Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 32
44
LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990.
Sérstæð sakamál
Jólaleyfiö átti aö gerbreyta hög-
um hans. Þess vegna greiddi Carlo
Perrini með glöðu geði fyrir ferðina
til austurríska skíðagistihússins
„Alpenrose".
Hjónabands-
erfiðleikar
Carlo Perrini, sem var þrjátíu og
þriggja ára, gerði sér fullljóst aö
hjónaband hans og Evu, sem var
tveimur árum eldri en hann, var
ekki gott. Hann varði allt of mikl-
um tíma á skrifstofu heildsölufyr-
irtækisins sem hann rak og því
hafði hann lítinn tíma fyrir konu
sína. Nokkrum sinnum á liðnu ári
hafði hún gert honum ljóst að hann
væri bæði leiðinlegur og hrokafull-
ur.
Þegar hann kom heim kvöld eitt
snemma í desember og sýndi Evu
farmiða til Austurríkis þar sem
hann sagði að hann vildi að þau
veröu jólaleyfinu vildi hún ekki
fara með honum. Hún sagðist ekki
kunna nógu vel á skíðum.
„Gerum þetta jólaleyfi að nýrri
brúðkaupsferð," sagði Carlo þá.
„Ég skal kenna þér á skíöum."
En Eva Perrini hristi höfuðið.
Þegar Carlo kom heim kvöldið
eftir hafði Eva þó skipt um skoðun.
Carlo vissi hins vegar ekki að hún
átti sér elskhuga sem hún hafði
rætt við þá um daginn. Hann hét
Franco Neri, var lyfsali og þrjátíu
og tveggja ára, og þau höfðu komið
sér saman úm að ryðja Carlo úr
vegi. í rúmt ár höfðu þau Eva og
Franco átt leynilega ástarfundi og
nú var samband þeirra komið á það
stig að þau vildu ganga í hjóna-
band. En Eva og Carlo voru ka-
þólsk og því kom skilnaður ekki til
greina. Því varð Carlo að deyja.
Dansaði við
norska stúlku
Rétt fyrir jól komu Perrinihjónin
ítölsku til gistihússins Alperose í
Kirchberg, skammt fyrir utan
Kitzbúhl. Þar var Franco Neri,
landi þeirra, þá fyrir.
Carlo gerði allt sem haiin gat til
að endurvekja andrúmsloft brúö-
kaupsferðar þeirra hjóna sex árum
áður. Á daginn kenndi hann Evu á
skíðum en á kvöldin bauð hann
henni upp á kampavín og reyndi
að vera eins skemmtilegur og hann
gat. Og það var ekki annað að sjá
en Evu félh vel sú breyting sem var
orðin á manni hennar.
Kvöld eitt meðán Carlo beið eftir
því að Eva skipti um föt lenti hann
á tali við mann að nafni Franco
Neri i vínstúkunni. Þegar Eva kom
niður kynnti Carlo hana fyrir hon-
um og þá um kvöldið sátu þau þijú
saman og skemmtu sér vel að því
er best varð séð.
Á skemmtun þremur kvöldum
síðar, þegar stór hljómsveit lék, fór
Franco Neri að dansa við norska
stúlku sem hét Anita og þá brosti
Carlo til konu sinnar. Það var
greinilegt að Franco gaf fleirum en
Evu undir fótinn.
Dauðinn í glasi
Skömmu eftir miðnætti, þegar
Carlo fór að dansa við Anitu, fékk
Franco loks tækifærið sem hann
haföi beðið eftir. Hann losaði eitur
úr hylki í glas Carlos og hellti
kampavíni í það. Svo fór hann að
dansa við Evu.
„Þegar Carlo kemur aftur,“ sagði
hann, „drekkur hann úr glasinu.
Þá skaltu strax fara að dansa við
hann úti á gólfinu. Hann deyr þá f
örmum þínum og ahir halda að
hann haföi fengið hjartaslag. Þá
Franco Neri.
gefst mér tækifæri til að hella úr
glasinu á gólfið, taka það með mér
upp á herbergi og þvo það.“
Eva kyssti hann laust á kinnina.
Rétt á eftir kom Carlo með Anitu
að borðinu. Hann tók kampavíns-
glasið sitt og rétti henni það. Hún
tók við því og bar það að vörum sér.
„Nei, þetta gengur ekki, Carlo,“
sagði Franco þá. „Anita verður að
fá hreint glas.“ Hann rétti í skyndi
fram höndina en rak sig í glasið.
Anita missti það svo það datt á
gólfiö og brotnaði. Franco gaf nú
þjóninum merki og hann kom með
tvö ný glös.
Önnur morðtilraun
Tveimur dögum síðar, - þegar
Carlo var í baði, ákvað Eva aö ráða
hann af dögum með því aö hleypa
rafmagni í baðvatnið. Þegar hann
Eva Perrini.
Carlo Perrini.
var kominn ofan í keriö fór hún
fram í baðherbergið, tók hárþurrk-
una sína og setti hana í gang. Hún
ætlaði að „missa“ hana ofan í bað-
vatnið því hún vissi að þá týndi
Carlo lífinu á svipstundu.
Er hún hafði þurrkað á sér hárið
um hríð lést hún svo missa hár-
þurrkuna. En þá kom í ljós að snúr-
an var of stutt svo þurrkan féll
ekki í vatniö heldur rakst í bað-
kersbrúnina. Eva afsakaði klaufa-
skap sinn og ekki varð séð að Carlo
tæki eftir því að henni hefði gengið
neitt fnisjafnt til.
Eva faðmaði hann að sér og sagði:
„Óskaplega var þetta klaufalegt af
mér. Komdu, ég þarf á sterkum
drykk að halda núna.“
Carlo fór nú að tala við hana um
hve mikiö henni hefði farið fram í
svigi og sagði við hana að daginn
eftir skyldu þau fara í brattari
brekku en hún hefði ráðið við fram
til þessa því hún myndi ekki valda
henni neinum erfiðleikum.
Eva hlustaði á mann sinn og velti
því fyrir sér hvernig þau Franco
ættu nú að ráða Carlo af dögum.
Tvær morðtilraunir höfðu þegar
farið út um þúfur.
Fram af brúninni
Morguninn eftir fór Carlo með
konu sína í brekku sem var góðan
spöl frá gistihúsinu. Hún var nokk-
uð brött og hægra megin við hana
var gil og um tvö hundruð metra
fall riiður á botn þess. Evu brá þeg-
ar hún sá það en Carlo fullvissaði
hana um að hún þyrfti ekkert að'
óttast. Svo fóru þau upp í efsta
hluta brekkunnar.
í upphafi gekk Evu vel á leiðinni
niður. Hún komst að því aö henni
hafði farið það mikið fram að hún
gat sveigt að vild til beggja hliða
ög þar að auki hélt Carlo sig alltaf
rétt hjá henni og var reiðubúinn til
að koma henni til aðstoðar ef eitt-
hvað ætlaði út af að bera.
Þau komu nú að stað þar sem Eva
átti að beygja til vinstri en þegar
Eva fór að búa sig undir það renndi
Carlo sér upp að henni, ýtti harka-
lega við henni og augnabliki síðar
stefndi hún á mikilli ferð fram á
brúnina. Svo hvarf hún fram af
henni og niður í gilið. „Vertu sæl,
elskan,“ k’allaöi Carlo á eftir henni.
Þegar Eva var horfin sjónum
hans hélt Carlo áfram niður brekk-
una. Klukkutíma síðar gerði hann
aðvart um hvarf konu sinnar. Hófst
þá leit að henni.
En Eva dó ekki eins og Carlo
hafði búist við. Hún rann fram af
brekkubrúninni á mikilli ferð og
rak um leið upp mikið hræðsluóp.
Hún sló með skíðastöfunum út í
loftið, missti þá síðan og tók að
hringsnúast.
Játningin
„Guð minn góður, hann hefur
komist að þessu með Franco,"
hugsaði Eva þegar hún stefndi nið-
ur í giliö. Er hún hafði fallið um
fimmtíu metra niður snarbratta
gilbrekkuna kastaðist hún til og
skall á kletti.
Eva missti meðvitund. En hefði
hún ekki rekist á klettinn hefði hún
steypst niður í gilbotninn um
hundrað og fimmtíu metrum neðar
og verið öll.
Hálftíma síðar komst hún til með-
vitundar. Hún var handleggs- og
fótbrotin og með miklar kvalir inn-
vortis. Hún kallaði á hjálp og
skömmu síðar heyrði nærstatt fólk
til hennar. Tæpri klukkustundu
síðar var þyrla komin á vettvang
og eftir það leið ekki á löngu þar
til Eva var komin í sjúkrahús í
Kitzbúhl.
Þegar hún var komin þangað
kom lögregluþjónn að rúminu
hennar. Carlo, sem sat frammi á
biðstofunni, hafði gert lögregluni
aðvart.
Eva fékk kvalastillandi lyf en var
í miklu uppnámi vegna morðtil-
raunar manns síns. Hún reyndi að
hafa stjórn á sér en tókst það ekki.
í reiðikasti ákærði hún Carlo fyrir
að hafa ætlað að drepa sig. En hún
hafði ekki talað lengi þegar hún
leysti einnig frá skjóðunni um fyr-
irætlan þeirra Francos um að
myrða Carlo. Lögregluþjónninn
hlustaði á hana með athygh og
skrifaði hjá sér hvert orð sem hún
sagði.
Óvæntendalok
Eva Perrini lést um nóttina. Milt-
að haföi spungið. Carlo Perrini var
handtekinn og skömmu síðar Fran-
co Neri. Báðir voru þeir ákærðir
fyrir morðtilraunir og báðir játuðu
þeir.
En Eva hafði haft rangt fyrir sér
að einu leyti. Carlo hafði ekki haft
neinn grun um að hún stæði í ást-
arsambandi við Franco Neri.
Carlo hafði hins vegar sjálfur
haft í huga að myrða konu sína,
af fjárhagslegum ástæðum. Heild-
verslunin hans gekk iha og hann
var að því kominn að verða gjald-
þrota. Til þess að bjarga sér hafði
hann lífryggt Evu fyrir jafnvirði
um tólf milljóna króna og sjálfan
sig hafði hann líftryggt fyrir sömu
upphæð. Allt frá því að hann lagði
til við konu sína að þau færu í jóla-
ferð til Austurríkis haföi hann því
haft í huga að myrða hana.
Carlo Perrini fékk sextán ára
fangelsi og Franco Neri var dæmd-
ur til tólf ára fangelsisvistar.