Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUK 29. DESEMBER 1990. LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. 43 DV velur mann ársins - Einar Odd Kristjánsson: ,,Hef aldrei unnið nein afrek" „Eg hef aldrei unniö nein afrek, hvað þá hetjudáð. Þess vegna kemur mér mjög á óvart að vera nú spor- göngumaður Siguijóns Óskarssonar sem er enginn venjulegur maður. Ég er aftur á móti í mesta lagi anti- hetja,“ segir Einar Oddur Kristjáns- son, framkvæmdastjóri Hjálms hf. á Flateyri og formaöur Vinnuveit- endasambancís íslands, þegar honum var kunngert að DV hefði valið hann mann ársins 1990. Sem kunnugt er varð Sigurjón Óskarsson, skipstjóri frá Vestmannaeyjum, fyrir valinu í fyrra. Þessi orð Einars lýsa honum hetur en hægt væri að gera í löngu máh. í þeim er að finna skýringu þess að honum tókst að koma í framkvæmd margfrægri þjóðarsátt. Það er óhætt að fullyrða að fáir, ef nokkrir, aðrir forystumenn atvinnurekenda hafi til að bera þá hógværð, hpurð og sann- færingarkraft sem þurfti til að sam- eina launþega og atvinnurekendur í einni breiðfylkingu. Innfæddur —-- Flateyringur Einar Oddur er fæddur á Flateyri, sonur hjónanna Kristjáns Ebeneser- sonar skipstjóra, sem er látinn fyrir mörgum árum, og Maríu Jóhanns- dóttur, fyrrum stöðvarstjóra, sem býr á Flateyri. Kona Einars er Sigrún Gerða Gísladóttir hjúkrunarfræð- ingur og þau eiga þrjú böm. Hann hóf ungur afskipti af félagsmálum og hefur verið í forystusveit Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjöröum und- anfarin 23 ár og er nú formaður kjör- dæmisráðs á Vestfjörðum. Hann sat í sveitarstjóm Flateyrarhrepps 3 kjörtímabil. „Það er þegnskylda að menn taki að sér á ákveðnum aldri að sitja í sveitarstjórn að því thskhdu að þeir hafi til þess aðstöðu. Ég fór ungur í sveitarstjórn en hætti th allrar ham- ingju fyrir löngu beinum afskiptum af sveitarstjórnarmálum." Einar Oddur hefur setið í stjóm Vinnuveitendafélags Vestfiarða í 20 ár. Hann var svo kosinn í stjórn Vinnuveitendasambands íslands fyrir tveim ámm og var strax kosinn formaöur stjórnar. Sú staða var tví- mælalaust lykhstaða .til að koma í framkvæmd hugmyndinni um þjóð- arsátt. Sú spurning vaknar hver hafi verið aðdragandi þess aö Einar Odd- ur tók að sér þetta starf: Samsæri vinanna „Það var fyrir samsæri nokkurra vahnkunnra vina minna að ég tók að mér sfiórnarformennsku í VSÍ. En auðvitað hefði ég ekki gefið kost á mér nema af því að ég hafði löngun th að takast á við þetta.“ Þjóöarsáttin varð til fyrir tilstuðlan tveggja stærstu samtaka atvinnurek- enda, VSÍ og VMSÍ, annars vegar og hins vegar stærstu samtaka laun- þega, ASÍ og BSRB. Sú gagnrýni hef- ur komið frá hópum sem standa utan þessara samtaka, svo sem sjómönn- um og BHMR, að þarna væri um ákveðna valdníðslu að ræða, bæði hvað varðar bráðabirgðalögin, sem sett voru með vitund og vhja þjóðar- sáttarklúbbsins, svo og þær yfirlýs- ingar sem þessir aðhar hafa gefið í hópi forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Frá vinstri: Ólafur G. Einarsson, Þorsteinn Pálsson, Einar Oddur Kristjáns- son og Davíð Oddsson. DV-mynd GVA varðandi samningsgerð annarra hópa sem leitt hafa til nánast von- lausrar stöðu þeirra til að ná fram kjarabótum. Hveiju svarar Einar Oddur þessari gagnrýni? „Við stóðum frammi fyrir því að lífskjör íslendinga voru á hraðri leið niður á við. Kaupmáttur hafði rýrn- að frá árinu 1987 til síðustu áramóta um 13% og við gátum reiknað það út að ef héldi fram sem horfði á árinu 1990, með sömu verðbólgu og hafði verið árin á undan, þá myndi kaup- máttur halda áfram að rýrna. Það gerðu allir sér grein fyrir því að með áframhaldandi þrengingum og gjald- þrotum í framleiðslugreinunum yrði hér ástand sem ekki væri hægt að lifa við, hvorki fyrir atvinnurekstur- inn né fyrir launþegana. Menn geröu sér grein fyrir að það væri hreint glapræði að halda áfram að lifa hér í þessu verðbólgusukki á meðan aðr- ar þjóðir kappkostuðu að varðveita verðmæti gjaldmiðils síns og halda verðbólgunni niðri. Þessum þjóðum hefur miðað fram á við um 1 tif 3% á ári á meðán við stöndum í stað. Þannig var þjóðarsáttin neyðarráð- stöfun til að reyna að stöðva þetta. Minni hagsmunir urðu að víkja fyrir meiri Þaö var alveg ljóst að allir urðu aö vera með, enginn mátti skorast und- an. Minni hagsmunir urðu að víkja fyrir meiri. Við settum þetta upp þannig að þetta yrði að gerast helst með góðu, annars með hlu. Það kann að vera að þetta þyki mikh ofbeldis- hneigð eða yfirgangur en okkur var engin önnur leið fær th að komast hjá hatrömmum átökum og í Kjölfar þeirra mikilh óhamingju. Því erum við alveg keikir þrátt fyrir kannski skhjanlega gagnrýni sumra sem ekki Við undirskrift samninga. hafa fengið vhja sínum framgengt um launahækkanir og þess háttar umfram það sem samið var um á almennum markaði. Ég minni á það að langt yfir 90% launamanna hafa gengist inn á þetta fyrirkomulag af fúsum og fijálsum vhja. Hugmyndin að þjóðarsáttinni er ekki ný að neinu leyti, menn hafa margsinnis reynt þetta. Við duttum ekki niður á neitt patent og það er ekkert nýtt í þessu, ekkert frumlegt og engin speki. Ég held að aðstæðumar hafi loksins verið fyrir hendi á þessu ári sem nú er að líða.“ Stóð eins og klettur gegn Sjálf- stæðisflokknum Fólk hefur fylgst í fiölmiðlum með hörðum viðbrögðum Einars Odds þegar honum hefur þótt höggvið nærri þjóðarsáttinni. Mönnum er í fersku minni þegar hann stóð sem klettur gegn þingflokki Sjálfstæðis- ílokksins sem hafði samþykkt að standa gegn bráðabirgðalögunum. Með þeirri ákvörðun var útlit fyrir að bráðabirgðalögin yrðu felld. Einar Oddur vann sigur í því máli þar sem nokkrir þingmenn töldu sig ekki bundna af þessari samþykkt. Hefur varðstaðan um þjóðarsáttina verið strembin. Hvað tekur við í september þegar samningar renna út? Höfum ekkert á móti háskólamönnum - þeir voru bara fyrir „Þjóðarsáttinni hefur verið hætt allan tímann og henni er enn hætt. Það er vitað mál aö þetta er mjög brothætt og það hafa veriö gerðar margar tilraunir til að bijótast út úr henni og svo mun verða áfram. Það var við því aö búast að varðstaðan yröi óskaplega erfið og margir höfðu enga trú á að hún mundi takast. Ef við tölum um átökin við háskóla- menntaða ríkisstarfsmenn þá þykir okkur það mjög leiðinlegt því að sjálfsögðu höfum við ekkert á móti því fólki frekar en öðru fólki. Hið leiðinlega í þessu var að þeir höfðu gert samninga á undan okkur sem gengu þvert á okkar samninga og höfðu allt önnur markmið en þau sem við vorum að leita eftir. Því mið- ur var þetta ágæta fólk fyrir okkur. Við urðum að fara þessa leið sem við fórum og þaö kostaði það að nauð- synlegt var að víkja þessu fólki til hliðar. Varðandi afstöðu þingflokks sjálf- stæðismanna til BHMR-deilunnar þá leyni ég því ekkert að afstaða þeirra hefur valdið mér vonbrigðum. Það skiptir þó ekki höfuðmáli - ef þeir valda mér vonbrigðum þá segi ég frá því - og vinur er sá er til vamms segir. Ég sannfærður um það, eins og endranær, að Sjálfstæðisflokkur- inn muni standa að því heilshugar að koma hér á heilbrigðu efnahags- lífi. Því miður hef ég heyrt þaö hjá ýmsum að það eigi að gera hitt og þetta þegar þjóðarsáttinni lýkur. Mér skilst að það eigi að fara að hækka kaup hjá sumum, stórkostleg átök eigi að vera í vegamálum, húsnæðis- málum og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta er nú bara barnalegt hjal. Við íslendingar eigum engra kosta völ frekar en nágrannaþjóðir okkar og aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu - við verðum að leggja okkur alla fram um að halda hér stööugleika. Það er því ekkert að gera annað en að búa til nýja þjóðarsátt. Þar þýðir ekkert að miða við 7 eða 8% verðbólgu, nei, þar verðum við að miða við verðbólgu sem er lægri en í okkar helstu við- skiptalöndum." Hefur gert Hjálm að stærsta fyrirtækinu Einar Oddur tók ungur við rekstri Hjálms hf. viö stofnun þess fyrirtæk- is sem er stærsta atvinnufyrirtækið á Flateyri. Hann er jafnframt einn af aðaleigendum fyrirtækisins. Þegar núverandi eigendur tóku við rekstr- inum hafði frystihúsið verið í lang- A skrifstofunni heima á Flateyri. varandi lægð og m.a. gengið í gegn- um gjaldþrot. Síðan hefur verið jöfn uppbygging í fyrirtækinu og rekstur- inn hefur gengið áfallalítið. Fyrir- tækið heldur úti öflugri útgerð. Þar vegur þyngst útgerð togarans Gyllis sem jafnan hefur verið með afla- hæstu skipum. Hvemig em rekstrar- skilyrðin í dag og hveijar eru fram- tíðarhorfurnar að mati Éinars? Hnignunarmerki hér eins og annars staðar „Við höfum séð þetta ganga upp og niður í gegnum árin. Þó er þaö nú svo að á þessum áratug held ég að megi segja um okkar þorp, eins og um svo mörg sjávarþorp á ís- landi, að það eru hnignunarmerki á mjög mörgu. Það hefur verið grafið undan útflutningsgreinunum og þessi verðbólga, sem hefur hijáð okkur, er búin að vinna óskaplegt tjón í þessum byggðum. Ég veit ekki hvort menn gera sér grein fyrir því hvað þessi fíflagangur í efnahagsstjóminni, verðbólgurugl- iö, hefur kostað. Þetta gat gengið meðan verið var að brenna upp sparifé landsmanna en eftir að verð- tryggingin tók viö og menn fóm að fiármagna sjávarútveginn með er- lendum lánum þá var ekki hægt að halda þessari vitleysu áfram. En samt var henni haldið áfram með þessum hörmungum að fyrirtækin hreinlega brunnu upp. Það var gripið til þess ráðs fyrir tveim árum að taka að láni 8000 miljónir til þess að fiár- magna taprekstur fyrirtækjanna. Við megum ekki gleyma því að við skuldum þessa peninga alla ennþá og þetta er ekki lausn heldur frestun á því að taka á vandanum. Það mun taka okkur mjög langan tíma að koma okkur upp úr því skuldafeni sem við erum því miður búin að koma þessari þjóð í. Hér á staðnum hefur okkur tekist að stoppa tapreksturinn í útgerðinni og fiskvinnslunni og við verðum að trúa því að okkur takist að halda áfram að mynda hér eigið fé upp í þann taprekstur sem verið hefur.“ Enginn stórbokkastíll Heima á Flateyri er enginn stór- bokkastíll á Einari Oddi - hann er, eins og áður, samur við alla. Sá fund- ur eða sú samkoma er vart haldin að hann mæti ekki þar. Meira að segja kom Einar Oddur á fund Kvennalistans, þar sem reynslu- heimur kvenna var í öndvegj, og rök- ræddi efnahagsmál út frá sínum reynsluheimi. Eins og að vera heimsfrægur í Færeyjum Sú spurning vaknar hvort frægð- in hafi á einhvem hátt breytt lífi hans. „Svo talað sé um frægð þá kom ég eitt sinn inn á heimili í Þórshöfn í Færeyjum. Þar var mikið af mál- verkum eftir þarlenda listamenn. Ég spyr húsráðanda hvort þessi verk séu eftir þekkta málara. Hann glotti við og svaraði að það vantaði ekki, þeir væru allir heimsfrægir í Færeyj- um. Ég held að það sé svona svipað að vera heimsfrægur á íslandi. Ann- ars tek ég þessu eins og hverju öðru. DV-mynd Reynir En þetta starf hjá VSÍ er þess eðhs að það er ekki gott að menn séu í því of lengi. Ég var reyndar búinn að telja mér trú um að ég væri með yfir 100 flug- ferðir á þessu ári en samkvæmt dag- bókinni em þær ekki nema 95. Eg hef verið að hugsa um það hvort ég ætti að fá að sitja í póstfluginu með Herði og ná þessu upp í almennilega þriggja stafa tölu.“ Landvætturinn frá Flateyri Þeir eru fáir íslendingarmr sem ekki þekkja viðurnefni Einars Odds - bjargvætturinn frá Flateyri. Kona nokkur, sem hringdi í útvarpsþátt hjá einhverri Reykjavíkurstöðinni, var þó ekki alveg viss í sinni sök og vildi láta „hann þarna landvættinn frá Flateyri koma og redda málinu“. Einar Oddur hlær þegar hann rifi- ar upp þessa sögu: „Ég er orðinn hundleiður á þessu bjargvættarkjaft- æði - það væri kannski ekki svo vit- laust að fá að vera landvættur svona til tilbreytingar.“ Reynir Traustason, DV, Flateyri (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.