Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 4
LAUGAKDM'íUB 29.'I)BSKMliEK 1990.
Fréttir
Útfellingar hjá Hitaveitu Reykjavikur:
Það hef ði verið hægt að
koma í veg fyrir þetta
- segir Hreinn Frímannsson yfrrverkfræðingur
Útfellingar í kerfi Hitaveitu
Reykjavíkur hafa leikið margan íbú-
ann á höfuðborgarsvæðinu grátt
undanfamar vikur. Köld hús hafa
veriö úti um alla Reykjavík, Kópa-
vog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Lengi
vel neitaði hitaveitustjórinn að þetta
gætu mögulega verið útfellingar en
eftir rannsóknir á pípum kom í ljós
að svo var. En hvers vegna eru þess-
ar útfellingar í pípum að stífla síur
og inntök í hús?
Vandræðin hófust þegar Nesja-
vallaveita var keyrð í ágúst. Fersk-
vatn er leitt í veituna þar sem það
er hitað upp. Við slíkt myndast svo-
kölluö magnesíumsílikat útfelling
sem berst með vatninu út í kerfið.
Margar rannsóknir hafa verið gerðar
á blöndun vatns eins og gert er í
Nesjavallaveitu og þaö lá ljóst fyrir
að þegar veitan yrði keyrð myndu
koma útfellingar. Orkustofnun hefur
meðai annars gert rannsóknir á
þessu fyrirbæri og skrifað um það
skýrslur. Það mætti því ætla að Hita-
veita Reykjavíkur heíði gert ein-
hveijar ráöstafanir til að koma í veg
fyrir aö þetta gerðist áður en veitan
var fyrst keyrð.
Hreinn Frímannsson, yfirverk-
fræðingur Hitaveitu Reykjavíkur,
segir að líklega hafi verið hægt að
koma í veg fyrir þetta. Það var hins
vegar ekki gert. „Þegar menn eru
með svona stórt verkefni einbeita
þeir sér að einu og leggja áherslu á
það. Á þessum tíma voru menn að
einbeita sér að því að keyra upp
virkjunina og pössuðu ekki nægilega
vel þetta blöndunarhlutfall sem
þurfti að vera.“
Með íblöndun þéttrar gufu er sýru-
stig lækkað og þanmg er hægt að
koma í veg fyrir útfellingar. Þetta var
ekki gert fyrr en löngu eftir að veitan
var tekin í notkun og útfeliingar því
komnar út um allt kerfið eins og höf-
uðborgarbúar hafa fengið að kynnast.
Eftir að veitan var fyrst keyrð í ágúst
og fram í byijun október komu út-
fellingar. Þá gerðu menn sér grein
fyrir ástandinu og aðgerðir hófust til
að koma í veg fyrir þær. En skaðinn
var skeður, útfeliingar höfðu sest í
pípur og rör og stíflaö vatnsrennsli í
hús. Það kom hins vegar ekki í ljós
fyrr en kólna fór í veðri.
mismunandi mat á ástandinu. Eg hef
mitt faglega mat og hann hefur sitt.
En þegar fleiri sýni voru sett í rann-
sókn kom í ljós að þetta voru útfell-
ingar,“ sagði Hreinn.
Sem dæmi um hversu mikið vanda-
mál heitavatnsleysið er á höfuð-
borgarsvæðinu má nefna að á tíma-
bilinu 13.-18. desember síðastliðinn
bárust Hitaveitunni 553 kvartanir.
Langflestar voru vestan Öskjuhlíðar
eða 221, í Kópavogi voru þær 94, aust-
an Elliðaáa voru þær 77, í Hafnar-
firði 71, vestan Elliðaáa 77 og í
Garðabæ voru kvartanirnar 22.
Aukadæla var sett á Hafnarfjarðar-
æð nú um jóhn og það hefur létt
Fréttaljós
Nanna Sigurdórsdóttir
miklu af Hafnarfirði. Það þýðir hins
vegar ekki að hægt sé að setja slíka
aukadælu á Reykjavik þar sem stífl-
ur eru í síum í einstökum húsum.
Eins og komiö heflir fram í fréttum
er ekkert hægt að gera til að laga
ástandið fyrr en hlýnar í veðri. Þá
verður reynt að athuga leiðir til að
hreinsa kerfið. Hreinn Frímannsson
segir þó að strax upp úr áramótum
verði reynt að laga verstu .svæðin.
Ekki hefur enn verið ákveðið hvern-
ig það verður gert en ljóst er að ein-
stakir götupartar verða teknir upp
og reynt að hreinsa pípur. Hreinn
segir að ekki sé mögulegt að taka
allt kerfið upp, það sé alltof mikið
verk því kerfið er um 1000 kílómetr-
ar.
Það liggur Ijóst fyrir að það tekur
mikinn tíma að hreinsa allt kerfið.
Hreinn segir að ekki sé hægt að meta
það nú hversu mikinn tíma það muni
taka því það fari allt eftir því hvaða
aðferðir menn komi til með að nota.
Einnig er það ljóst aö gífurlegur
kostnaður fylgir þessum vandræð-
um. Bæði það að hreinsa síur og inn-
tök í húsum og svo að hreinsa kerfið
allt. Hreinn segir að ekki sé búið að
taka saman útgjöld vegna viðgerða í
útköllum, né heldur sé hægt að meta
hversu dýrt það verði að hreinsa
kerfið.
En þangað til kerfið í heild verður
hreinsað geta íbúar höfuðborgar-
svæðisins átt von á heitavatnsleysi
og köldum húsum. Ekkert er hægt
að gera nema hreinsa síur í einstök-
um húsum.
r\\ r
VESTURBÆR
221 eöa 40% AUSTURBÆR
DD oua 1 C. /o
rmssíí
C5
Stíflaðar siur og inntök hafa verið daglegt brauð hjá mörgum íbúum höfuð-
borgarsvæðisins. En þangað tii kerfið í heiid verður hreinsað má búast við
svipuðu ástandi þar til hlýnar.
Þegar kvartanir tóku að berast
Hitaveitunni sagði Gunnar H. Krist-
insson að útfellingar væru alls ekki
sökudólgurinn. Það væri eitthvað
allt annað sem þessu ylli. En á sama
tíma og Gunnar sagði þetta, sagði
Hreinn Frímannsson að þetta væru
útfellingar. Hvernig stendur á því að
hitaveitustjórinn segir eitt en yfir-
DV-mynd BG
verkfræðingurinn annað?
„Fyrstu sýnin sem viö settum í
rannsókn sýndu að þaö var að mikl-
um hluta ryð. Og þegar menn eru
að fást við eitthvað sem þeir vita
ekki hvað er hafa þeir svolítið mis-
munandi mat á hlutum. Það eru ekki
staðreyndir sem byggt er á heldur
mat. í þessu tilfelli vorum við með
KÓPAVOGUR 94 eöa 17% •
f* - 1
GARÐABÆR
22 eöa 4%
HAFNARFJÖRÐUR
71 eöa 13%
W
.........‘
Dí'-:
4ffi
...
GRAFARVOGUR, ÁRBÆR,
BREIÐHOLT
77 eöa 14%
&
CO
sem bárust til Hitaveitu
Rvíkur dagana 13.-18. des.
fflutabréfamarkaðurinn:
Kaupæði vegna skattaafsláttar
- en hætta á verðhruni eftlr áramót
Skattaafsláttur sá sem kaupend-
um hlutabréfa er boðið upp á hefur
hleypt miklu lífi í fjármagnsmark-
aðinn á undanfornum dögum. Mik-
il örtröð myndaðist hjá fjárfest-
inga- og verðbréfafyrirtækjum í
gær. Hundruð kaupenda festu
kaup á hlutabréfum fyrir samtals
hundruð milljóna króna.
Þrátt fyrir lífleg viðskipti virtist
fólk lítiö velta fyrir sér hvaða
hlutabréf það var að kaupa. Að-
spurðir kváðust margir kaupendur
einungis hafa verið að hugsa um
skattaafsláttinn. Flestir fjármögn-
uðu viðskiptin með skammtíma-
víxlum og ætla sér að greiða þá upp
fljótlega eftir áramótin með því að
selja hlutabréfin aftur. Mest var
keypt af hlutum í hlutabréfasjóð-
um verðbréfafyrirtækja en lítið
sem ekkert var um viðskipti með
hluti í einstökum fyrirtækjum.
Skattaafslátturinn nær til kaupa
á hlutabréfum í þeim fyrirtækjum
og sjóðum sem skattayfirvöld hafa
viðurkennt. Hjá þeim verðbréfa-
fyrirtækjum sem DV hafði sam-
band viö var algengast að einstakl-
ingar keyptu sér hlutabréf fyrir um
126 þúsund og hjón fyrir tvöfalda
þá upphæð. Þetta er sú upphæð
sem veitir hámarks skattaafslátt
sem er um 50 þúsund krónur á ein-
stakiing.
Að sögn Jóns Snorra Snorrason-
ar, forstöðumanns verðbréfasviðs
Kaupvangs, var örtröðin mikil í
gær og átti starfsfólk fyrirtækisins
fullt í fangi með að sinna öllum
þeim sem vildu kaupa. Hann segir
að fólk hafi fyrst og fremst verið
að kaupa sér skattaafslátt og mikið
hafi verið spurt um hvort það gæti
losað sig við bréfin eftir áramót án
'þess að tapa skattaafslættinum.
Hins vegar hafi fólk í nyög litlum
mæli hugsað um hvers konar
hiutabréf það hafi verið að kaupa.
„Fólki en nokkurn veginn sama
hvað það kaupir. Þaö kaupir ein-
faldlega það sem er til.“
Jón Snorri segir það með öllu
óljóst hvernig markaðurinn myndi
bregðast við því ef fólk myndi unn-
vörpum reyna að selja öll þessi
hlutabréf strax eftir áramót. Hann
sagöi hins vegar mjög líklegt að
kaupgengi þessara hlutabréfa
myndi lækka og væntanlega myndi
það eitt sér draga úr vilja fólks til
að selja.
Friðrik Jóhannesson, forstjóri
Fjárfestingafélags íslands, tekur í
svipaðan streng og segir söluna hjá
sér hafa verið gífurlega í gær. Hann
kvaðst ekki óttast að það fólk sem
nú væri að kaupa sér hlutabréf
myndi upp til hópa reyna að losa
sig við bréfin strax eftir áramót.
„Þessu hefur verið spáð undan-
farin tvenn áramót en reynslan
sýnir að fólk vill eiga þessi hluta-
bréf. Auk þess sem þau gefa veru-
legan skattaafslátt þá er ávöxtun
þeirra með því besta sem gerist."
Að sögn margra viðmælenda DV
er hætt við að kaupgengi hluta-
bréfa lækki umtalsvert strax eftir
áramótin. Verði framboðið of mikið
sé jafnvel hætt við verðhruni. Því
kann svo að fara að þeir sem
keyptu sér hlutabréf fyrir áramót
einungis vegna skattaafsláttarins
hafi næsta lítiö upp úr krafsinu og
fyrirhöfninni þegar þeir reyna að
selja bréfin í næsta mánuði.
-kaa