Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 40
52 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. Emil á sér þann draum æðstan að eignast hund. Hann hefur fengið augastað á hvolpi sem er falur og er tilbúinn til þess að leggja hvaö sem er á sig til þess að eignast hann. Foreldrar Emils eru eins og aðrir íslendingar á kafi í vinnu við að eignast þak yflr höfuöið. Þeir gefa í fyrstu samþykki sitt fyrir því að Emil eignist hundinn með því skilyrði að hann vinni sér sjálfur inn pening til þess að kaupa hann. Emil fer á stúfana og ræður sig í vinnu hjá afa sínum á trésmíða- verkstæðinu. Þar stritar hann þar til nægir peningar eru til. En þá er komið annað hljóð í strokkinn og engar líkur á að Emil fái að halda hvolpinum. Hann ákveður samt að kaupa hann hvað sem tautar og raular og saman lenda Emil og Skundi, en það heitir hvolpurinn, í mörgum ævintýrum. Ungur leikari Sjónvarpsleikritið, sem Stöð 2 lét gera í tveimur þáttum eftir sam- nefndri verðlaunasögu Guðmund- ar Ólafssonar leikara, var sýnt fyrst á annan dag jóla en seinni hlutinn verður sýndur á nýársdag. Guðmundur Ólafsson skrifaði sjálfur handrit eftir bók sinni og leikstýrði verkinu fyrir sjónvarp. Guðmundur var aldrei í vafa um hver ætti að leika aðalhlutverkið. Hann fékk einfaldlega einn af kol- legum sínum til þess. Sá heitir Sverrir Páll Guðnason, 12 ára, og er hagvanur á leiksviði. Hann iék eitt aðalhlutverkið í Ljósi heimsins sem Borgarleikhúsið færði upp í fyrra. Sverrir var því sjálfkjörinn í hlutverk Emils. DV hitti Sverri á heimili afa hans og ömmu í vesturbænum en hann var staddur hér á landi í jólafríi en hann býr ásamt foreldrum sínum í Stokkhólmi í Svíþjóð. Það mátti ekki miklu muna að hann næði að sjá sjálfan sig í sjónvarpinu því hann gekk inn úr dyrunum á ann- an dag jóla fimm mínútum áður en sýningin hófst. Hvemig þótti hon- um að sjá sjálfan sig á skerminum? „Ég roðnaði svolítið fyrst og fannst þetta dálítið skrýtið en svo fannst mér það allt í lagi. Ég hafði aldrei séð þetta áður,“ sagöi Sverr- ir í viðtali við DV. „Það er mjög erfitt að leika í leik- húsi, að læra rulluna og mæta og æfmgar og svoleiðis. En mér finnst erfiðast við að leika í sjónvarpi að muna hvernig mér leið í atriðinu á undan því það er ekkert tekið upp í réttri röð,“ segir Sverrir. Upptök- ur á leikritinu um Emil og Skunda stóðu yfir í tvær vikur í sumar og fóm fram í Reykjavík, Sauðár- króki, Akranesi og Ólafsfirði. Þaö var líf ogfjörí kringum upptökurn- ar og andlit Sverris ljómar þegar hann rifjar það upp hvernig var að keyra fyrir Ólafsfiarðarmúlann en það fannst honum mest spennandi augnablik sumarsins. Hundurinn Skundi í leikritinu var leikinn af labradorhvolpi sem heitir Benni í raunveraleikanum. Sverrir hefur ekki séð hann síðan. En þaö léku fleiri dýr í myndinni. „Við vorum með svartan hei- malning og nokkrar geðveikar hænur,“ segir Sverrir. „Þær voru svo vitlausar að þegar átti að hjóla inn í hópinn í einu atriöinu þá höfðu þær ekki vit á að víkja sér undan. Svo verptu þær stundum út um hvippinn og hvappinn." Sverrir á sjálfur hund úti í Sví- þjóð. Sú er tík af terrier-kyni og heitir Pollý. Sástá bekkjarskemmtun í Melaskóla Sverrir er ekki alveg klár á því hvernig stóö á því að hann var valinn til að leika í Heimsljósi í Borgarleikhúsinu á sínum tíma. Hann segist ekki hafa farið mikið í leikhús áður en hann fór sjálfur aö leika en amma hans segir að þegar hann var yngri hafi hann spunnið upp heilu leikritin með Gunnhildi systur sinni. „Það var einhver kona sém hringdi í mömmu af því hún hafði séð mig leika á bekkjarskemmtun í Melaskóla. Svo fór ég í viðtal og vann svo í viku með aðstoðarleik- stjóranum og var svo ráðinn." Krefjandi vinna Hlutverkið í Heimsljósi var afar krefiandi því Sverrir þurfti að vera á sviðinu nær allan tímana. Æfing- ar kröfðust einnig mikils af leikar- anum unga því hann tók sér frí úr skólanum í tvo mánuði meðan þær stóðu yfir. Eftir að sýningar hófust átti hann létt með að mæta í skól- ann. En þó hann þyrfti aðeins að leika í annarri hverri sýningu reyndu þær talsvert mikiö á hann. „Ég var í svona ræflafötum og var allur skítugur og þess vegna var ,ég allur útataður í sminki. Ég fór alltaf í sturtu eftir sýningu og fór svo heim,“ segir Sverrir. „Svo þurfti hann að slaka á, rabba við einhvern þegar hann kom heim,“ segir amma hans, Gréta Kristjánsdóttir, og brosir hlýlega við ömmustráknum. „En ég var ekkert taugaóstyrk- ur,“ segir Sverrir ákveðinn. Áleið inní sænska sjónvarpið Sverrir er yngra barn hjónanna Bryndísar Sverrisdóttur og Guðna Jóhannessonar. Þau hjón eru nú búsett í Svíþjóð þar sem Guðna var veitt prófessorsstaða við Tækni- háskólann í Stokkhólmi. Sverrir Páll hefur verið ytra síðan í haust og hefur verið undrafljótur að ná tökum á málinu. Hann var reyndar í Svíþjóð til þriggja ára og talar orðið sænsku eins og innfæddur, að minnsta kosti nóg til þess að hann fór í prufu hjá sænska sjón- varpinu sem var á höttunum eftir drengjum til að leika í barnaþátt- um. Sverrir var valinn til frekara viðtals úr hópi 220 stráka. Ekki er enn vitað hvað verður úr því. Sverrir er á fiórða ári í trompet- leik og þykir efnilegur á því sviði. Hvernig tónlist hlustar hann á? Hann hugsar sig vel og vandlega um og segir síðan: „Ætli það sé ekki helst M.C. Hammer. Hann er svona rappari," bætir hann við. Væri frábært að vera leikari Sverrir notar tímann vel meðan hann er í fríi. Þegar DV reyndi fyrst að ná sambandi við hann var hann í keilu með vinum sínum, Síðan var það bíó klukkan fimm til að sjá myndina um grænu vígaskjald- bökurnar og svo æfing á söngleikn- um Á köldum klaka uppi í Borgar- leikhúsi. „Ég fæ að fara á bak við og hitta alla vini mína. Ég var búinn að ráðstafa því við hvíslarann sem sagði að það væri allt í lagi,“ sagði hann kotroskinn. Það þarf engan sérfræðing til þess að sjá að þessi ungi maður hefur fengið leikhúsbakteríu sem hann losnar trúlega ekki við í bráð. Gæti hann hugsað sér að verða leikari að atvinnu þegar hann er orðinn stór? „Jahá, það vil ég svo sannarlega. Það er ægilega gaman þó það sé stundum erfitt," segir hann af miklum sannfæringarþunga. „Það væri frábært." -Pá Sverrir Páll Guðnason, 12 ára, vill verða leikari. Unglingur með leikhúsbakteríu -rættvið Sverri Pál Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.