Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 15 Þaö var víst hinn orðsnjalli, þýski heimspekingur Friedrich Nietzsc- he sem ritaði eitt sinn: Ég sáði drekum en uppskar flugur. Vitnað hefur verið tíi þessara ummæla að undanfómu í umíjöll- um erlendra fjölmiðla um það sem margir telja eitt alvarlegasta vandamál Vesturlanda um þessar mundir - nefnilega nánast algjöran skort á þjóðarleiðtogum sem rísa undir nafni. Veik forysta einkennir stjóm- málaiífið í helstu iðnríkjum heims. John Major virðist hugmynda- snauður og ráðaiaus andspænis innlendum og erlendum vanda- málum. í Frakklandi hefur Fran- cois Mitterrand heldur betur fatast flugið. Helmut Kohl, sem sló sig riddara á skjótri sameiningu þýsku ríkjanna, er meö fangið fullt af vandamáium sem hann hefur enga lausn á. í Japan, þar sem þéttriðið net hagsmunanna hefur ráðið ríkj- um á bak við meira og minna lukt- ar dyr, er allt í upplausn vegna spillingar og missættis og enginn forystumaður líklegur til að sam- eina þjóðina til nauðsynlegrar póli- tískrar hreinsunar og efnahags- legra endurbóta. Vart þarf að nefna ástandið í spillingarbælum á borð við Ítalíu. í upphafi ársins litu evrópskir stjórnmálamenn nokkrum öfund- araugum til Ameríku þar sem Bill Clinton, hinn nýi forseti, virtíst hafa lausnir á vandamálum banda- rísks þjóðfélags og hæfileikann til að hrífa þjóðina með sér til nýrrar sóknar. Keisarinn er nakinn En Chnton féll fljótlega í sama farveg og evrópsku þjóðarleiðtog- arnir og varð á undraskömmum tíma í augum þjóðar sinnar draum- ur sem brást. Sagt er um fjölmarga stjórnmála- leiðtoga vestrænna ríkja um þessar mundir að þeir ráði á engan hátt við þau stórfelldu innlendu og al- þjóðlegu vandamál sem þeir hafa þó tekið að sér að leysa. Þeir hafi engar raunhæfar lausnir fram að færa. Þetta er stundum orðað svo að þessir „leiðtogar“ berist undan straumnum í stað þess að beina honum í hagkvæman farveg. Þeir stjómi ekki rás viðburðanna. Þvert á móti stjórni atburðarásin gerðum þeirra frá degi til dags. Þar sem sá margþætti vandi sem við er að etja í flestum vestrænum samfélögum hlýtur sífellt að magn- ast þegar ekki er tekist á við hann af hugmyndaauðgi, hugdirfsku og kjarki reynist „leiðtogunum“ um megn að fela úrræðaleysi sitt fyrir almenningi sem gerir sér ljósa grein fyrir því að „keisarinn" þeirra er nakinn. Pólitískt Péturslögmál Fyrir mörgrnn árum setti ffum- legur kenningasmiður fram svo- kallað Péturslögmál. Kjami þess er sú staðhæfing að sérhver maður hafi tílhneigingu til að hækka í metorðastiganum upp í stöðu sem hann sé ekki hæfur til að gegna og ráði þar af leiðandi ekkert við. Péturslögmálið viröist um þessar mundir ríkjandi í stjómmálum í Evrópu - og reyndar víðar. En hvers vegna er slíkur leiðtoga- skortur og foringjakreppa hjá kyn- slóð sem hefur hlotiö meiri mennt- un og búiö við betri lífskjör en áður hafa þekkst? Boris Jeltsín er einn fárra þjóðarleiðtoga sem hafa hugrekki til að taka mikla persónulega og pólitíska áhættu. Símamynd Reuter Refir, ljón ogflugur Sumir halda því reyndar fram að það sé einmitt vegna lífsþægind- anna sem leiðtogar með djarfar hugmyndir, kjark til að koma þeim í framkvæmd og persónutöfra til að hrífa almenning með sér sjáist vart á sviði evrópskra stjómmála. Lífsbaráttan hafi verið of auðveld til að móta sterka skapgerð. Enginn sé lengur reiðubúinn að færa fóm- ir fyrir náungann eða samfélagið, ekki heldur stjómmálamennimir sem þori ekki að taka neina per- sónulega áhættu en reyni þess í stað að vera öllum allt. Þess vegna, segja margir, er með- almennskan nú allsráöandi í stjórnmálum á Vesturlöndum með þeim hörmulegu afleiðingum fyrir almenning sem birtast meðal ann- ars í vaxandi atvinnuleysi, efna- hagslegum samdrættí, auknum ójöfnuði milli fátækra og ríkra, fjölgun glæpa og ofsafengnu kyn- þáttahatri og þjóðemisofstæki. Sumir telja að án framsýnna og dugmikilla foringja, sem nái til Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri fólksins, stefni Evrópa hröðum skrefum inn í stórhættulegt tímabil ringulreiðar og hatrammra átaka sem minni um margt á þá stjórn- málalegu kreppu sem leiddi til fyrri heimsstyijaldarinnar. Með ljónshjarta í sumum löndum minnast menn á þessum tímum meðalmennsk- unnar liðinna foringja með eftírsjá. Bretar nefna gjaman hetju heimsstyijaldarinnar síðari, Win- ston Churchill, og jafnvel Margréti Thatcher sem hafði svo sannarlega ákveðnar, en um leið umdeildar, skoðanir á því hvemig ætti aðleysa vandamálin og kjark til aö hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Bandaríkjamenn minnast hins vegar með eftírsjá forystu Frank- hns D. Roosevelts sem breytti á margan hátt ásýnd bandarísks þjóðfélags. Þessir forystumenn höfðu allir skýr markmið og hugrekki til að stefna að þeim þrátt fyrir mikla andstöðu. Þeir þorðu að taka áhættu. Þegar metnir em mikilvægustu eiginleikar stjórnmálamanna er gjaman leitað samlíkinga við dýra- ríkið. Flugur meðalmennskunnar, svo aftur sé vitnað til orða Nietz- sches, eru að sjálfsögðu ekki hátt skrifaðar þótt þær séu því miður algengar nú um stundir. Fæmm stjórnmálamönnum er hins vegar gjarnan líkt við ljón eða refi eftir því hvernig þeir koma málum sínum fram. Churchill, Roosevelt og Thatcher voru að mörgu leyti mjög ólíkir stjórnmálamenn en hljóta samt sem áður öll að teljast til ljónanna í pólitíkinni. Hugrekki einkenndi nefnilega allt stjórnmálastarf þeirra þótt Roosevelt væri einnig klókur refur. Slíkt pólitískt hugrekki er fátítt nú á tímum. Sá sem einna helst stendur upp úr fjöldanum að þessu leyti á alþjóðavettvangi er Borís Jeltsín, forsetí Rússlands. Hann sýndi það glögglega þegar harðl- ínukommúnistar gerðu tilraun til valdaráns á tímum Gorbatsjovs, og eins nú þegar hann er að knýja fram fijálsar þingkosningar í land- inu, aö hann þorir að taka mikla persónulega og pólitíska áhættu. Ofgnótt refskapar Refskapur er kunnur eiginleiki stjórnmálamanna sem komast tíl æðstu metorða þótt sumir þeirra fyrtíst við að vera kallaöir pólitísk- ir refir. Pólitískur refskapur er óneitan- lega vandmeðfarinn eiginleiki vegna þess hversu stutt er frá klók- um, meira og minna heiðarlegum leikfléttum, í beina sviksemi og bakstungur sem hljóta að rýja stjórnmálamenn öllu traustí þeirra sem þeir þurfa að starfa meö. I í hinu kunna enska dagblaði, The Times, var nýverið sett fram sú1 jákvæða skilgreining á pólitískum ref að það væri stjómmálamaður sem gæti endurheimt með klókind- um það sem virtist tapað vegna ofurvalds andstæðinganna. Þar var hins vegar lögð áhersla á að refskapur einn og sér væri slæmur húsbóndi og því beinlínis haldið fram að helsti galli stjórn- málamanna samtímans væri of- gnótt refskapar og hörgull hug- rekkis. Meiri dirfsku Þótt deila megi um áhrif ein- stakra manna á gang sögunnar er alveg Ijóst að það getur skipt veru- legu máli fyrir velferð þjóðar hvers konar foringjar halda um stjóm- völinn hverju sinni. Þegar kreppir að þarf djarfa, framsýna foringja sem þora að setja hagsmuni almennings ofar þeim þröngu sérhagsmunum sem eiga enn afar sterk ítök í stjóm- málaflokkunum. Til þess þarf hugrekki og dirfsku sem er því miður af skornum skammti í íslensku stjómmálalífi þar sem þingmenn og ráðherrar em ýmist upp fyrir haus í pólitísk- um leikfléttum eða í hlutverki sendiherra sérhagsmunanna, eins og glöggur maður komst nýlega að orði. Sú sendimennska hefur skert lífskjör íslensku þjóðarinnar vem- lega. Og mun gera áfram því þrátt fyrir fógur fyrirheit núverandi ráðamanna sýna atburðir síðustu daga að ekkert lát er á fjáraustri til glataðra gæluverkefna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.