Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 59
liAÚtíARDAGUR 29. bESKMBER 1990.
71
Vísnaþáttur
Mörgu hef ég fríðu fljóði
fagnað, sem mitt hjarta kætti
Nú fyrir jólin kom út mesta bók
sem rituö hefur verið um Einar
Benediktsson. Hún er, eins og blaöa-
lesendur vita, eftir Gils Guömunds-
son, hinn margfróða og vandvirka
rithöfund. Ég valdi mér hana sem
jólabók að þessu sinni.
Þegar það er ritað, sem hér stend-
ur, er ég þar kominn í lestri bókar-
innar þegar segir frá því er þau Ein-
ar og náfrænka hans, Ólafía Jóhann-
esdóttir, eru komin til vistar hjá
kvenskörungnum Þorbjörgu Sveins-
dóttur, sem bjó í steinbæ einnar
hæðar með risi á lóð þar sem á okk-
ar dögum var reist hús í nútíma gler-
hallarstíl handa Sparisjóði Reykja-
víkur og nágrennis. Þorbjörg varfoð-
ursystir Einars og móðursystir Ólaf-
íu. Hann var í Menntaskólanum en
hún nam hjúkrunarfræði. Þorbjörg
var ljósmóðir. Ólafía dvaldi mikinn
hluta starfsævi sinnar í Noregi og
helgaði sig einkum þeim sem hún
kallaði „aumasta allra", börnum göt-
unnar, drykkjumönnum og konum
sem ekki áttu annars kost en að selja
Vísnaþáttur
blíöu sína. Hún var mikil trúkona.
Það hefur lengi veriö almælt að þau
frændsystkini, Einar og Ólafía, hafi
fellt hugi saman, en síðar áttað sig á
því að það myndi ekki vel fara til
frambúðar. Ólafía lét sér nægja guðs-
trú sína og þjónustu við hana.
í bók sinni fjallar Gils um samband
þeirra frændsystkina og hallast að
því aö kvæði hans Snjóka, undarlegt
nafn, sé um Ólafíu. Og þar er ég ein-
mitt kominn í lestri hinnar miklu
bókar þegar vísnaþáttarskyldan
kallar á mig. Ég mun áöur hafa birt
alit kvæöið fyrir alllöngu og haft
aðra sögu að segja um hver Snjóka
hafí verið. En illa þekki ég sjálfan
mig ef ég hef þar tekið afstöðu.
í flestmn ástarljóðum blandast
vökudraumar saman við reynslu og
reynsluleysi skáldanna, og kannski
fer best á því. En auðvitað getur hver
persóna adf holdi og blóði sameinast
draumnum og útkoman þá orðiö best.
Snjókukvæðið er átta stórsnjailar
vísur. Hér hin fyrsta og síðasta.
Mörgu hef ég fríðu fljóði
fagnað, sem mitt hjarta kætti,
en aldrei slíkri ég áður mætti
ástagyðju af holdi og blóði.
Og ég vildi lán mitt leggja
í htla, þétta hönd og hvíta,
og í fjötrum feginn líta
fram á götu okkar beggja.
Þáttastjóri var á striðsárunum og
einnig eftir þau lengi blaðamaður,
ritstjóri og bóksali í Reykjavík. Þá
var oftast á mig vísan að róa. Meðal
þeirra sem komu oft til mín og höfðu
margt aö segja var skáldið Ásmund-
ur Jónsson frá Skúfsstöðum, þá ald-
urhniginn, en hélt vel reisn sinni.
Hann var mikill aðdáandi Einars
Benediktssonar og las stundum ljóð
hans í útvarpiö með dramatískri
rödd og góðum áherslum. Hann
kunni margt um Einar að segja.
Hann fullyrti að Snjóka hefði ekki
verið sú kona, sem flestir teldu, hún
hefði lengi verið bæjarfógetafrú í
Hafnarfirði. Magnús mun maður
hennar hafa heitið og gott ef hann
var ekki, að sögn Ásmundar, skóla-
bróðir Einars.
En nú skulum við snúa okkur að
ljóöabókum skáldsins dáða og velja
viðbótarvísur í þáttinn. Af nógu er
að taka:
Gegnum danskar slægjusléttur
slæpist drógin, sein og löt.
Enga þúfu á neinn blettur,
enga hrukku nokkur flöt.
Litla sæinn, litla sandinn
langt um of ég hef nú séö.
Litla gleðin, UtJi andinn
læsist mér um hug og geð.
Þessar tvær vísur eru frá Dan-
merkurárum skáldsins. Sælundur
heitir kvæðið, upphafsvísurnar. Sjá
Voga. Hrím er úr sömu bók: Þar læt-
ur hann sér nægja:
Aldinreitur rúðuklakans
réttir þroskabráða leggi.
Iða um frosna æðaveggi
öfl og næring ljósavakans.
Liljubros í ljórahrími
lyftist yfir dauða hjamið, -
eins og þegar blessað barnið
biður guð í fogru rími!
Og um regnið, hér er síðasta vísan
af þrem.
Hver er að dómi æðsta góður, -
hver er hér smár og hver er stór?
- í hverju strái er himingróður,
í hverjum dropa reginsjór.
Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi
Veður
Á morgun og mánudag verður norðlæg átt, viðast
fremur hæg. Él um landið norðanvert en bjart veður
syðra. Frost 3-8 stig.
Akureyri skýjað " -3
Egilsstaðir skýjað -4
Hjarðarnes léttskýjað -7
Galtarviti alskýjað -3
Keflavikurflugvöllur alskýjað -3
Kirkjubæjarklaustur skýjað -8
Raufarhöfn skýjað -2
Reykjavik úrkoma -4
Vestmannaeyjar alskýjað -1
Bergen haglél 4
Helsinki skúr 3
Kaupmannahöfn léttskýjað 4
Úsló skýjað 1
Stokkhólmur skýjað 2
Amsterdam þokumóða 5
Barcelona léttskýjað 14
Berlin skýjað 5
Feneyjar þoka 2
Frankfurt skýjað 4
Glasgow rigning 8
Hamborg hálfskýjað 3
London rign/súld 9
LosAngeles léttskýjað 7
Lúxemborg skýjað 3
Madrid þokumóöa 9
Malaga léttskýjað 20
Mallorca skýjað 15
Montreal alskýjað -11
Nuuk skafrenning- -18
Orlando þokumóða 18
Paris skýjað 6
Róm heiöskírt 14
Valencia léttskýjað 16
Vin léttskýjað 6
Winnipeg snjókoma -18
Gengið
Gengisskráning nr. 248. - 28. des. 1990 kl. 9.15
Einingkl. 12.00 Kaup Sala ToHgengi
Dollar 55.720 55,880 54,320
Pund 105,701 106,004 107,611
Kan. dollar 47,966 48,104 46,613
Dönsk kr. 9,4964 9,5236 9,5802
Norsk kr. 9,3490 9,3758 9,4069
Sænsk kr. 9,7712 9,7992 9,8033
Fi. mark 15,1846 15,2282 15,3295
Fra. franki 10,7823 10,8132 10,8798
Belg. franki 1,7740 1,7791 1,7778
Sviss. franki 42,9524 43,0757 43,0838
Holl. gyllini 32,4993 32,5926 32,5552
Vþ. mark 36,6700 36,7753 36,7151
It. lira 0,04860 0.04874 0,04893
Aust. sch. 5,2116 5,2266 5,2203
Port. escudo 0,4111 0,4122 0.4181
Spá. peseti 0,5734 0,5750 0,5785
Jap. yen 0,41031 0,41149 0,42141
Irskt pund 97,468 97,748 98,029
SDR 78.6516 78.8774 78,6842
ECU 75,1663 76,3821 75,7791
Símsvari vegna gengisskráningar "623270.
Fiskmarkaðimir
Fiskmarkaður Hafnarfjarðar
28. desember seldust alls 4,449 tonn.
Magn í Verð i krónum
tonnum Meóal Lægsta Hæsta
Langa 0,010 40,00 40,00 40,00
Keila 0,056 26,00 26,00 26,00
Ýsa 0,898 96,00 96,00 96,00
Þorskur 0,895 88,35 87.00 89,00
Ýsa, ósl. 0,139 78.00 78.00 78,00
Smáþorskur, ósl 0,318 30,00 30,00 30,00
Þorskur, ósl. 2,096 83,00 83,00 83,00
Steinbítur, ósl. 0,007 30,00 30,00 30,00
Lúða 0,016 595,00 595,00 595.00
Keila. ósl. 0,063 26,00 26.00 26,00
Faxamarkaður
28. desember seldust alls 26,836 tonn.
karfi ÍS80 5ÖÖÖ 50,00 50,00
Keila 0,030 10.00 10,00 10 00
tanga 0,051 20,00 20.00 2Ö00
Lúða 0,077 340,00 340,00 340 00
Skarkoli 0.910 20,00 20,00 20 00
Steinbitur 0,486 59,00 59,00 5900
Þorskur.sl. 11,645 85,80 79,00 89 00
Mfs' 0,092 20,00 20,00 20 00
Ysa.sl. 10,264 96,83 72,00 128,00
Ysa.ósl,- 1,682 87/0 82.00 90 00
Fiskmarkaður Suðurnesja
28. desember seldust alls 9:300 tonn.
Ýsa.ósl. 2400 142,00 131,00 145,00
Þorskur, ósl. 7,200 105,56 85,00 120,00
<
Tjara á hjólbörðum minnkar
veggrip þeirra verulega.
Ef þú skrúbbar eða úðar
þá með olíuhreinsiefni
(white spirit / terpentína)
stórbatna aksturs-
eiginleikar í hálku.
UMFERÐAR
RÁÐ