Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. 29 dv Miiinisverdustu atburðir ársins 1990 Þorvarður Elíasson: Þrjár viðskipta- blokJkir koma fram „Falljárn- tjaldsins í Evrópuer mérminnis- stæöastfrá árinu. Sérs- taklegavegna þessaöéghef veriö þarna í Berlín, bæöi fyrirogeftir múrinn, og þessvegna finnst mér þaö eftirminnilegt að sjá hann falla og verða vitni að því að járntjaldið rifnar og allt stefnir í aö þarna verði ein viðskiptaheild," segir Þorvarður Elíasson, sjónvarpsstjóri Stöðvar2. „Það sem ég vænti að gerist á næsta ári er að allar línur hvað varðar við- skiptastefnu í Evrópu og heiminum skýrist mikið. Ég á von á því að þrjár sterkar viðskiptablokkir komi fram, E vrópa, Ameríka og Asía, og ég vona að við berum gæfu til að staðsetja okkur mitt á milh þessara þriggja blokka þannig að við verðum mið- lægir en ekki í útkanti einnar þeirr- ar.“ -ns ÓskarVigfússon: Óska hagsældar fyrir sjómenn „Það sem mér erefstíhuga frá árinu 1990 eruþær breytingar semhafaorð- ið í heimin- um. Égtelað þaö verði áhugavertað fylgjastmeð þvíhvaðger- istánæstu mánuðum og hvaða áhrif þessar breytingar hafa á okkur íslendinga, með tilliti til þess að menn horfa nú til sameiningar Evrópuþjóða innan Efnahagsbandalagsins. Eg tel að við íslendingar eigum að ganga hægt í því að blandast í það sem þar er að gerast," segir Óskar Vigfússpn, for- maður Sjómannasambands íslands. „Þess sem ég vænti á nýju ári er að sjálfsögðu ósk um að viö getum horft fram á betri tíma í sambandi við sjáv- arfang. Ég vona að þær spár, sem fiskifræðingar okkar láta hggja að þessa dagana um hrun á loðnu- stofni, séu ekki réttar, þótt ég efist ekki um þekkingu þeirra á sínu fagi. Ég vona að það verði hagsæld á næsta ári fyrir mina umbjóðendur, það er að segja sjómenn." -ns Ragnhildur Gunnlaugsdóttir: Björgun drengjanna úr vökinni „Mererþað minnisstæð- Tí w astþegarég bjargaði drengjunum * f HjaltaMá og Þórólfiúr Breiðabóls- mmBSmm. /11 staðatjömí janúar," sagði ■ % Ragnhhdur ■ * Gunnlaugs- dóttir, 18 ára íbúi í Bessastaðahreppi. Ragnhhdur var að huga að hestum með systur sinni þegar þær heyrðu skyndhega neyðaróp drengjanna. Drengimir voru komnir á kaf í nálægri tjörn en ís hafði brostið undan þeim. Ragn- hildur óð út í og bjargaði þeim. „Þaö sem stendur líka upp úr er að ég var á Mahorca í þijá mánuði í sumar að passa frænku mína. Ég kom heim í eina viku í sumarfrí. Á næsta ári vonast ég th að geta ferð- ast um Norðurlönd. Mig langar að skoða landslagið í þeim löndum sem er mjög fallegt. Ég hef komið th Dan- merkur og mér fannst mikið th þess koma. Ég ætla að fara hringveginn á næsta ári. Auk þess hef ég verið að láta mig dreyma um að kaupa mótor- hjól sem ég get ferðast á með kærast- anum mínum,“ sagði Ragnhhdur Gunnlaugsdóttir. -ÓTT Guðmundur Árni Stefánsson: Nýja árið leggstvelí mig „Stórglæsi- legurárangur okkaralþýðu- flokksmanna íHafnarfirðií kosningunum síðasthðiðvor ermérefkí hugafráþví ári sem nú er aðlíða. Við endurnýjuð- umtraust bæjarbúa og unnum hreinan meiri- hluta. En auk þessa kem ég sjálfsagt til með að minnast þessa árs sem ársins sem þjóðinni tókst að koma böndum yfir verðbólguna,“ segir Guömundur Ami Stefánsson, bæjar- stjóri í Hafnarfirði. Guðmundur Árni segir að komandi ár leggist vel í sig og er bjartsýnn á árangur síns flokks í komandi al- þingiskosningum. „Almennt séð tel ég að sá stöðugleiki sem kominn er á efnahagslífið gefi þjóðinni kost á að vinna sig að fullu út úr því erfiðleikatímabhi sem við höfum búið við. Nýja árið leggst því velímig." -kaa Sigurður Geirdal: Að skipta um starfermikill viðburður í ævimanns „Bæjar- stjómarkosn- ingarnar síð- asthðiðvor eramérmjög minnisstæð- ar.ífyrsta' sinntókég þáttíslíkum kosningum með setu á framboðslista ogvarkjör- inn í bæjarstjóm Kópavogs. í kjölfar- ið hætti ég sem framkvæmdastjóri Framsóknarhokksins og tók við bæj- arstjórastöðunni. Aö skipta um starf er ætíð mikhl viðburður á ævi manns og því hlýt ég að minnast ársins fyrst og fremst vegna þessa,“ segir Sigurð- ur Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi. Sigurður segir að komandi ár leggist vel í sig þó svo að mörg erfið verk- efni bíði hans í bæjarstjórn Kópa- vogs. Fyrirhugaðar séu miklar verk- legar framkvæmdir og unnið sé að endurskipulagningu á bæði stjóm- skipulaginu og fjármálunum. „Eftirþvisemégheftímathmun ég taka þátt í kosningaundirbúningi Framsóknarflokksins næsta vor. Eg mun gera aht sem ég get th að tryggja forsætisráðherranum góða kosningu enda hef ég mikla trú á honum.“ -kaa Sigurður Jónsson: Fékkekki að njóta sigursins í Eyjum „Fráhðnuári eru mér minnisstæð- astiratburð- irnir í Aust- ur-Evrópu og Persaflóadeil- aneneinnig úrslitbæjar- stjórnarkosn- ingannaíEyj- um. Sigur okkarsjáif- stæöismanna í kosningunum var mikih og fyrir mig var það mikiö gleðiefni. Það skyggir hins vegar nokkuð á minninguna að ég fékk ekki að njóta sigursins. En á öhum málum era tvær lhiðar og í kjölfarið fékk ég gott starf, á stað sem mér fellur ákaflega vel,“ segir Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Gerðahreppi áSuðumesjum. Sigurður segist vona að á nýju ári takist að þoka áfram ýmsum aðkall- andi málum í Gerðahreppi, einkum þvi uppbyggingarstarfi sem byrjað er á. Hann segist einnig vonast til að eftir þingkosningarnar í vor komi ný ríkisstjórn th starfa. „Það verður að stokka upp allt ríkiskerfið. Hinn venjulegi launamaður rís ekki leng- ur undir núverandi skattpíningu og útþenslunni á ríkisbákninu." -kaa Ögmundur Jónasson: Vona að þjóðarsáttin fari að bera ávöxt „Aferlendum viðburðumer mérefstí huga sajiein- ingÞýska- landsog hræringarn- aríEvrópu," sagði Ög- mundur Jón- asson, for- maður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. „Af inn- lendum vettvangi er það sameiginleg thraun landsmanna th að koma betra lagi á efnahagsmál og bæta kaup- máttinn th frambúðar. Nýársóskin min er að svokölluð þjóðarsátt fari að bera ávöxt fyrir almennt launafólk," sagði Ögmund- ur. H.Guð. Davíð Oddsson: Veikindi og kosningasigur „Fráþvi ári semnúer sennhðiðer méreinkum tvennt minn- isstæöast. Það eraannars vegarmikh veikindi sem égáttiíáár- inuogsvo hinnglæshegi kosningasig- ur Sjálfstæðisflokksins í borgar- stjomarkosningunum. Ég vona að þessi kosningasigur skhji eftir sig jafnáberandi mark á borginni og veikindi mín gerðu á hausnum á mér,“ sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri. Davíð benti á varðandi komandi ár að aftur væru kosningar sem hann tækiþáttí. „Þær era aö vísu öðravísi en borgar- stjómarkosningamar, en mikhvæg- ar eigi að síður. Ég vona að úrsht alþingiskosninganna veröi hagstæð fyrir minn flokk. Svo vonar maður auðvitað aö árið verði gott og far- sælt. Ég veit að fyrir borgina verður það gott, enda leggjum við inn í nýtt ár með sterka og öfluga stöðu,“ sagði borgarstjóri. -S.dór Signý Pálsdóttir: „Neyðarár" í Þjóðleikhús- inu „Þettavar mikiðum- brotaár í leik- húsheimin- um.Ávinnu- stað mínum, Þjóðleikhús- inu, misstum viðstórasvið- ið í hendur endurbygg- ingaroghöf- um þó haldið úti margvislegri starfsemi á skertum styrk. Af því fékk árið nafniö „neyð- arár“ og á þessari stundu erum við kvíðin yfir að annað „magurt ár“ fylgi í kjölfarið vegna of lítiha íjár- veitinga th rekstrar, þrátt fyrir að stórbrotnar sýningar séu í æfingu," segir Signý Pálsdóttir, leikhúsritari Þjóðleikhússins. „Þar hafa einnig orið leikhússtjóra- skipti og ég vænti mikils af nýja leik- hússtjóranum, Stefáni Baldurssyni. Vonir standa th að ný Þjóðleikhúslög verði samþykkt á þessum vetri sem eiga líka eftirað hafa róttækar breyt- ingar í for með sér á starfi Þjóöleik- hússins. Landakortleikhúsheimsins breyttist á fleiri vegu. Borgarleik- húsið valdi Sigurð Hróarsson til for- ystu í stað Hallmars Sigurðssonar og sjálf tek ég við starfi Sigurðar og um leið mínu gamla sem leihússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar á nýju ári. En sú leiksýning, sem mér er lang- minnisstæðust á árinu, er leikgerð Böövars Guðmundssonar á „Fátæku fólki" eftir Tryggva Emhsson, í leik- stjóm Þráins Karlssonar og flutningi lærðra og leikra hjá Leikfélagi Akur- eyrar.“ -J.Mar Jón Baldursson: Yona að konumar verði Evrópumeist- arar Norðurlanda- mót kvenna í bridge í Færyeyjum semíslend- ingarunnuer mérminnis- stæðastog NewYork- ferðinokkar Aðalsteins Jörgensen þarsemvið urðum í öðru sæti á sterku móti,“ sagði Jón Baldursson, bridgesphari og starfsmaður hjá bókhaldsdehd Flugleiða. „Á árinu komu einnig þijár nýjar þotur th fyrirtækisins. Svo er það þjóðarsáttin sem landsmenn alhr bæði nota og misnota í umræöu um alla hluti í þjóðfélaginu. Ég vona einnig aö kvennalandshðið fylgi sín- um góða árangri eftir á komandi ári og verði jafnvel Evrópumeistarár. Auk þess ætla ég að vona að mér hjá mér og ríkisstjóminni hjá sér takist að grýnnka á skuldasúpunni sem safnast hefur,“ sagði Jón Baldurs- son. -ÓTT ÞórarinnV. Þórarinsson: Næstaár leggstvel í mig „Aðgefnutil- efnieruþaö núþessir 1 samningar, sem gerðir voraíupphafi ársins, sem eru minnis- stæðirfrá okkar bæjar- dyrumhérna. Þessirsamn- ingarmörk- uðu viss tímamót í vinnubrögðum og einnig í því hvaða árangur hefur af þeim hlotist," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins. „Næsta ár leggst heldur vel í mig. Við komum enn einu sinni th með að standa frammi fyrir því á árinu 1991 að velja um það hvort við siglum áfram th þess stöðugleika sem ein- kennt hefur efnahagsástánd flestra annarra nálægra ríkja. Þar af leið- andi verða þær ákvarðanir, sem við komum th með að taka á næsta ári, mjög mikilvægar. Við munum líka þurfa að horfast í augu viö margar mikhvægar og sjálfsagt líka erfiðar ákvarðanir í því hvað varðar sam- skipti okkar við önnur ríki. Þetta er nú þaö sem ég held að muni standa upp úr á næsta ári,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. H.Guð. Jón Steinar Gunnlaugsson: Dómur og leikurFram ogVals „Málaferhní Hafskipsmál- inu eru minn- isstæðust- einkum dóm- ur Sakadóms Reykjavíkur. Hannerth þess fahinn að auka traustal- mennings á dómstólum. Einnig er mér minnistæður glæsheg- ur kosningasigur Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórnarkosningunum. Þar sýndi vinur minn, Davið Odds- son, hvers hann er megnugur. Á ár- inu var framganga ríkisstjórnarinn- ar ömurleg gagnvart kjarasamningi sem hún hafði sjálf gert við hóp laun- þega í BHMR. Auk þessa er síðari hálfleikur í leik Fram og Vals í ís- landsmótinu minnisstæður. Þar þurftu minir menn að skora 3 mörk - þeir gerðu það og urðu meistarar. Á nýja árinu vænti ég þess að sið- spiilt ríkisstjórn, sem nú situr og fót- umtreður reglur um stjómskipan landsins, fari frá. Einnig að dómstól- ar landsins sýni í verki að þeir dæmi ekki eftif öðra en lögum, jafnvel þótt ríkið eða einstakir embættismenn þess eigi hlut að máh. Ég vonast hka th að mikið af laxi gangi í Svartá í Húnavatnssýslu." -ÓTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.