingimarssyni, hætti þá sjó- mennsku. Ræðst til íslenskra aðal- Verktaka 1954 og starfar þar til hann lætur af störfum árið 1982, þá 81 árs, lengst af sem eftirlitsmaður á bílaverkstæði. Fyrri kona Einars var Karólína Jónsdóttir frá Norðfirði, f. 20.3.1903, d. 10.6.1932. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, síldareftirlistmaður á Norðfirði, og Anna Ámadóttir. Karólína og Einar áttu tvö börn, Sigurgísla Jörgen, rafmagnsverk- fræðing í Svíþjóð, f. 15.4.1930. Fyrri kona Ulla Einarsson og áttu þau 1 barn. Síðari kona Maj-Britt og á hún tvöbörn. Ragnheiður Ingibjörg húsmóðir á Reyðarfirði, f. 29.1.1932, eiginmaður Kristinn Einarsson, fyrrverandi skólastjóri, og eiga þau 6 börn. Síðari kona var Sigrún J. Einars- dóttir, f. 24.4.1907. Foreldrar hennar Engilráð Benediktsdóttir og Einar Bæringsson, bóndi og hreppstjóri á Dynjanda í Jökulfjörðum. Börn Sig- rúnar og Einars eru: Ingi Dóri fram- kvæmdastjóri, f. 29.5.1939, eigin- kona Sigurlaug Gísladóttir húsmóð- ir, eiga þau fimm börn. Jónína Þóra félags- ogtómstundafulltrúi, f. 5.9. 1940, eiginmaður Ægir Ólason veiði- eftirlitsmaður, eiga þau 4 börn. Guð- björt Jóhanna húsmóðir, f. 13.5. 1952, eiginmaður Jón Ormar Sigfús- son og eiga þau 4 börn. Systkini Einars eru: Jónína Þ. Guðbjartsdóttir húsmóðir, f. 24.8. 1902, d. 9.6.1988, maki Guðbjartur Ásgeirsson skipstjóri, áttu þau 5 börn. Fóstursystkini: GuðbjörgKristj- ánsdóttir, látin; Sigurður Sólberg Finnbogason, látinn; Ragnar G. Maríasson sjómaður og smiður; lát- inn; Elín Þorbjörnsdóttir, bóndi og verkakona, hún er látin, og Ragnar Ingi Hálfdánarson. Foreldrar Einars voru Guðbjartur . Kristjánsson bóndi, f. 10.7.1863, d. 30.8.1915, og Ragnheiður Ingibjörg Jónsdóttir, f. 8.10.1877, d. 15.10.1968. Stjúpfaðir Tómas Guðmundsson, bóndi og hreppstjóri, f. 26.12.1887, d. 28.3.1975. Afmælisbarnið tekur á móti vin- Einar Guðbjartsson. um og vandamönnum í Félags- heimili Seltjarnarness á milli kl. 18.00 og 20.00 á afmælisdaginn 1. jan- úar. afmælið 1. janúar 50ára 90 ára E inar Guðbj artsson, Eskihlíð 29, Reykjavík. Guðmunda Stefánsdóttir, Geirakoti 1, Sandvíkurhreppi. Brynhildur Pálsdóttir, GrenimelS, Reykjavík. Eyjólfur Guðmundsson, Dunhaga 23, Reykjavík. Sigurður Bjarnason, Hlemmiskeiöi 4, Skeiðahreppi. 70ára Ottó Jónsson, Flyðrugranda 10, Reykjavík. Friðrik Jónsson, Háukinn9, Hafharfirði. Ólöf H. Sigurðardóttir, Hörgshlíð 8, Reykjavík. ThiNgonNguyen, Hagamel 43, Reykjavík. Fjóla Ólafsdóttir, Drekavogi 16, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu á afmælisdaginn kl. 14-18. Haukur Þorhjörnsson, Einholti28, Akureyri. Kinar Brandsson, Álftahólum 4, Reykjavík. Unnur Sigfinnsdóttir, Þiljuvöllum 12, Neskaupstað. Auður Kristin Jóhannsdóttir, Stangarholti 36, Reykjavík. Gunniaugur Baldvinsson, Skógarlundi 21, Seltjarnarnesi. Bergþór Ólafsson, Hafnargötu 5, Bakkafírði. Oddhjörg Júlíusdóttir, Kambsvegi 16, Reykjavík. Þórólfur Friðþj ófsson, Ásgötu 18, Raufarhöfn. Ingibjörg Guðfinnsdóttir, Skólastíg 8, Bolungarvík. Guðlaug Sveinbjömsdóttir, Sundlaugavegi 29, Reykjavík. Herdis Magnúsdóttir, Bjarkargrund 42, Akranesi. 40ára Ella Stefánsdóttir, Rofabæ 27, Reykjavík. Elfa Ragnheiður Guðnadóttir, Kóngsbakka 11, Reykjavík. Margrét A. Halldórsdóttir, Öldugötu 10, Reykjavík. Kjartan Stefánsson, Sæbólsbraut 17, Kópavogi. Eiríkur Hermannsson, Björk.Garöi. IngibjörgK. Georgsdóttir, Hátúni35, Keflavík. Vignir S. Hjaltason, Funafold 61, Reykjavík. Kristhjörg Óladóttir, Birkihlíð8, Sauðárkróki. Svanhildur Jónsdóttir, Vesturbergi 6, Reykjavík. Ása Helga Halldórsdóttir, Berugötu 20, Borgamesi. Gunnar Guðnason, Langholtsvegi 172, Reykjavík. Alexander Hallgrimsson, Hásteinsvegi 33, Stokkseyri. 75 ára 60ára UMFERÐAR RÁÐ Gísli Erlendsson Gísli Erlendsson rekstrartækni- fræðingur, Þingaseli 1, er fimmtug- urámorgun. Gísli er fæddur á Selfossi. Hann stundaði nám í vélvirkjun hjá Kaup- félagi Árnesinga Selfossi 1957 til 1961. Nám í Vélskóla íslands 1962 til 1965. Nám í tæknifræði við Tækni- skóla íslands og Tækniskólann í Bergen 1965 til 1968. Próf sem rekstr- artæknifræðingur frá Tækniskól- anum í Bergen 1968. Starfaði sem hagræðingarráöu- nautur og ráðgjafi hjá frystihúsum Sambands íslenskra samvinnufé- laga frá 1968 til 1973. Frá 1972 til 1990 framkvæmdastjóri og rekstrar- ráðgjafi hjá tækni- og tölvufyrir- tækjunum Rekstrartækni hf. og R.T. Tölvutækni hf. Frá 1988 fram- kvæmdastjóri fyrir tækniþjónustu- fyrirtækið Hjarn hf. að hluta og al- farið frá sumrinu 1990. Stjórnar- formaður í iðnfyrirtækinu Kæli- og frystivélumfrá 1987. Stjórnarmaöur í ráðgjafarfyrirtækinu Icefishco frá stofnun 1986. Stjórnarmaður í norska ráðgjafarfyrirtækinu Norficoas.frál987. Trúnaðarstörf: Sat í prófnefnd járniðnaðarmanna í Árnessýslu 1962 til 1966. Stjórnarmaður og síðan formaður Hjólhúsaklúbbs íslands 1974 til 1982. Stofnfélagi að Hagræð- ingarfélagi íslands 1983 og í stjórn þess til ársins 1988. Stofnfélagi í Félagi íslenskra rekstrarráðgjafa og í stjórn þess frá 1985. Meðdómari í borgardómi Reykjavíkur í nokkur skipti. Ritstörf: Ýmsar greinar í tæknirit um tækni- og tölvumálefni aukferðamála. Gísli kvæntist 30.12.1960 Jónínu Hjartardóttur, húsmóður og skrif- stofumanni, f. 25.11.1942. Foreldrar hennar voru JóhannaHannesdóttir, f. 7.6.1898 að Stóru-Sandvík í Flóa, d. 3.7.1981, ogHjörtur Sigurðsson, f. 4.1.1898 að Holti í Arnarbælis- hverfi í Ölfusi, d. 19.6.1981. Börn: Helga, f. 24.2.1960 á Sel- fossi, tölvuforritari og húsfreyja í Reykjavík, maki Indriði Þorkelsson lögfræðingur og eiga þau þrjú börn. Hjördís Jóna, f. 7.1.1967, tölvurit- ari og húsfreyja í Reykjavík, maki Andrés Sigurðarson rekstrarráð- gjafi og eiga þau 1 barn. Huldaf. 24.1.1977. Systkini: Erla, f. 11.6.1934, móðir Guðrún Sigfúsdóttir, maki Ámi Guðmundsson og eiga þau þrjú börn. Sigurður Jóhannes, f. 23.3.1946, Gísli Erlendsson. móðir Helga Gísladóttir, maki til 1989 Auðbjörg Einarsdóttir, eiga þau þrjú börn. Sambýliskona Helga Daníelsdóttir. Rögnvaldur, f. 17.8.1952, d. 16.8. 1957. Foreldrar: Erlendur Sigurjónsson, hitaveitustjóri á Selfossi, f. 12.9.1911 á Tindum Svínavatnshreppi, A- Hún., d. 17.41988, og Helga Gísla- dóttir, f. 16.9.1919 að Stóru-Reykjum í Hraungerðishreppi, Árn., d. 25.2. 1987. Sviðsljós Frumsýningar í Ameríku: Stórstj ömumar mæta grimmt í henni Ameríku þykir það alveg lífsspursmál að mæta á réttu mannamótin og gildir þá einu hvort viðkomandi fær boðsmiða eða greiðir einhver reiðinnar ósköp fyrir herlegheitin. Eitt af þessum mannamótum eru frumsýningar kvikmynda og skiptir þá htlu máli hvort stjörnurnar leika í myndinni eða ekki. Aöalatriðið er aö mæta á staðinn í rétta klæðnaðinum og með heppilegan förunaut. Fyrir skömmu voru frumsýndar myndirnar Havana og Mermaids og þá mætti auðvitað rétta fólkið. Meðal þeirra sem sprönguðu um bíóin voru Robert Redford og Cher en þau eru í aðalhlutverkum í þess- um myndum, Redford í Havana og Cher í Mermaids. Aðrir þekktir leikarar, sem létu sjá sig, voru Glenn Close, Roy Scheider og James Taylor. Sumar stjörnurnar taka þetta hlutverk svo alvarlega aö það liggur við að þær ofkeyri sig á þessum samkundum og í þann hóp fellur víst Cher. Að sögn Win- onu Ryder, sem lék með Cher í Mermaids, verður Cher að passa sig, annars ofkeyrir hún sig hrein- lega. Auk leikara, og reyndar tónhst- armanna líka, eru aðrar þekktar persónur farnar að venja komur sínar á þessi mannamót og á frum- sýningunni á Havana mátti sjá eng- an annan en Bobby Kennedy yngri ásamt konu sinni. Eins við var að búast þurfti hann að fara bak- dyramegin inn í frumsýningar- partíið, enda frægur maöur þar á ferð. í þessum partíum er þó ekki mikið veitt af áfengi eða öðrum vímuefnum. Nú þykir nefnilega fínt að drekka bara ávaxtasafa. Cher þeytist á milli frumsýninga þessa dagana. Svo mikill er hama- gangurinn að engu má muna að hún ofkeyri sig á öllu saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.