Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. 11 Sviðsljós Frank Sinatra: 75 ára og sýngur enn - enginn bilbugur á þeim gamla Tólfta desember 1915 fæddist hjónunum Dolly og Martin Sinatra í Hoboken í New Jersey, sonur. Það söng í honum þegar hann fæddist og nú 75 árum síðar syngur hann enn og er ekkert lát á hömlulausri sönggleði hans. Á þessu ári hefur hann komið fram á 90 hljómleikum og dagskráin á næstu árum er þétt- bókuð fram til ársloka 1993. Áplötu með unglingum Það var rétt. Þetta er enginn ann- ar en Frank Sinatra. Þessi bláeygði raulari hefur nú sungið fyrir marg- ar kynslóðir og vinsældir hans ganga þvert á öll aldurstakmörk. Vinsælasta unglingahljómsveit dagsins í dag, New Kids on the Block, hefur ráðgert að gefa út litla plötu í samvinnu við Sinatra á næsta ári. „Ég þekki mjög marga sem dá Sinatra og það skiptir engu máli hver aldur þeirra er,“ segir Joe Mclntyre einn meðlima New Kids on the Block. Þeim gamla hefur verið sýnd margvísleg virðing í tilefni 75 ára afmælisins. Á sérstökum tónleik- um sem samtök söngvara efndu til voru Sinatra aíhent Ellu verðlaun- in en þau eru eins og nafnið bendir til kennd við Ellu Fitzgerald. Sext- ánda desember sendi CBS sjón- varpsstöðin út sérstakan sjón- varpsþátt um Sinatra. Þar kom fram fjöldi skemmtikrafta sem vottaði honum virðingu sína. Mýkistmeð árunum „Fyrst vildi hann ekki heyra minnst á nein hátíðahöld. Svo fór hann að hafa gaman af öllu til- standinu," segir Tina, dóttir hans. En er sá gamli eins harður af sér eins og hann var? Sinatra gekkst undir uppskurð vegna innanmeins fyrir nokkrum árum. „Við förum enn út að borða eftir konserta," segir Don Rickles sem fylgir Sinatra á ferðalögum. „En við erum hættir að vaka og skemmta okkur alla nóttina. Sinatra býr ásamt Barböru, fjórðu eiginkonu sinni, á ýmsum stöðum. Hann á hús í Beverly Hills og annað á ströndinni við Malibu í Kaliforniu. En best kunna þau við sig á búgarði í eyðimörkinni. Þar dútlar Frankie við að elda ítalskan mat, leika sér við hundana sína, sjö talsins af tegundinni cavalier king charles spaníel, eða dútla við stórt safn af leikfangajárnbrautarlest- um. Hann ræður krossgátuna í New York Times á hveijum degi og fylgist vel með því sem gerist í heiminum. „Hann hefur skoðun á öllum sköpuðum hlutum," segir Barbara, kona hans. „Það mætti halda að hann væri ekki nema fertugur. Það er eins og tíminn standi kyrr fyrir honum.“ Flestir sem umgangast gamla jaxlinn segja að hann hafi mýkst með árunum og sé ekki sama hörkutólið og áður. Dauðsfoll inn- an fjölskyldunnar og kunningja- hópsins hafa átt sinn þátt í því. Milton Berle, sem hefur þekkt Sin- atra í marga áratugi, segir að hann sé orðinn mun skapbetri. Hreinasta ljúfmenni. Það orð hefur ekki alltaf farið af honum. Frankie hefur alla sína ævi verið rómað kvennagull en ekki að sama skapi mjúkhentur við ást- konur sínar. Ava Gardner, leikkon- an þekkta, átti lengi í ástarsam- bandi við Sinatra og í ævisögu sinni, sem nýlega kom út, segir hún að þó þau hafi ávallt elskað hvort annað þá hafi þau ekki getað búið saman. Þar kom tvennt til. Annars vegar þótti Frankie sopinn nokkuð góður og var frekar vondur með víni. Hins vegar var hann á hlaup- um á eftir hverju pilsi og þurfti reyndar ekki mikið að hlaupa. Ennfremur hefur Frank alla sína ævi verið bendlaður við glæpasam- tök mafíunnar og hefur honum aldrei tekist almennilega að hreinsa sig af þeim ásökunum. En gömlu töfrarnir virka enn. Þegar hann syngur New York, New York þá stendur mannfjöldinn upp og klappar í takt og dansar með. Þegar lokatónar My Way hljóma um salinn ekki þurr hvarmur með- al íjöldans. Á hljómleikum nýlega stóð kona nokkur upp í stúkunni og hrópaði til hans: „Frankie, þú ert sá besti.“ „Þakka þér fyrir, þú ert ekki sem verst sjálf,“ svaraði sá gamli. „Ég vara þig við, ég elska þig,“ sagði konan. „Á ég að líta á þetta sem hótun,“ spaugaði hann. Biðröð fyrir utan hijómleika Sinatra í New York 1956. Kröfuspjöidin eru horfin i dag en það myndast ennþá biðraðir ef fréttist af tónleikum með kappanum. „Eg ætla að skilja við manninn minn þín vegna," sagði konan. „Ég skal þvo nærfótin þín og gera allt sem þú biður mig.“ „Bíddu aðeins, við skulum ekki flana að neinu. Þetta er greinilega mál sem við þurfum að ræða yfir glasi. Skál fyrir þér,“ sagði Sinatra og lyfti viskíglasinu sem hann skil- ur aldrei við sig. Hann er 75 ára ókrýndur konungur söngvara. -Pá Víðfrægur kvennabósi, giftur fjór- um sinnum. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS ., Í1.FL.B1986 Hinn 10. janúar 1991 er tíundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 10 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini kr. 4.353,40 Ofangreind fjárhæð ervextiraf höfuðstól spariskírteinannafyrirtímabilið 10. júlí 1990 til 10. janúar 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986 til 2969 hinn 1. janúar nk. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 10 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka fslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1991. Reykjavík, 29. desember 1990 SEÐLAB ANKIÍSLANDS FLUGELDASALA FJÓLSKYLDUPOKAR - 4 GERÐIR BLYS - ORGEL - GOS ALLAR STÆRÐIR FLUGELDA VERÐ OG GÆÐI VIÐ ALLRA HÆFI AÐALSÖLUSTAÐUR Framheimilið við Safamýri símar 680342/680343/680344 laugardaginn 29. des...........kl. 10-22 sunnudaginn 30. des............kl. 10-22 og að sjálfsögðu á gamlársdag, mánudaginn 31. des.............kl. 10-16 EINNIG ER SELT I KRINGLUNNI laugardaginn 29. des..............kl. 10-16 og einnig á gamlársdag, mánudaginn 31. des................kl. 10-12 GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÁVÍSANIR GEYMDAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.