Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993 Maður, vanur iðnaðarvélum, óskast til viðhalds- og viðgerðavinnu. Rafmagnsþekking æskileg. Uppl. sendist DV, merkt „1-3411". Hafnarfjörður Verkakvennafélagið Framtíðin Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins um stjórn og aðrar trúnaðarstöður fyrir árið 1993 liggja frammi á skrifstofu félagsins að Strandgötu 11, frá og með mánudeginum 27. september til og með fimmtudeginum 30. september. Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 30. september og er þá framboðsfrestur útrunninn. Tillögum þarf að fylgja meðmæli 20 fullgildra félags- manna. Verkakvennafélagið Framtíðin SKOLAKLIKAN er spennandi og vel gerð mynd frá fram- leiðendum FATAL ATTRACTI0N, THE ACCUSED og BLACK RAIN. HASKOLAfilÖ SÍMI 611212 Sambyggðar trésmíðavélar LAB 30 frá SCM-Minimax með 3x4 ha. mótorum, stór sleði/hallanlegt blað, frá kr. 310.000 A- vsk. Aukabún.: fyrirskeri/5,5 ha., hjól/sog/hallanlegur fræsispindill. mwí JLMM IR Smiðshöfða 6 - sími 674800 Menning í Rokkhljóðinu ekk- ert nema unaður „Ég varð ekki að manni í plássinu mínu,“ segir Finn- ur Torfi Hjörleifsson á einum stað í bók sinni Bernsku- myndir sem samanstendur af stuttum söguljóðum, svipleiftrum úr fortíðinni þegar sögumaður var lítill strákur í sjávarplássi. Þessi eina setning segir heilmik- ið um andrúmsloft sagnanna sem er þrungið ljúfsárum trega þess manns sem á sér ekki rætur og fer því í fortíðarferðalag til að tengjast sjálfum sér betur, riija upp og muna. Ferðin hefst hjá bæjarlæknum: „Þennan læk þekkti ég vel. Gekk með honum og skoðaði sömu hylina aftur og aftur. Þar sem ég sé nú speglast hernskuminningar mínar. En stundum í úr- helhsrigningu eða bráðaleysingu byltist hann í kol- mórauðu flóði og verður ekki skyggndur." (8). Þær minningar sem sögumaður nær tökum á eru tærar. Skýrar og Ijóslifandi, örlítil brot héðan og þaðan úr æskunni sem saman mynda fallega og heildstæða mynd. Þær láta ekki mikið yflr sér þessar sögur, setn- ingamar eru stuttar og knappar og samtölin eftir því. Á einfaldan og látlausan hátt kemur höfundurinn hugmyndum og upgötvunum drengsins tii skila þann- ig að útkoman verður oft verulega ljúf. Sagan Fahegi pabbi er gott dæmi um frásagnarmáta höfundar: Hvað var ég gamall þegar mér fannst pabbi gamah? Og hrukkóttur. Ég spurði mömmu: Af hverju er pabbi ekki fallegur? Hann verður myndarlegur þegar hann fer í sparifötin, og setur upp hattinn, sagð’ún. Þetta hugleiddi ég þegar ég virti fyrir mér magurt og tekið andht hans með holur mihi skeggbrodda. Svo fann ég mariatluhreiðrið og pabbi kom á sam: festingnum þegar ég togaði í hann. Og andht hans ljóm- aði bjartar en fjörðurinn þegar hann sletti í góm til að láta óflðruð og blind kríhn gapa. Þá vissi ég að það þurfti hvorki spariföt né hatt. (11). Og í eftirminnilegum sögum. Hröfnum og Ódæði, er því lýst á þennan sama einfalda hátt hvernig drengur- inn upplifir á sjálfum sér mótlæti sem kahar á hefnd. Hrafnar komast í lömbin hans og kroppa úr þeim augun og drengurinn er ekki í rónni fyrr en hann hefur komið ungunum fyrir. En hann lærir að það er auðveldara og örugglega sársaukaminna að halda frið- inn: Undir niðri kviknar ódæðið, kemur sjaldan upp. Það Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir gerir þó sjaldnar vart við sig eftir að faðir minn á gamals aldri sættist við hrafninn. Hann skyldi fá allan matarúrgang er til féll, ef hann léti lömbin í friði. Báðir héldu þá sátt. (39) Þannig skína lífsviðhorf liins fuhorðna í gegnum minningarbrot drengsins. Friðarboðskapurinn er alls- ráðandi og gjarnan klykkt út með setningum þar sem fábrotinn og hófsamur lífsstíll er lofaður: „Það er hægt að lifa góðu lífl, ef maður á nógar kartöflur og smér með þeim, sagði faðir minn.“ (36). „Er nokkur gjöf hlýrri en fallega útprjónuð lopapeysa á haustin?" (23) og „í rokkhljóðinu ekkert nema unaður.“ (25) Það ríkir sumsé mikil kyrrð yfir þessum sögum, ró sem sögumanninum (nútímamanninum) tekst að ná í skottið á um stundarsakir þar sem hann reikar upp með læknum. Og honum tekst svo sannarlega að miðla þessari ró með lesandanum sem uppliflr stemmningu liðinna daga á notalegan hátt í Bemskumyndum. Bernskumyndir. Finnur Torfi Hjörleifsson. Mál og menning 1993. Safnborg ljóða Þessi nýjasta ljóðabók Geirlaugs Magnússonar er allstór, nær sex tugir ljóða. Ég hefi áður í þessum dálkum borið lof á ljóð Geirlaugs fyrir hve margbrotin þau eru og þessi bók gefur ástæðu til að ítreka það. En bókin er býsna fjölskrúðug, einnig að þessu leyti. Sum ljóðanna era mjög aðgengileg, einkum bernsku- minningar svo sem „félagsvera" og „nöfn“, en orðin eru vandlega valin í stíl við þessa bernskureynslu. Ámóta auðskihð er t.d. „draugar". Lýsingin á öh vel við drauga, en ætti allt eins vel við geðstirð gamal- menni og aðra sem finnst þeir komnir út úr megin- straumi samtímans, en halda fast við sín gömlu hugð- arefni. Þetta tengist atriði sem töluvert ber á í bók- inni, mér sýnist drykkjuskapur túlkaður sem eins konar blætisdýrkun, viðleitni til að endurlifa gamlar ánægjustundir: draugar ráfa milli tveggja heima einsog langþreyttir drykkjumenn milli bara nöldrandi um breytta sætaskipan lokaða reikninga uppivöðsluna i uppvakningum væru best geymdir 1 gamalli flösku tólf ára eitur opnist ei utan í illa ræmdum húsum hýma viö falstóna ættartölu ofstuðlan rangfærðrar visu blautar sögur léttkenndra kvenna ims dofna drattast niður gleypast gleymsku glymskratta rafmagnsljósa. Mörg ljóðanna eru miklu samsettari en þetta. Nefna mætti sem dæmi „vinir vorsins" á sömu opnu og „sendiboði". Óttinn er persónugerður sem fuhtrúi næturinnar og í ljóðinu er greirúlega vitnað th ljóðs Jónasar Hallgrímssonar um rjúpuna og fálkann, „Óhræsiö", sem ahir hafa lesið í bamaskóla. En hver er ávarpaður í ljóðinu og á að ganga inn í hlutverk Bókmeraitir Örn Ólafsson tjúpunnar? Lesandinn? Og hví biður hann mælandann um fálkafjöður? Ég sé ekki að svör við slíkum spum- ingum verði lesin út úr ljóðinu, en þeim mun áleitn- ara verður það þá væntanlega sem flétta af ofsóknar- kennd, sektarkennd og samúð: sendiboði kappklæddur birtist sendiboði næturinnar óttinn að tjá þér með fagurgala að dagurinn læðist því aðeins að að sért honum réttdræp rjúpan sem hvergi fmnur skjól hvi biðurðu mig um fálkafjöður Með hnitmiðuðu orðavah fléttar skáldið saman sundurleit fyrirbæri, í þessari bók ber mikið á því að hversdagslegt umhverfi nútímafólks sé túlkað í ljósi þjóðsagna. Th að átta okkur á því skulum við hta á tvö fyrstu erindi ljóðsins „álfadans", og setja th bráða- birgða bókstafi fyrir allt sem fehur út fyrir hefðbund- ið svið álfasagna: grundvöllurinn gljáfægður flögra brosmild X tími til að tendra Y-kertin Z nýþvegnar freyðir léttdrukkinn P svífur að lofkór N En í stað bókstafanna vora í ljóðinu orð af sviði sér- tækrar umræðu um þjóðfélagsmál eöa persónugerð; „viðhorf, staðreyndir, vandi, sjálfumgleði". Orðið „merkikerti“ er eins og á mörkum tveggja heima, og „umskiptingar" á heima í báðum. Ég skh ljóðiö sem skot á yfirborðslega glaðværð og sjálfsöryggi margra þeirra sem taka að sér að leysa vandamál annarra, og era þannig eins og utan við mannlífið. En lesendur dæmi, hver fyrir sig: álfadans grundvöUurinn gljáfægður flögra brosnúld viðhorfm tími tU að tendra merkikertin staðreyndimar nýþvegnar freyðir léttdrukkinn vandinn svifur að lofkór sjálfumgleöinnar en hinkrið við umskiptingamir taka senn völdin þó viUst hafi of lengi í mannheimum Geirlaugur Magnússon: Safnborg. Mál og menning 1993, 65 bls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.