Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. Hálfsystirin fannst óvænt í Bandaríkjunum fyrir tæpum fimm árum: Nú eru systkin in öll fundin - hálfbróðir og hálfsystir komu einnig í leitimar Svala Pálsdóttir. Terry, hálfsystir Svölu, ásamt eiginmanni sinum. Fyrir tæpum fimm árum var sagt frá því í DV að hálfsystir konu í Keflavik hefði óvænt komið í leitirn- ar í Bandaríkjunum eftir margra ára eftirgrennslan. Fréttinni fylgdi mynd af hinni hamingjusömu konu, Svölu Pálsdóttur, og „týndu“ systurinni sem var komin alla leið að vestan til að heimsækja skyldfólk sitt á ís- landi. Hún heitir Brenda Sue Matt- hews. Einnig var á myndinni Ragnar Halldórsson háskólanemi sem fann systurina. I blaðagreininni skýrir Ragnar frá því hvernig það atvikaðist að hann kynntist Brendu. Bandarískur skóla- félagi hans bauð honum á blakæf- ingu á lóðinni heima hjá sér og sagði að í næsta húsi byggi stúlka af ís- lensku ætterni. Ragnar gaf sig á tal við stúlkuna. Hún sýndi honum fæð- ingarvottorð móður sinnar, útgefið af séra Guðmundi Guðmundssyni, sóknarpresti á Útskálum í Garöi. Ragnar lagði nöfnin á minnið. Þeg- ar heim kom bað hann fóstru sína, Matthildi Þórðardóttur, að kanna málið. Hún komst fljótt á sporið. Skömmu síðar hringdi BjörgVin Jensson, móöurbróðir Svölu, til hennar og sagði að líklega væri hálf- systir hennar í Bandaríkjunum fundin. Síra Guðmundur og kona hans, Steinvör, heföu sagt honum að þau vissu nafn og heimilisfang dóttur Guðrúnar Jensdóttur, ættaðrar frá Uppsölum í Sandgerði, sem hefði lát- ist í umferðarslysi í Bandaríkjunum árið 1964. Guðrún hafði flutt til Bandaríkj- anna 1955 en Svala var alm upp hjá afa sínum og ömmu í Sandgerði. Fékk að vita um ís- lenskan uppruna sinn í framhaldi af þessu hófst samband þeirra hálfsystranna, Svölu og Brendu. Síðan frásögnin birtist hafa tengslin eflst. Þær skrifast á, tala saman í síma og í byijun júní sl. dvaldi Svala hjá Brendu í hálfan mánuð. „En rétt er að geta þess,“ segir Svala, „að eftir komuna hingað til lands, 1986, ákvað Brenda að ná sambandi við vinkonu móður sinnar, Gerri Smith að nafni. Gerri, sem var nábúi móður minnar vestra, gætti Brendu oft fyrir hana. Sjálf átti Gerri íjögur börn og vildi gjarnan ættleiða Brendu þegar mamma lést en þá voru erfiðir timar. Því varö að ráði aö læknishjón, sem hún þekkti, gengu Brendu í foreldra staö. Þau hafa reynst henni vel. Fljótt létu þau hana vita um íslenskan uppruna hennar. Einnig skýrðu þau henni frá slysinu, sem olli dauða móður henn- ar, og að faðir hennar hefði slasast svo illa í sama skiptið að hann hefði verið með öllu ófær að annast hana. En Gerri veitti ekki aðeins upplýs- ingar," segir Svala, „hún lét Brendu hafa kassa með skjölum, bókum og myndum sem mamma hafði átt. Brenda sendi mér hluta af þessu til íslands. Meðal annars albúm, fullt af myndum af mér sem barni. Greini- legt var að mömmu höföu verið sendar myndir af mér, teknar á æskuheimili minu í Sandgerði, enda á ég fáar myndir frá þeim tíma. Það gladdi mig mikið að fá þær í hend- umar eftir öll þéssi ár.“ Gatekki tilkynnt andlátió Svala fór vestur í sumar að heim- sækja Brendu, sem býr í Columbia í South Carolina, ásamt manni sínum, Tyler Long sölumanni. Brenda er kennari að mennt en hóf lögfræði- nám í haust. „Við ókum til Charles- ton til að hitta Gerri. Hún sýndi okk- ur leiði móður okkar. Þarna spurði ég Gerri nánar um aödraganda að andláti móður minnar og um sein- ustu dagana í lífi hennar. Gerri skýrði mér frá því að hún hefði ekki getað haft samband við fyrri eigin- mann móður minnar og tvö böm þeirra, sem hann haföi umráðarétt yfir, til að tilkynna þeim andlátið. Ég get ekki lýst því hvernig mér varð við. Það hafði aldrei hvarflað að mér að þau vissu kannski ekki að móðir okkar væri látin.“ Trúði að þau myndu finnast Svo að aftur sé vitnað í DV-greinina 1986 þá voru þær systurnar, Svala og Brenda, ákveðnar í því að hafa uppi á þessum tveimur systkinum sínum. Núna, fjórum ámm síðar, sitjum við á heimili Svölu í Keflavík þar sem hún býr ásamt eiginmanni sínum, Magnúsi Daðasyni, og fjórum börnum og spyijum hvemig þær systumar hafi hagað leitinni: „Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir góð áform gerðum við harla lít- ið. Innra með mér trúði ég að eitt- hvað svipað myndi henda með aö finna þau og gerðist með Brendu. Ég treysti því aö forlögin yrðu mér hhð- holl og svo varð,“ svarar Svala. Kunningi kannar málið „Þannig er mál með vexti að skömmu áður en ég fór vestur til Brendu í sumar vorum við hjónin í boði hjá vinafólki okkar. Ferðina bar á góma og það hvemig við Brenda kynntumst. í framhaldi af því sló Magnús þvi fram við einn gestinn, sem vel þekkti til shkra mála, hvern- ig hægt væri að komast á slóð „týndu“ systkinanna. „Ja, æth ég geti ekki hjálpað ykkur í þeim efn- um,“ svaraði hann hæglátlega. Ég greip þetta á lofti og spurði hvort hann gæti í raun og vem kannað málið og hann játti því. Skömrnu síð- ar afhenti ég honum þau gögn sem ég haföi um þau; nöfn, fæðingardaga og ár- annað ekki og lítið til að byggja á,“ sagði Svala. Bróðirinn finnst Samt virtist þetta nægja. Tveimur mánuðum seinna fékk Svala upplýs- ingar um bróður sinn frá þessum manni, heimilisfang, hæð, þyngd og fleira. „Hann er búsettur í Tuscon í Arizona en leit mín hafði alltaf mið- ast við aö þau byggju í Suðurríkjun- um. Þetta var hreint ótrúlegt og óþarft að lýsa tilfmningum mínum. Það er auðvelt að ímynda sér þær. Ég varð alveg friðlaus. Hringdi í tal- samband við útlönd og þeir voru ekki lengi að finna út símanúmerið hjá honum,“ segir Svala. „í raun og veru ætlaöi ég ekki að hringja en einhvern veginn færði símanúmerið hann nær mér.“ Vika leið ogsíminn hringdi Svala segist haí'a hikað en Kjartan, sonur hennar, hvatti hana óspart til að hringja og spurði hvernig hún gæti beðið með það. „Hringdu," sagði hann í sífellu. „Ég reyndi það en lagði á eftir tvær hringingar. Ég var búin að bíða í 26 ár og gat beðið örlítið lengur. Skynsamlegra væri að skrifa honum bréf sem ég og gerði. Það var erfitt. Ég vissi ekki hvort honum væri kunnugt um tilvist mín og hvort hann vissi um lát móöur okkar. Rétt vika leið frá því ég póstlagði bréfið þar til hann hringdi. Ég svaraði í sím- ann og þá var spurt: „Svala Páls- dóttir?" og ég svaraði: Já, það er hún. Síðan heyrði ég langþráð orð: „Þetta er William Bruce Francisco." Þetta var gleðilegt andartak. Við töluðum saman góða stund. Það fyrsta sem hann vildi vita var hvern- ig móðir okkar hefði látist. Síðan sagði hann mér að Terry systir okkar ætti heima í sömu borg og hann. Hann hafði alltaf vitað um tilvist mína en ekki meira. Hann vissi ekki aö Brenda_væri til en ég gaf honum upp símanúmer hennar og hann sagðist ætla að skrifa mér fljótlega.“ Gleðisnauð æska Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sama kvöldið hringdi Terry í Svölu systur sína. „Bæði símtölin voru mjög ánægjuleg en tilfmningarík,“ segir Svala. „Nokkru seinna fékk ég bréf frá Bruce þar sem hann segir frá gleðisnauðri æsku sinni. Árið 1964 fluttu hann og Terry með fóður sín- um ásamt afa og ömmu til Tuscon, Arizona. Skömmu síðar hóf faðir hans sambýli með konu og þremur börnum. Þau ákváöu að flytja til Michigan. Terry varð eftir hjá afa sínum og ömmu en Bruce vildi fara með fóður sínum. „Ég var dauð- hræddur um að verða skilinn eftir," skrifar Bruce. Sambandi fóður hans og þessarar konu lauk innan tveggja ára og það var erfiður timi fyrir Bruce. Hugsaði mikið um móður sína Ekki tók betra við, að því er Bruce
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.