Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990.
45
Það er jafnan mjög gott að hafa
eitthvert miðnætursnarl eftir að hið
nýja ár gengur í garð. Menn hafa þá
verið úti við að sprengja rakettur og
flugelda og hungrið og kuldinn gera
það að verkum að eitthvað heitt er
vel þegið. Helgarblaðið ákvað að
finna nokkra létta góða rétti handa
miðnætursvöngum en gjarnan má
hafa þá tilbúna áður þannig að að-
eins þarf að Jjgra þá fram eða hita
upp ef með þarf. Hér kemur til dæm-
is ljúffengt rækjupæ sem ætti að vera
hægt að matreiða fyrr um daginn og
stinga síðan í ofninn rétt fyrir
klukknaóminn klukkan tólf.
Rækjupæ
3 plötur fryst smjördeig
1 egg
Fylling
4 dl sýrður ijómi
'A fisksoðsteningiu-
1 pk. kavíar
400 g hreinsaðar rækjur
Punt
dill, sítróna og kavíar
Aðferó
Látið smjördeigið þiðna í 15-20
mínútur. Fletjið það út og klæðið
með því eldfast form, t.d. pædisk, ca
24 sm. Pikkið í deigið með gaffli.
Hrærið eggið og penslið yfir deigið.
Sett í ofn í 15-20 mínútur við 200
gráða hita þar til deigiö fær á sig
gylltan blæ. Kælið.
Hitið sýrða rjómann varlega upp að
suðu. Setjið fiskteninginn í og látið
hann leysast upp. Blandið kavíarn-
um og rækjunum saman við en
geymið smávegis af hvorutveggja í
puntið. Hitið - má ekki sjóða. Hellið
síðan fyllingunni yflr deigið og punt-
ið. Berið fram strax en rétturinn er
mjög góður með köldu hvítvíni.
Steiktar pylsur
Gott getur verið og fljótlagað að
steikja pylsur á pönnu og bera síðan
góð salöt með og kartöflumús. Einnig
getur góð uppskrift að kartöflusalati
komið í stað kartöflumúsarinnar og
þá er einnig gott að hafa hrásalat.
Kartöflusalat
750 g soðnar kartöflur, skornar rten-
inga
1 laukur, saxaður
2 epli, skorin smátt
2 hakkaðar asíur
2'A dl.. sýrður rjómi
4 msk. majónes
1 msk. sinnep
malaður pipar
Hrærið saman ijómanum, majó-
nesinu, sinnepinu og piparnum. Bæt-
ið rólega í salatið kartöflunum, epl-
unum, lauknum og asíunum. Látið
kartöflusalatið á kaldan stað. Skreyt-
iö með difli eða blaðlaukshringjum.
Kartöflusalatið má vel búa til daginn
áður.
Kínverskar
pönnukökur
Pönnukökudeig
3 egg
8 dl mjólk
4 dl hveiti
'A tsk. salt
2 msk. smjörlíki
1 dl rifmn ostur
Fylling
2 stk. laukur
2 msk. smjörlíki
Smurt brauð með ýmsu gódgæti.
Margvíslegt
áramóta-
góðgæti
'A tsk. karrí
200 g hvítkál
2 stk. gulrætur
1 msk. hveiti
4 msk. tómatþykkni
1 dl vatn
salt og pipar
Lagið pönnukökudeigið. Bræðið
feitina og bætið henni í.
Snyrtið og saxið laukinn. Steikið
hann í feitinni. Karrí sett út í. Saxið
hvítkáliö smátt. Flysjið gulrætumar
og rífiö þær gróft niður. Bætið öllu
saman á pönnuna og hræriö því vel
saman. Stráið hveitinu yfir. Bleytið
í með tómatþykkninu og vatninu.
Bragðbætið með salti og pipar. Látið
allt sjóða um 10 mínútur.
Bakið pönnukökurnar. Leggið fyll-
inguna innan í og raðið þeim síðan
í ofnfast form. Stráið ostinum yfir
og gratínerið í 250 gráða heitum ofni
í um tíu mínútur.
Berið kínverska eða japanska soja-
sósu fram með réttinum. Tómatsalat
gæti líka farið vel með.
(Úr bókinni Ódýrt og gott)
Austurrískar
keisarabollur
25 stk.
25 g smjör
5 dl mjólk
50 g ger
1 tsk. salt
Zi msk. sykur eða hungang
ca 12 dl hveiti
Bræðið smjörið og setjið mjólkina
út í. Hrærið gerið út í. Bætið salti,
sykri og hveiti í þar til deigið verður
mjúkt. Látið deigið hefa sig í minnst
15 mínútur.
Skiptið því síðan niður í 25 jafn-
stóra bita. Fletjið og bijótiö kantana
saman. Leggið þá síðan á hvolf
(uppábrotið snýr niður) á bökunar-
plötu og látið hefa sig í þijátíu mínút-
ur. Snúið rúnstykkjunum við og bak-
ið við 250 gráða hita í 10-12 mínútur.
Keisarabollurnar eru góðar smurðar
og með áleggi eða sem súpubrauð.
Pönnupitsa
Fylling:
tómatsósa
nýir tómatar
250 g nýir sveppir
'A laukur
1 rauð paprika
1 tsk. oregano
1-2 dl rifmn ostur
Deigið
2 dl hveiti
'A tsk. lyftiduft
% tsk. salt
'/2 dl olía
1 egg
ca 3/4 dl vatn
Gerið fyllinguna fyrst. Hakkið
laukinn, hreinsið sveppina og skerið
í skífur og paprikuna í teninga.
Bræðið smjör á pönnunni og leyfið
þessu að malla þar til laukurinn
verður glær. Takið þá af pönnunni.
Hnoðið öllum þurrefnum saman
fyrst, síöan ofiu, egginu og vatninu.
Setjið deigiö á pönnuna og steikið í
4-5 mínútur á annarri hliðinni og
snúið síöan við. Smyrjið yfir með
tómatsósunni og leggið tómatskíf-
urnar yfir. Setjiö síðan lauk og
sveppafyllinguna yfir og kryddið
með oregano. Þá er rifinn ostur sett-
ur yfir. Setjið lok á pönnuna og látið
steikjast áfram í 8 mínútur á miðl-
ungshita. Berið pitsuna á borð á
pönnunni. Gott er að hafa hrásalat
með.
Smurbrauð
Smurt brauð er alltaf vel þegið en
hægt er að búa það til á margvíslegan
hátt. Sumir kjósa heitt brauð og er
þá mjög gott að raða steiktum beik-
onskífum á fransbrauðsneið, svepp-
um og eplaskífum og ostsneiðum
yfir. Brauðinu er stungið í ofn og
hitað þar til osturinn bráðnar. Einnig
er gott að raða sveppum og blaðlauk
á brauðið og ostsneiðunum ofan á.
Réttast er að láta hugmyndaflugið
ráða.
Á kaldar brauðsneioar er gott að
raða t.d. salatblaði, flskbúðingsbita,
fínt skornum blaölauk, sítrónu og
Rækjupæ með kaviar.
Heitt brauð með beikoni og fleiru.
Fyllt brauð.
Pönnupitsa.
majónesi...
... eða kjötbúðinssneið með tómat-
skífu og agúrku...
... einnig’ má nota síldarbita eða
sardínu í tómat með saltatblaði...
... eða afgang af kjúklingi á salat-
blaði með paprikusneið...
... afgang af laxi eða öðrum fiski á
salatblaði með sýrðum ijóma og
fersku dilli...
... camembertosteðabriemeðpapr-
iki, appelsínusneið eða öðrum
ávöxtum...
-ELA