Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. 63 Andlát Sólveig Andrésdóttir, Skólabraut 5, Hellissandi, lést 25. desember. Jónína G. Sigurðardóttir, Ægisíðu 96, lést að kvöldi annars dags jóla í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Sýningar Art-Hún Stangarhyl7 Art-Hún-hópurinn sýnir skúlptúrverk, graíík og myndir, unnar í kol, pastel og olíu, í sýningarsal sínum aö Stangarhyl 7. Opiö alla daga nema sunnudaga í des- ember. Árbæjarsafn sími 84412 Jólasýning Arbæjarsafns opin kl. 13-18. Safnið er opið eftir samkomulagi fyrir hópa frá því í október og fram í mai. Safnkennari tekur á móti skólabörnum. Upplýsingar í síma 84412. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 í safni Ásgríms Jónssonar eru nú sýnd Gallerí List Skipholti í Gallerí List er komið nýtt, skemmtilegt og nýstárlegt úrval af listaverkum: hand- unnið keramik, rakúkeramik, postulín og gler í glugga, skartgripir, grafik, ein- þrykk og vatnslitamyndir eftir íslenska Ustamenn. Opið kl. 10.30-18. Ferðalög Ferðafélag íslands Sunnudagur 30. des. Blysför um Elliðaárdalinn Brottför kl. 16.30 frá Sprengisandi Stutt og skemmtileg fjölskylduganga til að kveðja gott ferðaár. Það vantar rétt innan viö 100 upp á að fjöldi þátttakenda í dagsferðum ársins nái 4000. Mætið því vel í gönguna svo því takmarki verði náð. Ekkert þátttökugjald en blys seld á kr. 150. Mæting viö veitingastaðinn Sprengisand, Bústaðavegi 153, og geng- inn hringur um dalinn. Aætlaður göngu- tími 1,5 til 2 klst. Athugið breytta tíma- setningu írá því sem auglýst er í nýút- komnu fréttabréfi Ferðafélagsins. Messur Frikirkjan í Reykjavík Gamlaársdagur frá kl. 17.30: orgelleikur, Kristín Jóns- dóttir, kl. 18.00 aftansöngur, Dúfa Einars- dóttir syngur einsöng. Nýársdagur, há- tíðarguðsþjónusta kl. 14.00, Þuríður Sig- urðardóttir syngur einsöng. Orgelleikari Violeta Smid. Kirkjan er opin í hádeginu virka daga. Cecil Haraldsson. Keflavíkurkirkj a Gamlársdagur. Aftan- söngur kl. 18. Guðmundur Ólafsson syng- m- stólvers. Einar Örn Einarsson, organ- isti og söngstjóri, syngur litaniu séra Bjarna Þorsteinssonar ásamt kór Kefla- vikurkirkju, Nýársdagpr. Hátiöarguðsþjónusta kl. 14. EOert Eiríksson bæjarstjóri flytur hátíð- arræðu. Hlíf Káradóttir syngur einsöng. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjóm Einars Amar Einarssonar. TiBcyrmiiigar Félag eldri borgara 29. desember kemur gönguhópurinn Hana nú úr Kópavogi í heimsókn. Mun hann leggja af stað frá Kjarvalsstöðum kl. 10. Gengið þaðan að Hverfisgötu 105 og drukkiö þar kaffi. Jólasýning í FÍM- salnum í FÍM-salnum, Garðastræti 6, stendur yfir jólasýning félagsmanna í FÍM. Sýn- ingin er opin virka daga kl. 14-18 og stendur fram í janúar. Áramótadansleikur á Tveimur vinum Tveir vinir ætla að heOsa nýju ári með hörkudansleik og skemmtiatriðum á gamlárskvöld. Tvær hljómsveitir leika fyrir dansi, íslandsvinir og Blautir drop- ar. Aflraunamaðurinn NjáO Torfason mun sýna ótrúleg krafta- og glæfraatriði og einnig mun bóndinn og stórsöngvar- inn Hjalti Guðgeirsson líta inn og syngja nokkur lög með íslandsvinum. Boöið verður upp á nýárshatta og freyðivín við innganginn. Bent er á að miðafjöldi er takmarkaður og er betra aö vera í fyrra faOinu til að tryggja sér. aðgang. Hafnarfjarðarkirkja Gamlársdagur: Aftansöngur kl. 18. Nýársdagur: Hátíðarguösþjónusta kl. 14. Sigurður HaOgrímsson hafnsögumaður predikar. Gunnþór Ingason. Jólagleði í Norræna húsinu Nordmannslaget heldur jólagleði fyrir börn félagsmanna og gesti laugardaginn 29. desember kl. 15. Óháði söfnuðurinn: Barnaskemmtun í Kirkjubæ í dag, 29. desember, kl. 15. Seljakirkja: Jólaskemmtun safnaðarfé- laganna í dag, laugardag, kl. 14. Heimsóknartími á sjúkrahús- um Borgarspítalinn: Gamlársdagur: kl. 13-22. Nýársdagur kl. 14-20. Kleppsspítali: Frjáls heimsóknartími samkvæmt um- tali. Landakotsspítali: Heimsóknartími kl. 14-20 gamlársdag og nýársdag. Landspítalinn: Gamlársdagur: kl. 18-21. Hina dagana er opið eins og venjulega og eftir samkomulagi við hjúkrunarfólk. St. Jósefsspítali: Fijáls heimsóknartími samkvæmt um- tali. Akstur Landleiða um áramót Gamlársdagur Ekið samkvæmt helgidagaáætlun. Síðasta ferð frá Reykjavík kl. 17. Síðasta ferð frá Hafnarfirði kl. 17.30. Síðasta ferð frá Reykjavík til Garða- bæjar kl. 16.55 og frá Vífilsstöðum kl. 17.18. Nýársdagur Akstur hefst kl. 14 og lýkur kl 0.30. Akstur strætisvagna Kópavogs um áramót 1990-1991 Gamlársdagur Ekið samkv. sunnudagaáætlun á 15 mín. fresti til kl. 13.00. Síðustu ferðir: Frá skiptistöð til Rvíkur kl. 16.30 Úr Lækjargötu kl. 16.41 Frá Hlemmi kl. 16.47 í vesturbæ Kópavogs kl. 16.55 I austurbæ Kópavogs kl. 16.55 Nýársdagur. Akstur hefst um kl. 13.45 innan Kópavogs og kl. 14.00 milli Kópa- vogs og Rvíkur. Frá Lækjargötu kl.14.13 Frá Hlemmi kl. 14.17 á 30 mín. fresti samkv. tímat. sunnud.) Sparisjóðsmót í handknattleik Hið árlega Sparisjóösmót í handknattleik verður haldið í íþróttahúsinu viö Kapla- krika sunnudaginn 30. desember. Leikið er í öllum flokkum kvenna og karla. Sparisjóður Haf'narfjarðar gefur öO verð- laun í mótinu. Mótið hefst kl. 9 og verður lokið um kl. 19.30-20.00. Leikið veröur í íþróttahúsinu Kaplakrika. Leiðrétting Hljóðfæraleikararnir í sýningu Þjóðleik- hússins á Ur myndabók Jónasar HaO- grímssonar eru ekki úr Kammersveit Reykjavíkur eins og stóð í fréttatilkynn- ingu frá Þjóðleikhúsinu en þeir eru Hlíf Sigurjónsdóttir, LOja Hjaltadóttir, Sess- elja Halldórsdóttir, Bryndís Halla Gylfa- dóttir og Krzysztof Panus. Læknavakt yfir áramótin Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnar- nes og Kópavog er í HeOsuverndarstöð Reykjavíkur aOan sólarhringinn. Vitj- anabeiönir, símaráðleggingar og tíma- pantanir í síma 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Afgreiðslutími bensínstöðva yfir hátíðarnar Gamlársdagur: kl. 7.30-15. Nýársdagur: Lokað. SjáOsalar eni á eftirtöldum stöðum: Álf- heimum, Ánanaustum, Ártúnshöfða, Bústaöavegi, Hafnarstræti, Hamraborg, Kópavogi, Háaleitisbraut, Hraunbæ, Kleppsvegi, Klöpp v/Skúlagötu, Lauga- vegi 180, Miklubraut, Kringlu megin, Skógarseh v/Skógarhlíð, Suðurfelli, Stórageröi, Ægissíðu, Reykjanesbraut í Garðabæ og í Hafnarfirði á Lækjargötu og Reykjavíkurvegi. Sjálfsalar taka aOir 100 kr. og 1000 króna seðla og sumir hverjir 500 kr. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands um áramót Vaktin verður auglýst í dagbókum dag- blaöanna. Símsvari 33562 á skrifstofu TFÍ gefur upplýsingar um hvar vaktin er hveiju sinni. Vaktin hefur verið skipu- lögð á eftirfarandi hátt: Laugardagur 29. desember kl. 10-13: Tannlæknastofa Páls Ævars Pálssonar, Hamraborg 5, Kópa- vogi, sími 642660. Sunnudagur 30. desember kl. 10-13: Tannlæknastofa Jónasar B. Birgissonar, Laugavegi 126, sími 21210. Gamlárs- dagur, mánudagur 31. desember, kl. 10-13: Tannlæknastofa Sigurgisla íngi- marssonar, Garðatorgi 3, Garðabæ, sími 656588. Nýársdagur, þriðjudagur 1. jan- úar, kl. 10-13: Tannlæknastofa Páls Ævars Pálssonar, Hamraborg 5, Kópa- vcgi, sími 642660. Flug innanlandsflug yfir áramótin Flugleiðir: Á gamlársdag fljúga Flugleiðir til Akur- eyrar kl. 8, 11 og kl. 13, til Vestmanna- eyja kl. 8.15, til Egilsstaða og Norðfjarðar kl. 10.15, til Húsavíkur og Sauðárkróks kl. 8.45, til ísaijarðar kl. 9.45 og til Pat- reksQarðar og Þingeyrar kl. 10. Á nýárs- dag fellur allt flug niöur en næstu daga á eftir verður bætt við ferðum í áætlunar- leiðir. Arnarflug: Á gamlársdag verður flogið til allra staöa fyrir hádegi. Flug fellur niður á nýárs- dag. Ef þörf krefur verður bætt við vélum á áætlunarleiðum í innanlandsflugi svo aö allir komist á leiðarenda. Happdrætti Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Dregið var í símahappdrætti Styrktarfé- heyrnarlausra þann 18. desember sl. og eru vinningsnúmer eftirfarandi: 1.15408, 2. 270, 3. 13829, 4. 273, 5. 18001, 6. 12720, 7. 3105, 8. 16634, 9. 7290, 10. 17553. Vinn- inga má vitja á skrifstofu Félags heyrnar- lausra, Klapparstíg 28, alla virka daga, sími 91-13560. Félagið þakkar veittan stuðning. Hausthappdrætti Félags heyrnarlausra Dregið var í Hausthappdrætti Félags lags lamaðra og fatlaðra þann 24. desem- ber sl. og komu vinningar á eftirtátin númer: 1. vinningur: Bifreið Ford Ex- plorer á nr. 91-32071,2. vinningur: Bifreiö Saab 9000 CDI á nr. 91-688417, 3.-11. vinn- ingur: Bifreiöar Ford Fiesta C1000 á nr. 91-680493, 91-626666, 91-670221, 91-685777, 91-612484, 91-50801, 93-66725, 97-88827 og 98-75104. Akstur strætisvagna Reykjavíkur um áramót 1990 Gamlársdagur Ekið er eins og á helgidögum til um kl. 17.00 en þá lýkur akstri strætisvagna. Nýársdagur 1991 Ekið er á öllum leiðum samkvæmt tímaáætlun helgi- daga í leiðabók SVR að því undanskildu að allir vagn- ar hefja akstur um kl. 14.00. Upplýsingar í símum 12700 og 82642. Fyrstu ferðir nýársdag 1991 og síðustu ferðir á gaml- ársdag 1990. Fyrstu Síðustu Leið ferðir ferðir 2 Frá Öldugranda kl. 14.05 16.35 Frá Skeiðarvogi 13.44 17.14 3 Frá Suðurströnd kl. 14.03 17.03 Frá Efstaleiti 14.10 16.40 4 Frá Holtavegi kl. 14.09 16.39 Frá Ægisíðu 14.02 17.02 5 Frá Skeljanesi kl. 13.45 16.45 Frá Sunnutorgi 14.08 16.38 6 Frá Lækjartorgi kl. 13.45 ■ 16.45 Frá Óslandi 14.05 17.05 7 Frá Lækjartorgi kl. 13.55 16.55 Frá Óslandi 14.09 17.09 8 Frá Fllemmi kl. 13.53 16.53 . 9 Frá Hlemmi kl. 14.00 17.00 10 Frá Hlemmi kl. 14.05 16.35 Frá Selási 13.54 16.54 11 Frá Hlemmi ' kl. 14.00 16.30 Frá Skógarseli 13.49 16.49 12 Frá.Hlemmi kl. 14.05 16.35 Frá Suðurhólum 13.56 16.56 13 Frá Lækjartorgi kl. 14.05 16.35 Frá Vesturbergi 13.55 16.55 14 Frá Lækjartorgi kl. 14.05 16.35 Frá Skógarseli 13.-55 16.55 15A FráHlemmi kl. 14.05 16.35 Frá Keldnaholti 13.55 16.55 17 Frá Hverfisgötu kl. 14.07 17.07 Ný leiðabók SVR er komin út og er til sölu á Hlemmi, Lækjartorgi, Grensásstöð og í skiptistöð í Mjódd. Sundlaugin og sánan á Hótel Loftleiðum Opnunartími sundlaugarinnar á Hótel Lofleiðum um jól og áramót er sem hér segir: Gamlársdagur..........08.00-16.00 Nýársdagur...........10.00-17.00 Opnunartími yfir hátíðarnar á sundstöðum og skautasvelli Sundstaðirnir í Reykjavík verða opnir sem hér segir yfir hátíðarnar: 29. des. Opið frá 07.30 -17.30, sölu hætt 30. des. Opið frá 08.00-17.30, sölu hætt 31. des. Gamlársdagur Opið frá 07.00-11.30, sölu hætt 1. jan. Nýársdagur Lokað Sundhöllin er opin til kl. 15.00 30. desember. Skautasvellið í Laugardal verður opið sem hér segir ef veður leyfir: 29. des. Opið frá 10.00-18.00 30. des. Opið frá 10.00-18.00 31. des. Gamlársdagur Opið frá 10.00-14.00 1. jan. Nýársdagur Lokað 2. jan. Opið frá 13.00-22.00 3. jan. Opið frá 13.00-22.00 Nánari upplýsingar í símsvara á skautasvellinu í síma'679705.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.