Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
23
Virðuleg húsmóðir og matreiðslukennari reyndist vera harðsvírað glæpakvendi:
Sorgin fyllir húsið
- sagði eiginmaðurinn þegar hann komst að hver konan hans var eftir 17 ára hjúskap
„Þetta hús er ekki nógu stórt til að
rúma sorg mína,“ sagði Ron Duncan,
veitingamaður í smábænum Albany
í Oregon í Bandaríkjunum, þegar
hann komst að því að kona hans átti
sér fortíð sem hann vissi ekkert um
eftir 17 ára hjúskap.
Og það sem meira var; hann vissi
ekki að hún var eftirlýstur morðingi
og bankaræningi. Hann vissi ekki
betur en að matreiðsla hefði lengi
verið helsta áhugamál hennar.
En lögreglan hefur ekki áhugann á
matseld Aiice Duncan, í það minnsta
ekki eftir að upp komst að hún heitir
í raun og veru Katherihe Ann og að
ættarnafn fjölskyldu hennar er ekki
Metzinger heldur Power.
Hvorki eigin-
maðurinn sé aðr-
ir sem til hennar
þekktu vissu að
hún hafði fyrir
tæpum aldar-
fjórðungi verið
dýrkuð af ungl-
ingum í Boston
sem Bonnie Par-
ker endurborin -
glæpakvendið
sem fór um með honum Clyde sínum
og rændi þá ríku.
Lögreglan skipaði einu sinni þess-
ari Katherine Ann Power í röð
hættulegustu glæpamanna og í 14 ár
samfleytt leitaði lögreglan hennar
um öll Bandaríkin fyrir morð.
Fyrr í þessum mánuði ákvað Kat-
herine Ann að hætta feluleiknum
eftir að hafa leikið á réttvísina í 23
ár. Hún sagði sínum nánustu frá for-
tíð sinni, leitaði til sálfræðings til að
undirbúa sig fyrir áfallið og gaf sig
svo fram.
„Samviskan er
búin að naga mig
öli þessi ár. Ég
framdi hræðilegt
illvirki. Ég get
ekki lifað undir
þessu oki leng-
ur,“ sagði Kat-
herine Ann í yfir-
lýsingu þegar
hún gaf sig lög-
reglunni á vald.
Þótt undarlegt megi virðast hefur
saga Katherine Ann Power vakið upp
slæma samvisku margra Banda-
ríkjamanna vegna Víetnamstríösins.
Menn hafa komist svo að orði að nú
sé síðasti fangi stríðsins fijáls.
Það var stríðsrekstur Bandaríkja-
manna í Víetnam sem leiddi Kather-
ine Ann út á glæpabrautina. Hún var
fyrirmyndarunghngur úr efri mið-
stétt - dóttir bankastjóra og afburða-
nemandi í skóla - þegar stríðið fór
að þjaka bandarísku þjóðina.
Á fyrsta ári í háskóla Boston
kynntist hún andstöðunni við Víet-
namstríðið. Fjölskylda hennar og
kennarar hneyksluðust þegar styrk-
þeginn, sem ahir bundu svo miklar
vonir við, fór að ganga um götur með
uppreisnarunglingum og mótmæla.
Hún kynntist öfgahópi friðarsinna
og starfaði með honum uns lögreglan
var búin að handtaka alia nema hina
endurbornu Bonnie Parker. Leiðtogi
hópsins var Stanley Bond, fyrrum
hermaður í Víetnam, og óragur við
að beita ofbeldi til að vekja atygli á
málstaðnum. Katherine Ann hreifst
af þessum uppreisnarmanni sem var
andstæða alls sem hún þekkti áður.
Stanley vildi láta vopnin tala og
fyrsta stórvirki hópsins var að ræna
vopnabúr þjóðvarðliðsins í Boston.
Vopnin voru notuð við bankarán.
Ránin þjónuðu bæði þeim tilgangi
að ögra þjóöfélaginu og að afla fjár
til starfseminnar. Dóttir bankastjór-
ans rændi banka með glöðu geði.
Straumhvörf urðu þó þann 23. sept-
ember 1970. Þá var State Street Bank
í Boston rændur. Katherine Ann stóð
vörð. Lögregluþjónninn Walter
Schroeder var skotinn til bana þegar
hann reyndi að koma í veg fyrir ránið.
Katherine Ann.
Nú hófst eltingaleikur lögreglunn-
ar við unglingana. Stanley Bond, sem
unghngar í Boston líktu við Clyde
Barrow, var handtekinn og hann lét
síðar lífið við að reyna að sprengja
sig út úr fangelsi.
Katherine Ann fór í felur í Boston
ásamt lagskonunni Susan Saxe. Þær
bjuggu í kommúnu með fleiri konun
og tókst að snúa á lögregluna í fimm
ár. Þá var Susan handtekin og dæmd
til fangavistar. Katherine Ann sá að
leik hennar lyki líka fyrr eða síðar.
Ömurleiki flóttalífsins þjakaði
hana og flestir voru búnir að gleyma
rómantísku myndinni af Bonnie Par-
ker nútímans. Hún ákvað að skipta
um nafn og númer; fann út að stúlka
að nafni Alice Metzinger hafði fæðst
sama dag en dáið í æsku. Katherine
Ann tók upp nafn þessarar stúlku,
breytti fæðingarvottorði sínu og
flutti þvert yfir Bandaríkin tíl Oreg-
on. -GK
Eiginmaðurinn Ron Duncan, foreldrarnir Winfield og Majorie Power og systirin Claudia við fyrstu yfirheyrslur yfir
Katherine Ann. Foreldra sína sá Katherine Ann ekki i 23 ár og þau vissu ekki betur en að hún væri látin. Áhyggj-
ur vegna foreldranna urðu m.a. til að Katherine Ann gaf sig fram eftir 23 ár i felum.
Báóar þessar bœkur eru nú
komnar út á íslensku
og gefa kvikmynd-
unum ails ekkert
eftir - sann-
\ kallaöar
4 úrvals /
jA spennu- /
» bœkur. /
Samnefndar kvikmyndir sýndar i Stjörnubíói þessa dagana.
Á næsta sölustað
eða í áskrift í síma (91) 63 27 00
wmzyz,
/ Aóeins
/ kr. 895,-
og ennþá
minna í áskrift
í skotlínu er skrifuö eftir samnefndri kvikmynd sem kölluó
hefur veriö besta spennumynd ársins. Allir bestu gagn-
rýnendur landsins hafa gefió myndinni-þrjár stjörnur og
þar yfir. Max Allan Collins hefur gert eftirminnilega bók
eftir kvikmyndahandritinu þar sem ekkert tapast en
margt veröurgleggra og áhugaveróara en í myndinni.
Á ystu nöf er geró eftir samnefndri kvikmynd sem farió
hefur sigurför víóa um heiminn, meóal annars verió
sýnd svo vikum skiptir í Reykjavík. Höfundurinn, Jeff Ro-
vin, spinnur hörkuspennandi söguþráó um hœttur og
hetjudáóir vió ótrúlega erfióar aðstœóur.
Aóeins
kr. 895,-
og ennþá
minna í áskrift.
ÖRVAL3
BÆKUR
TVÆR NYJAR
I V Wm V wfin