Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 26
: 26 * Minnisverðustu atburðir ársins 1990 :ítj LAUGARDAGUR 29^ DESEMBER 1990. Gunnar RagnarS: Kaup á nýju skipi „Hvað varðar starfið ermér efstíhugaat- burðarásinog framgangur þess máls er viökeyptum nýttskipáár- inu,fyrirut- an þaðaðárið hefurverið hagstættsjáv- arútveginum og því gott ár,“ segir Gunnar Ragn- ars, framkvæmdastjóri Útgerðarfé- lagsAkureyringa. „Mér finnst hins vegar sem fram- gangur ýmissa þjóðfélagsmála gangi allt of mikið út á upphrópanir og slagorð sem virðast eiga greiðari leið að fólki en rök og skynsemi, þetta er allt of áberandi í okkar þjóðfélagi. Það er full ástæða til að horfa með bjartsýni fram á næsta ár. Við höfum náð vissum stöðugleika og ef við höldum vel á spilum höfum við alla möguleika að byggja á því sem við höfum. Umfram allt þurfum við að draga úr eyðslunni og sóuninni og reyna að nýta það fjármagn sem viö höfum til ráðstöfunar til nýtilegra hluta en ekki á þann hátt sem höfum gert á undanförnum árum og áratug- um.“ -gk Sigbjörn Gunnarsson: Uppákomur í þinginu „Þaðsemhef- ur verið að gerastnýlega stendurefstí minningunni. Stjórnmálin erumérhyg- leikinogýms- ar uppákom- uríþinginu að undan- fórnu sem hafaverið með ólíkindum eru þar ofarlega á blaði. Þar á ég ekki síst við upphlaup og afstöðu Sjálfstæðisflokknum til bráðabirgðalaganna," segir Sigbjörn Gunnarsson, verslunarmaður á Ak- ureyri. „Ofarlega í huga eru einnig ánægju- legar breytingar í Evrópu í átt til lýðræðis. Þar er þó erfitt verk fyrir höndum og aðrar þj óðir en þær sem eiga beinan hlut að máli hafa skyld- um að gegna í þeirri uppbyggingu sem þar standa fyrir dyrum. Ég er áhugamaður um íþróttir og mér er ofarlega í huga slök frammi- staða knattspyrnuliða af Norður- landi í sumar en gengi nær allra liö- annavarafar slakt. Mínar væntingar til næsta árs eru fyrst og fremst þær að við höldum áfram á þeirri braut að veröbólga haldist í horfinu. Undirstaðan er sú að efnahagsmálin verði í þokkalegu horfi. Mikil verk bíða stjórnmála- manna okkar og þar vega byggða- málin ansiþungt." -gk Sigurður Hróarsson: Ný leikhússtjóra- staða „Það kemur fyrstíhugann hversu vel hefurgengið héríleikhús- inuþráttfyrir slæmtveður- farframanaf árinu. „Fá- tæktfólk" fékk ein- hverja bestu aðsókn sem þekkist hér og haustið hefur gengið mjög vel. Okkur hefur m.a. tekist að borga allar skuldir leikfélagsins og tryggja fjárhag félagsins næstu ár- in,“ segir Sigurður Hróarsson, leik- hússtjóri á Akureyri og verðandi leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykja- víkur. „Hvað mig varðar persónulega ber hæst að ég skuli hafa hreppt stöðu leikhússtjóra hjá Leikfélagi Réykja- víkur. Ég mun fara frá Akureyri með söknuði og flytja í höllina í Kringlu- mýrinni. Það veröur spennandi en um leið gerir ofurlítill kvíði vart við sig. Ef ég horfi fram á veturinn þá er ég bjartsýnn á gott gengi hjá Leik- félagi Akureyrar, það er aö fara í gang mikill gleðileikur í leikhúsinu og á eftir kemur stór söngleikur sem ég hef trú á að verði glæsilegsýning enda verður ekkert til sparað.“ -gk Bjarni Aðalgeirsson: Stöðugleiki í efnahagslíf- inu „Sástöðug- leiki sem tek- ist hefurað myndaíefna- hagslífinu er það sem mér finnst eftir- tektarverðast á árinu, og skilarvon- • andibæði heimilum og atvinnufyrir- tækjum betri afkomu. Ég vona auð- vitaö að þetta ástand vari áfram,“ segir Bjarni Aðalgeirsson, útgerðar- maður og bæjarfulltrúi á Húsavík. „Ef ég lít mér nær er mér auðvitað mjög minnisstæður sigur okkar framsóknarmanna í bæjarstjórnar- kosningunum í vor, en þá fengum við íjóra menn kjörna. Þegar ég er svo farinn að takast á við sveitar- stjórnarmálin aftur fer ekki hjá því að maður fari að hugsa meira um þessi mál og það er ljóst að það eru miklar blikur á lofti varðandi þróun landsbyggðarinnar og Húsavík er þar engin undantekning. Það er minnkandi sjávarafli, samdráttur í landbúnaði og þar sem þetta eru burðarásar í atvinnulífinu setur það mark á búsetuþróunina. Ég ber þó ekki kvíðboga fyrir kom- andi ári, við þurfum bara að snúa okkar baráttu úr vörn í sókn. Ef efna- hagsbatinn verður viðvarandi þá lít ég björtum augum til framtíðarinn- ar. Við erum að ganga í gegnum erf- itt tímabil fyrir okkur landsbyggðar- menn varðandi landbúnaðinn og fiskveiðarnar, en ef okkur tekst að aðlaga okkur þessum breytingum er full ástæða til bjartsýni.“ -gk Kolbrún Jóhannsdóttir: Mikilvægt að tala saman „Gottgengi okkaríFram í Evrópu- keppninnií handknatt- leik til þessa ermérefstí huga. Við stefnum að áframhaldií þeimefnum ogeinsað geragóða hluti á íslandsmótinu," sagði Kol- brún Jóhannsdóttir, markvörður ís- landsmeistara Fram í kvennaflokki. „Hvað heimsmáhn varðar er ég mjög óttaslegin. Kúvætdeilan er stór spurning þessa dagana og ég er ansi hrædd um aö stríð brjótist þar út. Ég á þá ósk heitasta að þetta fari allt saman vel og menn tali saman áður en gripið verður til vopna. -JKS Halldór Jónsson: Tók við nýju starfi „Þaðsem stendur mér næstþegarég horfitilbaka eraðégtók viðnýjustarfi á árinu. Þær breytingar komusnöggt uppáogþað var dálítið sérstakt að gangaígegn- um þær breytingar," segir Halldór Jónsson.bæjarstjóri á Akureyri. „Þessu nýja starfi fylgdi m.a. að taka þátt í viöræðum um staðarval fyrir álver sem var lærdómsríkt og eftir- minnilegt þótt þær hafi ekki skilað okkur Eyfirðingum því sem við stefndum að, þetta var sérkennileg skák. Ég er mjög ánægður með hversu vel útgerð og fiskvinnsla gengur hér í bænum og er gott til þess að vita á ps Var Alfred Hitchcock sadisti? Já. Snúúrri okkur þá aö næstu spumingw Hvers konar sadisti var hann? Höfundurinn gefur okkur sitt álit á því eftir aö hafa gaumgæft Hitchcodonyndir um tveggja mánaöa skeið. MAÐURINN SEM ELSKAÐI EKKI KONUR | Máriene Dietrich var ein þeirra /eikkvenna sem íétu Hitchcock ekki vaöa ýfir sicí. Hun kotn til islands á striðsárunum. senniíega /943 eöo 1944, og skemmti banda- | rískum hermönnum. ViÖ það lækifæri varþessi mynd tekin sem úi af fyrir.sig. &r. ; söguieg Mariene erhér greinilega ó bfaðamannafundi og kringum hana hafa/aðað ; sér þjóðkunnir menn. Vinstra rnegin viö hana sriur fvar Guðmundsson, sern þá hef- i ursennilega verið'á Morgúhbfaðinu, en tii hægrí er Bjarni Guðrnuridsson, blaðafu/l- trui.isfensku ffkisstjómarinnar. Standandi frá vihstri: Herstéinn Pálsson. Vísi, Ásmund- urSigurjónsson, Þjóðvifjanum, Jón Guðmurrdsson. Vikunni. SvayarHjaitested. Fáik- anum. Thorolf Smith. Aiþýðubiaðmu. Jón Magnússon/Fréttastofu rikisútvarpsiris. Þó skömm sé ffá að segja vitum viö ekki hver konan er sem situr miill Marlone ög Bjama. þessum tímum. Af erlendum vett- vangi kemur fyrst upp í hugann deil- an við Persaflóa og hin skyndilega afsögn Thatcher í Bretlandi. Við búum við þjóöarsátt sem í sjálfu sér er stórkostlegt aö hafi gen'giö upp og haldið. Ég vona að menn geri sér grein fyrir mikilvægi þess að áfram verði haldið á þessari braut og gerist það ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn varðandi komandi ár. Ástand loðnustofnsins er þó áhyggjuefni fyrir alla landsmenn og ekki síst okkur Akureyringa. Okkur ber vonandi gæfa til að efla atvinnu- lífið, þróa þaö sem fyrir er og efla það á annan hátt. Gangi þetta eftir og allir leggi sitt af mörkum finnst mér ástæða til hæfilegrar bjartsýni." -gk Guðni Bergsson: Giftinguna barhæst „Éggekkí heilagt hjóna- band í sumar ogégvil meinaaðþað sé sá atburð- ursem beri hæstáárinu. Mér var sú athöfn mjög kær og um- framalltgóð reynsla. Hvað varðar atvinnu mína þá er mér kært að minnast á gott gengi okkar á síð- asta vori en þá unnum við sjö leiki í röð og þar á meðal Liverpool en það var sigur sem maður var búinn að bíða lengi eftir,“ sagði Guðni Bergs- son, knattspyrnumaður hjá enska félaginu Tottenham. , ,Ég vildi aö ég gæti minnst á góöa sigra með íslenska landsliðinu en þó var sigurinn á Albaníu í Evrópu- keppninni afar kærkominn. Brott- hvarf Margaretar Tatcher úr stóli forsætisráðherra hafði einnig mikil áhrif á mig. Ég ætla að vona að nýja árið verði gjöfult og gæfuríkt fyrir mína htlu fjölskyldu og heiminn all- an. Vonandi brýst ekki stríð út fyrir botni Persaflóa ög menn um heim allan haldi áfram að vinna fyrir bætt- um friði,“ sagði Guðni Bergsson. -JKS Guðmundur Torfason: Fólkbúi við batnandi kjör „Stærstiviö- burðurinn er þegarSadd- am Hussein fór með her sinn inn í Kú- vætenaf þessuhefur heimsbyggð- inað vonum miklar áhyggjur. Sameining þýsku ríkjanna er merkur atburður í sögunni en fyrir rúmlega einu ári hefði ekki hvarflað að neinum manni að þetta gæti orðið raunin. Hvað sjálfan mig varðar hefur þetta ár verið hálfdapurt hvað vinnu mína snertir en ég hef átt í miklum meiðsl- um,“ sagði Guðmundur Torfason, knattspyrnumaður hjá skoska félag- inu St. Mirren. „Ég ætla bara að vona að nýja áriö verði mér hagstætt og ég geti farið að einbeita mér af fullum krafti að knattspyrnunni. Einnig er mér ofar- lega í huga að deilan fyrir botni Persaflóa endi farsællega og að hinn alþjóðlegi her fari ekki í stríð við ír- aka, það yrði hræðilegt blóðbað. Svo vona ég einnig að stjórnvöld á ís- landi sjái um að þjóðarsáttin haldi áfram þannig að fólk búi áfram við batnandi lífskjör og verðbólgunni verði haldið niðri,“ sagði Guðmund- urTorfason. -JKS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.