Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 " 55 Umframframleiðsla á kindakjöti flutt út til Danmerkur: Við bindum miklar vonir við þetta - segir Jóhann Steinsson, forstöðumaður útflutningssviðs Goða hf. „Við erum að flytja út kælt kjöt í heilum skrokkum til Danmerkur. Þetta er liður í því aö ná einhverju verði fyrir bændur sem þeir telja ásættanlegt. Við höfum selt þetta sem náttúruafurð og það verður selt í sérverslunum úti,“ segir Jóhann Steinsson, forstöðumaður útflutn- ingssviðs Goða hf. Um er að ræða kjöt sem er umfram greiðslumark í haust, það er kjöt sem framleitt var umfram þann kvóta sem bændur og ríkissjóður sömdu um samkvæmt búvörusamningi. Kjötiö er flutt út með flugi til Dan- merkur og fór fyrsta sending á fimmtudaginn var. Jóhann tekur fram að hér sé um tilraunaverkefni að ræða. Hann gerir sér vonir um að áframhald verði á þessu en um 240 krónur fást fyrir kílóið til slátur- húsanna. Flutningsgjald er hins veg- ar greitt af kaupanda þannig að cif- verð reiknast um 300 krónur á hvert kíló. í gær var kjötið svo selt í versl- anakeðjunni Irma á Sjálandi í Dan- mörku. Stefnt er að því að senda um tvö tonn af kældu kindakjöti viku- lega meö flugi. Jóhann segir að fleiri möguleikar séu í athugun og nefnir í því sam- bandi Frakklandsmarkað og einnig Lúxemborg. „Við bindum miklar vonir við þetta. Næsta sending fer að viku hðinni og við höfum tilkynnt kaupanda að við getum gert þetta næstu fjórar til sex vikur,“ segir Jó- hann. Ekki er enn ljóst hver umfram- framleiðsla í haust er en Jóhann seg- ir þó ljóst að hún verði aldrei minni en 200 tonn. Því sé hér einungis um lítið brot að ræða af því kjöti sem fellur til á þennan hátt í haust. Áfram er unniö að sölu á frosnu lambakjöti á Færeyjamarkað og það verkefni er unnið í samvinnu Goða og Sláturfé- lags Suðurlands. Á þennan markað fóru 150 tonn á síðasta verðlagsári (september til ágúst). Skilaverð á þessu kjöti var upp í 246 krónur á kíló. Stefnt er að því að selja álíka magn á næsta verðlagsári þrátt fyrir erfitt efnahagsástand þar. Jóhann segir að ef vel gangi með þessa sölu verði hægt að koma í veg fyrir, eða að minnsta kost draga úr, umdeildri og ólöglegri heimaslátrun sem ljóst sé að fari fram hér á landi. -PP Ullarvoð fyrir Rússa Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Forráðamenn Saumastofunnar Vöku á Sauðárkróki hafa gert samn- ing við rússneskt ullarvörufyrirtæki um framleiðslu á ullarvoð. Einnig mun starfsfólk Vöku sjá um að sníða voðina og ganga frá henni í sauma- vélar rússneska fyrirtækisins sem er í borg rétt austur af Moskvu. Sauðárkróksbær er nú eigandi Vöku. Snorri Björn Sigurðsson bæj- arstjóri segir nokkrar vonir bundnar við Rússavoðina og fljótlega verður farið að framleiða upp í samninginn. „Að vísu er mesta vinnan í sauma- skapnum og við erum með næg verk- efni nú,“ sagði Snorri Björn. Tólf starfsmenn vinna í Vöku, nær allt konur. í sumar fékk fyrirtækið úthlutað í gegnum atvinnuleysis- tryggingasjóö 12 stöðugildum í sex mánuði. Kom sú úthlutun sér mjög vel meðan verið var að hefja starf- semi að nýju eftir að hún hafði svo gott sem legið niðri um tíma. Þorsteinn Pálsson til Rússlands Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra fer væntanlega til Moskvu á sunnudag og ræðir þar við ráða- menn í sjávarútvegi. Frá Moskvu er ætlunin að halda til Múrmansk. Heimsóknin er farin til að endur- gjalda hliðstæða heimsókn Rússa hingað fyrr á árinu. Helgi Ólafsson tók við íslandsmeistaratitlinum í skák í dag. Þetta er í þriðja skipti í röð sem Helgi er íslandsmeistari i skák en hann sigraði Tómas Björnsson í lokaumferðinni á Skákþingi íslands i fyrradag. Helgi hafði lengstum forystu á mótinu og er vel að titlinum kominn. DV-mynd Brynjar Gauti Fréttir Japanskjötið — tölur í milljónum kr. — Umboöslaun 2,6 Hlutur framleiö- enda og slátur- leyfishafa Japanskjötið: Um 40% af heildsölu verði í vasa bænda Samtals 32,6 milljónir króna feng- ust fyrir þau 170 tonn af lambakjöti sem seld voru til Japans nýverið en kjötiö er frá seinasta ári. Heildsölu- verð vörunnar er samtals 58,1 millj- ón og munar því 32,6 milljónum á heildsöluverði og raunvirði kjötsins. Framleiðendur og sláturleyfishafar verða því að deila kostnaðinum við söluna á sig því að skýr svör hafa borist frá landbúnaöarráðuneytinu um að ríkissjóður taki engan þátt í greiðslu á útflutningsbótum á þessu kjöti. Þá á eftir að reikna með í kostn- aðinn umboðslaun söluaðila en þau eru 10% í þessu tilviki. Þegar upp er staðið fá bændur og sláturleyfishafar því í sinn hlut tæp- ar 23 milljónir króna en ekki 58,1 mibjón króna eins og heildsöluverðiö gerðiráðfyrir. -pp Tveirmenní gæsluvarðhaldi Tveir karlmenn um þrítugt hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram í næstu viku að kröfu fikniefna- lögreglunnar. Mennirnir eru grun- aðir um að eiga um tvö kíló af hassi sem 35 ára kona flutti til landsins og tollverðir á Keflavíkurflugvelli lögðu hald á í seinustu viku. Konan er grunuð um að hafa verið það sem kallaö er burðardýr, það er að hafa flutt efnið inn gegn greiðslu. Mennirnir tveir, sem voru úrskurð- aðir í gæsluvarðhald, stunda ekki fasta vinnu og er málið enn í rann- sókn. -pp Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Aðalstræti 92, Patreksfirði, sem hérsegir, á eftir- farandi eignum: Jörðin Stakkar I, Rauðasandshreppi, með tilheyrandi lóðarréttindum, þing- lýst eign Ólafar Matthíasdóttur og Skúla Hjartai'sonar, eftir kröfu Stofn- lánadeildar landbúnaðarins, mið- vikud. 29. sept. ’93, kl. 14.15. Jörðin Brjánslækur II, Barðastrand- arhreppi, með tilheyrandi lóðarrétt- indum, þingl. eign Kirkujarðasjóðs, eftir kröfu Húsnasðisstofhunar ríkis- ins, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 14.30. Verslunarhús á Krossholti, Barða- strandarheppi, með tilheyrandi lóðar- réttindum, þingl. eign Ragnars Guð- mundssonar, eftir kröfu Landsbanka fslands, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 14.45._____________________________ Skálholt, Barðastrandarhreppi, með tilheyrandi lóðarréttindum, þingl. eign þrotabús Flóka hf., eftir kröfu skiptastjóra, Þorsteins Einarssonar hdl., miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 15.00. Bugatún 14, Tálknafirði, með tilheyr- andi lóðarréttindum, þingl. eign Árna Jóhannessonar, eftir kröfti Miklatorgs sf. og Húsnæðisstofnunar ríkisins, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 15.15. M/B Ingibjörg BA-402, Tálknafirði, þingl. eign Hraðfiystihúss Tálkna- ftarðar hf., eftir kröfu Verðbréfasjóðs- ,ins, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 15.30. Dalbraut 24, neðri hæð, Bíldudal, með tilheyrandi Jóðarréttindum, þingl. eign Þóris Ágústssonar, eftir kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins og Lífeyr- issjóðs Vestfirðinga, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 15.45. Vélageymsluhús í landi Litlu-Eyrar, Bíldudal, ásamt vélum, tækjum og búnaði, þingl. eign Tréverks hf., eftir kröfu Iðnlánasjóðs, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 16.00. Aðalstræti 1, Patreksfirði, með til- heyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Knstins Friðþjófssonar, eftir kröfu Patrekshrepps, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 16.15. Aðalstræti 47, suðurendi, Patreksfirði, með tilheyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Ólafs Bjamasonar, eftir kröfu Halls Hlugasonar, Korpus hf. og Hans Petersen hf., og Húsnæðis- stofhunar ríkisins, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 16.30. Aðalstræti 87a, Patreksfirði, með til- heyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Straumness hf., eftir kröfu Patreks- hrepps, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 16.45. Balar 4, jarðhæð til hægri, með til- heyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Örlygs Sigurðssonar, eftir kröfu Vá- tryggingafélags íslands og Húsnæðis- stofnunar ríkisins, miðvikudaginn 29. sept. ’93, kl. 17.00. Hjallar 20, Patreksfirði, með tilheyr- andi lóðarréttindum, þingl. eign Odd- geirs Bjömssonar og Rósu Jónsdótt- ur, eftir kröfu Húsnæðisstofnunar rík- isins, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 17.15. Hólar 18, efrí hæð, Patreksfirði, með tilheyrandi lóðarréttmdum, þingl. eign Péturs Ólafesonar, eftir kröfu Patrekshrepps, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 17.30._________________________ Hraðfrystihús á Vatneyri, Patreks- firði, ásamt vélum, tækjum og bún- aði, þingl. eign Straumness hf., eftir kröfu Islandsbanka hf., Patreks- hrepps, ríkissjóðs, Verkalýðsfélags Patreksfjarðar og Lífeyrissjóðs verk- stjóra, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 17.45. Sigtún 37, Patreksfirði, með tilheyr- andi lóðarréttindum, þingl. eign Bjama Þorsteinssonar, eftir kröfu Húsnæðisstofnunar ríkisins, mið- vikud. 29. sept. ’93, kl. 18.00. Túngata 15, efrí hæð, Patreksfirði, með tilheyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Asgeirs Ingólfesonar, eftir kröfu Húsnaeðisstofnunar ríkisins, miðvikud. 29. sept. ’93, kl. 18.15. Sigtún 49, neðri hæð, Patreksfirði, með tilheyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Patrekshrepps, eftir kröfu Húsnæðisstofhunar rfeisins, mið- vikud. 29. sept. ’93, kl. 18.30. Sigtún 61, Patreksfirði, með tilheyr- andi lóðarréttindum, þingl. eign Mar- íu Madalenu Carnlha, eftir kröfu Húsnæðisstofhunar ríkisms, mið- vikud. 29. sept. ’93, kl. 18.45. Urðargata 15, Patreksfirði, með til- heyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Knstins Friðþjófesonar, eftir kröfu Patrekshrepps, fimmtud. 30. sept. ’93, kl. 9.00. Þórsgata 3-5, Patreksfirði, þingl. eign Kristins Friðþjófesonar, eftir kröfu Patrekshrepps, fimmtud. 30. sept. ’93, kl. 9.15. M/B Andey BA-125, Patreksfirði, ásamt vélum, tækjum og búnaði, þingl. eign Straumness hf., eftir kröfu Patrekshrepps, ríkissjóðs, Sjóvár- Almennra hf., Framkvæmdasjóðs Is- lands, Búnaðarbanka íslands og Kristjáns Ó. Skagfjörð, fimmtud. 30. sept. ’93, kl. 9.30. Aðalstræti 41, Patreksfirði, með til- heyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Hjartar Líndal Guðnasonar, eftir kröfu Landsbanka íslands og Trygg- ingastofiiunar ríkisins, fimmtud. 30. sept. ’93, kl. 9.45. Jörðin Neðri-Rauðsdalur, með til- heyranch húsum og mannvirkjum, þingl. eign Ragnars Guðmundssonar, eftir kröfti Bjarnheiðar Ragnarsdóttur og Húsnæðisstofiiunar ríkisins, fimmtud. 30. sept. ’93, kl. 10.00. Aðalstræti 39, neðri hæð, Patreks- firði, með tilheyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Firmboga Pálssonar, eftir kröfu íslandsbanka hf., fimmtudaginn 30. sept. '93, kl. 10.15. Fiskimjölsverksmiðja á Vatneyri, Pat- reksfirði, ásamt vélum, tækjum og búnaði, þingl. eign. Fróðamjöls hf„ eftir kröfu Fiskveiðasjóðs íslands og Patrekshrepps, fimmtud. 30. sept. ’93, kl. 10.30.__________________________ M/B Guðrún Hlín BA-122, Patreks- firði, ásamt vélum, tækjum og bún- aði, þingl. eign Háaness hf„ eftir kröfu Birgis Ingólfesonar, Sparisjóðs Svarf- dæla, Radíómiðunar hf. Verkalýðsfé- lags Patreksfjarðar og Heklu hf„ fimmtud. 30. sept. ’93, kl. 10.45. Hellisbraut 10, Króksfjarðamesi, með tilheyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Bjöms Samúelssonar, eftir kröfu Byggingarsjóðs ríkisins, fimmtud. 30. sept. ’93, kl. 11.00. Aðalstræti 76, Patreksfirði, með til- heyrandi lóðarréttindum, þingl. eign Einars Magnúsar Ólafesonar, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, fimmtud. 30. sept. ’93, kl. 11.15. Jörðin Hagi, Barðastrandarhreppi, ásamt vélum, tækjum og búnaði, þingl. eign Bjama Hákonarsonar, eftr ir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, fimmtud. 30. sept. ’93, kl. 11.45. Sýslumaðurinn á Patreksfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.