Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
Fréttir
Þegar Friðrik Sophusson fjármálaráðherra át kalkúnalöpp á heimili sínu í gær - löpp sem Jóhannes i Bónus flutti inn - var það síðasta skrefið af mörgum í fjörugri viku þar sem tekist var á
um innflutning á kjötvörum á neytendavænu verði. Þetta var sennilega í síðasta sinn sem leiðir þessara tveggja manna lágu saman í bili. Jóhannes og utanríkisráðherrann vilja flytja inn læri
en Friðrik vill það ekki og segir að rikistollstjóri, sem lagði hald á kjötið, eigi að fara með málið af því að forsætisráðherra hafi ákveðið að landbúnaðarráðherrann eigi að láta framleiðsluráð segja
til um það hvort nægilega margar lappir séu til í landinu! Ráðið segir að nægar lappir séu til hjá Jóni bónda á Reykjum þó að Jón eigi ekki til lappir eins og þá sem Friðrik borðaði frá Jóhannesi i gær.
-Ótt
Dómsmálaráðherra:
Villfjölga
hæstaréttar-
dómurum
Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráöherra lagði fram drög aö
frumvarpi um breytingar á lög-
um um Hæstarétt í ríkisstjórn-
inni í gær þar sera er gert ráð
fyrir að málsmeðferð muni stytt-
ast verulega. Meðalbiðtimi eftir
niðurstöðu í hæstaréttarmálum,
frá því að þeim er áfrýjað þar til
dómur gengur, er nú tvö og hálft
ár. Fyrir utan öll opinber mál
bíða nú í Hæstarétti 275 ókláruð
einkamál. í tillögum ráðherra er
einnig gert ráð fyrir að hæstarétt-
ardómurum muni flölga úr átta í
níu.
Frumvörpin miðast við að með-
ferð opinberra mála styttist meö
því aö einungis megi áfrýja mál-
um til Hæstaréttar þar sem
ákveðin lágmarksrefsing er
dæmd í héraði og ákveöin lág-
marksupphæð sé í húfi í einka-
málum í héraði. Með þessu móti
er sýnt að færri málum verði
áfrýjað. Jafhframt því að herða
skilyröi fyrir áfrýjun einkamála
og opinberra mála eru einnig í
drögunum ýmis atriöi sem auð-
velda sjálfa meöferð hæstaréttar-
málanna.
Auk þess er gert ráð fyrir að
taka upp vandaðri meðferð viö
ákvörðun um það hvort leyfi
skuli veitt til að áfrýja héraös-
dómumtilHæstaréttar. -Ótt
Landspítaltnn:
Svæfinga-
læknarnir
vinni yf irvinnu
Yfirstjóm Ríkisspítalanna hef-
ur óskað eftir þvi við samninga-
nefnd lækna að hún beiti sér fyr-
ir lausn á deilu svæfingalækna
við yfirsflóm spítalans. Guðriöur
Þorsteinsdóttir, lögfræðingur
Ríkisspítalanna, segir að málið
sé nú í höndum samninganefnd-
arinnar enda hafi yfirsflómin
óskað eftír þvi á fundi með lækn-
unum á miövikudag að þeir fæm
að vinna yfirvinnu á ný.
Svæfingalæknar á skurðdeild
Landspítalans hafa sagt upp
störfúm sínum frá 1. nóvember
vegna óánægju með greiöslur fyr-
ir svokallaöar bundnar vaktir.
Yfirlæknar skurðdeildarinnar
hafa orðið að fresta skurðaögerö-
um vegna þess að svæfingalækn-
ar neita að vinna yfirvinnu.
Tryggvi Ásmundsson, forraað-
ur samninganefndar Læknafé-
lagsins, segir að deilan veröi að-
eins leyst innan ramma nýs
kjarasamnings. Hann segir að
deilunni verði vísaö til samstarfs-
nethdar samningsaðila. -GHS
Kostnaðuriim af heilsukortunmn étur upp áætlaðar tekjur:
Kredda sjálf stæð-
ismanna að fela
skattahækkanir
- býsna mikill fómarkostnaður, segir Sigurður Pétursson, formaður SUJ
„Það væri skynsamlegra fyrir rík-
issflómina að hækka einfaldlega
beina skatta fólks í stað þess að taka
upp heilsukort. Fórnarkostnaðurinn
við að uppfylla þá kreddu sjálfstæðis-
manna að fela skattahækkanir í
formi þjónustugjalda verður býsna
mikill þegar upp er staðið," segir Sig-
urður Pétursson, formaður Sam-
bands ungra jafnaðarmanna.
Hart hefur verið deilt um upptöku
heilsukorta í heilbrigðisþjónustunni.
Að kröfu Friðriks Sophussonar flár-
málaráðherra ákvað heilbrigðisráð-
herra að gefa út kortin til að afla
heilbrigðiskerfinu tekna. Af hálfu
sjálfstæðismanna kom ekki til greina
að ná í tekjurnar í gegnum skatta-
kerfið.
Samkvæmt útreikningum DV
myndi kostnaður við að gefa út og
senda heilsukort til allra lands-
manna, 16 ára og eldri, verða á sjö-
unda tug milljóna. Aö senda út bréf
með heilsukortum kostar tæpar 3,2
milljónir. Meðfylgjandi gíróseölar
kosta um 10,6 núlljónir. Áþekk kort
og greiðslukortafyrirtækin nota
kosta um 29 milljónir. Pökkun korta
og gíróseðla í merkt umslög kostar
um milljón krónur. Þessu til viðbótar
kæmi launakostnaður upp á minnst
10 til 20 milljónir.
Ofangreindir útreikningar byggj-
ast á upplýsingum frá greiðslukorta-
fyrirtækjunum, markaðsdeild Pósts
og síma og pökkunarþjónustufyrir-
tæki í Reykjavík.
Samkvæmt upplýsingum frá Hag-
stofu íslands myndu ríílega 193 þús-
und einstaklingar fá send heilsukort
í byrjun næsta árs verði þessari hug-
mynd hrint í framkvæmd. Miðað við
fyrri yfirlýsingar heilbrigðisráð-
herra yrði hver móttakandi krafinn
um 2 þúsund krónur fyrir kortið.
Miðað við að 80 prósent móttakenda
endursendi ekki kortið mun þaö
skila ríkissjóði um 309 milljónum í
tekjur. Fastur kostnaður við útgáfu
kortanna yrði því um 23 prósent af
áætluðum tekjum.
Að viöbættum fóstum kostnaði við
útgáfu kortanna yrði fómarkostnað-
urinn við að grípa ekki til beinna
skattahækkana eitthvað á þriðja
hundrað milljónir.
-kaa
Stuttar fréttir
Hagkaup hafnað
Samstarfshópur um sölu á
lambakjöti hafnaði á fundi sínum
í gær beiöni Hagkaups um að
kaupa 200 tonn af dilkakjöti á 210
kr. kílóið á þeirri forsendu að
hópurínn gæti ekki komið aö
málinu þar sem fiármunir til
verðlækkana væru ekki fyrir
hendi hjá honum.
Vígdístil Evrópuráðsins
Forseti íslands, frú Vigdís Finn-
bogadóttir, hefur þegið boð for-
seta þings Evrópuráðsins um að
koma í opinbera heimsókn til
ráðsins þriðjudaginn 28. sept-
ember næstkomandi.
Bókhaldið opinberað
Ungt alþýðubandalagsfólk í
Veröandi skorar á formann
flokksins að beita sér þegar fyrir
því að bókhald flokksins verði
opnað almenningi.
Neytendalán á döf inni
Þann 1. október næstkomandi
taka gildi lög um svokölluð neyt-
endalán. Lögin leggja lánveitend-
um á herðar nýjar kvaðir um
upplýsingar og útreikninga til
neytenda og þau kveða jafnframt
á um þótaskyldu vegna mistaka
í þessu efni.
Endurskoðað f æðingar*
oriof
Kæruneftid Jafnréttisráðs hef-
ur komist að þeirri niöurstööu
að endurskoða þurfi lög um fæð-
ingarorlof eftir að tveimur kari-
mönnum hjá hinu opinbera var
neitaö um laun i fæðingaroriofl
en þeir vildu taka einn mánuð af
orlofinu á móti bamsmæðrum
sínum.
Túristar eyða meiru
Erlendir ferðamenn eyddu
meiru hér innanlands fyrstu sex
mánuöi ársins en á sama tíma
1992. Aukningin er tæp 10 prósent
eða rúmar 600 milljónir króna.
-bjb
Flytja tugþúsundir tonna
af vikri af Snæfellsjökli
Gert er ráð fyrir að flutningur á
vikri hefiist í dag með vörubílum úr
námum í Jökulhálsi á Snæfeftsnesi
og niður til Ólafsvíkur. Að sögn Áma
Þormóðssonar, framkvæmdastjóra
Vikuriðnaðar, er gert ráð fyrir að
10-30 þúsund tonn af vikri veröi flutt
ofan frá jökulhálsinum til vinnslu í
Ólafsvík í haust.
Hér er um að ræða framkvæmdir
Jóns Valdimarssonar, bygginga^
meistara á Akranesi, sem hefur feng-
ið námaleyfi í Jökulhálsi. Vikuriðn-
aöur í Ólafsvík annast framkvæmdir
við verkiö en undirverktaki er Brjót-
ur hf. í Reykjavík sem sér um akstur
á vikrinum og vinnslu og útskipun á
honum í Ólafsvík. 8-10 manns munu
starfa við verkefnið í haust.
Ólafsvíkurkaupstaður hefur útveg-
að svæði til vinnslunnar þar sem
vikurinn verður unninn samkvæmt
óskum væntanlegra kaupenda og
síöan skipað út frá Ólafsvíkurhöfn.
Vikurinn veröur fluttur úr landi til
ýmissa kaupenda í Bretlandi, Hol-
landi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku,
m.a. bygginga- og gróðurfyrirtækja,
aö sögn Ama.
Ámi sagði að nánast engin lán
hefðu veriö tekin vegna framkvæmd-
anna.
„Við emm búnir aö selja nokkum
veginn það sem við munum keyra
niður - eitthvað á bihnu 10-30 þús-
und tonn. Byggingafyrirtækin munu
nota þetta í ýmsar steypueiningar og
annað en vikurinn fer allur til út-
landa," sagði Ámi.
-Ótt