Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1993, Blaðsíða 17
I
LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1993
>v________Meiming
Áskorun
Stundum getur veriö gaman að gramsa. Gagnlegt
líka. Ég var til dæmis að gramsa niðri í Austurstræti
í gær, á Listmunasölunni Fold nánar til tekið. Þar er
þá kynning á olíumálverkum listakonunnar Sossu,
Margrétar SoíHu Bjömsdóttur. Varð þá til eftirfarandi
og endar í áskoran.
Sossa
Hún Sossa er tæplega fertug og með góða menntun
í myndlist; mastersgráðu frá Boston í júessei. Hún er
ættuð úr Keflavíkinni en býr norður á Sauðárkróki
og fremur list sína þar en hefur verið að sýna dulítið
í útlandinu upp á síðkastið.
TU þessa tíma hef ég einvörðungu séð grafíkmyndir
eftir Sossu. Þær voru ýmist eintóna eða tvítóna sem
ég man eftir og báru merki góðrar teiknikunnáttu og
Myndlist
Úlfar Þormóðsson
nokkurrar kímni. Ég man einnig að þær voru orðnar
dulítið misjafnar undir það síðasta þegar þær urðu á
vegi minum; eins og Sossa væri orðin eilítið leið á
gerð þeirra. Um það veit ég náttúrlega ekki nokkum
skapaðan hlut. Og allt er þetta aðeins í minningunni.
Með fólk í bandi
Fold listmunasala er ekki að þykjast vera neitt ann-
að en listmunasala. Þar ægir saman einu og öðru; graf-
ík, olíumyndum, vatnslit, styttum og pastel, svona
rétt til að nefna það. Og er hæfileg regla á hlutunum.
Fold starfar í litlu húsnæði, tvískiptu. í öörum hlutan-
um er kynning á verkum Sossu. Þar hefði mátt taka
dulítið til en ekkert endilega. Enda kannski erfitt því
ég held að Fold hafi engar geymslur.
Á kynningunni eru allmargar olíumyndir. Vondar
voru þær þar sem verið var að mála vætti í landslagi,
fjárans vondar - betri þar sem verið var að fást við
hús eða mannvirki eða kindur í landi og við sjó. En.
Eitt af verkum Margrétar Björnsdóttur.
Góðar
Vel unnar spaðamyndir, gáskafullar, litsterkar,
kraftmiklar og hæfilega formfastar eða formlausar að
hætti þess sem kann og getur teiknað og málað. Þetta
voru myndir eins og Ættarmót, Álög og Hundur með
fólk í bandi. Auk þess ein sem var á flökti í hinum
fremri sal Foldar, nafnlaus til mín, gæti verið maður
og kona, strákur og stelpa eða bara eitthvað allt annað.
Áskorun
Sum sé. Upp úr þessu gramsi sprettur þessi áskor-
un. Frú Margrét Soffía Björnsdóttir á Sauðárkróki:
Taktu þig til og málaðu og málaðu aftur og aftur fólk
- gerir meira að segja ekkert til þó að það sé ættað
af Króknum, og settu upp 15-25 mynda sýningu.
Það yrði ótrúlega gaman. Er ég viss um.
Sviðsljós
Hallfríður Hallsdóttir, Margrét Björgvinsdóttir og Jóna Björk Jóhannsdóttir frá Siglufirði voru við berjatínslu
á Almenningum í yndislegu haustveðri fyrir skömmu. DV-mynd örn
í berjamó í Fljótum
Öm Þórarinsson, DV, Fljótum:
Fremur léleg berjaspretta var hér
í sumar en lagaðist þó talsvert í
september. Þá nokkuð var um ber
og einkum náðu krækiber þokka-
legum þroska.
Bestu berjasvæðin í Fljótum eru
í Stífluhólum og í Almenningum
og hefur oft mátt sjá þar fjölda fólks
við beijatínslu á undanfórnum
árum, færri í sumar en nokkra þó.
KVÍÐASTJÓRNUN
Námskeið um stjórnun streitu, kvíða
og spennu í mannlegum samskiptum.
Kenndar eru og æfðar aðferðir til að
fyrirbyggja og takast á við þessi ein-
kenni.
Upplýsingar um helgar og öll kvöld
ísíma 39109.
Oddi Erlingsson, sálfræðingur.
ttu í vandræðum með að velja afmælls- eða jólagjöfína
í ár f Komdu á óvart og gefðu persónulega gjöf sem
slær í gegn. Eg teikna og mála skop- og andlitsmyndir
e. Ijósmyndum. Vertu tímanlega og pantaðu mynd!
Nánarí upplýsingar fást í síma 91-12491
cða símboda 984-53441
Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður
og myndskrcytir
EINKATÍMAR DÁLEIÐSLA
Núna er síðasta tækifæri til að fá dáleiðslumeðferð
hjá fagmanni á íslandi. Ég mun hætta alfarið með
dáleiðslumeðferð hér á landi 8. október n.k.
ÞAÐ ER MEIRA HÆGT AÐ GERA
MEÐ DÁLEIÐSLU EN ÞIG GRUNAR
Viðurkenndur af virtum fagfélögum
dáleiðslumeðferðaraðila eins og t.d.
International Medical and Dental
Hypnotherapy Association
Hringdu strax og fáðu nánari
upplýsingar.
Friðrile Páll Ágústsson R.P.H., C.Ht.
Vesturgötu 16, 101 Reykjavík. Sími: 91-625717
Skeifunni 8 - sími 81 35 00
Vikan 25/10 - 1/11
Margir litir - 387 kr. Itr.