Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
9
Reykingar aukast medal ungmenna:
Viljnm meiri áróður
- segja reyklausu unglingamir og vilja banna reykingar alfarið á skólalóðum
Svo viröist vera sem í kjölfar hippa-
tískunnar, sem unglingar aöhyllast
mjög um þessar mundir, hafi reyk-
ingar færst í vöxt. Það er reyndar
mjög á skjön við þá almennu þróun
sem átt hefur stað á vinnustöðum
landsins sem keppast hver um annan
þveran að vera reyklausir. Nýjasta
dæmið er reykingabann á flugleiðum
innan Evrópu og á aðalskrifstofu
Flugleiða. Þá má benda á að blaða-
og fréttamenn, sem lengi vel töldust
hið mesta reykingafólk, hafa kvatt
reykmettað vinnuloftíð. Á flestum
fjölmiðlum er nú bannað að reykja
nema í litlum reykherbergjum.
Ekki er langt síðan mikil umræða
skapaðist um reykleysi á sjúkrahús-
um en flestum þykir nú sjálfsagt að
þær stofnanir séu reyklausar. Þá
voru biðstofur oft hinar mestu reyk-
holur en hafa nú breyst í reyklaust
og heilsusamlegt umhverfi. Búast
má við að reykingamenn eigi enn
færri íverustaði í framtíðinni.
Það er því heldur skrítið aö sjá
hópa unghnga samankomna og alla
reykjandi, jafnt fyrir utan grunn-
skólana sem sjoppur og skyndibita-
staði. Ekki er langt síðan skólamir
státuðu sig af reyklausum bekkjum,
jafnvel heilu skólarnir voru reyk-
lausir. Reyklausu hðin voru áber-
andi og voru þau jafnt íþróttahð sem
fegurðardrottningar.
Misjafnt eftir skólum
DV fór í nokkra grunnskóla og
spuröi nemendur áttundu, níundu
og tíundu bekkja hvort þeir hafi orö-
ið varir við meiri reykingar á skóla-
lóðum en áður hefur tíðkast. Mjög
misjafnt var eftir skólum hversu
mikið er reykt og virðist vera mikið
í sumum en lítíð í öðrum. Unghngar
eru áhrifagjamir og í einhveijum
skólum em heilu bekkimir reykj-
andi.
í Réttarholtsskóla er mikið reykt.
„Það er miklu meira reykt en var og
má kannski segja að það sé í tísku,“
sagði Vigdís Oskarsdóttir í tíunda
bekk sem sjálf reykir. „Við erum að
reyna að gera skólann reyklausan
enda vom svo margir sem reyktu.
Það hefur gengið ágætlega og margir
hafa þegar hætt. Eg er að spá í að
hætta líka,“ sagði hún. Vigdis taldi
ekki þörf á frekari áróðri varðandi
reykingar.
Nokkrir nemendur sem DV ræddi
við í Fellaskóla vora á einu máh um
að ekki væri mikið reykt í þeirra
skóla. „Það er helst í tíunda bekk,“
sögðu þeir. „Okkur finnst ahs ekki í
tísku að reykja núna en það var það
á tímabili. DV ræddi við þrjá nem-
endur í áttunda og níunda bekk en
enginn þeirra reykir. Þeir sögðu að
reykingar ykjust mjög þegar komið
væri í tíunda bekk. „Aðaláróðurinn
gegn reykingum er í áttunda bekk.“
Krakkarnir sögðust þekkja nokkra
sem reykja og vilja hætta en það
reynist oft erfitt. í Fehaskóla er leyfi-
legt að reykja á skólalóðinni en ekki
við inngang skólans. Reyklausir
krakkar vilja sumir banna reykingar
alfarið á skólalóðum, öðrum stendur
á sama um þær.
Margir neyta áfengis
í Vogaskóla er aðeins einn tíundi
bekkur með 27 nemendum. Lítih
hluti þeirra reykir. Hins vegar mun
vera mikið reykt í næsta skólahúsi,
Langholtsskóla. „Það er ekki mikiU
áróður hér gegn reykingum. Hann
mættí vera miklu meiri," sagði Bene-
dikt Ármannsson, nemandi í tíunda
bekk Vogaskóla. „Áróðurinn hefur
áhrif á unghngana. Hins vegar er
mjög mismunandi hvort krökkum
finnst flott að reykja. Sumum finnst
það öðrum alls ekki. Sjálfur er ég á
mótí reykingum. Ég veit til þess að
sumir unglingar reykja ekki venju-
lega en gera það á fylliríum,“ sagði
Benedikt. „Þaö er nú ekki síður al-
varlegur hlutur hversu margir
krakkar í tíunda bekk drekka áfengi
en þeir eru mjög margir."
Jenný Arnardóttír er bekkjarsystir
Benedikts. Hún reykir og er búin að
gera það í eitt ár. „Ég ætla ekki að
hætta," segir hún. Jenný segist hafa
byijað að reykja vegna þess að hana
langaöi tíl að prófa það. Hún er farin
að reykja heima og fer því ekki í fel-
ur með reykingar sínar. Jenný finnst
áróður gegn reykingum nægUegur.
Annar bekkjarbróðir, Hjalti Þór
Heiðarsson, reykir hvorki né drekk-
ur og hefur engan áhuga á slíku.
„Mér finnst ekki nógu gott að ungl-
ingar skuli byija að reykja," segir
hann. „Mér er ekki vel við reykingar
og að mínum dómi mættí áróður vera
miklu meiri. Aðilar frá Krabba-
meinsfélaginu komu hingað einu
sinni í fyrra og mér finnst að þeir
ættu að koma oftar.“
Átak í gangi
í Garðaskóla í Garðabæ, sem í em
aðeins unghngadeildir eins og í Rétt-
arholtsskóla, er mikið reykt. Að sögn
Lísa Ólafsdóttir, Sigrún Karlsdóttir,
nemandi í niunda nemandi í áttunda
bekk f Fellaskóla. bekk í Fellaskóla.
HAFRAMJOL
Meiri kraftur - minna verð!
• • n «':3r
» >
• vl+’' . ••* ** v .
Vlgdís Óskarsdóttlr,
nemandi i tíunda
bekk i Rettó.
Óskar Rúdolf Kettl-
er, nemandi í
niunda bekk i Fella-
skóla.
Hjalti Þór Heióars-
son, nemandi i ti-
unda bekk Voga-
skóla.
DV-myndir Brynjar
Gauti
Svo virðist vera sem reykingar meðal unglinga séu öllu meiri nú en fyrir nokkrum árum þegar skólar státuðu
af reyklausum liðum. DV-mynd GVA
nemanda þar var ákveðið á síðasta
skólaári að banna reykingar í skól-
anum og hann vonaðist til að þeirri
reglu yrði framfylgt. Enn sem komið
væri gengi þó erfiðlega að gera skól-
ann reyklausan. í Hafnarfirði er mis-
jafnt eftír skólum hversu mikið er
reykt. Þó mun Setbergsskóh sem var
reyklaus í fyrra ekki getað státað af
því lengur.
-ELA
HAFRAGRÍN
Benedikt Ármanns-
son, nemandi i ti-
unda bekk Voga-
skóia.
Jenný Arnardóttir
nemandi i tiunda
bekk i Vogaskóla.
„Pabbi segir að AXA haframjölið
sé algjört hafragrín.
Þegar hann var búinn að sannfœrast
um gœðin gerði hann nefnilega
verðsamanburð og þótti
verðið á AXA haframjölinu
svo hlœgilega lágt.
Hollur matur þarf greinilega
ekki að vera dýr,
segir hann glaður í bragði og fœr sér
aftur í skálina.“
1 kg finvalsede ristede havregryn
YDDA F45.1 0/SlA