Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 36
■48 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. Miruiisverðustu atburðir ársins 1990 Steingrímur Hermannsson: Óttast undirtök harðlínu- mannaí Sovétríkjun- um „Afinnlend- um atburöum á árinu er þjóðarsáttin ogfram- kvæmdhenn- ar mér hvað minnisstæð- ust. Þessi breiða sam- staða aðila vinnumark- aðarins, bænda og stjórnvalda um að kveða verðbólgudrauginn niður hefur skil- að miklum árangri," segir Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra. Steingrímur segir aö af erlendum atburðum sé leiðtogafundurinn í París sér ofarlega í huga. Hann segir að sér hafi þótt það stórkostlegt að geta fyrir hönd þjóðarinnar skrifað undir sáttmála um grið og fækkun vopna; heitið því að fara ekki með ófrið á hendur öðrum þjóðum. Á komandi ári væntir Steingrímur þess að áfram haldist breið og traust samstaða um að skapa stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar. Hann segist telja að vindar blási þannig í þjóðfélaginu en telur sig þó sjá ýmis hættumerki á ferðinni, til dæmis í vöxtunum. „Á hinum alþjóðlega vettvangi sé ég varhugaverðar blikur á lofti. Á ég þá ekki síst við það sem er að gerast í Sovétríkjunum og þau undirtök sem harðlínumenn þar virðast vera að ná. Ég óttast að þróunin þar geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í fór með sér og stefnt í voða öllu því góða sem áunnist hefur í Evrópu upp á síðkastið. Ég bind hins vegar miklar vonir viö það að okkur takist að ná viðunandi samningum við EB og þar með verði full aðild úr sögunni.“ -kaa Nauðungaruppboð 3ja og síðasta á eftirtalinni eign fer fram á eigninni sjálfri á neðangreindum tima: Hólagata 5, neðri hæð, 39,9%, Njarðvík, þingl. eigandi Ingibjörg Þórhalls- dóttir miðvikudaginn 2. janúar 1991 kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Sigríður Jósefsdóttir hdl., Eggert B. Ólafsson hdl., Landsbanki íslands og Ólafur Axelsson hrl. Bæjarfógetinn I Keflavík, Njarðvík og Grindavík, sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. FYLLINGAREFNI Höfum fyrirliggjandi grús á hagstæöu veröi. Gott efni, lítil rýrnun, frostþoliö og þjappast Ennfremur höfum viö fyrirliggjandi^ sand og möl af ýmsum grófleika. mwmmmwm mw* Sævarhöfða 13 - sími 681833 IÐNSKÓUNNI REYKJAVÍK Kvöldnám Meistaranám, rafeindavirkjun, tölvubraut, tækni- teiknun, grunndeild rafiöna. Almennt nám: enska, íslenska, stæröfræði, tölvu- fræöi, vélritun. Innritun 2. og 3. janúar 1991 kl. 17-19. VINNINGSNUMER í Happdrætti Krabbameinsfélagsins -------Dreglö 24. desember 1990 - VOLVO 460 GLE: 8739 165878 185171 DAIHATSU CHARADE SEDAN SGi: 30301 70090 157044 VINNINGAR ÁKR. 120.000: Vörur eöa þjónusta frá BYKO, Hagkaupum, Húsgagnahöllinni, Rgdíóbúöinni, Úrvali-Útsýn eöa Útilífi. 7411 33065 50767 87274 109142 123073 142126 152232 186133 13629 35412 63670 99802 110065 123152 142564 161911 186905 13907 39910 70776 100370 110259 124224 142594 162524 20427 41343 72061 101720 115646 129091 142912 165670 24809 44506 72732 102517 119099 133933 143476 177151 32227 47713 77457 108606 122958 138792 146666 181745 VINNINGAR Á KR. 60.000: Vörur eöa þjónusta frá sömu aöilum. 3496 17881 30594 55895 82203 104231 136545 157663 179596 4915 18377 30979 73847 85548 107953 137348 162314 186251 5286 24636 33078 76363 86215 111272 138772 170507 10753 25112 33553 77541 93992 113106 141747 177090 12364 27980 36136 79588 95602 122314 146010 177260 13159 30126 53878 80110 98863 132591 151802 179455 Handhafar vinningsmiöa framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins aö Skógarhlíö 8, sími 621414. Krabbameinsfélagiö þakkar landsmönnum veittan stuöning. i Krabbameinsfélagið Þorbergur Aðalsteinsson: Mildar breyt- ingar hjá mér „Fyrirmiger minnisstæð- astþegar ég flutti aftur heim til ís- lands frá Svi- þjóðþar sem égvarínokk- ur ár. Einnig aðbyijaí nýju starfi semlands- liðsþjálfari. Þessir tveir þættir ollu miklum breytingum hjá mér og fjölskyldu minni,“ sagöi Þorbergur Aðaísteins- son, landshðsþjálfari í handknatt- leik. „Þá finnst mér þróunin í pólitíkinni austantjalds mjög ánægjuleg en samt held ég aö menn geri sér ekki grein fyrir því hve þróunin þar hefur mik- il áhrif fyrir fólkið almennt, sérstak- lega efnahagslega séð. Varðandi næsta ár stefni ég auðvitaö fyrst og fremst að því aö sú jákvæöa stig- andi, sem verið hefur í leik íslenska landsliðsins, haldi áfram,“ sagði Þor- bergur Aöalsteinsson. -SK Pétur Guðmundsson: íslandsmetið minnisstæð- ast „Þaðerengin spurning hvað er mér minnisstæð- astfráhðnu ári. Það er auðvitaðís- landsmetið utanhúss í kúluvarpinu. Þettaeralveg númereitt, tvö og þrjú hjá mér enda hugsa ég ekki um ann- að en kúluvarpsagði Pétur Guð- mundsson kúluvarpari en hann setti sem kunnugt er íslandsmet í kúlu- varpi utanhúss á árinu. „Mér er einnig minnisstætt frá liðnu ári að ég eignaðist dóttur í maí og koma hennar í heiminn skipti sköp- um fyrir mig. Varðandi næsta ár þá vonast ég auðvitað eftir því að standa mig vel á stórmótunum erlendis sem framundan eru og að bæta árangur minn enn frekar í kúluvarpinu sagði Pétur Guðmundsson. -SK Kristján Arason: Persailóadeil- an stendur upp úr „Persónulega stendureinn viðburöur uppúrásíö- asta ári en þaðersigur okkaríTekaí Evrópu- keppnibikar- hafaíhand- knattleik,“ sagðiKristján Arason, handknattleiksmaður hjá Teka á Spáni. „Áð öðru leyti stendur deilan við Persaílóa upp úr og þeir viðburðir allir sem þar hafa verið að gerast. Einnig er sameining þýsku ríkjanna minnisstæð. Hvað næsta ár varðar þá vona ég að ég verði unglegri en ég er í dag á næsta ári. í íþróttunum vona ég að okkur takist að vinna meistaratitil- inn aftur og almennt séð að deilan við Persaflóa leysist á friðsamlegan hátt og án átaka," sagði Kristján Arason. -SK Ólafur Ragnar Grímsson: „Ólganþandi hverja taug í salnum'' „Persónulega/ ermérminn- isstæðastfrá hðnuáriþeg- arég stóðá svölunum í sovéskaþing- inuiupphafi desemberog skynjaöi þá raunverulegu lýöræöislegu byltingu sem þar hefur átt sér stað. Maöur skynj- aði spennuna sem helgaðist af því að enginn vissi hvað myndi gerast næsta dag. Skyndileg afsögn She- vardnadses þrem vikum seinna er aö mínu mati gott dæmi þá ólgu sem þandi hveija taug í salnum," segir Ólafur Ragnar Grímsson frármála- ráðherra. Ólafur segir árið 1990 hafa verið ár nýrra tíma í íslenskum efnahagsmál- um og að aðgerðir síðustu tveggja ára hafi í raun breytt landakortinu í ís- lenskri hagstjóm. Til marks um þetta bendir hann á aö nú um ára- mótin tali enginn um þörfina á efna- hagsaðgeröum. „Á nýju ári munu íslendingar velja um það í kosningum hvort varðveita eigi nýfenginn stöðugleika í efna- hagsmálum og festa hann í sessi eða hvort hætta eigi á að óstjóm fyrri ára haldi innreiö sína á ný. Kosning- arnar veröa merkileg lýöræðisleg prófraun og ég er bjartsýnn á niður- stöðuna." -kaa Happdrætti Styrktarfélags vangefinna Vinningsnúmer Fyrsti vinr\ingur: Toyota Corolla 1600 G Li, nr. 17341. Annar vinningur: Mitsubishi Lancer 1500 GLX, nr. 39674. Þriðji-tólfti vinningur: Bifreiðar að eigin vali, hver að upphæð kr. 620.000, nr. 7025, 11213, 17059. 17574, 37178, 47573, 70048, 72321, 80827, 98420. Þökkum veittan stuðning. Gleðiiegt ár. Styrktarfélag vangefinna DV Jón Baldvin Hannibalsson: Fæðing dótt- ursonarins minnisstæð- asti atburður- inn „Fæöing dótt- ursonar míns, Starkaðar Sigurðarson- ar, eríhuga mér minnis- stæöasti at- burðurinnfrá því ári sem nú eraðlíða,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um áriö 1990. Á komandi ári kvaöst hann vænta mik- illar vinnu og ótæpilegrar vinnu- gleði. -kaa Pétur Pétursson: Fjölskyldan gengurfyrir „Efstímínum huga eru auð- vitað allar þærbreyting- ar sem átt hafa sér stað í Austur-Evr- ópu. Þetta eru rosalega merkilegar breytingar og ekkihvað síst sameining Þýskalands,“ sagði Pétur Pétursson knattspyrnumaður. „Úr íþróttalífinu er mér minnisstætt aö Arnór Guöjohnsen skyldi komast aö hjá franska liðinu Bordeaux. Það var mjög gott hjá honum. Ef við tölum um næsta ár þá hefur maður auðvitað væntingar varðandi fótboltann en fjölskyldan er farin aö ganga fyrir. Ég vona að ég og mín fjölskylda verðum hress og kát á nýju ári, að heilsa og annað verði í lagi og okkur gangi allt í haginn," sagöi Pétur Pétursson. -SK Geir Sveinsson: Að rækta sambandið og lífið „Frá mínum bæjardyrum séö ermér minnisstæð- astþegar landsliöinu tókst ekkiað halda sér í A- keppni heimsmeist- arakeppninn- ar. Það er minnisstæð- ast og um leið sorglegasti atburður ársinssagði Geir Sveinsson sem leikur handknattleik með Granollers' á Spáni. „Einnig kemur sameining Þýska- laands upp í hugann en það fannst mér virkilega ánægjuleg þróun. Ég ræddi viö Þjóöveija á dögunum og hann sagði mér að enn væri þó langt íland. Varðandi næsta ár hef ég sett það á oddinn að standa mig vel með hði mínu á Spáni, það er númer eitt. Einnig er mér ofarlega í huga að ég nái að rækta vel mitt samband og lífið betur," sagði handknattleiks- maðurinn Geir Sveinsson. -SK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.