Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Á eftir boltan- nm kom barniö - í heimsókn hjá Sigurði Grétarssyni, knattspyrnumanni í Sviss i ,•«» i Yr, Siggi og Tómas Númi búin að koma sér notalega fyrir i stofusófanum. „Það er ótrúlegt hvað þetta litla krili hefur breytt lífi okkar, nú ákvarðast allt út frá þessum litla prinsi og maður skilur að llfið er miklu meira en bara fótbolti". Það er ekki annað að sjá en að Siggi taki sig vel út í föðurhlutverkinu. „Hann er bara heilmikill fjölskyldumaður og líkar það nýja hlutverk bara mjög vel,“ segir Ýr. Siggi hefur ávallt þótt hættulegur fyrir framan mark andstæðinganna. Texti og myndir: Bryndís Hólm Sigurður Grétarsson, sá gamal- kunni landsliðsmaður í knattspyrnu, stendur á tímamótum. Vegna þrá- látra meiðsla er framtíð hans með svissneska liðinu Grasshopper óviss. Þessum fyrrverandi meisturum gekk hrapaUega á síðasta keppnistímabili og að auki hefur kreppan gert það að verkum að fyrirtækin, sem styrkt hafa liðið undanfarið, eru ekki eins rausnarleg í íjárveitingum sínum og áður. Liðinu hefur reyndar gengið ágæt- lega á því keppnistímabili sem nú er nýhafið en leiðin að meistaratitli er grýtt og því engan veginn hægt að segja til um árangur liðsins. Þótt Sig- urður, sem nú er 31 árs, æfi hvorki né leiki með liðinu þá fær hann sín tryggingarlaun og hann sér nú einn- ig um að þjálfa eitt af unglingaliðum Grasshopper. DV heimsótti Sigurð og fjölskyldu hans í Sviss og fékk þau til að rseða örlítið um lífið og tilver- una. Mikill fjölskyldumaður Siggi, eins og hann er kallaður, er ekki einhleypur og hefur reyndar ekki verið um langt skeið. Hann og kærastan til margra ára, Ýr Gunn- laugsdóttir, giftu sig í desember 1990 og í janúar síðastliðnum fæddist þeim hjónakomum sonurinn Tómas Númi. Með sanni má segja að htli dreng- urinn hafi breytt lífi knattspyrnu- mannsins. Áður snerust dagarnir eingöngu um fótboltatuðrur, æfingar og keppnisferðalög en núna skipta bleyjur, pelar og barnaþvottur meira máli. Já, forgangsröðin hefur heldur bet- ur breyst eftir að Tómas Númi kom í heiminn og Siggi er bara hinn ánægðasti með það. Hann hefur haft drjúgan tíma til að taka þátt í barna- uppeldinu, ekki síst vegna þess að hann lék lítiö sem ekkert með liðinu á síöasta keppnistímabili. Og í haust virðist hið sama ætla að vera upp á teningnum þvi endalaus meðhöndl- un íþróttalækna virðist ekki skiia sér. Nú hefur það stundum veriö sagt um atvinnuíþróttamenn að þeir geti aldrei hugsað um neina aðra en sjálfa sig. Skyldi það líka eiga við Sigurð Grétarsson? Við skulum gefa eigin- konunni, Ýr, orðið. „Þetta á engan veginn við Sigga og satt best að segja held ég að hann sé meiri fjölskyldumaður heldur en ég. Hann hefur mjög gaman af pabba- hlutverkinu og að hugsa um fjöl- skylduna sína, það á bara vel viö hann.“ Á meðan Siggi sparkaði í boltann ákvað Ýr að nema hótel- og veitinga- fræði í Sviss og áður en Tómas litli kom í heiminn starfaði hún innan þess geira í nokkur ár. „Eiginkonum atvinnumanna stendur yfirleitt til boða að fara út á vinnumarkaðinn," segir Ýr. „Égheld að félögin reyni iðulega að fá land- vistar- og atvinnuleyfi fyrir konum- ar, í þeirri trú aö' slík tilhögun hafi góð áhrif á leikmennina. En að sjálf- sögðu ér þetta mismunandi, fer bæði eftir högum viðkomandi og liðunum sjálfum. Dvölin erlendis hefur auð- vitað gefið mér ýmsa möguleika og ég hefði ekki getað hugsað mér annað en að nýta þá til náms og vinnu.“ Mikilvægt að hafa konuna sér við hlið Því fer flarri að Siggi hafi staðið einn í baráttunni þau 10 ár sem hann hefur dvalið erlendis í hinum harða heimi atvinnumennskunnar því að allan þann tíma hefur Ýr fylgt hon- um og stutt við bakið á honum. . „Ég hefði aldrei getað hugsað mér að standa í þessu öllu án þess að hafa Ýr mér við hlið, sérstaklega þegar ég var aö fara út í fyrsta skipti. Það væri kannski minna mál núna þar sem ég hef alla reynsluna og mér líður orðið eins og heima hjá mér. Þegar ég fór sem atvinnumaður til Grikklands fyrir 10 árum hefði ég ekki boðið í það að fara einn, á stað eins ólíkan íslandi. Það var því aldr- ei spurning að við Ýr stóðum saman í þessu og studdum hvort annað. Ég held að það hefði ekki verið auðvelt að vera einn í hinum stóra heimi atvinnuboltans og með þá takmörk- uðu reynslu sem ég hafði þegar ég var að byija.“ Og hvað finnst Ýr um þau 10 ár sem hún hefur fylgt manni sínum í at- vinnumennskunni? „Sá tími hefur náttúrlega veriö afar misjafn og gengið upp og ofan, eins og kannski gengur og gerist í þessum bransa. En það sem hefur kannski komið á móti er mjög dýrmæt reynsla þar sem við höfum fengið tækifæri til að kynnast heiminum á ýmsa vegu. Ég verð þó að segja að það hefur ekki alltaf verið auðvelt að lifa og hrærast í heimi atvinnumannsins. Við vorum líka svo ung þegar við byrjuðum í þessu, rétt um tvítugt, og allt í einu stóðum við frammi fyr- ir því að þurfa að bjarga okkur og stóla á okkur sjálf því fjölskyldan var ekki nálægt. í rauninni geröum við okkur ekki í fyrstu grein fyrir því út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.