Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1990, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990. Veiðivon Færri borð- uðu rjúpiu umþessijól þarf að friða rjúpuna í nokkur ár? „Mér finnst rjúpnaveiði ekki minni en fyrir nokkrum árum. Ég sá alls ekki færri rjúpur núna en áður,“ sagði Vignir Björnsson sem skaut 680 rjúpur á þessu veiðitíma- bili sem lauk 22. desember. Margir hafa fengið margar rjúpur en sumir færri, til er einn og einn sem ekki hefur fengið neina. Hann og fjöl- skylda hans borðuðu annað um þessi jól. Rjúpnaveiðimenn vildu bara alls ekki selja rjúpurnar sínar fyrir það lága verð sem var í gangi. Flestir seldu ijúpurnar sínar beint til við- skiptavina. „Ég sel ekki ijúpurnar mínar fyrir minna verö en 450 kr. stykkið," sagði skotveiðimaður í samtali við DV. Það er erfitt að segja til um hve margar ijúpur hafa verið skotnar á þessu veiðitímabili, kannski kring- um 25 þúsund. Rjúpnaveiðimenn, sem DV ræddi við, töluðu margir um að stytta veiði- tímabilið og nokkir vildu banna fiór- hjól og vélsleða. Ætti kannski að friða rjúpuna í nokkur ár? -G.Bender Vignir Björnsson og hundurinn hans, Rambó, með nokkrar rjúpur, sem Vignir skaut, en hann fékk 680 á þessu rjúpnaveiðitímabili. DV-mynd G.Bender I gengum tiðina hafa oft veiðst fallegar bleikjur í Hlíðarvatni en breytist vatnið í sjávarión hverfur hún með öllu. DV-mynd Gústi Veiðieyrað Laxakort með Eyþór Sigmundsson fremstan í flokki halda áfram á full- um dampi og fyrir þessi jól gefa þau út nokkur falleg kort. Það er að heyra á Eyþóri að hann ætli að gefa út ný kort á hveiju ári hér eftir. Eyþór gaf út fyrir skömmu nokkrar vetrarmyndir frá íslandi, sem Ragn- ar Axelsson, ljósmyndarinn lipri, tók víða um land. Hlíðarvatn í Selvogi sjávarlón eftir 30-40 ár Ármenn þekkja Hlíðarvatn í Sel- vogi betur en aðrir og halda mikilli tryggð við vatnið. Fyrir skömmu voru þeir með opið hús hjá sér til að reyna að fá botn í fiskleysið í vatn- inu. Málin voru rædd fram og aftur og þótti fundurinn einkar góður. Kom þar fram í máli Jóns Kristj- ánssonar fiskifræðings áð 60% fisks- ins í vatninu væri smælki. Það þyrfti því að grisja vatnið með smærri möskvum en áður hefðu verið notað- ir í þessari netaveiði. í lok fundarins kom fram að eftir 30-40 ár yrði sjórinn búinn að.vinna á vatninu og mættur á staðinn. Hlíð- arvatn verður þvi sjávarlón með tíð' og tíma. Eru þetta váleg tíðindi fyrir þá sem veitt hafa í þessu skemmti- lega vatni. -G.Bender Þjóöar- spaug DV Deilur al- þýðubanda- lagsmanna Eftir miklar deiiur innan Al- þýðubandalagsins 1989, svo og breytingamar í Austur-Evrópu, varð einni konu að orði: „Ég átti nú satt að sega alltaf von á því að Ólafur Ragnar Grímsson myndi leggja Aiþýðu- bandalagiö í rúst en að hann tæki alla Austur-Evrópu með sér í leiðinni átti ég ekki von á. Annað lík Gylfi Þ. Gislason, alþýðuflokks- maður og fyrrverandi mennta- máiaráðherra, flaug eitt sinn í ráðherratíð sinni vestur á Pat- reksfiörð. Með sömu flugvél var einnig ílutt lík tnikils metins heimamanns. Er Gylfi steig frá borði tók hann eftir því aö mjög margir jafnaöarmenn voru sam- an komnir á flugvellinum. Vatt hann sér þá að einum þeirra og segir: „Það var nú óþarfi fyrir ykkur að taka svona rausnarlega á móti mér.“ „Viö erum nú hér til að taka á móti öðru liki,“ hreytti maðurinn þá út úr sér. Búinn að læsa Ungur drengur hafði, fyrir sak- ir fávisku sinnar, lagt reiðhjóli sínu á bílastæði alþingismanna. Er hann var í þann veginn aö yfirgefa það, birtist hjá honum virðulegur þingmaður sem sagði: „Þetta skaltu ekki gera, dreng- ur minn. Héma ganga nefnilega þingmennirnir um.“ Ekki hafði stráksi verið alveg með þá virðingu á hreinu, sem alþingh»>menn vilja hafa í sinn garð, þvi hann svaraði: „Það er allt í lagí. Ég er búinn að læsa því.“ Finnur þú fimm breytingai? 86 Nei, eiskan, þú þarft ekkert að vera hrædd um að þeir biðji þig um Nafn: nafnskírteini ó nýársfagnaðinum. Þú sleppur örugglega inn. Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum veriö breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. Artec útvarpstæki með segulbandi að verðmæti kr. 4.900,- 2. Artec útvarpstæki með segulbandi að verðmæti kr. 4.900,- Verðlaunin koma frá versluninni Opus, Skipholti 7, Reykjavík Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 86 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir áttug- ustu og fjórðu getraun reyndust vera: 1. Ásborg Guðmundsdóttir, Háteigi 12, 230 Keflavík. 2. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Smáragrund 7, 532 Laugarbakki. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.