Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 32
40 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 _ Fjallferd Hrunamanna: Á afrétti í glamp- andi septembersól Þeir þurftu ekki aö kvarta undan veðrinu, fjallmennirnir sem smöl- uöu Hrunamannaafrétt fyrr í þess- um mánuði. Glampandi sól var mestan hluta tímans og veðriö því betra en hinir bjartsýnustu höfðu þorað að vona. Móðir jörð skartaði haustlitunum eins og þeir geta feg- urstir orðið. Menn og hestar léku á als oddi enda ekki annað hægt í haustblíðunni. Það var á fimmtudagsmorgun sem hluti fjallmanna lagði af stað sem leið hggur áleiðis inn í Svínár- nes þar sem þeir dvöldu fyrstu nóttina. Þeir skipa svokallaða norðurleit sem leitar fjár inn fyrir Kerhngarfjöll og allt norður að Hofsjökh. Miklar vegalengdir Á föstudagsmorgun lagði svo annar hópur fjallmanna, sem skip- ar suðurleit af stað inn á afrétt. Fyrstu nóttina var gist í Helgaskála en síðan haldið áfram inn úr. Þessi flokkur fer aha leið inn fyrir Klakk sem er austasti tindurinn i Kerling- arfjallaklasanum og smalar svo fjölhn sunnanverð. Það eru því engar smávegis vegalengdir sem hestar og menn leggja undir á fá- einum dögum. Tæpri viku síðar, eða á fimmtudag var safnið, sem smalast hafði af fjalh síöan réttað í Hrunarétt. Enn hélst góða veðrið og því mættu allir, sem vettlingi gátu valdið, í réttirnar. En það er önnur saga. Hér á síðunni birtast nokkrar myndir sem teknar voru af fjall- mönnum í blíðu og stríðu inni á afrétti. -JSS Fjallmenn norðurleitar lögðu sinn skerf til jafnréttismálanna að þessu sinni og kusu sér fjalldrottn- ingu til fulltingis. Hér er hún, Anna Sigurðardóttir á ísabakka, fjall- drottning norðurleitar, og Ásgeir Gestsson á Kaldbak, fjallkóngur suðurleitar. Hver fjallmaður hefur meö sér skrinu, sem hefur að geyma nesti, þurr plögg og kannski eitthvað fleira. Hér er ein slík borin undlr þak i náttstaö. / Þrír fjallmenn að koma í náttstað í Fosslæk. Jón Matthías Helgason á Isabakka reiðir lamb, sem gefist hefur upp í rekstrinum, en á eftir koma Haraldur Sveinsson, bóndi á Hrafnkelsstöðum, og Hjalti Jón Sveinsson. Það er margt skrafaö um atburði dagsins þegar fjallmenn eru komnir í náttstað og búnir að spretta af hestum sinum. Árangur nokkurra daga þrotlausrar smalamennsku, þúsundir fjár streyma niður i Tungufellsdalinn. Fyrir safninu fara Magnús Gunnlaugs- son, bóndi á Miðfelli, og Einar Logi Sigurgeirsson. DV-myndir G Farartækin, sem flytja vistir og viðlegubúnað fjallmanna inn i Fosslæk, eru tvær filefldar dráttarvélar. Vörubíll er einnig með i för en hann kemst ekki þangað, heldur fer beint úr Leppistungum og niður f Svinárnes. Kofinn á myndinni er kannski ekki glæsihýsi á mælikvarta stórborgar. En þegar búiö er að breiða teppi á gólfið og farið að krauma i pottunum i einu horninu er hann hin hlýlegasta vistarvera. Margir kjósa fremur að sofa í honum heldur en í tjöldum sem ævinlega eru reist fyrir fjall- menn. Kári Arnórsson kemur úr leit í félagsskap fjalldrottningar og fleiri góðra manna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.